Morgunblaðið - 29.03.2005, Side 28
Morgunblaðið/Golli
Krakkar í Ingunnarskóla, 7.–8. bekk Þ.E.
blaðið og fylgjast með því hvernig
nútímadagblað er búið til.
Kærar þakkir fyrir komuna,
krakkar! Morgunblaðið.
ÞESSIR nemendur heimsóttu
Morgunblaðið í tengslum við verk-
efnið Dagblöð í skólum. Dagblöð í
skólum er samstarfsverkefni á
vegum Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkur sem Morgunblaðið
tekur þátt í á hverju ári. Að lok-
inni verkefnaviku þar sem nem-
endur vinna með dagblöð á marg-
víslegan hátt í skólanum koma
þeir í kynnisheimsókn á Morgun-
Morgunblaðið/ÞÖK
Krakkar í Langholtsskóla, 7. bekk S.Á.
28 ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Raðauglýsingar 569 1111
Til sölu
Upplýsingar í síma 820 1728 og 820 1790
Fyrirtæki - Einstakt tækifæri
Vegna breytinga eru tvö glæsileg bogadregin
afgreiðsluborð úr eik nature til sölu. Lengd: 3,80 m.
Hæð: 110 cm. Mesta dýpt 110 cm.
Einnig er til sölu sporöskjulagað fundarborð úr
mahóní, mesta breidd 1,7 m og lengd 5 m.
Ennfremur eru nokkur skrifborð til sölu á sama stað.
Tilboð óskast.
Fundir/Mannfagnaðir
Náttúrufræðingar ath!
Kynningarfundir um nýgerðan kjarasamning
FÍN við ríkið verða haldnir á þremur stöðum
í Reykjavík í dag, þriðjudaginn 29. mars:
Hafrannsóknastofnuninni 1. hæð kl. 11:00.
Kynnir verður Þorsteinn Sigurðsson, vara-
formaður FÍN.
Grand Hóteli, Hvammi á 1. hæð, kl. 11:00.
Kynnir verður Ína Björg Hjálmardóttir,
formaður FÍN.
Orkustofnun, 3. hæð, kl. 10:30.
Kynnir verður Þrúður G. Haraldsdóttir,
framkvæmdastjóri FÍN.
Hvetjum ykkur til að mæta vegna
atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn
sem hefst föstudaginn 1. apríl.
Aðalfundur
Ágæti hluthafi!
Aðalfundur Fiskmarkaðs Íslands hf. verður
haldinn 8. apríl 2005 kl. 20.00 í þingsal nr. 8 á
Hótel Loftleiðum.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf skv. 15. gr. samþykkta
félagsins.
2. Tillaga stjórnar um að félaginu verði heim-
ilað að kaupa eigin hluti, sbr. 2. og 3. mgr.
55. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög
3. Önnur mál löglega upp borin.
Stjórn Fiskmarkaðs Íslands hf.
SVEIT Ferðaskrifstofu Vestur-
lands sigraði með yfirburðum í
úrslitakeppni Íslandsmótsins í
brids sem fram fór um bænadag-
ana og lauk sl. laugardag. Hlaut
sveitin 256 stig en sveit Eyktar,
meistaranna frá í fyrra, varð önn-
ur með 238 stig. Sveit Grant
Thornton varð í þriðja sæti með
236 stig og Reykjavíkurmeistar-
arnir urðu fjórðu með 216 stig. Í
sigursveitinni spiluðu Magnús E.
Magnússon, Sævar Þorbjörnsson,
feðgarnir Karl Sigurhjartarson og
Snorri Karlsson og hjónin Matth-
ías Þorvaldsson og Ljósbrá Bald-
ursdóttir en Ljósbrá er fyrsta
konan sem sigrar í opnum flokki í
sveitakeppni á Íslandsmótinu í
brids.
Úrslitakeppnin hófst með þátt-
töku 12 sveita og hafði sveit
Ferðaskrifstofu Vesturlands tögl-
in og hagldirnar í þeirri keppni og
hlaut samtals 200 stig. Sveit
Eyktar varð önnur með 197 stig
eftir lélegt start í mótinu. Sveit
Garða og véla ehf. þriðja með 185
og sveit Grant Thornton fjórða
með sömu stigatölu. Þrjár aðrar
sveitir áttu möguleika á að kom-
ast í úrslitin, þ.e. Sparisjóður
Siglufjarðar sem endaði með 178
stig, Vinabær sem fékk 175 stig
og sveit Skeljungs sem hlaut 163
stig.
Fjórar efstu sveitirnar spiluðu
svo til úrslita um Íslandsmeist-
aratitilinn. Leikreglur eru þær að
sveitirnar fara með stigin sín úr
úrslitakeppninni þannig að sveitir
Ferðaskrifstofunnar og Eyktar
voru mun líklegri til sigurs með
12 og 15 stiga forskot. Ferðaskrif-
stofan spilaði fyrsta leikinn gegn
Grant Thornton og sigraði með 25
gegn 4 á meðan sveit Eyktar
vann „aðeins“ 19-11. Eitthvað hef-
ur það farið illa/vel í sveit Grant
Thornton þetta stórtap því þeir
gjörsigruðu sveit Eyktar í annarri
umferðinni 23-7. Sveit Ferðaskrif-
stofunnar vann sveit Garða og
véla 16-14 og botninn var alveg úr
keppninni.
Í lokaumferðinni spiluðu topp-
arnir, Eykt og Ferðaskrifstofan
og Grant Thornton gegn sveit
Garða og véla. Eykt þurfti að
vinna leikinn a.m.k. 24-6 til að
vinna mótið. Leikurinn var hins
vegar aldrei spennandi og um
tíma leit út fyrir stórsigur Ferða-
skrifstofunnar og að sveit Grant
Thornton sem tapaði svo illa í
fyrstu lotunni myndi ná öðru sæt-
inu í mótinu með stórsigri á sveit
Garða og véla 24-6. Sveit Eyktar
malaði hins vegar inn í síðustu
spilunum og hélt öðru sætinu en
lokastaðan varð þessi:
Ferðaskrifstofa Vesturl. 256
Eykt 238
Grant Thornton 236
Garðar og vélar Ehf. 216
Sigurvegararnir voru vel að
sigrinum komnir en margir þeirra
hafa verið lengi að. Sveitarforing-
inn, Karl Sigurhjartarson, hefur 9
sinnum áður orðið Íslandsmeistari
í sveitakeppni fyrst 1969 eða fyrir
36 árum. Sævar Þorbjörnsson var
að vinna sinn sjötta titil en hann
varð fyrst meistari 1982. Matthías
Þorvaldsson var að vinna sinn
fjórða titil en hann vann fyrst
1992. Magnús E. Magnússon vann
titilinn 1997 en Ljósbrá og Snorri
eru að vinna sinn fyrsta titil.
Símon Símonarson, fyrirliði
Garða og véla ehf., náði ekki að
stýra liði sínu í verðlaunasæti að
þessu sinni. Símon varð fyrst Ís-
landsmeistari 1958 og hefur því
verið í toppbaráttunni í 47 ár eða
tæpa hálfa öld. Þá var Ásmundur
Pálsson með í slagnum. Hann
náði reyndar ekki í fjögurra
manna úrslit að þessu sinni en
Ásmundur varð fyrst meistari
1962, eflaust eftir harða keppni
við Símon.
Mótsblað var gefið út á meðan
úrslitakeppnin fór fram. Það var
Ómar Olgeirsson sem hafði veg
og vanda af þessu góða framtaki
sem setti mótið á hærra plan. Þá
var hægt að fylgjast með mótinu
á vef Bridssambandsins og horfa
beint á Bridge base á tvo leiki.
Keppnisstjórinn, Björgvin Már
Kristinsson, stýrði liðinu og gerði
það vel að vanda.
Dauf lokabarátta
Íslandsmeistararnir í sveitakeppni í opnum flokki 2005. Frá vinstri: Sævar Þorbjörnsson, Magnús E. Magn-
ússon, Snorri Karlsson, Ljósbrá Baldursdóttir og Matthías Þorvaldsson. Í miðju situr svo sveitarforinginn
Karl Sigurhjartarson sem var að vinna sinn 10. titil í opna flokknum.
Arnór Ragnarsson
Bridsfélag Borgarfjarðar
Mánudaginn 21. mars lauk þriggja
kvölda tvímenningskeppni félagsins.
Heldur slakari mæting var síðasta
kvöldið og því var spilað í einum 14
para riðli. Nokkuð mörg pör gátu
hampað verðlaunum fyrir bestan ár-
angur þessara þriggja kvölda og því
spenna í lofti. Sumir höfðu jafnvel enn
meiri áhuga á verðlaunum en aðrir og
sendu menn fyrir sig síðasta kvöldið
til að tryggja stöðu sína. Eins og oft
áður var gestrisni okkar Borgfirðinga
helst til mikil og það fór svo að lokum
að Skagamennirnir Einar Guðmunds-
son og Óli Björn höfðu sigur í mótinu.
Heimamenn komu í humátt á eftir í
næstu þremur sætum en Borgnesing-
ar gerðu sér fimmta sætið að góðu.
Lokastaðan í mótinu varð þessi:
Einar Guðmundsson – Óli Björn 59,5%
Guðm. Þorsteinss. – Flemming Jessen 57,4%
Eyjólfur Sigurjónss. – Jóhann Oddss. 56,2%
Ingim. Óskarss. – Hrannar Magnúss. 55,5%
Anna Einarsdóttir – Jón H. Einarsson 54,1%
Úrslit síðasta kvöldsins urðu sem
hér segir.
Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Péturss. 72,1%
Einar Guðmundsson – Óli Björn 63,5%
Eyjólfur Sigurjss. – Jóhann Oddsson 57,1%
Jón Eyjólfsson – Baldur Björnsson 55,8%
Næsta keppni á svæðinu er sam-
starfsverkefni bridsfélaganna í Borg-
arfirði, Akranesi og Borgarnesi, Opna
Borgarfjarðarmótið. Það er tvímenn-
ingur sem verður spilaður á Akranesi
7. apríl, í Logalandi 11. apríl og aftur í
Logalandi 18. apríl. Mótið er öllum
opið og eru spilarar hvattir til að fjöl-
menna.
Þá er í lokin rétt að minna á Vest-
urlandsmótið í tvímenningi sem spil-
að verður á Akranesi 2. apríl nk.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson