Morgunblaðið - 29.03.2005, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
É
g held að þetta sé góð regla, segir
Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri
og stofnandi Flugfélagsins Atl-
anta, þegar hann er spurður
hvernig honum finnist að þurfa að
láta af störfum sem flugstjóri eins
og reglur mæla fyrir um þar sem
hann nær 65 ára aldri 7. apríl
næstkomandi. Arngrímur er eins og margir á sama
aldri í fullu fjöri og á næga starfsorku.
„Ég tek eftir því að ég er farinn að gleyma og í þessu
starfi er vitanlega best að hætta áður en nokkuð alvar-
legt gerist af þeim sökum,“ segir flugstjórinn einnig
glottandi með þennan skemmtilega ólíkindasvip sem
hann á til að setja upp. Ljóst er að einhvers staðar verð-
ur að setja punkt og hann segist fyrst og fremst þakk-
látur fyrir að hafa komist í gegnum ferilinn áfallalaust.
„Annars finnst mér þetta stundum eins og jarðarför,
það er eins og menn haldi að allt sé búið þótt maður
þurfi að láta af störfum vegna aldurs en það er líka ein-
staklingsbundið. Áður var miðað við að flugmenn létu af
störfum við 60 ára aldur og víða erlendis hafa mörkin
verið lægri. En fyrir nokkrum árum hækkaði ald-
urshámarkið í 63 ár og nú er miðað við 65 ár. Það má
kannski segja að 65 ára maður í dag sé í svipuðu formi
og sextugur áður fyrr,“ segir Arngrímur og samþykkir
að þótt hann láti nú af störfum muni hann hafa nóg fyrir
stafni, nú sé að hefjast nýr kafli, nú taki við alls konar
dund og bauk sem tengist samt sem áður áhugamálinu,
fluginu. Áður en farið er út í það er rétt að staldra við
síðustu ferðir Arngríms í flugstjórasætinu.
Með syninum síðustu vikurnar
Síðasta ferðin var til Kúbu og þaðan var hann vænt-
anlegur nú í morgunsárið. Síðustu vikur og mánuði hef-
ur hann flogið talsvert með syni sínum, Gunnari og hafa
þeir meðal annars verið mikið á ferðinni í Asíulöndum
þar sem Atlanta sinnir fraktflugi. Ein dóttir Arngríms,
Ragnheiður, er einnig flugmaður og hefur flogið með
honum gegnum árin en er ekki að fljúga eins og er.
Önnur börn Arngríms eru Sigurlaug hjúkrunarfræð-
ingur sem reyndar er með í Kúbuferðinni, Sigrún, garð-
yrkjufræðingur og einkaflugmaður sem býr á Akureyri
en hún leggur einnig stund á söng, Thelma sem er nemi
og Vilhelmína.
Áður en haldið var til Kúbu flugu þeir feðgar eina
ferð til Kanaríeyja. Stefán Bjarnason var flugvélstjóri
en hann er einnig með þeim í Kúbuferðinni. „Stefán var
með mér fyrst þegar ég flaug þotu Air Viking fyrir
Guðna í Sunnu og hann rifjaði upp þetta flug sem var
fyrir 30 árum,“ segir Arngrímur. „Við vorum staddir yf-
ir Færeyjum á leið á sólarströnd þegar mér barst til-
kynning um radíóið að mér væri fæddur sonur. Það var
Gunnar sem nú stendur á þrítugu.“
Næsti kafli hjá Arngrími snýst að mestu leyti áfram
um áhugamálið flug. Það gerist m.a. í flugskýli hans á
flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ þar sem
spjallið fer fram innan um hálfsmíðaðar flugvélar bæði í
fullri stærð og líkön. Hann á annað flugskýli á Akureyr-
arflugvelli enda á hann taugar til Akureyrar þar sem
hann var alinn upp. Hvaða verkefni hefur hann í skýl-
inu?
Góður í vöfflunum
„Ég smíða flugvélar og vinur minn, Einar Páll Ein-
arsson, hjálpar mér,“ segir hann ísmeygilegur. Um-
ræddur Einar ræskir sig og bendir kurteislega á að
Arngrímur sé flínkur að baka vöfflur. Hann geri það
gjarnan á sunnudögum þegar gestagangur er í skýlinu
hjá þeim. En grínlaust þá er Einar Páll um þessar
mundir að gera upp flugvélar fyrir Arngrím sem hyggst
nú leggja drýgri hönd á plóginn þar sem hann ræður
tíma sínum betur nú orðið. En hverju sinnir hann í skýl-
inu fyrir norðan?
„Það er eitthvað svipað dund og þar geymi ég list-
flugvélarnar sem ég gríp stundum í. Þar er Húnn Snæ-
dal að smíða í svipaðri aðstöðu og hér á Tungubökkum.
Ég sleit barnsskónum á Akureyri og byrjaði flugnámið
þar. Fór svo suður til náms 16 ára en kom aftur og vann
hjá Flugmálastjórn í fjögur ár og síðan hjá Tryggva
Helgasyni áður en ég hélt suður aftur. Bróðir minn býr
þar og ein dóttirin og hér er ég með íbúð,“ segir Eyr-
arpúkinn og kveðst sjá fyrir sér að dvelja talsvert á Ak-
ureyri á næstunni, hann hafi taugar til bæjarins sem
togi meira í hann með árunum. Þyrluflug kemur
sögu í nýja kaflanum því Arngrímur á þyrlu og h
fengið réttindi á hana sem hann hyggst nýta sér
ekki má heldur gleyma listfluginu, því eins og áð
nefnt á hann tvær listflugvélar sem notaðar verð
sumar.
Spenna og bróðerni í listfluginu
„Ætli við séum ekki svona tíu manna hópur se
stundum listflug hérlendis að einhverju ráði og v
um líka mót á hverju ári. Við höfum flestir fengi
nokkra þjálfun erlendis og stundum fengið heim
þekkta listflugmenn hingað til að kenna okkur,“
Arngrímur. Í hópnum eru bæði atvinnuflugmen
einkaflugmenn á öllum aldri. „Ég hugsa nú að u
mennirnir í hópnum séu að verða betri en við en
urkennum við nú helst ekki þessir eldri,“ segir A
grímur og bætir við að í hópnum ríki hæfileg bla
spennu og bróðerni.
„Listflug er skilgreint í fjórum flokkum og er
ákveðnar æfingar í hverjum. Þær þyngjast í efr
unum og við erum flestir hér komnir í annan flok
Það er ekki útilokað að við þokum okkur upp um
ef við tökum fleiri námskeið. Listflug reynir mjö
skrokkinn því við dýfurnar og lykkjurnar mynd
margfalt álag, blóðið ýmist þrýstist upp í höfuð e
ur í skrokk og því verða menn að vera vel á sig k
líkamlega til að standast slíka raun.“
Arngrímur hefur lengst af verið stjórnarform
Atlanta og situr í stjórn Avion Group, sem er mó
urfélag Atlanta og nokkurra annarra fyrirtækja
rekstri, og ætlar hann að sinna þeim störfum en
sinn. Þá er hann einnig forseti Flugmálafélags Í
og situr í stjórn Flugskóla Íslands og hyggst ha
að því að losa sig úr þessum síðasttöldu verkefn
Áfram á ferðinni
Ferðalög verða áfram á dagskrá hjá Arngrím
kannski meira á jörðu niðri, hann ætlar að skoða
og jafnvel fleiri lönd.
„Mig langar til að kynnast Íslandi betur. Ég þ
það nokkuð vel eftir innanlandsflugið, bæði hjá T
Helgasyni í gamla daga og síðan frá innanlandsf
á Arnarflugsárunum. En þá var maður alltaf að
sér, það var aldrei stoppað á þessum stöðum nem
ferma og afferma vélarnar. Ísland heillar æ mei
mig langar að ferðast um Vestfirði og Strandir,
ið og Austurlandið.“
En eitthvað til útlanda líka?
„Já, mig hefur alltaf langað að kynnast Græn
betur þótt ég hafi komið á alla flugvelli þar. Ég h
áhuga á að ferðast um Argentínu, Alaska og Ma
Þetta eru spennandi og skemmtileg lönd.“
Til hversu margra landa hefurðu komið?
„Ég hef kannski ekki töluna en það eru allar h
álfur nema Suðurskautslandið. Og ég hef mikið
Afríku, á Biafraárunum, í pílagrímaflugi og frak
núna og þau lönd hef ég talið nákvæmlega, þau e
Reykjavíkurflugvöllur kemur líka til umræðu
grímur vill ekki hugsa til þess að flugvöllurinn v
lagður af og getur næstum talað sig heitan um þ
„Það er verið að benda á að vallarsvæðið sé dýrm
byggingarland. Ég vil bara benda á að Reykjaví
urflugvöllur er dýrmætt svæði eins og það er. V
um ákveðið samhengi með höfninni, Kvosinni, fl
inum og Nauthólsvík og það á ekki að fylla þetta
af húsum þó að vissulega sé hægt að byggja á hl
svæðisins. Og ég vil líka benda á að höfuðborgir
byggst utan um umferðar- eða samgöngukjarna
sýna líka að það stafar ekki hætta af flugvellinum
það væri að mínu viti misráðið að leggja hann ni
er líka orðið súrt þegar ungmennin geta ekki len
farið og skoðað smáflugvélarnar, þetta er allt or
að og læst.“
Arngrímur er líka áhugamaður um flugsögun
höfum flugminjasöfn að Hnjóti, á Akureyri og n
verið að tala um að koma á safni á Suðurnesjum
bara af hinu góða að reka ólík söfn á þessu sviði
skulum hafa í huga að það á enginn einn íslensku
söguna. Við þurfum hins vegar að gæta þess að v
veita þessa sögu og muna að hún gerðist ekki í g
heldur gerist hún í dag og því þarf að halda henn
haga á hverjum degi.“
Arngrímur hefur líka lagt eitt og annað til flu
Arngrímur Jóhannsson flugstjóri og stofnandi
Flugið verður
áfram aðalatriði
á dagskránni
Eftir farsælan áratuga feril sem flugstjóri og flugrekandi lætur A
grímur Jóhannsson af störfum í stjórnklefanum. Í viðtali við Jóha
es Tómasson segist hann áfram ætla að sinna ýmsum þáttum flug
ins og hann ætlar líka að leggjast í ferðalög.
LEIKSKÓLINN OG SAMKEPPNI
SVEITARFÉLAGA
Áform Reykjavíkurborgar um aðbjóða foreldrum leikskólaplássfyrir börn sín án endurgjalds
hafa verið gagnrýnd. Geir H. Haarde
fjármálaráðherra lýsti því yfir á Al-
þingi í síðustu viku að hann væri sam-
mála þeim markmiðum en yfirlýsing
borgarinnar hefði komið illa í bakið á
ríkisstjórninni vegna nýgerðs sam-
komulags um aukna tekjustofna sveit-
arfélaganna. Þá gagnrýndi ráðherra
að borgin hefði með þessu sett þrýst-
ing á önnur sveitarfélög.
Við svipaðan tón kvað hjá sumum
þeim forsvarsmönnum sveitarfélaga,
sem við var rætt í Morgunblaðinu í síð-
ustu viku. Athygli vekur þó að enginn
var þar heldur ósammála því mark-
miði að gera leikskólann gjaldfrjálsan.
Það blasir við að aðeins var spurn-
ing um tíma hvenær eitthvert sveitar-
félag kysi að styrkja stöðu sína í sam-
keppni við önnur með því að bjóða upp
á gjaldfrjálsan leikskóla. Næstum því
öll börn sækja leikskóla núorðið. Leik-
skólavist er talin mikilvægur hluti af
þroskaferli barna og hefur verið skil-
greind sem hluti af menntun þeirra.
Góð þjónusta leikskóla er forsenda at-
vinnuþátttöku beggja foreldra og þar
með jafnréttismál. Þjónusta leikskól-
anna er sömuleiðis algerlega nauðsyn-
leg fyrir atvinnulífið í landinu.
Við þessar aðstæður skýtur auðvit-
að skökku við að leikskólastigið skuli
vera eina skólastigið, þar sem almennt
eru greidd há skólagjöld, sem oft
nema um þriðjungi af þeirri upphæð,
sem sveitarfélögin leggja sjálf með
hverju barni í leikskóla. Stjórnmála-
menn þora varla að nefna að greidd
séu skólagjöld í háskólanámi, en þykir
engu að síður mörgum sjálfsagt að há
gjöld séu greidd fyrir leikskólavist.
Að sjálfsögðu tekur Reykjavíkur-
borg þessa ákvörðun á eigin ábyrgð.
Til skemmri tíma litið getur hún ekki
átt neina kröfu á ríkið að það standi
straum af kostnaði við hana. Og kjós-
endur í borginni hljóta að gera þá
kröfu til Reykjavíkurlistans að þessi
ákvörðun setji fjármál borgarinnar
ekki frekar úr skorðum. Til lengri
tíma litið má hins vegar telja víst að
eðlilegt verði talið að fyrsta skólastig-
ið verði fjármagnað af almannafé rétt
eins og grunnskólinn og að tekjustofn-
ar sveitarfélaga taki mið af því.
Reykjavík hefur að ýmsu leyti stað-
ið höllum fæti í samkeppni við önnur
sveitarfélög í valdatíð Reykjavíkur-
listans, m.a. skorts á lóðum fyrir íbúð-
arhúsnæði. Leikskólabörnum hefur
fækkað í borginni undanfarin ár sem
sýnir að barnafjölskyldurnar hafa far-
ið annað. Það er ekkert óeðlilegt að
borgin reyni að rétta hlut sinn.
Það er sjálfsagt og jákvætt að sam-
keppni ríki milli sveitarfélaga í þjón-
ustu við íbúana. Á sínum tíma, í valda-
tíð Sjálfstæðisflokksins, var byggð
upp í Reykjavík velferðar- og fé-
lagsþjónusta, sem tók því fram sem
gerðist í öðrum sveitarfélögum. Auð-
vitað gerði borgin það í krafti styrks
síns og sérstöðu, m.a. varðandi tekjur.
Það sem helzt má gagnrýna Reykja-
víkurlistann fyrir, er hann boðar
gjaldfrjálsan leikskóla, er að hann
skuli ekki fyrst hafa útrýmt biðlistum
á leikskólum borgarinnar. Ef leik-
skólapláss eiga að vera ókeypis er það
auðvitað ósanngjarnt gagnvart for-
eldrum sem ekki fá inni í leikskóla fyr-
ir börn sín og þurfa að greiða fyrir
önnur dagvistarúrræði. En Reykja-
víkurlistanum standa ýmsar leiðir til
boða í því efni, t.d. að ganga til sam-
starfs við einkaaðila um að reka leik-
skóla til að mæta eftirspurninni.
SKÖMM HVERS?
Robert James Fischer sneri til Ís-lands á skírdag eftir tæplega 33
ára fjarveru. Fischer hafði í níu mán-
uði verið í haldi í Japan og átti yfir
höfði sér að verða framseldur til
Bandaríkjanna fyrir að hafa brotið
gegn alþjóðlegu viðskiptabanni gegn
gömlu Júgóslavíu þegar hann tefldi
þar 1992. En Fischer hefur ekki síð-
ur vakið reiði Bandaríkjamanna með
því ítrekað að fordæma gyðinga og
fagna því í útvarpsviðtali þegar
hryðjuverkin voru framin í Banda-
ríkjunum 11. september 2001.
Hörðustu viðbrögðin við komu
Fischers birtust í leiðara bandaríska
dagblaðsins Washington Post í gær
undir fyrirsögninni „Skömm Ís-
lands“. Blaðið segir að dagurinn, sem
Alþingi samþykkti að veita Fischer
íslenskan ríkisborgararétt, hafi verið
„sorgardagur fyrir Ísland, sem þar
með spyrti sig í verki við mann, sem
fyrir löngu hefur sagt skilið við allt
velsæmi“. Þar segir: „Fischer, sem
greinilega er í miklu ójafnvægi, ætti
ef til vill fremur skilið meðaumkun
en hatur. En hann ætti vissulega
ekki að vera heiðraður af löggjafan-
um – ekki nema hinir nýju landar
hans vilji að skömm verði kölluð yfir
þjóð þeirra í hvert skipti, sem þessi
skákmaður opnar munninn.“
Bobby Fischer er ekki hingað
kominn vegna skoðana sinna en þær
eru hans og hann er ábyrgur orða
sinna eins og hver annar Íslending-
ur.
Er Fischer varð heimsmeistari
voru Bandaríkjamenn fúsir til að
eigna sér sigur hins sérvitra skák-
snillings á sovéska skákveldinu, en
óbilgirni þeirra í hans garð eftir 1992
er alger.
Snemma í vetur skrifaði Fischer
stjórnvöldum og bað um hæli á Ís-
landi. Davíð Oddsson utanríkisráð-
herra sýndi bæði dirfsku og mannúð
þegar hann ákvað að verða við beiðni
Fischers. Hér var myndaður hópur
stuðningsmanna Fischers, sem hefur
barist ötullega fyrir að fá hann laus-
an og á ásamt utanríkisráðherra veg
og vanda af því að hann er nú kominn
hingað. Í upphafi var ekki ætlunin að
veita Fischer íslenskan ríkisborgara-
rétt, en það var gert þegar ljóst var
að Japanar myndu ekki láta hann
lausan að öðrum kosti. Alþingi kall-
aði ekki skömm yfir Ísland með
þeirri ákvörðun, heldur forðaði
Bandaríkjamönnum frá þeirri
skömm að setja Fischer í fangelsi
fyrir það eitt að hafa ekki hegðað sér
í samræmi við bandaríska utanríkis-
pólitík.