Morgunblaðið - 29.03.2005, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasala opnar kl. 15.00
J.H.H. kvikmyndir.com
SV mbl
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINSI I I
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16 ára.
Will Smith er
Yfir 22.000 gestir!
K&F X-FM
ÓÖH DV
HÆTTULEGASTA GAMANMYND ÁRSINS I Sýnd kl. 5.30 8 og 10.30. B.i. 14 ára.
kl. 5.30, 8 og 10.30.
S.V. MBL.
K&F X-FM
Sýnd kl. 3.30 m. Ísl tali
Frábær grínmynd
fyrir alla fjölskylduna
r r rí
f rir l fj lsk l
Sýnd kl. 4 m. Ísl tali
Sýnd kl. 4 og 6 m. ísl. tali
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 m. ensku tali
S.V. MBL.
K&F X-FM
Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 14 ára.
Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára.
HÆTTULEGASTA
GAMANMYND ÁRSINS Sýnd kl. 4, 6 m. ísl. tali,
Sýnd kl. 4, 8 og 10 m. ensku tali
K&F X-FM
ÓÖH DV
Sýnd kl. 5.50
WWW.BORGARBIO.IS
Frábær grínmynd fyrir alla fjölskyldunar r rí f rir ll fj l l
Ó.H.T Rás 2 Ó.H.T Rás 2
Það er ekki hægt að end-urskapa augnablik. Þettaeru gömul sannindi og nýþegar kemur að því að
ljósmynda krúttleg börn að gera
krúttlega hluti, eða ná óborganlega
fyndnum atriðum aftur á filmu.
Þessi sannindi voru aðstandendum
„Aldrei fór ég suður“ vel kunn og því
ljóst að mikils kvíða gætti meðal
þeirra um að hátíðin myndi ekki ná
að uppfylla þær væntingar sem
gerðar eru til endurkomu best
heppnaða rokkgjörnings síðasta árs
á Íslandi. Þessi spenna náði ekki ein-
ungis til þeirra sem stóðu í und-
irbúningnum, heldur líka bæði til
listamanna og gesta hátíðarinnar.
„Geta þeir slegið út hátíðina í
fyrra?“ var stóra spurningin.
Strax og framúrstefnupönksveitin
Skátar sló sína fyrstu tóna í gamla
frystiklefa Edinborgarhússins, eins
af þremur menningarhúsum Ísa-
fjarðarbæjar, var ljóst að augnablik-
ið var ekki endurskapað, heldur end-
urfætt, í nýjum líkama, annað
augnablik, annar tími, önnur
stemmning. Á næstu ellefu klukku-
tímum stigu á svið þrjátíu sveitir,
skipaðar vel á annað hundrað lista-
mönnum; svið sem reist var á fiski-
körum og brettum. „Þetta svið held-
ur þrjátíu hljómsveitum auðveldlega
uppi, svo framarlega sem þær verða
ekki allar á sviðinu í einu,“ sagði
smiðurinn sposkur á svip.
Fagmennskan í fyrirrúmi
Hátíðin er risavaxið verkefni fyrir
bæ eins og Ísafjörð. Þrjátíu hljóm-
sveitir þurfa gistingu, mat, far og af-
þreyingu. Skipulagið er gríðarlegt,
svo ekki sé talað um verkefni sviðs-
stjóra og hljóðmanna, sem þurftu að
tryggja að allar sveitir kæmust á
svið og virtu sinn tímaramma. „Það
eru tuttugu og fimm mínútur á sveit,
með skiptingum. Ef þú ferð með
vanstilltan gítar á svið geturðu bara
gleymt þessu og leyft næstu sveit að
fara upp,“ segir Páll Einarsson,
hljóðmaður og sviðsstjóri. „Allir eiga
að standa klárir við tröppurnar þeg-
ar næsta sveit á undan leikur, því
þetta þarf að ganga eins og vel
smurð vél.“ Og verkefnið gekk nær
undantekningarlaust eins og smurt.
Hljómsveitir sem rætt var við sögðu
fagmennskuna hafa ríkt í hvívetna
og aðstandendur ætíð hafa staðið
klára á sínu. Þá þótti þeim mikið til
þess koma hvað sviðsmönnum og
hljóðmönnum tókst að því er virtist
áreynslulaust að skipta út sveit-
unum og ná góðu „sándi“.
Hljómurinn í þessu viðarhúsi er
líka frábær, í senn hlýr og bjartur,
og tónlistin komst gríðarvel til skila;
frá argasta pönki yfir í þrælútfærða
þjóðlagatónlist, frá óviðjafnanlegum
samleik strengjasveitar Tónlistar-
skóla Ísafjarðar og pungsvitarokk-
sveitarinnar The Nine-Elevens
(óskoraðra meistara hátíðarinnar ef
marka má fagnaðarlæti og sviðs-
framkomu) að stórkostlegum sam-
söng heimasveitarinnar Appóló og
karlakórsins Ernis, þar sem þéttur
hópur karla bætti upp fyrir fjarveru
Helga Þórs, söngvara og Idol-
stjörnu, sem enn er í samnings-
bundnu framkomustraffi. Þessar
samkrullur voru að mati margra
gesta hápunktur hátíðarinnar, enda
minntu þær á blind stefnumót þar
sem útkoman er algjörlega ófyr-
irsjáanleg.
Annar hápunktur kvöldsins var
uppákoma Mugisons sjálfs, þar sem
hann skipti fartölvunni út fyrir líf-
rænan hljóm sveitahljómsveit-
arinnar Unaðsdals, þar sem kontra-
bassi, trommur og kassagítarar
leika aðalhlutverkin. Fengu gestir
að kynnast nýjum útgáfum af I want
you, Murrmurr og fleiri stykkjum
drengsins og voru fagnaðarlætin
mikil þegar Mugison sté á svið.
Í mesta bróðerni
Mikil fjölskyldustemmning ríkti á
hátíðinni, börn hlupu um og nutu
tónlistar sem þau hafa venjulega lít-
inn aðgang að, og fólk hittist, naut
tónlistar og spjallaði fyrir utan. Þá
gátu gestir satt hungur sitt á
staðnum með prýðisgóðri og kraft-
mikilli heimalagaðri fiskisúpu auk
þess sem seldar voru pylsur, gos og
Frá-
bær
endur-
fæðing
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns
Rokktuddarnir í Nine Elevens slógu þungan tón.
Vestfirðingar blésu í annað sinn til Rokkhátíðar alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, um páskahelgina.
Morgunblaðið/Svavar
Viðar í Trabant bætir á bjór og plokkfisk.
GRUFF Rhys, söngvari Super Furry Animals, tók
lagið með heimasveitinni Unaðsdal, en þeir drengir
sérhæfa sig í grasrótarsveitatónlist. Þar lék Gruff
tónlist af einyrkjaplötu sinni, sem hann gaf út ný-
lega.
„Þetta er í þriðja skiptið sem ég kem til Íslands,
en í fyrsta skiptið sem ég heimsæki Vestfirði,“ segir
Gruff. „Ég kom í gær og fékk þennan frábæra
plokkfisk hjá pabba hans Mugison. Ég er enn í
menningarsjokki. Samt er ég úr bæ í Wales þar sem
er engin lögregla og pöbbarnir eru opnir fram á
morgun, svo mér líður eins og heima hjá mér hérna.
Þar eru líka fjöllin mjög há, jafnvel hærri en hér,
svo mér líður afar vel hér. Strákarnir í Unaðsdal
voru líka ótrúlegir, þeir kunnu lögin mín betur en
ég og fóru ótrúlega vel með þau.“
Gruff segir að heimsókn sína megi rekja til þess
að þeir Mugison sátu saman yfir bjór og ákváðu að
Gruff yrði að koma í heimsókn og syngja á skrýtnu
tónlistarhátíðinni heima á Íslandi. „Mér skilst að
mjög margar sögur af Mugison hefjist á einhvers
konar bjórdrykkju,“ segir Gruff. „Ég held að allir
leiki tónlist af sömu ástæðum, fólk finnur löngunina,
þörfina til að skapa tónlist, sama hver bakgrunnur
þess er. Mér þætti líka vænt um að koma aftur og
spila ef fólkið hér vill heyra í mér aftur. Mér fannst
rakarinn Villi Valli sérstaklega skemmtilegur með
djassinn sinn. Svo voru Nine Elevens ótrúlegir, þeir
eru stórgóð rokkhljómsveit.“
Plokkfiskur, notalegheit
og menningarsjokk
Morgunblaðið/Svavar
Mugison og Gruff Rhys ræða málin baksviðs.
DRENGIRNIR í Trabant voru kró-
aðir af á bryggjunni við hlið Stráks ÍS
26. Tveir liðsmenn sveitarinnar eru
nátengdir hátíðinni. Viðar gítarleikari
er barnabarn Villa Valla rakara og
djassista og Ragnar Kjartansson er
einn af helstu hvatamönnum hátíð-
arinnar og hefur starfað í undirbún-
ingsnefnd hennar.
„Viddi er fæddur á Ísafirði og mað-
ur var alltaf að heyra einhverjar
svona rokksögur af Ísafirði þar sem
menn voru fullir úti í skafli,“ segir
Ragnar. „Þá vorum við búnir að láta
okkur dreyma mikið um að spila á
Ísafirði. Ég hitti Ödda að máli og
spurði hvort ekki væri hægt að halda
tónleika saman á Ísafirði. Þá var hann
nýbúinn að vera á fylleríi með pabba
sínum, eins og margfrægt er orðið, og
við komumst að því að best væri að
halda hátíð.“
Vantar bara Bobby Fischer
Viddi segir mikinn kraft í bænum.
„Þetta er skítapleis og fólkið hérna
veit það og gerir bara gott úr því með
svona brjálaðri sköpun.“ Undir þetta
tekur Ragnar og bætir við sögu af
heimamanni sem var á leiðinni heim
eftir illa lukkaða búsetu í borginni.
„Þegar hann var á leiðinni inn yfir
fjörðinn horfði hann út um gluggann
og sagði: „Ah … Ísafjörður, besta
skítapleis í heimi.“ Það er kúlið við
Ísafjörð. Hann er andstæðan við
svona bæi eins og Akureyri sem halda
því fram að þeir séu svo menningar-
legir og elegant. Góðir hlutir koma frá
svona skítapleisum. Ísafjörður er eins
og Detroit, Kingston og Liverpool.
Ástæðan fyrir því að hátíðin er hér en
ekki t.d. á Akureyri er að það kemur
svo ótrúlega mikið af góðri tónlist
héðan frá Vestfjörðum. Það eina sem
vantar er Bobby Fischer. Villi Valli,
afi Viðars, sagði þegar hann heyrði í
ungu rokkböndunum: „Voðalega eru
menn reiðir. Ég skil ekki af hverju
Bobby Fischer er ekki í einhverri
svona rokkhljómsveit.“ Það vantar
bara Bobby Fischer. Fyrst hann ætl-
ar ekki að tefla meira ætti hann bara
að stofna pönkhljómsveit á Ísafirði.“
Viðar segir þó mögulegt að orðið
„skítapleis“ misskiljist. „Það er hægt
„Besta „skítapleis“