Morgunblaðið - 29.03.2005, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 11
FRÉTTIR
fessor, Karl G. Kristinsson yfir-
læknir og prófessor, Davíð Á.
Gunnarsson, Ragnheiður Haralds-
dóttir og Guðríður Þorsteinsdóttir
lögfræðingur ráðuneytisins. Sú yf-
irlýsing ráðuneytisstjórans í frétt-
um útvarpsins á páskadag, að ekki
sé um stjórnsýslukæru að ræða
heldur „kvörtunarbréf“ kemur því
verulega á óvart og gengur í ber-
högg við orð ráðherra heilbrigð-
ismála. Ómálefnaleg fullyrðing
ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðu-
neytis þess efnis, að faglega og lög-
lega sé staðið að ráðningu sviðs-
stjóra á LSH stangast á við
rökstutt lögfræðiálit hinna þekktu
lögmanna. Orð hans eru ómerk
nema álitsgerð lögmannanna sé
svarað með lögfræðilegri álitsgerð
ráðuneytisins eins og skylt er skv.
stjórnsýslulögum. Sömuleiðis
stenst ekki sú fullyrðing hans að
sviðsstjórar séu ráðnir með hlið-
sjón af samningum við Háskóla Ís-
lands. Jafnvel þótt svo væri myndu
lög gilda ofar samningum og
starfslýsingum.
6.
Í viðtalinu við Jóhannes M.
Gunnarsson kemur fram að „ásak-
anir um ógnanir og hótanir í garð
starfsfólks séu alvarlegar og þarfn-
ist nánari skýringa frá viðkomandi
yfirlækni“ (þ.e. frá undirrituðum).
Engin slík ásökun kom fram af
minni hálfu í viðtali því sem RÚV
hafði við mig. Aðeins var sagt það
sem satt er, að sumir læknar þyrðu
ekki að notfæra sér málfrelsi sitt af
ótta við afleiðingar á starf sitt; þau
orð eru höfð eftir ákveðnum lækn-
um í trúnaði en orð þeirra voru
ekki ásökun af minni hálfu. Stað-
reyndin er hins vegar sú, að marg-
ir starfsmenn og heilbrigðisstéttir
á LSH (læknar, lyfjafræðingar,
iðjuþjálfar og hjúkrunarfræðingar)
telja sér ógnað af yfirstjórn sjúkra-
hússins og fleiri en einn hafa verið
kallaðir á teppið þar fyrir að láta í
ljós skoðanir sínar. Um það hafa
forystugreinar Morgunblaðsins
fjallað með réttu. Í þessu sambandi
má nefna að fyrir fáum vikum var
yfirlæknum rannsóknasviðs bent á
það með upplestri á lagaklásúlu, að
forstjóri (eða „handhafi ráðningar-
valds“, þ.e. sviðsstjóri) mætti segja
starfsmönnum upp án ávirðinga.
Sex af átta yfirlæknum sviðsins
höfðu skömmu áður ritað nafn sitt
undir bréfið til ráðherra. Hver var
tilgangurinn með þessum lestri?
Lokaorð
Þrátt fyrir orð stjóranna í frétt-
um RÚV stendur eftir óhrakin
frétt RÚV byggð á gögnum um al-
varlegan stjórnkerfisvanda á LSH.
Viðtölin við stjórana styrkja þá
skoðun enn frekar að slíkur vandi
sé raunverulegur. Það er sérlega
miður að ráðuneytið hyggist ekki
sem eftirlitsaðili svara vel mein-
andi málaleitun yfirlækna til ráð-
herra. Með því er ráðuneytið hugs-
anlega að taka á sig ábyrgð á þeim
misfellum sem kunna að vera í
stjórnkerfi LSH.
Hver ber ábyrgð á LSH?“
Höfundur er yfirlæknir blóð-
meinafræðideildar LSH og
forstöðumaður kennslu í blóð-
sjúkdómum við læknadeild
Háskóla Íslands.
JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, segir að
bréfi frá tólf yfirlæknum á Landspít-
ala – háskólasjúkrahúsi um stjórn-
unarvanda LSH, sem ráðherra fékk í
hendur í febrúar sl., verði svarað
formlega á næstunni.
„Við höfum meðtekið þetta bréf
þar sem farið er fram á að því sé
svarað formlega. Ég mun gera það
og hef tjáð þeim það. Ég hef rætt við
alla þessa aðila, bæði forystu spítal-
ans og eins þá sem sendu bréfið. Ég
hef verið að vinna í því og mun vinna
að því að það ríki friður á spítalan-
um,“ segir ráðherra, en vil ekki tjá
sig um málið fyrr
en erindinu hefur
verið svarað.
Ekki stjórn-
sýslukæra
Spurður út í
stjórnsýslukæru
sem tólfmenning-
arnir segja að
ekki hafi verið
svarað, segir Jón
að ráðuneytið líti ekki svo á að um sé
að ræða stjórnsýslukæru, enda sé er-
indið ekki þannig upp byggt, en engu
að síður verði því svarað formlega.
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra
Vinn að því að
friður ríki á LSH
Jón
Kristjánsson
Í BRÉFI tólf yfir-
lækna við LSH til
heilbrigðisráð-
herra, dagsettu í
febrúar sl., er m.a.
bent á að lækna-
ráð hafi endurtek-
ið ályktað um al-
varlegan stjórn-
kerfisvanda spít-
alans, en hvorki
hafi verið tekið til-
lit til álitsgerða né ályktana lækna-
ráðs.
Friðbjörn Sigurðsson, formaður
læknaráðs, segir vandann fyrst og
fremst snúast um sameiningu spítal-
anna fyrir röskum fjórum árum
þegar tveir ólíkir spítalar með ólík
stjórnkerfi voru sameinaðir. Óánægja
hafi ríkt meðal fagaðila um hvaða
kerfi myndi henta best á nýju sjúkra-
húsi og vonir hafi verið bundnar við
endurskoðun á stjórnkerfi hans í
fyrra. „Það verður að segjast, að mínu
áliti, að þá mistókst sú endurskoðun,
því það tókst ekki að leysa neitt af
þeim vanda sem var augljós,“ segir
Friðbjörn. Stjórn læknaráðs hafi haft
áhyggjur af gangi mála og skrifað
heilbrigðisráðherra bréf í nóvember
þar sem farið er fram á íhlutun ráð-
herra vegna samskipta læknaráðs og
yfirstjórnar spítalans. Efni bréfsins
hafi verið ítrekað á fundi með ráð-
herra í janúar aftur og með bréfi fyrir
um hálfum mánuði.
Mikilvægum málum
ekki vísað til læknaráðs
Greint var frá efni bréfsins í Mbl. í
desember í fyrra og segir þar að
læknaráð LSH hafi farið fram á að
heilbrigðisráðherra hlutist til um það
að farið sé að lögum um heilbrigðis-
þjónustu hvað varði hlutverk og starf
læknaráðs og jafnframt að yfirstjórn-
endum verði gert að virða starfsregl-
ur sem læknaráðinu hafi verið settar
og staðfestar séu af stjórnarnefnd
LSH. Þá að ráðuneytið skoði stöðu
læknaráðs og meti hvort samskipti yf-
irstjórnar LSH og læknaráðs séu
með tilhlýðilegum hætti.
Segir m.a. í bréfinu að miklir mein-
bugir séu á að stjórnendur sjúkra-
hússins hafi uppfyllt lagaskyldu sína
og að mikilvægum og afdrifaríkum
málum hafi ekki verið vísað til lækna-
ráðs til álitsgerðar.
Læknaráð endurtekið
ályktað um alvarlegan
stjórnkerfisvanda
Friðbjörn
Sigurðsson
ÞESSI unga stúlka notaði góða veðrið á páskadags-
morgun til þess að hefja byggingu á sandkastala í fjör-
unni við ós Norðfjarðarár. Lét hún sig það engu skipta
þó ekki sé talið ráðlegt að byggja á sandi.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Byggt á sandi
Neskaupstað. Morgunblaðið.
ÍSLAND er meðal þeirra landa
sem sjónum er beint að í nýrri
klukkustundarlangri heimildamynd
um vetni sem nefnist The Hydro-
gen Age eða Vetnisöldin. Þetta
kemur fram í frétt á vef C21 Media
net.
Í myndinni, sem framleidd er af
Hydrogen 2000, er fjallað um
möguleikana sem felast í vetni sem
hreinni og endurnýjanlegri orku
sem geti leyst orkuvanda heimsins
til frambúðar.
Framleiðendur myndarinnar fóru
til fjölmargra landa í heimildaöflun.
Auk Íslands voru Japan, Þýska-
land, Kína og Bretland heimsótt í
því skyni að kanna vetnisnotkunina
og þær tækniframfarir sem orðið
hafa í vetnisvæðingunni. Þannig
voru bæði skoðaðir bílar og verk-
smiðjur sem ganga fyrir vetni og
menga því ekkert.
Samkvæmt fréttinni dregur
myndin fram kosti þessa nýja orku-
gjafa og veltir upp þeirri spurningu
hvort vetni geti bjargað heiminum
frá þeim orkuvanda sem hann
stendur frammi fyrir. Einnig er
þeirri spurningu velt upp hvort
vetnisvæðing geti dregið úr eða
bundið enda á þá hættu sem stafar
af hlýnun andrúmslofts sökum
gróðurhúsalofttegunda.
Vetnisvæðingin til
skoðunar í nýrri
heimildamynd
Morgunblaðið/Sverrir
SIMON Wiesenthal-stofnunin í
Jerúsalem sendi á páskadag frá sér
yfirlýsingu þar sem mótmælt er
ákvörðun íslenskra stjórnvalda um
að veita Bobby Fischer ríkisborg-
ararétt. Er því haldið fram að afneit-
un Fischers á Helförinni og gyðinga-
hatur hans feli í sér brot á íslenskum
lögum. Stjórnvöld eru hvött til að
taka til baka ákvörðun sína og er
jafnframt vakin á því athygli að frá
komu Fischers til landsins hafi hann
þegar brotið íslensk lög sem kveða á
um bann við því að vega að fólki
vegna þjóðernis þeirra, litarháttar,
trúarbragða eða kynhneigðar.
Haft er eftir dr. Efraim Zuroff,
forstjóra Wiesenthal-stofnunarinn-
ar, að ummæli Fischers um gyðinga
á blaðamannafundi á föstudaginn
langa sýni að Íslendingar hafi boðið
heim manni af þeirri gerð sem muni
ekki verða nýju heimalandi sínu til
sóma.
Simon Wiesenthal-stofnunin
Ríkisborgararétti
Fischers mótmælt