Morgunblaðið - 29.03.2005, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 29.03.2005, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÚ ERU sennilega flestir Íslend- ingar að fagna komu „týnda son- arins“, snillingsins fræga sem eitt sinn sat á íslenskri grund og tefldi skák! Sagt er að nýtt líf fæðist þá gamalt hró líður undir torfu. Nú má kannski segja að þetta sé að rætast, í vissum skilningi, því nú hafa Ís- lendingar úthýst einni af sínum „stórstjörnum“, sem hefur gert garðinn frægan á veraldarvísu, en varð það á að missa skap sitt í op- inberum samtalsþætti, þar sem gömul og sífellt hækkandi holskefla loksins gerðist svo ofreist að hún brotnaði og dembdi sér yfir nær- stadda. – Þarna var ekki leyft að kasta stórum orðum til þjóðarinnar, sem „kannski“ hefur til þess unnið. Nú er annað mál; „afbrotamaður“ sem fór ekki að lögum síns heima- lands er núna gerður að „íslenskum ríkisborgara“. Þarna þykir það engin lítillækkun þótt hann úthúði sínu heimalandi og öðrum í orði. Það virðist ekki vera neitt mál, því hann er sko skáksnill- ingur! – Mann setur hljóðan yfir þessum skrípalátum? BJÖRN B. SVEINSSON, Hamarstíg 23, 600 Akureyri. „Týndi sonurinn á heimleið“ Frá Birni B. Sveinssyni SÍMON Wiesenthal-stofnunin í Jerúsalem hefur nú enn einu sinni hlutast til um íslensk innanrík- ismál, og skorað á íslensk stjórn- völd að svipta Robert Fischer skákmeistara nýfengnum íslensk- um ríkisborgararétti. Efraim Zuroff, forstöðumaður Símon Wiesenthal-stofnunarinnar, gagn- rýnir íslensk stjórnvöld ómaklega og ásakar þau um hluti sem gjör- samlega eru út í hött. Færi betur ef þeir hjá Símon Wiesenthal litu í eigin barm og skoðuðu þau ótal og alvarlegu mannréttindabrot sem þeirra eigin stjórnvöld ástunda í Palestínu ár eftir ár, í trássi við öll alþjóðalög og mannréttindasáttmála. Allavega eru afskipti þeirra af íslenskum innanríkismálum með öllu ólíðandi hvað þetta varðar, og mál til komið að þeim sé svarað á viðeigandi hátt. Að lokum er vert að bjóða Ro- bert Fischer velkominn til Íslands með sinn íslenska ríkisborgararétt, og óska honum alls hins besta í framtíðinni. – Íslensk stjórnvöld eiga hrós skilið hvernig þau tóku á þessu máli. GUÐMUNDUR JÓNAS KRISTJÁNSSON, Funafold 36, 112 Reykjavík. Símon Wiesenthal svarað Frá Guðmundi Jónasi Kristjánssyni, bókhaldara Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöð- unni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuð- staður framhalds- og háskóla- náms í tónlist í landinu.“ Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrði ekki bankið þegar vágest- urinn kom í heimsókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „Forystumennirnir eru und- antekningarlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorðingjar af hugsjón. Afleiðingar þessarar auglýs- ingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mann- kynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítis- prédikunum á valdi óttans eins og á galdrabrennuöld- inni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans að löggjafarstarfi.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóðfélaginu sem varð kring- um undirskriftasöfnun Um- hverfisvina hefði Eyjabökk- um verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálf- stæð vinnubrögð og sjálf- stæða hugsun?“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar RÁÐNING fréttastjóra Rík- isútvarpsins er hneyksli. Með henni var vegið að trúverðugleik fréttastofunnar. Með henni var vegið að faglegum og viður- kenndum vinnubrögðum við ráðningu starfsfólks. Með henni var vegið að mannorði ungs manns, sem hafður var að leik- soppi fláráðra stjórnmálamanna – en óvíst er hvort eða hvernig hann kemst frá þeim leik. Með henni var vegið að viðurkennd- um gildum sem við viljum standa vörð um og byggja sam- félag okkar á. Það er augljóst að þeir sem nú fara með hin póli- tísku völd í landinu svífast einskis til að tryggja þau og við- halda – þar skiptir fórn á orðs- tír starfsstéttar, stofnana eða mannorði einstaklinga engu – tilgangurinn helgar meðalið. Vinnubrögðin í fréttastjóramál- inu eru enn eitt dæmið um hvað gerist þegar menn hafa setið of lengi við völd – því vald spillir og algert vald gjörspillir. Spurningin er sú, hvort þeir stjórnmálamenn sem skrifuðu leikþáttinn um fréttastjóra- hneykslið verða látnir bera ábyrgð? Það er prófsteinn á lýð- ræðið í landinu. Eftir Lúðvík Bergvinsson Prófsteinn á lýðræðið Höfundur er alþingismaður. FORVÍGISMENNIRNIR, sem leiddu sjálfstæðisbaráttu okkar, lögðu jafnan á það mikla áherslu, að ekki væri minna um vert að gæta fengins frelsis og sjálfstæðis en að afla þess. Þess vegna væri baráttan fyrir fullveldi og sjálf- stæði varanleg. Við yrðum alltaf að vera á varðbergi til þess að verja sjálfstæðið og fyrirbyggja að gengið yrði á rétt okkar sem sjálfstæðs og full- valda ríkis í samfélagi þjóðanna. Brautryðjendur ís- lenskrar utanrík- isþjónustu, eins og t.d. Sveinn Björnsson, Thor Thors, Pétur Benediktsson og Agn- ar Kl. Jónsson, gerðu þessi sjónarmið að sínum. Fyrir þá var utan- ríkisþjónustan eins konar framhald sjálfstæðisbarátt- unnar og tákn um fullveldi og sjálfstæði Íslands. Boðskapur þeirra til okkar, sem komum á eftir þeim í þjónustuna og nutum þess sum hver að vinna með sumum þeirra og undir þeirra leiðsögn, var sá, að fyrst og síðast yrðum við að gæta virðingar og fullveldis okkar sjálfstæða ríkis í samskiptum við önnur ríki. Í öllum milliríkjasamningum yrði að gæta þess að rýra ekki eða takmarka fullveldi okkar og sjálf- stæði. Við yrðum að gæta fengins frelsis og verja það. Þessum æðstu pólitísku gildum mætti ekki fórna fyrir minni hagsmuni. Þótt einhvern ábata mætti hafa af takmarkandi samningum til skamms tíma yrðu grundvall- arhagsmunir okkar að ráða, pen- ingagildin að víkja fyrir lífshags- munum sjálfstæðs og fullvalda ríkis. Í þessum anda unnum við í ut- anríkisþjónustunni öll þau 35 ár, sem ég var þar embættismaður. Og ég veit ekki betur en að þessi andi ríki þar enn. Það var líka lán íslenska lýð- veldisins, að skömmu eftir stofnun þess varð þjóðréttarreglan um „fullveldisjafnrétti ríkja“ að al- þjóðalögum. Samkvæmt henni eru öll sjálf- stæð og fullvalda ríki, smá eða stór, jafnrétthá í alþjóða- samskiptum. Reglan var fest í stofnskrá Sam- einuðu þjóðanna með því ákvæði, að hvert aðildarríki, stórt eða smátt, skyldi hafa eitt og aðeins eitt atkvæði á Allsherjarþigi SÞ. Síðan hefur reglan um „fullveld- isjafnrétti ríkja“ yfirleitt gilt innan fjölþjóða- og alþjóðasamtaka. Ein undantekning er þó frá þessu. Það eru Evrópusamtökin, sem, eftir margar nafnbreytingar, ganga nú undir nafninu ESB. Þar er samþykki á fullveldis- skerðingu skilyrði fyrir aðild. Atkvæðavægið innan æðstu valdastofnunarinnar, ráðherra- ráðsins, brýtur líka stórlega í bág við alþjóðalögin um fullveldisjafn- réttið. Eftir stækkun ESB hafa stæstu ríkin 29 atkvæði hvert um sig, þau minnstu 3–4 at- kvæði. Fyrir breyt- ingu voru þessar tölur 10 og 2. Stjórn- skipulag ESB er því ekki lýðræði byggt á fullveldisjafnrétti ríkja heldur smá- klíkuræði byggt á misrétti, sem svipar til kommúnistaskipu- lags Kremlverja á sín- um tíma. Davíð Oddsson, þáverandi for- sætisráðherra, hafði lög að mæla þegar hann á árinu 2001 sagði í samtali við breska tímaritið Economist: „Innganga í ESB mundi þýða, að Íslendingar væru að gefa sjálfstæði sitt eftir og fá í besta falli lágværa rödd í staðinn í Brussel.“ Sannleiksgildi sjónarmiða Dav- íðs blasir við, þegar gildandi regl- ur ESB eru skoðaðar. Við, eins og önnur aðildarríki, yrðum m.a. að færa eftirtaldar fullveldisfórnir til ESB við inn- göngu: l. Sjálfstæði okkar í sjáv- arútvegsmálum yrði takmarkað með því að við yrðum að veita ESB-ríkjum a) sama rétt og okkar fólki til fiskveiða við Ísland; b) af- henda þeim í Brussel yfirstjórn kvótaákvarðana og úthlutun veiðileyfa úr íslenskum fiski- miðum; c) afsala til þeirra rétti okkar til þess að gera sjálfstæða samninga við önnur ríki um sjáv- arútvegsmál. 2. Afhenda kerfiskörlum í Bruss- el rétt okkar til þess að gera sjálf- stæða viðskipta- og tollasamninga við önnur ríki, eins og t.d. Banda- ríkin, Japan, Rússland o.fl. 3. Yfirtaka allan Evrópuréttinn og reglugerðafargan hans og gefa okkar landsrétti minna vægi en Evrópuréttinum. 4. Gefa dómstólum okkar minna vægi í dómsmálum en Evrópudóm- stólnum. Þetta eru of stórar fullveld- isfórnir fyrir aðild að fjölþjóða- samtökum og ganga í berhögg við okkar bestu hagsmuni og sjón- armið bestu manna sjálfstæðisbar- áttunnar um að gæta vel og verja fengið frelsi og fullveldi. Í staðinn fengjum við reyndar lítið sem ekk- ert betri viðskiptakjör en við höf- um þegar með EES og höfðum reyndar áður með fríversl- unarsamningnum. Með aðild vær- um við því að fórna miklu fyrir lít- ið. Sagan sannar, að mesta auð- legðin felst í sjálfstæði okkar og fullveldi. Í sjö aldir lutum við erlendu valdi og bjuggum við nauðþurfta- kjör, fátækt og eymd. Strax og við fórum sjálf að stjórna eigin málum, fyrst 1874, en einkum eftir 1904, 1918 og 1944, komumst við á það framfara- skrið, sem varir enn. Sjálfsstjórn eigin mála, full- veldið og sjálfstæðið, hefur fært okkur þær efnahagslegu framfarir, sem hafa tryggt okkur betri kjör en flestar aðrar þjóðir njóta í dag. Ragnar Arnalds hafði því rétt fyr- ir sér, þegar hann sagði í merkri bók sinni: Sjálfstæðið er sívirk auðlind. Ég vil árétta þetta með Ragnari og segja: sjálfstæðið er okkar mesta auðlegð. Það væri lítið vit í því að fórna þessari mestu auðlegð okkar fyrir aðild að ESB, sem færði okkur lít- ið sem ekkert hagstæðari efna- hags- og viðskiptakjör en við höf- um þegar með EES og höfðum áður með fríverslunarsamn- ingnum. Auðlegðin mesta Hannes Jónsson fjallar um Evrópumál ’Það væri lítið vit íþví að fórna þessari mestu auðlegð okkar fyrir aðild að ESB, sem færði okkur lítið sem ekkert hag- stæðari efnahags- og viðskiptakjör …‘ Hannes Jónsson Höfundur er félagsfræðingur og fv. sendiherra. ÞÓ AÐ skák sé allra góðra gjalda verð er óþarfi að tapa sér alveg sem væri hér einn allsherjar vit- lausraspítali. Það er ætlast til þess af siðuðu fólki að það haldi sönsum, jafnvel þótt orðhvatur, úreltur skákmaður sé á ferð. Ég tek undir það sem sagt er í Morgunblaðinu 23. mars sl., að margir menn séu verðugri íslensks ríkisborgararéttar en þessi svokall- aði Íslandsvinur, Bobby Fischer. Að Ísland hafi verið ofarlega á vinsældalista þessa manns getur hann einn sagt um, en ansi er langt síðan hann kom hér. Þá kom hann til þess að tefla og neitaði að koma nema fyrir meiri peninga. En nú kemur hann á flótta og það hafa margir gert hér garðinn frægan, þótt ekki hafi það endilega verið að endemum. Það er sitthvað að bjóða mönn- um landvist til óákveðins tíma eða veita þeim ríkisborgararétt. Hvers vegna þurfa flestir, en ekki þessi maður, að sanna sig í mörg ár áður en þeir geta svo mik- ið sem sótt um íslenskt ríkisfang? Það verður knapplega sagt að Bobby Fischer sé vel að sér í mannasiðum, nema þá helst þeim sem götustrákar hafa tileinkað sér. Það er hann sjálfur sem hefur komið sér í þann vanda sem nú er verið að reyna að hjálpa honum út úr. En þar sem ég reikna ekki með að framkoma þessa manns sé stað- allinn sem stjórnvöld hafa almennt sett fyrir því að fólk fái hér rík- isfang, þá finnst mér þetta mál allt hið undarlegasta. Mér hefur skilist nokkuð lengi að lög væru til þess að fara eftir þeim og að allir eigi að vera jafnir fyrir lögum. Sé svo hér á Íslandi þá sé ég ekkert athugavert við að svo sé líka í Bandaríkjunum. Eða hefðu íslensk stjórnvöld ekkert gert ef Íslendingur hefði brotið alþjóða samþykkt sem Ís- land væri aðili að? Það er vægast sagt ólíklegt að Bandaríkin stælu slíkum manni með sérstakri laga- setningu og veittu bandarískt rík- isfang. Ég tel reyndar nokkuð víst að hefði Fischer farið beint heim til sín frá Júgóslavíu og svarað fyrir brot sitt með vitrænum hætti væru þrengingar hans að þessu leyti löngu að baki. Það er eilítið niðurlægjandi fyrir mig sem Íslending að einhverjum pörupilti á flótta undan réttvísinni í sínu heimalandi sé boðið hérna rík- isfang bara einn, tveir og þrír. Á meðan bíður heiðvirt fólk ár- um saman í fullkomlega andlegu jafnvægi eftir því sama, fólk sem er vel að sér í öllum siðum og reglum. Fólk sem sýnir okkar siðum full- komna virðingu, þrátt fyrir að sum- ir þeirra hafi verið þeim nokkuð framandi. Það er ekki nóg að vera klár á einu sérsviði, þannig hefði mann- kynið aldrei orðið til. Menn verða að bera virðingu fyr- ir umhverfi sínu og samfélagi. Sýna öðrum tillitssemi og temja sér al- menna háttvísi, það er undirstaðan. En þó að ég sé undrandi á fram- göngu ýmissa aðila varðandi þetta mál, þá er það gert og því vænti ég þess að Bobby Fischer finni hér hvíld og öðlist sálarfrið. HRÓLFUR HRAUNDAL, Fellasneið 1, Grundarfirði. Sértækt (Fischer) jafnrétti? Frá Hrólfi Hraundal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.