Morgunblaðið - 29.03.2005, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 27
Atvinnuauglýsingar
Útkeyrsla/lagerstörf
Ísdekk ehf., heildverslun, Bíldshöfða 9, óskar
eftir að ráða starfsmann tímabundið til 1. júní.
Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt. Starf-
ið felst í vinnu með hjólbarða og hjólbarðavör-
ur á vörulagerum ásamt vöruútkeyrslu. Við-
komandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar gefur Guðbergur í síma 691 6038
milli kl. 9 og 10 og milli kl. 17 og 18.
Auglýsingastjóri
Stórt fjölmiðlafyrirtæki leitar að hæfum ein-
staklingi til þess að selja auglýsingar í eitt
þekktasta tímarit á Íslandi. Starfið felst í öflun
viðskiptasambanda, markmiðasetningu og
sölu. Viðkomandi þarf að geta byrjað strax.
Hæfniskröfur:
Framúrskarandi samskiptahæfileikar.
Reynsla af sölumennsku.
Jákvæðni og metnaður.
Góð tölvukunnátta.
Umsókn ásamt ferilskrá sendist til auglýsinga-
deildar Morgunblaðsins, Kringlunni 1 eða á
netfangið box@mbl.is undir fyrirsögninni
„Auglýsingastjóri - 16856“ fyrir 1. apríl næst-
komandi.
Matsveinn/netamaður
Matsvein og netamann eða mann vanan neta-
viðgerðum vantar á 100 tn. snurvoðabát sem
rær frá Suðurnesjum.
Upplýsingar í síma 892 2590.
Ritari/aðstoðamaður
lögmanns
Lögmannsstofa óskar eftir að ráða ritara/
aðstoðarmann lögmanns sem fyrst. Starfið
felst meðal annars í vélritun af diktafóni og
annari skrifstofuvinnu. Gerð er krafa um
mjög góða kunnáttu í vélritun og íslensku,
tölvukunnáttu, sjálfstæði í starfi, stundvísi
og reglusemi.
Þeim sem áhuga hafa á starfinu er bent á
að senda starfsferilsskrá og meðmæli á
auglýsingadeild Mbl. eða á box@mbl.is fyrir
2. apríl merkt: „R—16859“.
Auglýst er eftir drífandi og atorkumiklum einstaklingi til að
vinna að undirbúningi og stofnun Evrópufræðaseturs, sem
starfrækt verður í samstarfi Alþýðusambands Íslands,
BSRB, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins og
Viðskiptaháskólans á Bifröst. Gert er ráð fyrir að setrið
hefji starfsemi sína 1. ágúst n.k. og verði staðsett að Bifröst
í Borgarfirði. Viðkomandi skal fullnægja skilyrðum um
menntun háskólakennara skv. 7. gr. háskólalaga nr.
136/1997 og hafa reynslu af háskólakennslu. Hann þarf
einnig að hafa menntun og/ eða reynslu á fræðasviði
setursins. Hluti af starfsskyldum forstöðumanns verður
kennsla við Viðskiptaháskólann á Bifröst og ráðgjöf og
aðstoð við alþjóðlegar og evrópskar styrkumsóknir. Einnig
er gert ráð fyrir að hluti starfs forstöðumanns fari í að afla
setrinu sjálfsaflafjár til að standa undir rekstri þess.
Frekari upplýsingar veitir Magnús Árni Magnússon,
aðstoðarrektor og deildarforseti í síma 433 3061.
Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á netfangið
magnus@bifrost.is fyrir 4. apríl n.k.
www.bifrost.is
Evrópufræðaseturs
Forstöðumaður
Tölvumaður
Laust er til umsóknar starf innan
upplýsinga- og útgáfusviðs
Þjóðskjalasafns Íslands
Starfið felst m.a. í tölvuumsjón, þróun og við-
haldi ytri og innri vefja, gagnagrunna og tækni-
legri vinnu við langtímavörslu rafrænna skjala-
safna.
Gerð er krafa um góða menntun og alhliða
þekkingu á sviði tölvumála. Góð þekking á
Windows og LINUX-stýrikerfum, PostgreSQL-
gagnagrunnum og PHP vefforritunarmálinu
er nauðsynleg. Góð kunnátta í Norðurlanda-
máli og ensku er áskilin.
Leitað er að fjölhæfum og áhugasömum starfs-
manni með lipra framkomu.
Laun skv. kjarasamningum ríkisins.
Umsóknarfrestur er til 12. apríl nk. Í umsókn
skal greina frá menntun og starfsreynslu. Vott-
orð um menntun fylgi. Æskilegt er að viðkom-
andi geti hafið störf fljótlega eftir ráðningu.
Umsóknir sendist til Þjóðskjalasafns Íslands,
Laugavegi 162, 105 Reykjavík, eða á netfangið
atvinna@skjalasafn.is.
Nánari upplýsingar veitir fjármálastjóri og
sviðsstjóri upplýsinga- og útgáfusviðs
í síma 590 3300.
Þjóðskjalavörður.
Raðauglýsingar 569 1111
Tilboð/Útboð
ÚTBOÐ
Verkfræðistofan Línuhönnun hf., f.h. Húsfélagsins
Hvammabraut 2-16, óskar eftir tilboðum í viðhald og
endurbætur utanhúss á Hvammabraut 2-16 í Reykja-
vík. Verkið felst í hefðbundnum steypu- og
gluggaviðgerðum, staðbundnum viðgerðum á þaki
og þéttidúk á svölum, sem og endurmálun utanhúss.
Verkinu er skipt upp í tvo áfanga, sem verða
framkvæmdir sumarið 2005 og sumarið 2006.
Áfangi nr. 1: Viðgerðir á bakhlið og gafli.
Áfangi nr. 2: Viðgerðir á framhlið og gafli.
Helstumagntölur eru:
Múrviðgerðir á flötum 65 m²
Viðgerðir á ryðpunktum 250 stk.
Endurnýjun á þéttilistum faga 130 m
Þétting milli karms og steypu 120 m
Endurnýjun dúks á svölum 350 m²
Endurnýjun þéttingar undir
áfellum á þaki 350 m
Endurmálun glugga 4500 m
Endurmálun útveggja 3370 m²
Endurmálun þaks 1740 m²
Endurmálun flata 3350 m²
Útboðsgögn verða afhent gegn 10.000,- kr. skilatryggingu, frá
og með fimmtudeginum 31. mars nk., á verkfræðistofunni
Línuhönnun hf. Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík.
Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 14. apríl
2005, kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska.
Tilkynningar
Trésmíðafélag Reykjavíkur
Aðalfundur
Félagsmenn Trésmíðafélags
Reykjavíkur! Munið aðalfundinn á morgun,
miðvikudaginn 30. mars. Fundurinn verður
haldinn í Akogessalnum í Sóltúni 3 kl. 19.00.
Fundarefni:
1. Skýrsla stjórnar og starfsáætlun.
2. Skýrslur fastanefnda.
3. Reikningar félagsins og skýrsla endurskoð-
enda.
4. Ákvörðun um félagsgjald og mælingagjald.
5. Lýst kjöri stjórnar.
6. Kosning fastanefnda.
7. Kynnt niðurstaða úr launakönnun TR frá
mars 2005.
8. Önnur mál.
Við upphaf fundar verður boðið uppá léttan
kvöldverð.
Stjórn TR.
Mat á umhverfisáhrifum
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um
matsskyldu framkvæmda
Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að
eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati
á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/
2000 um mat á umhverfisáhrifum.
Breytingar á efnislosunarsvæðum á Ólafs-
firði vegna jarðganga milli Siglufjarðar
og Ólafsfjarðar.
Árkvíslar og tímabundin rennslisstýring
í Eldhraun, Skaftárhreppi.
Allt að 150.000 rúmmetra efnistaka
á Blikastaðanesi, Mosfellsbæ
Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulags-
stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.
Þær er einnig að finna á heimasíðu Skipulags-
stofnunar: www.skipulag.is .
Ákvarðanir Skipulagsstofnunar má kæra til
umhverfisráðherra og er kærufrestur til
26. apríl 2005.
Skipulagsstofnun.
Félagslíf
HLÍN 6005032919 IV/V EDDA 6005032919 I