Morgunblaðið - 29.03.2005, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 29
Smáauglýsingar 569 1111 www.mbl.is/smaaugl
Dýrahald
Nutro - 30% afsláttur! Þurrfóður
fyrir hunda og ketti í hæsta gæða-
flokki. Full búð af nýjum vörum.
30% afsláttur af öllu. Opið mán-fös
kl. 10-18, lau. 10-16 og sun. 12-16.
Tokyo, Hjallahrauni 4,
Hafnarfirði, sími 565 8444.
Merktu gæludýrið. Hunda- og
kattamerki kr. 990 m. áletrun t.d.
nafn og sími. FANNAR verðlauna-
gripir, Smiðjuvegi 6, (rauð gata),
Kópavogi, s. 551 6488. www.fann-
ar.is - fannar@fannar.is
Geltustoppararnir komnir aftur.
Pantanir óskast sóttar.
www.dyralif.is
Dvergshöfða 27, 110 Reykjavík
Sími 567 7477.
Heilsa
Herbalife
Frábærar heilsu- og megrunar-
vörur. Aðstoð veitt ef óskað er.
www.slim.is - www.slim.is
Ásdís - 699 7383.
Húsgögn
Vel með farið rúm til sölu,
120x200. Verð 20.000kr. Upplýs-
ingar í 699 3247/567 9294
Atvinnuhúsnæði
Tangarhöfði - hagstæð leiga.
Glæsilegt 200 fm skrifstofuhúsn.
á 2. hæð til leigu á ca 600 kr. fm.
Skiptist í rúmgott anddyri, 7 her-
bergi með parketi, fundar- og
eldhúsaðstöðu, geymslu og
snyrtingu. Uppl. í vs. 562 6633, hs.
553 8616.
Leirkeravinnustofa. 50-100 fm
iðnaðar-/verslunarhúsnæði
óskast í Rvík undir keramikvinnu-
stofu. 3 fasa rafmagn þarf að
vera til staðar. Símar 897 9096
(Inga) og 822 6433 (Sibba).
Sumarhús
Sumarhús — orlofshús.
Erum að framleiða stórglæsileg
og vönduð sumarhús í ýmsum
stærðum. Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbú-
in hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Bústaðasmiðjan Syðri Brú aug-
lýsir til sölu vönduð heilsárs frí-
stundahús, búin öllum helstu
þægindum. Húsin eru til sýnis á
staðnum, s. 862 0512 og 860 8066.
Námskeið
Upledger stofnunin auglýsir
Námskeið í orkuvinnu og
samþættingu orkuvinnu við önnur
líkamsmeðferðarform verður
haldið 21.-24. apríl nk. Upplýsing-
ar og skráning í síma 466 3090 og
á www.upledger.is/greinar
Talnaspekinámskeið - Tarot-
námskeið. Fjarnám - bréfaskóli.
Skráning og uppl. um námskrá og
verð er á www.tarot.is og í s. 553
5381. Ný námskeið byrja viku-
lega. Skráðu þig strax í dag.
ROPE YOGA námskeið
hefst í Baðhúsinu frá 1. apríl
2005. LEIÐBEINANDI verður Katr-
ín Sigurðardóttir ROPE YOGA
kennari.
Skráning og nánari upplýsingar
í símum 821 1399 og 553 1064 og
á ida@mmedia.is.
ENERGY FIELD THERAPY
ORKUSVIÐSMEÐFERÐ
8—10 apríl
Vinnur vel á fælni, fíkn og kvíða.
Kennari Einar Hjörleifsson,
sálfræðingur.
Uppl. og skráning 699 8064.
gunng@hvippinn.is
Dáleiðsla - sjálfstyrking
Gegn angist, óvissu og óöryggi.
Reykingastopp, afsláttur fyrir
hjónafólk.
Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslu-
fræðingur, sími 694 5494.
Til sölu
Töfrateppið/Markaðsþjónn Ný
sending af persneskum mottum,
glæsilegt úrval. Opið 13-18. Rang-
ársel 4, neðri hæð. S. 534 2288.
Kristalsljósakrónur. Mikið úrval.
Gott verð.
Slóvak Kristall, Dalvegi 16b,
201 Kópavogi, s. 544 4331.
Skattframtöl
Framtal 2005 Framtalsaðstoð.
Er viðskiptafræðingur - vanur.
Sæki um frest.
Upplýsingar í síma 517 3977.
Þjónusta
Hitaveitur/vatnsveitur
Þýskir rennslimælar fyrir heitt
og kalt vatn.
Boltís sf.,
s. 567 1130 og 893 6270.Ýmislegt
Töfrateppið/Markaðsþjónn Ný
sending af persneskum mottum,
glæsilegt úrval. Opið 13-18. Rang-
ársel 4, neðri hæð. S. 534 2288.
Ofsa flottur, ber vel í CD skálum
kr. 1.995, buxur í stíl kr. 995.
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 2070.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
er lífsstíll
Fallegir litir, ótrúlega léttir,
stærðir 36-41 kr. 2.500,-
Misty-skór,
Laugavegi 178, s. 551 2070.
Fagleg ráðgjöf - góð þjónusta
Bílar
Subaru Legacy. Til sölu Subaru
Legacy 1,8 árg. '90. Ný dekk.
Verð kr. 70.000. Uppl. í síma 566
8801 eða 896 1603.
Nissan Patrol Elegance 3.0,
árg. 2000, ekinn 106 þús. 35"
breyttur, mikið af aukabúnaði.
Mjög gott eintak. Upplýsingar í
síma 896 3098.
MMC Lancer árg. '97 til sölu. Til
sölu MMC Lancer árg. '97, ekinn
146 þús., nýkominn úr alþrifi og
mössun. Verðhugmynd 480 þús.
eða skipti á dýrari. Uppl. í síma
693 3235.
MERCEDES BENZ, ÁRG. '97, E
50 AMG AVANTGARDE 374 hö.
Bíll með öllum aukabúnaði. Verð
3,2 millj. eða 2.700 þús. stgr. 900
þús. kr. bílalán getur fylgt.
Upplýsingar í síma 691 9610.
Húsbíll Fíat Dethlef T.D. til sölu.
Óvenju gott eintak. Með öllum
þægindum. Verð kr. 1.950 þús.
Uppl. í síma 898 8577.
Bilarusa.com. BilarUSA getur
aðstoðað þig við að flytja inn bíl-
inn þinn eða við leitum að
draumabílnum og komum honum
heim. Íslenskir starfsmenn á
staðnum. Sendið fyrirspurnir á
info@bilarusa.com
Jeppar
Ford Explorer Sport Track árg.
'02. Hlaðinn aukabúnaði. 4x4. Vél
4L. AC, hraðastillir, sjálfsk. Rafm.
í speglum/rúðum o.fl. Ekinn 36 þ.
m. Listaverð 2,7 m. Tilboð staðgr
2,4 m. Uppl. í s. 897 9227.
Hjólbarðar
16" álfelgur og dekk til sölu 6
gata, passa undir MMC Pajero
árg. 2000 og nýrri. Til valið sem
aukagangur.Verð 24.000 kr. Uppl.
í síma 820 6030
Ökukennsla
Ökukennsla
Ökukennsla, endurhæfing,
akstursmat og vistakstur.
Upplýsingar í símum 892 1422 og
557 6722, Guðbrandur Bogason.
Varahlutir
Jeppapartasala Þórðar,
Tangarhöfða 2, sími 587 5058
Nýlega rifnir Grand Vitara '00,
Kia Sportage '02, Pajero V6 92',
Terrano II '99, Cherokee '93,
Nissan P/up '93, Vitara '89-'97,
Patrol '95, Impreza '97, Legacy
'90-'94, Isuzu pickup '91 o.fl.
Þjónustuauglýsingar 569 1111
FJARLÆGJUM STÍFLUR
VALUR HELGASON ehf.
Sími 896 1100 - 568 8806
Röramyndavél til að skoða og
staðsetja skemmdir í frárennslislögnum
DÆLUBÍLL
úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum,
niðurföllum, þak- og drenlögnum
EINS og landanum er kunnugt slapp
Bobby Fischer úr innflytjendabúðum í
Japan í síðustu viku í kjölfar þess að Al-
þingi Íslendinga hafði veitt honum rík-
isborgararétt. Hann fór
rakleiðis frá Japan og
hélt áleiðis til síns nýja
lands með viðkomu í
Kaupmannahöfn. Þar
náði fréttamaður ríkis-
sjónvarpsins viðtali við
hann en fullyrt hefur
verið að það hafi fengist
fyrir tilstilli íslenskra
stjórnvalda. Frá hinni
gömlu höfuðborg Íslend-
inga var heimsmeistarinn
fyrrverandi selfluttur til staðar í Suður-
Svíþjóð þar sem beið hans átta sæta einka-
þota.
Útrásarfyrirtækið Baugur Group kostaði
för þotunnar og þegar nýi Íslendingurinn
steig út úr henni á Reykjavíkurflugvelli
kom fréttamaður Stöðvar 2 askvaðandi að
honum og stýrði honum rakleiðis að glæsi-
legri jeppabifreið. Á leiðinni þangað spurði
fréttamaðurinn nokkurra spurninga og rétt
áður en Bobby kom sér fyrir í tryllitækinu
náði Guðmundur G. Þórarinsson naumlega
að kasta á hann kveðju. Þegar jeppinn
hafði verið fjarri flugvellinum í nokkrar
mínútur sneri hann þangað aftur og var þá
nánast enginn þar nema fréttamaðurinn
sem hafði svo vasklega fylgt honum í öku-
tækið. Bobby heimilaði einnar mínútu við-
tal og við svo búið fór hann á Hótel Loft-
leiðir þar sem hann hvíldi lúin bein.
Aðgerðir starfsmanna fréttastofu Stöðvar
2 á Reykjavíkurflugvelli voru töluvert til
umfjöllunar í ljósvakamiðlum föstudaginn
langa og sættu þær gagnrýni af sumum
meðlima RFJ-nefndarinnar. Af þessu til-
efni gaf yfirmaður fréttastofunnar út
fréttatilkynningu þar sem fram kom í meg-
inatriðum að ekki hefði verið staðið óeðli-
lega að málum að teknu tilliti til þess að
fréttastofan væri í samkeppni.
Sigur Stöðvar 2 í samkeppninni hafði í
för með sér að fulltrúar margvíslegra er-
lendra fréttastöðva sátu eftir með sárt
ennið. Þeir létu þetta reiðarslag þó ekki á
sig fá heldur örkuðu í húsakynni Tafl-
félagsins Hellis í Álfabakka 14a í Mjódd og
fylgdust þar með stigamóti félagsins. Þar
voru viðtöl tekin og myndir teknar en fjöl-
miðlar á borð við AP-fréttastofuna og The
Guardian fundu með þessu óvænt og
snjallt svar við harðsnúnum aðgerðum ís-
lenskra sjónvarpsfréttastöðva. Keppendur
á mótinu reyndu að halda ró sinni enda
óvanir athygli heimspressunnar. Sigurður
Daði Sigfússon (2.309) lét hvorki það né
þátttöku þriggja alþjóðlegra meistara
trufla sig heldur tefldi djarft til vinnings í
hverri skák sem skilaði sér í öruggum sigri
í A-flokki mótsins.
Lokastaðan þar varð þessi:
1. Sigurður Daði Sigfússon 5 vinninga af
6 mögulegum
2. Davíð Kjartansson (2.290) 4½ v.
3.–6. Guðmundur Kjartansson (2.199),
Sigurbjörn J. Björnsson (2.328), Jón Viktor
Gunnarsson (2.380) og Snorri G. Bergsson
(2275) 4 v.
7.–11. Jóhann Ingvarsson (2.058),
Hrannar Baldursson (2.164), Ólafur Kjart-
ansson (2.059), Lenka Ptácníková (2.280)
og Sævar Bjarnason (2.288) 3 v.
12.–14. Jóhann Helgi Sigurðsson (2.061),
Stefán Kristjánsson (2.438) og Sverrir Þor-
geirsson (1.950) 2½ v.
15.–16. Atli Freyr Kristjánsson (1.910)
og Sverrir Sigurðsson (2.010) 2 v.
17.–18. Hjörvar Steinn Grétarsson
(1.680) og Daði Ómarsson (1.645) 1 v.
Einnig var teflt í B-flokki og varð loka-
staðan þar þessi:
1.–2. Matthías Pétursson (1.505) og
Svanberg Már Pálsson (1.505) 5½ vinning
af 6 mögulegum. 3. Helgi Brynjarsson
(1.515) 4 v. 4.–6. Vilhjálmur Pálmason
(1.495), Þorsteinn Leifsson (1.590) og Hall-
gerður Helga Þorsteinsdóttir (1.350) 3 v. 7.
Elsa María Þorfinnsdóttir (1.330) 2½ v. 8.
Kristján Heiðar Pálsson (1.295) 2 v. 9.
Hörður Aron Hauksson (1.435) 1½ v. 10.
Mikael Luis Gunnlaugsson 0 v.
Hér kemur ein stutt og snörp sókn-
arskák hjá sigurvegaranum en andstæð-
ingur hans lagði m.a. tvo alþjóðlega meist-
ara á mótinu, þá Jón Viktor Gunnarsson og
Sævar Bjarnason.
Hvítt: Sigurður Daði Sigfússon (2.309)
Svart: Jóhann Helgi Sigurðsson (2.061)
1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Be7 4. Rf3 Rf6 5.
Dc2 0–0 6. Bg5 h6 7. Bf4
Hefðbundnara er að leika 7. Bxf6 eða 7.
Bh4.
7. … a6 8. g4?! dxc4 9. Hg1 Rc6 10. 0–
0–0 b5?
Hér hefði 10. … Rb4 tryggt svörtum
betra tafl.
11. g5! hxg5 12. Rxg5 b4? 13. Be5! g6?
Nauðsynlegt var að reyna 13. … b3 þó
að hvítur stæði þá vel að vígi.
14. Rxf7!
Tætir svörtu kóngsstöðuna og tryggir að
mátið verði ekki langt undan.
14. … Hxf7 15. Dxg6+ Kf8 16. Re4 c3
17. Rg5
17. Dh6+ Ke8 18. Rxf6+ hefði verið
hlutlægt séð betra en sjálfsagt hefur Daði
viljað máta sem fyrst.
17. … cxb2+?
17. … Hg7 hefði verið betra.
18. Kxb2 De8 19. Dh6+ Hg7 20. Rh7+
og svartur gafst upp enda óverjandi mát.
Heimspressan fylgdist með stigamóti Hellis
SKÁK
Mjódd
Stigamót Hellis 2005
22. mars – 26. mars
daggi@internet.is
Helgi Áss Grétarsson
Sigurður Daði
Sigfússon