Morgunblaðið - 29.03.2005, Síða 21

Morgunblaðið - 29.03.2005, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 21 MÉR vitanlega hefur aldrei fyrr verið staðið ófaglega að ráðningu fréttastjóra útvarpsins. Þegar Jón Magnússon féll skyndilega frá í ársbyrjun 1968 sóttum við Ívar Guðmundsson um starfið. Fyrst var Ívar ráðinn og þegar hann gekk svo frá starfinu var ég ráðin. Við vorum bæði fagmenn. Hann eldri og reyndari, hafði starfað sem blaðamaður og blaðafulltrúi árum saman. Ég hafði starfað fyrst sem blaðamaður í tæp fimm ár, síðan sem fréttamaður útvarps í átján ár og var varafréttastjóri þegar Jón féll frá. Þegar ég hætti störfum um áramótin ’86–’87 var þáverandi varafréttastjóri, Kári Jónasson, ráðinn fréttastjóri. Fyrir hálfu ári hætti hann í því starfi. Þá tók við Friðrik Páll Jónsson sem hafði verið varafréttastjóri í 18 ár en starfað á fréttastofunni í 28 ár. Við erum öll fagmenn. Í mínum huga felst fagmennska í mennt- un, reynslu og þekk- ingu í tilteknu fagi. Faðir minn kenndi mörgum iðn rafvirkja. Ungir menn komu sem sveinar til hans að læra iðn, fag, verk- legt og bóklegt í nokk- ur ár. Svo urðu þeir meistarar, fagmenn. Faðir minn hefði aldrei ruglað saman læri- sveini og meistara. Hvernig hefði hann þá getað rekið traust og virðulegt fyrirtæki áratugum sam- an? Hálfu ári eftir að Kári Jónasson hætti var starf fréttastjóra auglýst. Tíu manns sækja um starfið. Sá lakasti þeirra er talinn bestur og ráðinn í starfið. Í fyrsta sinn er ráðning í starf fréttastjóra útvarps ófagleg. Ég varð því andaktug þeg- ar ég heyrði menntamálaráðherra segja í sjónvarpi að þessi ráðning hefði verið fagleg. Við skiljum orð- ið ekki sama skilningi. Þessi ráðning er fjarstæðukennd. Fyrst er lögð ærin vinna og fyr- irhöfn í að meta hæfni umsækj- enda. Þeir teljast allir hæfir. Svo eru sumir hæfari og fimm hæfastir. Útvarpsstjóri lætur eins og hann heyri ekki þessa niðurstöðu. Fólkið sem vann alla þessa vinnu er haft að fíflum. Tveir fulltrúar rík- isstjórnarflokkanna, mennta- málaráðherra og fulltrúi Fram- sóknarflokksins í útvarpsráði hafa keppst við að lýsa útvarpsráð úrelt, enda eru vinnubrögð þess öllum kunn. Útvarpsstjóri segir þetta ráð hins vegar marktækast af öllu. Fréttastofan er lífakkeri út- varpsins. Atlaga Framsókn- arflokksins að sjálfstæði hennar og þar með því hlutverki að flytja hlustendum faglega unnar fréttir og fréttaskýringar, ómengaðar af öllum annarlegum sjónarmiðum, ber ekki vott um mikið siðvit. Vill flokkurinn ekki stuðla að lýðræð- islegum umræðum í samfélaginu? Hvernig ber að skilja að flokkurinn reynir að niðurlægja og lítilsvirða frábæra starfsmenn fréttastof- unnar? Hvaðan kemur þeim sem ráða hér ferð Framsóknarflokksins vald til þess að gera slíka atlögu? Frá kjósendum? Er þetta stefna sem sómakærir framsóknarkjós- endur vilja að sé mörkuð gagnvart útvarpinu? Öðruvísi mér áður brá. Það var ráðherra flokksins, Vil- hjálmur Hjálmarsson, sem tók af skarið og tók fyrstu skóflustung- una að fyrsta og eina útvarpshúsi Íslendinga. Hvernig má það vera að þessi sami flokkur telji nú lak- asta umsækjandann um frétta- stjórastarfið fullgóðan í lýðinn? Er það stefna flokksins að hafa skuli að engu reynslu, menntun, trú- mennsku og fagmennsku þegar ráðið er í ábyrgðarstöður? Er það stefna flokksins að þegar menn hafa öðlast fagmennsku með ára- tuga starfi séu þeir orðnir gamlir og úreltir? Skýtur það ekki skökku við þar sem flokkurinn hefur núna fengið forsætisráðherra sem vissu- lega og óumdeilanlega er fagmaður í pólitík með umfangsmikla reynslu, að vísu orðinn fimmtugur, en fjarri því að vera gamall eða úr- eltur? Fylgdi útvarpsstjóri kannski ekki neinni stefnu þegar hann sagði að mál væri að yngja upp á fréttastofunni? Fréttastofan næði svo illa til unga fólksins. Hver skilur þetta? Auglýst er eftir fréttastjóra, ritstjóra frétta. Síðan kemur útvarpsstjóri og segir að fréttastjóri eigi fremur að stjórna fjármálum og rekstri en fréttum. Þegar ráð- inn var á sínum tíma viðbótaryfirmaður á fréttadeild, Bogi Ágústsson sem líka er fagmaður í fréttum, var það meðal annars til sjá um rekstur og fjármál, svo að frétta- stjórarnir gætu einbeitt sér að sínu fréttastjórastarfi. Hvað á sölu- og markaðsstjóri að gera í stól frétta- stjóra? Er verið að gera bakara að smið? Mér vitanlega hefur útvarps- stjóri aldrei fyrr snúist opinberlega gegn starfsfólki og gert lítið úr störfum þess. Aldrei fyrr hafa 93% á um 200 manna fundi starfsmanna samþykkt vantraust á útvarps- stjóra – sem jafngildir nokkurs konar pereati. Fjarri fer því að ekki hafi heyrst bæði hósti og stuna í þessari stofnun, hún hefur ekki verið staður friðsældar, enda lifandi allan sólarhringinn. Aldrei fyrr mér vitanlega hefur hins vegar stjórnandinn, útvarpsstjórinn, stað- ið einn á skeri andspænis starfs- fólkinu. Hver kom honum á ein- manalegt skerið? Þegar skjólstæðingur stjórn- málaflokks er ráðinn í starf frétta- stjóra almannaútvarps er hann tor- tryggilegur í starfi í augum kjósenda annarra flokka og líka í augum okkar munaðarleysingjanna í íslenskri flokkapólitík. Það skiptir auðvitað engu máli hvort skjól- stæðingurinn er flokksbundinn eð- ur ei – hann er ráðinn í skjóli flokks. Hvernig er þá hægt að treysta því að viðkomandi standi fast á sjálfstæði og frelsi fréttastof- unnar, sé ekki handbendi eða þý flokksins sem veitti honum skjólið? Er ekki sá sem er ráðinn fyrir til- stuðlan flokks óhjákvæmilega ánetjaður honum? Flokka- málgögnin dóu. Hver vill flokka- fréttastofu? Útvarpið er merk og mikilvæg stofnun sem væntanlega lifir af í tilfallandi og tímabundnum valda- stríðum. Útvarpið gegnir hlutverki sem engin önnur stofnun rækir, það er þjónustustofnun fyrir al- menning, húsbændur eru hlust- endur alls staðar þar sem menn geta hlustað á íslensku. Þau miklu viðbrögð og umræður sem hafa orðið um hina fjarstæðukenndu fréttastjóraráðningu hljóta að vera uppörvun fyrir starfsfólkið, sýna því að það starfar ekki í tómarúmi fyrir daufum eyrum, heldur heyr- andi hlustendur. Um fag- mennsku Margrét Indriðadóttir skrifar um ráðningu frétta- stjóra útvarpsins ’Í mínum huga felstfagmennska í mennt- un, reynslu og þekk- ingu í tilteknu fagi.‘ Höfundur er fyrrverandi fréttastjóri útvarpsins. Margrét Indriðadóttir hafa hoppað á rétta hillu. Ég held að ungt fólki eigi að fara í flugnám ef það hefur áhuga. Þetta er sérstök at- vinna og þegar menn starfa hjá félagi eins og Atlanta með rekstur um allan heim verður fjölskyldulífið nátt- úrlega einnig með sérstöku sniði. Úthaldið er þrjár vik- ur og síðan álíka langt frí en þeir sem starfa hjá ís- lensku áætlunarfélögunum geta í flestum tilvikum sofið heima hjá sér á nóttunni. En það er uppgangur í fluginu núna og atvinnutækifærin fyrir hendi svo ef menn hafa áhuga er öllu óhætt.“ unnar úr fyrirtækinu og hann segist tilbúinn að láta eina B747-breiðþotu í safnið á Akureyri. Vandamálið sé bæði plássið sem hún þarf á flugvallarstæðunum og hitt að það kosti talsvert að halda slíkri vél við þótt henni verði ekki flogið. Hoppaði á rétta hillu Í lokin má spyrja þeirrar sígildu spurningar hvort hann myndi leggja út á flugbrautina ef hann mætti velja á ný sem ungur maður í dag og hvort hann gæti ráðlagt ungu fólki að leggja fyrir sig flug: „Já, ég held það og þegar ég horfi til baka tel ég mig r líka við hefur r. Og ður er ða vel í em við höld- ið ms- “ segir nn og ungu n það við- Arn- anda af ru ri flokk- kkinn. m flokk ög á dast eða nið- komnir maður óð- a í flug- nn um Íslands nn huga um. mi, a landið þekki Tryggva fluginu flýta ma til að ira og hálend- landi hef líka alasíu. heims- verið í ktfluginu eru 44.“ u. Arn- verði það. mætt ík- Við höf- lugvell- a svæði luta r hafa oft a. Tölur m og iður. Það ngur rðið lok- na. „Við nú er m. Það er og við u flug- varð- gær ni til gsög- Atlanta lauk flugstjóraferlinum með Kúbuferð ð Arn- ann- gs- Morgunblaðið/RAX Arngrímur Jóhannsson í flugstjórasætinu í Boeing 747-breiðþotu Atlanta og Gunnar sonur hans hægra megin. Morgunblaðið/RAX Arngrímur Jóhannsson er hér í aðflugi á Akureyrarflugvelli á renniflugu sinni með íslenska fánanum. Þessari flugvél flaug Arngrímur fyrst á ferli sínum þegar hann hóf flugnám fyrir meira en fimmtíu árum. joto@mbl.is ÝMSAR sögur hafa verið sagðar um Arngrím. Þær hafa varðveist hjá fjölskyldu og vinum og hér á eftir lýsir Ragnheiður, dóttir hans, nokkrum atvik- um sem hún man sérstaklega eftir þegar hún var beðin að rifja upp sögur: Óþarfa spurningar Pabbi hefur lag á að fá mann sjálfan til að leysa úr vandamálum í stað þess að rétta manni lausn- irnar fyrirhafnarlaust. Ég fann mikið fyrir þessu þegar ég var að fljúga mínar fyrstu ferðir sem flugnemandi og átti það til að vera sífellt að spyrja: „Pabbi, er þetta ekki rétt svona? – pabbi, er þetta ekki rétt leið“ – „pabbi, á ég ekki alveg örugglega að svara …“ – Ég reyndi að fá hann til að staðfesta allt sem ég gerði, en svo eftir að vera búin að láta rigna yfir hann spurningum leit ég á hann þar sem hann sat í rólyndi sínu, skælbros- andi, oft syngjandi, flautandi eða trallandi, alls ekki á þeim buxunum að svara einni einustu spurn- ingu … vegna þess að „maður á ekkert að vera að spyrja að einhverju sem maður veit“. Arngrímur sjálfur … Eitt sinn sem oftar vorum við að koma fljúgandi frá Spáni á Tri-Star-vélinni sem var fyrsta far- þegavélin sem við flugum saman. Þetta var í lok nóvember og veðurspáin fyrir Keflavík var ekki upp á marga fiska, við vorum búin að fylgjast með veðrinu allan daginn og þegar leið á kvöldið – við að nálgast Ísland – fór veðrið versnandi með hverri veðurathuguninni sem við hlustuðum á og var orðið hið versta þegar við komum að Íslands- ströndum. Það var á mörkunum að við þyrftum að snúa frá Íslandi og lenda á varavellinum. Ég var farin að ókyrrast heldur í mínu sæti, gamal- kunnum spurningum farið að rigna yfir pabba, sem tók á þessu eins og öðru sem að höndum ber; af hinu mesta rólyndi. Í aðfluginu buldi á okkur alkunn Íslandslægð með öllu tilheyrandi, hífandi roki, rigningu og mik- illi ókyrrð, vélin hentist til og frá. Pabbi var hinn rólegasti, raulaði lítið lag og „smurði“ vélinni inn eins og ekkert væri. Fólk hafði orð á því eftir lend- inguna að hafa aldrei lent í slíku fyrr en hafði þó þá vissu allan tímann að það væri í góðum höndum þar sem Arngrímur sjálfur væri við stjórnvölinn. Pabbi, hliðið … Eitt sinn var pabbi að heimsækja vin sinn í veiði, ásamt Gussa bróður (Gunnari), sem þá var bara polli, á lítilli tveggja sæta vél sem pabbi átti hlut í. Pabbi sat í aftursætinu og Gussi í framsætinu. Eft- ir að vera búnir að leika sér í dágóða stund, leika alls konar listir og tilheyrandi, ætluðu þeir að halda aftur í bæinn en pabbi ákvað þó að taka smásprell í lokin og flaug samhliða jeppanum hjá vini sínum og fór að lokum fram fyrir hann til að stríða honum svolítið. Allt í einu kallar Gussi, sem er nú reyndar frekar rólegur sjálfur: „Pabbi … pabbi … pabbi þú verður að hækka flugið, hliðið er lokað!“ Rólegur á hverju sem gengur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.