Morgunblaðið - 29.03.2005, Page 18

Morgunblaðið - 29.03.2005, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Verið velkomin á fyrirlestur um „Meindýravarnir sem hluti af innra eftirliti matvælafyrirtækja” hjá Umhverfisstofnun í dag, þriðjudaginn 29. mars kl. 15-16 Aðgangur ókeypis Fyrirlesarar eru Baldvin Valgarðsson fagstjóri á matvælasviði og Sigurbjörg Gísladóttir forstöðumaður stjórnsýslusviðs. Fyrirlesturinn verður haldinn í matsal Umhverfisstofnunar á Suðurlandsbraut 24, 5. hæð. Upplýsingar á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is Upplýsingar á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is ÞEGAR þessar línur eru skrif- aðar er ljóst að Bobby Fischer fær íslenskan ríkisborgararétt og verður aftur frjáls maður ef Jap- anir standa við sín fyrirheit. Efst er mér í huga þakklæti til þess öfl- uga hóps sem vann að þessu máli. Helgi Ólafsson stórmeistari, sem flutt hefur frá- bæra fyrirlestraröð um Fischer og skákir hans, 6 fyrirlestra, var sá fyrsti sem hóf máls á sameinuðu átaki til hjálpar Fischer. Við ákváðum að hittast nokkur hópur og sjá hvort við gætum eitthvað gert. Sæmundur var á Spáni en hafði verið í sambandi við Fischer og tók strax af afli þátt í starfinu eft- ir að hann kom heim. Það má segja að í þessum hópi hafi verið valinn maður í hverju rúmi. Okkur var ljóst að Ísland væri eina landið sem mundi láta þetta mál sig einhverju varða. Menn hittust reglulega einu sinni í viku og stundum oftar í sal- arkynnum Hróksins undir vernd Hrafns Jökulssonar. Starfið fólst í að leita leiða og koma þeim fram. Sæmundur hafði stöðugt samband við Fischer og gat greint frá stöðu mála og síðar var Garðar Sverrisson mikið í sambandi við Fischer. Guðfríður Lilja ritaði fyrsta bréfið þar sem farið var fram á landvistarleyfi. Hún var þó ekki alltaf ánægð með okkur og fannst við stundum fara meira fram með kappi en forsjá. Þegar Garðar varpaði fyrst fram hugmyndinni um ríkisborg- ararétt voru margir hikandi. Til- lögur Ingvars Ásmundssonar sem oft hittir naglann á höfuðið og afbragðs- góðar greinar Magn- úsar Skúlasonar skil- uðu okkur áfram sem og greinar margra í hópnum. Ferðin til Japan hafði að mínu viti úrslitaáhrif. Ég verð að segja að ég var dálítið montinn af félögum mínum þar. Á fjölmennum blaðamannafundum var frammistaða þeirra frábær. Á þriðja fundinum sem e.t.v. var mikilvægastur flutti Ein- ar S., ritari hópsins, bestu ræðu sem ég hef heyrt hann flytja og Garðar Sverrisson talaði frábær- lega. Mest kom mér þó á óvart frammistaða Sæmundar sem talaði og svaraði fyrirspurnum einlægur og opinskár eins og honum er ein- um lagið. Formaður stuðningshóps Fischers í Japan er ótrúlegur maður. Án hans hefðum við ekki komist svona langt í Japan, hann skipu- lagði blaðamannafundina og kom með margar góðar tillögur og ábendingar. Á fundum með um 100 frétta- mönnum heimspressunnar kom fram hjá þeim oft aðdáun á fram- göngu Íslands í þessu máli. Menn ræddu sjálfstæði utanrík- isráðherrans okkar sem ekki léti segja sér fyrir verkum. Með okkur voru í Japan kvik- myndatökumennirnir Kristinn Hrafnsson og Friðrik Guðmunds- son og reyndust þeir oft ráðagóð- ir. Páll Magnússon sem var ein aðaldriffjöður ferðarinnar varð að fara fljótt heim vegna annríkis. Nú þegar leikslok virðast í nánd finnst mér formaður allsherj- arnefndar hafa komið fram af yf- irvegun og varkárni. Aldrei féll hann í þá freistni sem flestir stjórnmálamenn eru veikir fyrir að tala valdsmanns- lega um málið. Ég er dálítið hreykinn af því að hafa starfað með þessum öfluga hópi sem að þessu máli vann. Ég færi þeim þakkir nú þegar þeir setjast niður og þerra svitann af enni sér. Sérstaklega óska ég Sæmundi til hamingju sem nú fær vin sinn lausan eftir ötult starf. Þakkir til stuðningshóps Bobbys Fischers Guðmundur G. Þórarinsson fjallar um málefni Bobbys Fischers ’Ég er dálítiðhreykinn af því að hafa starfað með þessum öfluga hópi sem að þessu máli vann. Ég færi þeim þakkir nú þegar þeir setjast niður og þerra svitann af enni sér.‘ Guðmundur G. Þórarinsson Höfundur er fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands. HINN 15. maí nk. fer forseti Íslands í opinbera heimsókn til Kína og dvelur þar ásamt fríðu föruneyti til 22. sama mánaðar. Í tenglum við þessa heimsókn fer á vegum Útflutningsráðs Íslands og forsetaskrifstofunnar fjölmenn viðskipta- sendinefnd til þess að efla viðskipti á milli landanna með það að meginmarkmiði að markaðssetja íslensk- an útflutning í Kína. Auk viðskipta- sendinefndarinnar sem flýgur út með forsetanum stendur almenningi til boða að kaupa flugsæti í sömu vél og forsetinn og fylgdarlið hans fer með. Þessi hópur fær væntanlega að njóta þess að einhverju leyti í ferðinni að það er að ferðast með þessu íslenska fyrirfólki. Enda er líklegt að stór hópur þeirra sem kjósa þessa ferð geri það vegna þeirrar virðingar sem fæst með því að ferðast með forsetanum. Það sem vekur mikla athygli og furðu mína varðandi þessa ferð er að forsetinn og opinber stofnun eins og Útflutningsráð skuli hafa forgöngu um almenningsferð sem þessa í samkeppni við ferðaskrif- stofur sem starfandi eru á mark- aðnum. Að vísu er ferðin boðin í nafni einnar íslenskrar ferða- skrifstofu, en það eru fleiri en einn aðili í ferðaiðn- aði sem hafa staðið fyrir ferðum til Kína og reynt að efla við- skiptatengsl við Kín- verja. Miðað við það sem ég hef kynnt mér af framboði hópferða til Kína þá virðist sem ferðaskrifstofurnar séu að bjóða 100–150 sæti í ár. Það má vel vera að fyrirmönnum þyki það lítið en okk- ur sem störfum á þessum markaði hefur hins vegar virst sem það sé erfitt að hafa framboðið meira fyrir sérferðir til svo fjarlægra staða. Það er hins vegar ekki ólíklegt að stór hluti markaðarins grípi tækifærið þeg- ar hægt er að ferðast með forseta Íslands í beinu flugi til Kína. Þó það sé mitt mat að aðrar ferðir séu mun áhugaverðari en þessi forsetaferð er líklegt að það séu ekki allir sammála mér í því. Ég hugsa aftur á móti að flestir geti verið mér sammála um að þegar sett eru á markaðinn 250 flugsæti og þau boðin í tengslum við ferð forseta Íslands til Kína, þá hefur það mikil áhrif og getur leitt til þess að erfiðara verður að selja þau sæti sem þegar eru í boði. Það getur ekki verið hlutverk for- setaembættisins og Útflutnings- ráðs að vinna með þessum hætti. Flest fyrirtæki í ferðaiðnaði á Ís- landi eru lítil og þurfa fremur á stuðningi hins opinbera að halda fremur en beinni samkeppni úr þeirri átt. Það má vissulega fagna því þegar menn eru stórhuga og at- hafnasamir. En þegar fram- kvæmdir eru ómarkvissar er hætt við að þær hitti misvel og verði til skaða þannig að einhverjir liggi sárir eftir. Ég trúi því ekki að þessi ferðaþjónusta forseta- embættisins sé gerð með velþóknun allra yfirvalda á Ís- landi og tæpast nokkurra í ís- lensku viðskiptalífi. Bein þátttaka hins opinbera í íslensku atvinnu- lífi á þennan eða nokkurn annan hátt er ekki viðeigandi í dag og verður vonandi óþörf um ókomna tíð. Forsetaferðir Birgir Finnbogason fjallar um ferð forseta Íslands til Kína og hvernig staðið er að þeirri ferð ’Flest fyrirtæki í ferðaiðnaði á Íslandi eru lítil og þurfa fremur á stuðningi hins opinbera að halda fremur en beinni samkeppni úr þeirri átt.‘ Birgir Finnbogason Höfundur er framkvæmda- stjóri Ferðaskrifstofunnar Príma Emblu ehf. LAUGARDAGINN 5. mars sl. birtist í Lesbók Morgunblaðsins grein eftir mig þar sem ég ræddi málefni Launasjóðs rithöfunda eftir að hafa setið í úthlut- unarnefnd sjóðsins í tvö ár. Í viðtali við Morgunblaðið 21. mars sl. kveðst Jakob F. Ásgeirsson hafa séð í Lesbókinni grein „eftir einhvern mann úr háskólanum“ sem honum þótti yfirlæt- isleg. Hann segir síð- an m.a.: „Það er með engum hætti hægt að kalla það fagleg vinnubrögð að synja tvö ár í röð manni með mitt höfund- arverk um styrk til að skrifa ævisögu Bjarna Benediktssonar og taka þannig sam- anlagt 120 umsóknir framyfir umsóknir mínar“. Hann bætir svo við: „Auðvitað ráða þarna ferðinni auðvirðileg pólitísk músarholu- sjónarmið.“ Þar höf- um við það. Þetta ítrekar Jakob síðan í viðtali við Kol- brúnu Bergþórsdóttur í Útvarpi Sögu 23. mars og víkur þar aftur að þessum „manni úr háskólanum“ og segir hann hafa verið formann út- hlutunarnefndar. Ég er höfundur umræddrar Lesbókargreinar og ég er ánægður með að vera starfs- maður Háskóla Íslands. Ég vísa hiklaust til stöðu minnar sem kenn- ara við Háskólann þar sem það á við. En ég sat ekki fyrir hönd Há- skólans í þessari nefnd og undir Lesbókargrein minni stóð því: „Höfundur er bókmenntafræð- ingur“. Kolbrún þóttist vita hver umræddur „formaður“ væri og nefndi nafn mitt. Þá virtist Jakob kannast við það og nú fengu hlustendur meira að heyra. Jakob taldi sig nefnilega geta leitað skýringa á styrkhöfnun í því að hann hefði „rekið hornin“ í samstarfsmenn mína við Háskól- ann, þá Guðna Elísson og Gauta Kristmannsson. Hann fullyrti síðan að ég hefði ráðið Gauta til Háskólans „án aug- lýsingar“. Ég ætla ekki að gera tilraun til að ræða gífuryrði Jakobs eða þau sjónarmið hans sem hann viðraði í þessu sambandi, t.d. um að úthlutun úr opinberum ritlaunasjóðum ætti að færa undir Alþingi. En það er ekki hægt að sitja þegjandi undir rangfærslum og ósann- indum. Í fyrsta lagi: Ég var ekki formaður í þessari úthlutunarnefnd. Í Lesbókargrein minni kom fram hverjir voru formenn þau tvö ár sem ég sat í nefndinni og þessar upplýsingar eru aðgengilegar hverj- um sem hafa vill og hafa komið fram áður í fjölmiðlum. Ég er að sjálfsögðu ekki að víkja mér undan ábyrgð nefndarstarfanna og ég vona að enginn telji að ég vilji með þessari leiðréttingu beina fúk- yrðum Jakobs frá mér og til þessa ágæta fólks. Og ef þetta væri það eina sem Jakob fer rangt með hefði ég lát- ið hjá líða að svara um- mælum hans. Í öðru lagi: Jakobi hefur ekki verið hafnað af úthlutunarnefnd Launasjóðs rit- höfunda sl. tvö ár í röð, eins og hann fullyrðir. Hann sótti um fyrir árið 2005 en úthlutunarnefndinni í fyrra (2004) barst engin umsókn frá Jakobi. Ég athugaði einnig skrá menntamálaráðuneytisins yfir um- sækjendur, sem úthlutunarnefndin fékk í hendur í fyrra, og þar er Jak- ob ekki að finna. Hann fer því með rangt mál, hvernig sem á því stend- ur. Í þriðja lagi: Það eru rakin ósannindi – hvort sem Jakob spinn- ur þau upp sjálfur eða hefur þau eftir öðrum – að Gauti Kristmanns- son hafi verið ráðinn að Háskól- anum án auglýsingar. Erfitt er að sjá hvað Jakobi gengur til, annað en að kasta rýrð á ekki aðeins mig og Gauta heldur einnig Háskóla Ís- lands og þau vinnubrögð sem þar eru viðhöfð. Þau störf, sem Gauti var fenginn til að sinna, voru aug- lýst 20. febrúar árið 2000 (sbr. aug- lýsingu í Morgunblaðinu þann dag). Gauti sótti um og var ráðinn af deildarráði Heimspekideildar (eins og Hugvísindadeild hét þá) 12. maí 2000. Farið hefur verið fram á afsök- unarbeiðni af minna tilefni en hér blasir við. Vera kann að Jakobi vaxi slíkur gjörningur í augum. Ég vona hins vegar að hann beri gæfu til að skrifa ævisögu Bjarna Benedikts- sonar, eins mikilvægasta stjórn- málamanns þjóðarinnar á 20. öld, af meiri vandvirkni og sannleiksþrá en hann hefur sýnt lesendum og hlust- endum íslenskra fjölmiðla und- anfarið. Brugðist við rangfærslum og ósannindum Ástráður Eysteinsson svarar Jakobi F. Ásgeirssyni Ástráður Eysteinsson ’ Farið hefurverið fram á af- sökunarbeiðni af minna tilefni en hér blasir við. Vera kann að Jakobi vaxi slíkur gjörn- ingur í augum.‘ Höfundur er bókmenntafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.