Morgunblaðið - 29.03.2005, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 23
MINNINGAR
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ARI B. EINARSSON,
Haðalandi 9,
Reykjavík,
lést á Landsspítalanum, Fossvogi að morgni
Annars Páskadags, 28. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Kristín Aradóttir,
Guðrún Aradóttir,
Ragnheiður Aradóttir, Jón S. Þórðarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar,
EINAR BRAGI
rithöfundur
andaðist laugardaginn 26. mars.
Borghildur Einarsdóttir,
Jón Arnarr Einarsson,
og fjölskyldur.
Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi,
GUÐNI HANSSON
tæknifræðingur,
Blönduhlíð 14,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut að
morgni páskadags.
Guðrún Hansdóttir, Rúnar G. Sigmarsson,
Ragnheiður Hansdóttir, Bernharð Haraldsson,
Hermann Hansson, Heiðrún Þorsteinsdóttir,
Högni Hansson, Karin Loodberg,
Sigurður Örn Hansson, Helga Finnsdóttir,
Helga Hansdóttir,
Erlingur Hansson,
Vigdís Hansdóttir, Lars-Peter Sørensen,
og fjölskyldur.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
HANNES ALFONSSON,
blikksmiður,
Hamraborg 30 A,
Kópavogi,
lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar laugar-
daginn 26. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Halldóra Kristjánsdóttir,
Alfons Hannesson, Bonita L. Hannesson,
Valgerður Hannesdóttir, Haraldur Helgason,
Svandís Hannesdóttir, Elías B. Árnason,
Jóhanna Benný Hannesdóttir, Elfar Eiðsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Eiginmaður minn,
SIGURÐUR SIGURÐSSON,
verslunarmaður,
Hverfisgötu 55,
Reykjavík,
lést á heimili sínu föstudaginn 25. mars.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Brynja Helga Kristjánsdóttir.
Ástkær systir okkar og frænka,
SVANHVÍT JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR,
lengst til heimilis að
Öldugötu 4, (Gróf),
Hafnarfirði,
lést á Sólvangi að kvöldi föstudagsins langa.
Jarðsungið verður frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
mánudaginn 4. apríl kl. 13.00.
Ástvinir.
Flestar mínar minn-
ingar um afa eru frá því
ég var lítil. Við bjugg-
um þá hjá honum eða
hann hjá okkur. Þegar
afi var heima á kvöldin var það venja
mín að skríða upp í hjá honum og
sníkja kvöldlestur. Aldrei man ég
eftir að hann segði nei við þessari
bón minni en fyrir kom að hann sofn-
aði með bókina á andlitinu. Þar sem
ég var myrkfælin í meira lagi var það
ÞÓRARINN
BRYNJÓLFSSON
✝ Þórarinn Brynj-ólfsson fæddist á
Lækjarósi í Dýra-
firði 10. maí 1911.
Hann lést á hjúkrun-
arheimilinu Sunnu-
hlíð í Kópavogi 26.
febrúar síðastliðinn
og var jarðsunginn
frá Fossvogskirkju
4. mars.
líka freistandi að sofna
í afarúmi. Þar sofnaði
ég við hroturnar hans
sem vögguðu mér inn í
svefninn og mér fannst
ég vera örugg.
Stundum fékk ég að
fylgja afa út á strætó-
stöð þegar hann var að
fara í vinnu. Þá leiddi
hann mig og stóra,
hrjúfa, hlýja höndin
hans faldi mína og hann
gekk stórstígur af stað
en ég hljóp við hlið
hans, stundum fannst
mér ég jafnvel fljúga.
Það kom jafnvel fyrir að ég fékk að
fara með honum í vinnuna, það var
þegar hann var að líta eftir vélunum
um helgar. Ekkert fannst mér að
gæti verið eins spennandi og ævin-
týralegt og það. Þá komum við
stundum við í ísbúðinni á leiðinni og
fengum okkur eitthvert góðgæti, en
ísbúðin og allt hennar góðgæti féll í
skuggann fyrir ævintýralegum kof-
anum sem vélstjórarnir höfðu fyrir
vinnuskúr. Stundum þurfti ég að
bíða þar en ég varð ekki smeyk því
ég vissi að afi kæmi aftur, vissi að
það sem hann sagði var satt og hon-
um var hægt að treysta 100%.
Dísa mín, Tóta mín, Eva mín, Ásta
mín, gætirðu skroppið út í sjoppu
fyrir mig? Og auðvitað svaraði Una
litla já. Bakatelló skyldi það vera.
Ekki datt mér í hug að leiðrétta hann
enda fannst mér ég, við þessa upp-
talningu, vera orðin ein af dætrum
hans og standa honum enn nær. Það
var upphefð sem var þess verð að
fara út í sjoppu fyrir. Í æsku dáðist
ég að þessum stóra, sterka og hljóð-
láta manni sem var afi minn. Á full-
orðinsárum dáðist ég enn meira að
afa og þeirri ótrúlegu þolinmæði sem
hann bjó yfir gagnvart mér og öðr-
um. Hann stóð eins og klettur í lífi
mínu, þangað gat ég leitað skjóls og
öryggis, og í minningunni stendur
hann þar enn og ég finn fyrir hlýju
og öryggi þegar ég hugsa til hans.
Una Rós.
Það má ekki minna
vera en ég minnist
þessarar vinkonu
minnar og þakki fyrir
öll þau ár sem leið okk-
ar lá saman. Þau voru
ekki svo fá skiptin sem ég átti með
þeim hjónum á heimili þeirra í Hólm-
inum.
Það bar ekki mikið á henni í hinu
daglega lífi, en þeim mun meira hefir
hún séð um heimili sitt og börnin.
Hún var gift góðum vini mínum
gegnum árin, Lárusi Kristni, en við
vorum samherjar um langt skeið í
Góðtemplarareglunni og Sjálfstæðis-
flokknum.
Um það mætti rita stóra grein, en
það var ekki tilgangur þessarar
GUÐMUNDA F.
JÓNASDÓTTIR
✝ Guðmunda Frið-semd Jónasdóttir
fæddist á Hellissandi
30. október 1921.
Hún lést á LSH
sunnudaginn 6. mars
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Stykkishólms-
kirkju 12. mars.
kveðju, heldur að minn-
ast hennar og eins að
þakka.
Hún var seinustu ár
og daga hér á Dvalar-
heimili aldraðra og þar
áttum við góð sam-
skipti saman, gáfum
okkar tíma til að ræða
um liðnar stundir og
sérstaklega um Hólm-
inn og vöxt hans og vel-
gengni, bera saman nú-
tíðina við fortíðina og
þau kjör sem við lifðum
í æsku og hve afkom-
endurnir geta nú horft
fram á veginn bjartari augum en við.
Hún var svo sátt og þakklát fyrir
að hafa komið til okkar á Dvalar-
heimilið. Þar undi hún vel. Hafði lítið
verið meðal fólks, enda þurft að sinna
sínu heimili. Það var hennar aðall.
Ég veit að umskiptin, þótt þau
væru fyrr en ég hafði álitið, eru henni
til blessunar og hún trúði einlæglega
á lífið framundan og ég veit að hún
var södd lífdaga þegar hún kvaddi.
Ég enda þessar fáu línur með þökk
fyrir samfylgdina og sendi ástvinum
hennar kveðjur mínar og bið þeim
blessunar Drottins.
Guð blessi þig, Munda mín, og
varðveiti.
Árni Helgason, Stykkishólmi.
Vinir mínir – allir, allir,
eins og skuggar liðu þeir
inní rökkurhljóðar hallir,
hallir dauðans, einn og tveir,
einn – og – tveir.
(Guðm. Guðmundsson.)
Þá er vinur minn Jói í glerinu fall-
inn frá, einn og einn hverfa þeir út
yfir móðuna miklu og torræðu.
Við vorum vinnufélagar hjá Agli
Vilhjálmssyni h/f, hann sem verk-
stjóri í glerinu og ég á réttinga- og
yfirbyggingaverkstæðinu. Sam-
skipti okkar voru mikil og góð, það
JÓHANNES
ODDSSON
✝ Jóhannes Odds-son glerskurðar-
meistari fæddist í
Reykjavík 15. mars
1928. Hann andaðist
á LSH Landakoti 26.
janúar síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Fossvogs-
kirkju 3. febrúar.
var ljúft að ræða við
hann og ekki var hann
lengi að skera rúður í
einn og einn jeppa ef
snögglega þurfti á að
halda. Það var ekki
bara gler sem Jói gat
hjálpað manni um, því
ef slá þurfti upp veislu
þá var gott að leita til
hans, öllu gat Jói bjarg-
að sem á þurfti að halda
í þannig gleðskap.
Jói varð fyrir áfalli í
haust er leið og missti
málið. Hann fór á
Grensás í endurhæf-
ingu og náði sér að hluta en síðar í
vetur kom í ljós að aðrir sjúkdómar
voru búnir að heltaka hann og tók
hann því af fullkomnu æðruleysi.
Hann vissi þá að hverju stefndi, hann
var á leið til Lallýjar sinnar. Það var
dásamlegt að kynnast þeim hjónum
og mannbætandi að heimsækja þau
og sjá hvað þau voru samrýnd.
Þegar hún svo missti heilsuna og
lamaðist að hluta, hvað hann var þá
nærgætinn og ljúfur við hana. Hann
átti ekki í erfiðleikum með að hugsa
um heimilið því kokkur var hann
góður og kattþrifinn. Þegar Lallý
féll frá var eins og slitnaði taug í
hjarta hans, hann bar harm sinn í
hljóði.
Ég var ekki á landinu er hann lést,
hafði farið til Kanarí um miðjan jan.
en nokkrum dögum áður en ég fór
höfðum við Friðbjörn G. J. heimsótt
hann uppi á Landspítala. Þá var auð-
séð að hverju dró. Hann var inni á
kaffistofu er við komum. Þar rædd-
um við saman nokkra stund og þá
brá fyrir þessu ljúfa brosi hans ann-
að slagið.
Við gengum síðan með honum til
herbergis hans. Hann lét okkur
skrifa í gestabók sína. Hann hafði
haft hana á Grensási einnig. Hún var
þéttskrifuð svo það var auðséð hve
vinamargur hann var.
Við gömlu félagarnir frá E. V. h/f
minnumst þín og þökkum góða sam-
fylgd í hálfa öld. Við hjónin og fé-
lagarnir sendum ættingjum hans öll-
um okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ásvaldur Andrésson.