Morgunblaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EFTIRLIT YFIR LANDAMÆRI Eftirlit með alþjóðlegri starfsemi stóru íslensku viðskiptabankanna er eitt af stærri verkefnum Fjármála- eftirlitsins. Gerðir hafa verið sam- starfssamningar við eftirlitsstofn- anir á nokkrum Norðurlandanna og mun Fjármálaeftirlitið taka þátt í vettvangseftirliti í dótturfyrir- tækjum banka í öðrum löndum, að öllum líkindum þegar á þessu ári. Hlutafélag um flugmál Tillögur stýrihóps sem sam- gönguráðherra skipaði til að móta tillögur um nýskipan flugmála gera ráð fyrir að þjónusta á sviði flug- leiðsögu, flugvalla og flugörygg- ismála verði færð í hlutafélag og þar með skilin frá Flugmálastjórn Íslands. Hún muni eftir sem áður hafa á sinni könnu stjórnsýslu flugmála og heyra undir samgönguráðuneytið. Mótmæli gegn Japan í Kína Allt að 20.000 manns tóku þátt í mótmælum gegn Japan á götum tveggja borga í sunnanverðu Kína í gær og stjórn Japans krafðist þess að Kínverjar bæðust afsök- unar á mótmælum fyrir utan jap- anska sendiráðið í Peking á laug- ardag. Byggingin var þá grýtt og rúður brotnar í fjölmennustu mót- mælum í kínversku höfuðborginni frá 1999. Mótmæli gyðinga hindruð Lögreglan í Ísrael kom í veg fyr- ir að bókstafstrúaðir gyðingar kæmust upp á Musterishæðina í Jerúsalem eftir að allt að 10.000 Palestínumenn höfðu safnast þar saman til að vernda al-Aqsa mosk- una. Gyðingarnir hugðust halda bænasamkomu á hæðinni til að mótmæla áformum um að leggja niður byggðir gyðinga á Gaza- svæðinu. Grimmileg árás í Darfur Yfir 350 vígamenn eyðilögðu þorp í Darfur-héraði í Súdan í vikunni sem leið, að sögn sendimanna Sam- einuðu þjóðanna og Afríku- sambandsins. Vígamennirnir „æddu um þorpið, drápu, brenndu og gereyðilögðu allt sem fyrir var, hlífðu aðeins mosku og skóla þorpsins“, sagði í yfirlýs- ingu sendimannanna. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 26/31 Fréttaskýring 8 Dagbók 32/35 Vesturland 14 Myndasögur 32 Viðskipti 15 Víkverji 34 Erlent 16/17 Staður og stund 33 Listir 20 Leikhús 36 Daglegt líf 18/19 Bíó 38/41 Umræðan 21/25 Ljósvakar 42 Bréf 25 Veður 43 Forystugrein 22 Staksteinar 43 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is UM 350 björgunarsveitarmenn úr á fjórða tug björgunarsveita alls staðar af landinu, auk 150 starfsmanna og aðstoðarmanna, tóku þátt í umfangsmikilli björgunaræfingu á Austur- landi á laugardag. „Þarna voru sett á svið öll möguleg verk- efni sem tengjast leit og björgun, bæði á landi og sjó; stórslys, snjóflóðaverkefni, leitarverk- efni, rústabjörgunarverkefni, sjóbjörg- unarverkefni og flugslys,“ segir Jón Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar. Æfingin hófst kl. 4.30 á laugardagsmorgun og stóð fram til kl. 18 um kvöldið. Hún tókst vel þótt einhverjir hnökrar hafi komið í ljós,“ segir Jón. Svo stórar æfingar eru að jafnaði haldnar á tveggja ára fresti, og hefur und- irbúningur fyrir þessa æfingu staðið í u.þ.b. 18 mánuði, segir Jón. „Þátttakan var mjög góð, aðstæður allar mjög ákjósanlegar og veðrið gott, smáfrost og hvítt yfir. Þetta gekk vel og við erum mjög ánægð.“ Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Skýli fyrir fyrstuhjálp var sett upp utan við Heilsugæslustöðina á Egils- stöðum og slasaðir fluttir þangað á meðan sjúkradeildir voru rýmdar. Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Æfa þurfti hvernig gera á að ýmiss konar sárum á fólki. Viðamikil björgunaræfing á Austurlandi UMFERÐARSTOFU hafa borist athugasemdir frá almenningi vegna auglýsingaherferðar á þeirra vegum þar sem drengur á leikskólaaldri ap- ar eftir slæma hegðun fullorðins manns í umferðinni og kallar stelpu á leikskólanum illum nöfnum. „Við höfum fengið viðbrögð við þessum auglýsingum, en það er rétt að taka fram að við fáum alltaf ein- hver viðbrögð við þeim auglýsingum sem við gerum,“ segir Einar Magn- ús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, sem segir að at- hugasemdirnar hafi bæði verið já- kvæðar og neikvæðar. „Við höfum heyrt um þetta talað og það hefur verið haft samband við okkur vegna þess að fólki ofbýður skiljanlega sá talsmáti sem er við- hafður. Þeim bregður helst sem þekkja ekki svona hegðan, og eðli- legt að þeim bregði mest. En því miður er það svo að það er ansi al- gengt að fólk hegði sér svona.“ Einar segir rétt að hafa af því áhyggjur að verið sé að ala upp slæma hegðan í ökumönnum fram- tíðarinnar. „Það er ekki bara tals- mátinn sem við viðhöfum, það er líka hvernig við hegðum okkur í umferð- inni, jafnvel þó við gerum það þegj- andi. Það er það sem við erum að reyna að fá fólk til að hugsa um, og ef fólk setur ekki bara punktinn á eftir talsmáta barnsins heldur hugs- ar málið aðeins lengra er ég þess fullviss að þau skilaboð komast skýrt til skila.“ „Svona gerir maður ekki“ Spurður hvort ekki sé óviðeigandi að sýna auglýsingarnar á þeim tím- um sem börn eru gjarnan nálægt sjónvarpstækjunum, segir Einar að tíminn í kringum fréttatíma sjón- varpsstöðvanna sé sá tími sem best sé að ná til ökumanna. „Fjöldi barna verður vitni að svona hegðan víðs vegar. Við gætum alveg eins gert tilkall til þess að fjöl- miðlar hætti að fjalla um fíkniefna- neyslu og ofbeldi vegna þess að börnin gætu farið að apa það eftir. Ég vona að allir foreldrar hafi dóm- greind og burði til þess að setjast niður með barninu sínu og segja „svona gerir maður ekki“, að maður viðhafi ekki þetta eða hitt sem ekki er til fyrirmyndar en fjallað er um í fréttum og víðar,“ segir Einar. Umferðarstofa fær athugasemdir vegna nýrrar auglýsingaherferðar Ofbýður talsmáti leikskóla- drengsins í auglýsingunum Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is KAFARI sem fór niður að flaki Guðrúnar Gísladóttur KE, sem liggur á hafsbotni við Lófót í Nor- egi, tók myndir af flakinu og á þeim sést að leki er frá því. Norska ríkisútvarpið NRK segir á fréttavef sínum, að Svein Ludvig- sen, sjávarútvegsráðherra Noregs, hafi fengið að sjá myndirnar og lýst yfir miklum áhyggjum af málinu. Togarinn strandaði og sökk í kjölfarið fyrir tæpum þremur ár- um. Ekki hefur tekist að ná flakinu upp á yfirborðið þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir og var ákveðið í októ- ber á síðasta ári að reyna ekki frek- ar. Lekur úr flaki Guðrúnar Gísladóttur BÆÐI kennarar og stjórnendur við Landakotsskóla neita aðild að aug- lýsingu sem birtist í atvinnuauglýs- ingum Morgunblaðsins í gær undir fyrirsögninni Landakotsskóli. Í auglýsingunni kemur fram að kaþ- ólski biskupinn á Íslandi hafi ákveð- ið að loka Landakotsskóla eða hætta kennslu í 8., 9. og 10. bekk og því leiti kennarar skólans að vinnu. Furða talsmenn bæði kennara og stjórnenda sig á auglýsingunni og er nú leitað að þeim sem ber ábyrgð á henni. Engin umræða innan kennara- hópsins að sækja um störf Í tilkynningu frá trúnaðarmanni kennara við Landakotsskóla segir að auglýsingin hafi ekki verið birt að frumkvæði kennaranna, hvað þá að hún sé á þeirra vegum. „Engin umræða hefur verið innan kenn- arahóps skólans um að sækja um störf annars staðar, eins og texti auglýsingarinnar gefur til kynna, enda liggur engin ákvörðun fyrir um að leggja skólann niður eða breyta stórfelldlega starfsemi hans,“ segir í tilkynningunni. Lýsa kennarar ennfremur undr- un sinni yfir auglýsingunni og kveða erfitt að sjá hvaða hvatir liggi að baki hennar. Sr. Hjalti Þorkelsson, skólastjóri í Landakotsskóla, sagðist undrast auglýsinguna og hún hafi komið öll- um í opna skjöldu. „Aðstoðarskóla- stjóri hafði samband við auglýs- ingadeild Morgunblaðsins og spurði í hvers nafni auglýsingin hefði verið birt og við væntum þess að fá upp- lýsingar um það í fyrramálið,“ sagði Hjalti í gær og bætir við að hvorki stjórnendur skólans né kirkjan hafi staðið fyrir auglýsingunni. „Engin ákvörðun hefur verið tek- in um að loka skólanum eða deild- um hans. Við höfum verið í við- ræðum við Reykjavíkurborg um hvernig borgin kæmi áfram að stuðningi við sjálfstæðu skólana og ýmsar hugmyndir í gangi en ekkert formlegt hefur þó komið út úr því enn þá. Ég leyfi mér að vera bjart- sýnn, því ég hef enga ástæðu til að ætla að Reykjavíkurborg vilji að þessir skólar verði lagðir niður, þvert á móti,“ sagði Hjalti að lok- um. Kannast ekki við auglýsingu vegna Landakotsskóla SJÓMAÐUR um borð í Snorra Sturlusyni fékk þungt högg á brjóstkassann þegar vír slóst í hann þar sem togarinn var staddur um 50 sjómílur vestur af Vest- mannaeyjum í fyrrinótt. Þyrla varnarliðsins var kölluð til þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar var við æfingar á Austurlandi. Vel gekk að ná sjómanninum um borð í þyrlu varnarliðsins, og var maðurinn fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Að sögn læknis er maðurinn ekki í lífs- hættu, en hann hlaut einhver bein- brot og innvortis meiðsli. Þyrla sótti sjómann LAGÐAR eru til ákveðnar skipulagsbreytingar á Náms- flokkum Reykjavíkur, í niður- stöðum nefndar um framtíðar- skipulag Námsflokkanna, segir Stefán Jón Hafstein, formaður menntamálaráðs Reykjavíkur- borgar. Hann segist ekki geta tjáð sig nánar um breytingartil- lögurnar, að svo stöddu, þar sem niðurstöður nefndarinnar séu trúnaðarmál á meðan verið sé að ræða þær við starfsmenn Námsflokkanna. „Þetta er í umræðunni og engar ákvarðanir hafa verið teknar,“ segir hann. Ekki sé þó verið að leggja það til að Náms- flokkarnir verði lagðir niður. Stefán býst við því að tillögur um framtíðarskipulag Náms- flokkanna verði lagðar fram á fundi menntamálaráðs í þar- næstu viku. Á vefnum namsflokkar.is segir að þeir séu elsta fullorð- insfræðslustofnun landsins, hafi verið stofnaðir árið 1939 og séu í eigu Reykjavíkurborgar. Skipulags- breytingar hjá Náms- flokkunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.