Morgunblaðið - 29.03.2005, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
● BAUGUR Group mun ekki geta
innbyrt Somerfield jafnauðveldlega
og búast mátti við ef marka má
bresku pressuna í gær.
Eins og komið hefur fram sagðist
stjórn Somerfield ekki geta mælt
með óformlegu tilboði Baugs við
hluthafa sína og hefur það leitt til
getgátna um að Baugur muni
hækka tilboð sitt, sem upphaflega
hljóðaði upp á 190 pens/hlut, og fá
skoska athafnamanninn Tom Hunt-
er í lið með sér en hann var meðal
þeirra sem fjármögnuðu yfirtöku
Baugs á Big Food Group.
Baugur má hins vegar eiga von á
harðri samkeppni samkvæmt
bresku pressunni en Financial Tim-
es og Times auk Daily Mail og Daily
Express segja að minnsta kosti þrjá
verða um hituna þegar kemur að
því að bjóða í Somerfield. Þetta eru
auk Baugs, írönsku bræðurnir Ro-
bert og Vincent Tchenguiz og hinir
ensku Livingstone-bræður, Ian og
Richard.
Tchenguiz-bræður hafa að sögn
blaðanna fengið fjármálafyrirtækin
Apax Partners og Barclays Capital í
lið með sér og er talið að þau muni
bjóða 205 pens/hlut fyrir Somer-
field.
Samkvæmt FT er tilboð Living-
stone-bræðra jafnhátt tilboði Baugs
en þeir bræður njóta stuðnings jap-
anska bankans Nomura og sam-
kvæmt Times hafa þeir einnig feng-
ið fjármálafyrirtækið UBS til þess
að vera ráðgjafar sínir í þessu ferli.
Stríð um Somerfield
FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Evrópu,
með hinn franska Thierry Breton í
fararbroddi, berjast nú fyrir því að
búið verði til nýtt
embætti vara-
bankastjóra í Al-
þjóðabankanum
en þeir vilja
gjarna fá evr-
ópskt mótafl
gegn hinum
bandaríska Paul
Wolfowitz, sem
að öllu óbreyttu
verður skipaður bankastjóri bank-
ans á fimmtudag.
Þar með yrði stjórnskipun bank-
ans sú sama og ríkir í Alþjóða gjald-
eyrissjóðnum, IMF, en þar er hefð
fyrir því að forstjórinn sé fulltrúi
Evrópuríkja en að aðstoðarforstjór-
inn sé bandarískur.
Fari svo að þessi tilhögun verði
samþykkt mun það leiða til þess að
Kínverjinn Shengman Zhang, sem
nú starfar sem æðsti fram-
kvæmdastjóri bankans og er annar
í goggunarröðinni, verði í raun
lækkaður í tign.
Samkvæmt frétt Financial Times
eru Bretar þó fullir efasemda um
ágæti þess að Evrópumaður verði
næstæðstur í Alþjóðabankanum
enda sé aðalhlutverk bankans að
stuðla að bættum efnahag þróun-
arríkjanna og því ætti fulltrúi þess-
ara ríkja að koma til greina í slíkt
starf.
Höfuðstöðvar Alþjóðabankans í Washington.
Varabankastjóri
Alþjóðabankans?
Thierry Breton
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
LANDIÐ
Blönduós | Það eru ekki allir au-
fúsugestir í kirkjum landsins. Hinn
útsjónarsami fugl starrinn hefur
fundið sér leið inn í loftræstikerfi
kirkjunnar á Blönduósi og gert sér
þar hreiður undangengin ár. Komið
upp ungum og skilið eftir mun-
aðarlausar starraflær þegar hann
yfirgefur hreiðrið.
Forsvarsmenn kirkjunnar ætla
sér að vera á undan starranum í ár
og loka með vírneti fyrir loftræsti-
op kirkjunnar og benda starranum
á að verpa annars staðar í vor. Til
þess verks var að sjálfsögðu feng-
inn valinkunnur maður, Lýður
Rögnvaldsson. Hann gjörþekkir
kirkjuna, að minnsta kosti í bygg-
ingarfræðilegu tilliti, en hann var
einn helsti smiður Blönduóskirkju,
sköpunarverks dr. Magga Jóns-
sonar frá Kagaðarhóli.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Starrinn ekki velkom-
inn í Blönduóskirkju
Sauðárkrókur | Það var ljóst að
Skagfirðingar ætluðu ekki að missa
af fjörinu síðastliðið laugardags-
kvöld, þegar saman leiddu hesta sína
Hljómar úr Keflavík og Karlakórinn
Heimir í Íþróttahúsinu á Sauð-
árkróki, í magnaðri tónlistarveislu.
Óskar Pétursson frá Álftagerði
var kynnir kvöldsins og sagði hann
komu Hljóma í Varmahlíð á skírdag
hafa valdið þar nokkrum titringi,
enda búsettar þar nokkrar konur
ættaðar úr Keflavík, og sagði Óskar
að til mundu af þeim svarthvítar
myndir við sviðið í Stapanum á fyrstu
árum Hljóma þar. Taldi Óskar að
eiginmenn þessara kvenna hefðu tal-
ið mjög mikilvægt að sýna yfirvegaða
stillingu á þessum viðsjárverðu há-
tíðisdögum meðan gestirnir stæðu
við.
Dagskráin í Íþróttahúsinu hófst
með því að fyrst flutti Heimir nokkur
lög, en síðan stigu Hljómarnir á svið
og fluttu nokkur af sínum ótalmörgu
lögum sem orðið hafa sígild meðal
landsmanna. Að afloknu hléi komu
Hljómar og Heimismenn saman á
sviðið og síðari hluti tónleikanna
samanstóð af þekktum lögum, meðal
annars úr amerískum söngleikjum,
svo og perlum Gunnars Þórðarsonar.
Má þar nefna lögin Þitt fyrsta bros,
Harðsnúna Hanna og Bláu augun
þín, en þar sungu saman Óskar Pét-
ursson og Engilbert Jensen.
Í lok tónleikanna kröfðust áheyr-
endur, sem voru á sjöunda hundrað,
aukalaga og voru endurflutt öll lög
Gunnars á söngskránni auk lagsins
Gamli bærinn minn, við frábærar
undirtektir ánægðra gesta.
Gunnar Sandholt, sem kynnti lög
þau sem karlakórinn flutti, sagði við
lok söngs þeirra félaga Engilberts og
Óskars, að Sigurður Hansen, einn af
kórfélögum, hefði gaukað að sér vísu,
sem orðið hafði til á meðan á flutn-
ingi stóð.
Uppheimsverur ófu klið
endilangt um himinhvel.
Þó slógu öllu öðru við,
Engilbert og Gabríel.
Páll Dagbjartsson, formaður
karlakórsins, sagði að það hefði gerst
á síðastliðnu ári þegar Hljómar
spiluðu á dansleik í sæluviku, að í
spjalli þeirra Gunnars Þórðarsonar
og Stefáns Gíslasonar kórstjóra hefði
komið upp sú hugmynd að halda
sameiginlega tónleika og þetta væri
afraksturinn af því samtali. Sagði
Páll að kórinn hefði byrjað að æfa
þetta prógramm þegar eftir áramót
og ætlunin væri síðan að flytja það
bæði í Stapanum í Keflavík og í Há-
skólabíói dagana 9. og 10. apríl næst-
komandi.
Páll sagði að á undanförnum árum
hefði kórinn reynt að brydda upp á
nýjungum og fara ótroðnar slóðir og
þessi samvinna Hljóma og Heimis
væri einn þáttur í þeirri viðleitni.
Þetta væri spennandi verkefni að
takast á við, héldi kórum vel gang-
andi og síungum, enda væri það nú
svo að flestir söngmenn Heimis væru
af sömu kynslóð og Hljómarnir, og
þess vegna væri bilið ekki breitt á
milli aðila.
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Óskar Pétursson frá Álftagerði og Engilbert Jensen úr Hljómum tóku lagið saman.
Hljómar og Heimir
fylltu íþróttahúsið
Grenjaðarstaður | Fjölmenni var
við árlega páskavöku á Grenjaðar-
stað í Aðaldal, sem hófst um mið-
nætti páskadags til að fagna upp-
risuhátíð frelsarans. Um 120 manns
mættu og var fullt út úr dyrum, en í
sókninni eru alls 168 manns.
Þorgrímur Daníelsson sóknar-
prestur segir páskavökunni ætlað
að undirstrika þá gleði sem stafi af
sigri hins góða yfir hinu illa, sigri
ljóssins yfir myrkrinu. „Páskavakan
er elsta hátíð kristinna manna. Hún
er í raun táknræn endurupplifun á
upprisu Krists,“ segir Þorgrímur.
Á Grenjaðarstað er virk þátttaka
safnaðarins mikil. „Í fyrsta lagi er
enginn kór, heldur almennur safn-
aðarsöngur,“ segir Þorgrímur. „Þá
er á miðnætti búið að slökkva öll
ljós nema á einu kerti í kirkjunni,
en það kerti táknar Krist og er síð-
an hulið til að minnast dauða Krists.
Þá er búið að slökkva á öllum úti-
ljósum þannig að það er algert
myrkur í kirkjunni. Síðan kemur
ljósið aftur og lesið upprisuguð-
spjall. Síðan tek ég þetta ljós og fer
með það fram að altarinu og býð
kirkjugestum að sækja sér ljós, því
allir kirkjugestir eru með kerti. Þá
færa þeir hver öðrum ljós með orð-
unum: „Kristur er upprisinn, sann-
lega upprisinn.“ Það er áhrifamikið
að sjá hvernig ljósið breiðist út og
sigrar myrkrið.
Þá er skírnarminning, þar sem ég
stökkvi vatni á þá sem vilja minnast
skírnar sinnar. Meirihluti kirkju-
gesta tók þátt í þessu og maður sér
að fólki finnst þetta gaman.“
Þorgrímur segir einnig sérstakt
gleðiefni hversu margir aðkomu-
menn sæki þessa gleðilegu athöfn.
Fjölmenn páskavaka