Morgunblaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Lóa Stefánsdóttirfæddist á Akur-
eyri 24. mars 1933.
Hún lést í Vancouver
B.C. í Kanada 21.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Jensey
Jörgína Jóhannes-
dóttir, f. á Ísafirði 3.
júlí 1893, d. 15. júlí
1958, og Stefán
Grímur Ásgrímsson,
f. á Sauðdalsá í Holts-
hreppi í Skagafirði
26. sept. 1899, d. 1.
desember 1968. Lóa
var yngst átta systkina og lifa þau
öll systur sína. Þau eru: Jón Arn-
dal Stefánsson, f. 1920, Sigurlaug
Arndal Stefánsdóttir, f. 1922, Ás-
grímur Stefánsson, f. 1923, Guð-
rún Þorbjörg Stefánsdóttir, f.
1925, Magðalena Stefánsdóttir, f.
1928, Jensey Jörgína Stefánsdótt-
ir, f. 1929, og Elín Stefánsdóttir, f.
1930.
Árið 1953 giftist
Lóa Birgi Jóhanni
Sigurðssyni, f. 21.
mars 1930. Þau
skildu. Börn þeirra
eru: 1) Elín Sigurds-
son, f. 24. maí 1964,
maki David Trayno.
Sonur þeirra er
Kristian, f. 11.9.
1998, 2) Ian Sigur-
dsson, f. 10. febrúar
1967, maki Kather-
ine Sigurdsson. Börn
þeirra eru Owen
Stefán, f. 20.3. 1997,
og Alexandra
Jensey, f. 20.11. 1999. Dóttir Lóu
og Aðalgeirs Axelssonar, f. 1927,
d. 2004, er Agnes Aðalgeirsdóttir,
f. 10.3. 1951, maki Hersteinn
Brynjúlfsson, f. 22.6. 1945. Sonur
þeirra er Kári, f. 23.5. 1990.
Útför Lóu var gerð í Vancouver
B.C. 24. mars. Minningarathöfn
um hana var haldin í Reykjavík
sunnudaginn 10. apríl.
Lóa var móðursystir mín. Hún var
sautján árum eldri en ég. Þrátt fyrir
þennan aldursmun var áhugi hennar
á samskiptum við mig og systkina-
börnin mikill og kannski meiri en oft
er um móður og föðursystkin. Ástæð-
an hefur eflaust verið tengd hlut-
verki hennar í sínum systkinahópi,
yngsta barn, bæði vernduð og atyrt.
Með mér var hún foringi eins og
stóra systir sem naut þess að hafa
áhrif. Ég naut þessara samskipta við
hana þegar hún kom heim, bæði í
matarboðum hjá mömmu og á veit-
ingastöðum. Lóa var stemnings
manneskja og gat látið sér detta í
hug að segja: „Komdu með mér á
djammið.“
Síðast þegar hún kom fyrir tæpum
tveimur árum komst ég ekki með
henni á djammið en í staðinn fóru
dóttir mín og systir með henni á svo-
kallað djamm og var dóttir mín hug-
fangin af þessari sérstöku orku sem
Lóa hafði þrátt fyrir mikil veikindi.
Dóttur minni fannst gaman að geta
sagt frá því í vinahópi sínum að hún
hafi verið á djamminu með ömmu-
systur sinni.
Lóa var lífsglöð. Lífsgleði hennar
birtist mér nú síðustu misserin í því
hvað hún var í ótrúlega góðu jafn-
vægi í veikindum sínum og gagnvart
öðrum, allt átti sinn tíma. Ég átti
góðar stundir með henni í síðustu
heimsókn. Hún hafði yndi af því að
sýna mér það sem hún keypti hjá
„Tuska“ eins og ákveðinn verslunar-
eigandi er kallaður og var hún alveg
hissa á „prísunum“ og öllum
skemmtilegu vörunum sem hægt
væri að finna þar.
Systur hennar fimm dáðust að
henni fyrir sjálfstæði hennar í útliti
og framkomu. Lóa vildi hafa fallegt í
kringum sig og var mikill fagurkeri,
hún hafði bæði skoðun og festu í því
hvernig umhverfi og hlutir ættu að
líta út í nálægð við hana. Það var oft
vitnað í Lóu þegar huga þurfti að
klæðaburði, snyrtingu og umhverfi á
heimili.
Lóa og allar systur hennar hafa átt
sterkt systrasamband sem fór ekki
fram hjá neinum sem til þekktu.
Lóa bjó á Akureyri alla tíð áður en
hún lagði land undir fót og á ég marg-
ar minningar frá þeim tíma sem lítil
stelpa í heimsókn á Akureyri hjá
skyldfólki mínu. Flottast var auðvit-
að að koma til Lóu. Hún bjó í nýju
einbýlishúsi og ekki laust við að í
minningunni sé einhver dýrðarljómi
yfir þessum híbýlum hennar sem
voru kannski bara venjuleg! En Lóa
bjó þar. Það hefur líklega verið nóg
fyrir mig að skoða fötin hennar,
skóna, snyrtiborðið og hvernig hún
var frá degi til dags.
Árið 1959 fluttist Lóa búferlum frá
Íslandi og settist að í Vancouver B.C.
í Kanada. Hún lærði hárgreiðslu þar
og starfrækti hárgreiðslustofur víða
um borgina og voru þær orðnar níu
þegar þær voru flestar í einu.
Lóa veiktist af krabbameini fyrir
fáum árum, en hún hélt áfram að
koma heim og nú síðast sumarið
2003. Sjúkdómurinn hafði þá sett sitt
mark á hana en engu að síður var hún
lífsglöð. Hún vann sig ótrúlega vel í
gegnum þetta ferli og verður mörg-
um til eftirbreytni í þeim efnum.
Edda Agnarsdóttir.
LÓA
STEFÁNSDÓTTIR
✝ Sverrir HartvigOlsen fæddist í
Hrísey í Eyjafirði 9.
nóvember 1925.
Hann lést á líknar-
deild Landspítalans í
Kópavogi 3. apríl síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Olav Ingvald Olsen
vélsmiður, f. 6. sept.
1889 í Visnes í Ling-
stad við Kristjan-
sund Noregi, d. 27.
ágúst 1973, og Bjarn-
rún Magdalena Jón-
atansdóttir Olsen, f.
28. nóvember 1895 í Sigluvík á
Svalbarðsströnd, d. 2. maí 1970.
Sverrir var einn sjö systkina sem
eru auk Sverris í aldursröð: Ólöf
María, látin, Jón Kristján, búsettur
í Keflavík, Karl Hinrik, búsettur í
Ytri-Njarðvík, Bjarni Gísli, búsett-
ur í Keflavík, Henrý, látinn, og
Birgir, búsettur í Ytri-Njarðvík.
Sverrir kvæntist 22. september
1949 Guðmundu Margréti Þor-
valdsdóttur frá Grund í Ytri-
Njarðvík. Börn þeirra eru þessi í
aldursröð: 1) Stefanía Vallý, f.
25.janúar 1946, gift Geirmundi
Kristinssyni, þau er búsett í Kefla-
vík. Börn þeirra eru: a) Kristín Jór-
unn, f. 23. október 1965, b) Sverrir
Hartvig, f. 10. júlí 1968. b) Guð-
munda Margrét, f. 10. desember
1975. 2) Ólöf María, f. 21. apríl
1950, gift Sigurði Erlendssyni, þau
eru búsett í Kópavogi. Þeirra synir
launa bæði í skíðastökki og göngu.
Í þá daga áttu Siglfirðingar
fremstu skíðamenn landsins. Hann
byrjaði að vinna í vélsmiðju föður
síns þegar hann var 15 ára gamall,
en faðir hans rak Vélsmiðju Siglu-
fjarðar í 16 ár eða þar til hann
flutti til Njarðvíkur árið 1945 þar
sem hann stofnaði Vélsmiðju Ol.
Olsen. Sverrir vann í vélsmiðjunni
öll árin sem hún var starfrækt, eða
samtals 39 ár að sex mánuðum
undaskildum sem hann fór á síld.
Hann tók við rekstri smiðjunnar
með Karli bróður sínum 1959 þeg-
ar faðir hans hætti störfum sökum
aldurs. Hann hafði daglega verk-
stjórn á hendi, en Karl bróðir hans
sá um fjármálahliðina.
Þegar útgerð á Suðurnesjum
var orðin lítil og grundvöllur fyrir
rekstri vélsmiðju brostinn hættu
þeir bræður rekstri. Sverrir stund-
aði um skeið verslunarrekstur en
réðst til Kirkjugarða Reykjavíkur
sem útfararstjóri 1985 til 1996.
Það ár stofnaði hann ásamt félaga
sínum Sverri Einarssyni Útfarar-
stofu Íslands þar sem hann starfaði
til dauðadags.
Sverrir var einn af stofnendum
Karlakórs Keflavíkur og var ein-
söngvari með kórnum um árabil.
Hann hafði mikið yndi af íþróttum
og lét sér ekki nægja að fylgjast
með, heldur stundaði bæði alhliða
líkamsrækt og lyftingar allt þar til
sjúkleiki aftraði frekari iðkun.
Hann vann til verðlauna í kraftlyft-
ingum á opinberum mótum, og
setti m.a. Íslandsmet í samanlögðu
árin 1999 og 2000, þá 75 ára gam-
all.
Útför Sverris verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
eru: a) Erlendur, f. 10.
október 1970. b) Guð-
mundur Már, f. 8. maí,
1972. c) Rúnar Þór, f.
16.júní 1980. 3) Sigríð-
ur, f. 29. nóvember
1952, gift Einari Gísla-
syni, þau eru búsett í
Garðabæ. Sigríður á
frá fyrra hjónabandi
með Vilberg Karlssyni
börnin: a) Karl Inga, f.
25. mars, 1973. b) Stef-
aníu Margréti, f. 24.
september, 1981. 4)
Sverrir Örn, f. 31.
mars 1954, búsettur í
Keflavík. Hann er fráskilinn en á
með Guðrúnu Halldórsdóttur
börnin: a) Sverrir Hartvig, f. 21.
maí, 1978. b) Unni Svövu, f. 16.
ágúst 1982. 5) Rúnar Þór, f. 23. jan-
úar 1959, kvæntur Margréti Ingi-
bergsdóttur, þau eru búsett í
Keflavík. Börn þeirra eru: a)
Elísabet, f. 28. apríl 1982. b) Ragn-
ar Örn, f. 13. maí, 1989. Guðmunda
lést 20. ágúst 1975. Seinni kona
Sverris var Einína Einarsdóttir.
Þau skildu.
Sverrir fluttist til Siglufjarðar
með foreldrum sínum 1929. Þar
gekk hann í barnaskóla. Auk þess
stundaði hann nám í Reykholti í
Borgarfirði. Árið 1959 hélt hann til
Bandaríkjanna í rafsuðunám og
lauk þar prófi.
Á uppvaxtarárunum á Siglufirði
var skíðaíþróttin stunduð af kappi
og vann Sverrir til fjölda verð-
Hraðinn er mikill á öllum sviðum
mannlífsins. Þeir sem gefa sér tíma
til að horfa til baka til að fræðast eru
gjarnan taldir gamaldags því fram-
tíðin sé það sem skipti máli. Þessi
formáli hefði getað verið upphaf að
þjóðfélagsumræðum okkar Sverris
Olsen á góðum degi. Hann var ein-
mitt maður sem hafði þann hæfileika
að tvinna saman þá reynslu sem
hann ávann sér á löngum ferli við nú-
tímann. Og notfæra sér þann hæfi-
leika bæði í leik og starfi.
Ég kom fyrst inn á heimili þeirra
Sverris og Mundu í Njarðvíkunum
fyrir um það bil 40 árum þar sem
mér var afar vel tekið. Heimili þeirra
var á allan hátt til fyrirmyndar, ekki
síst fyrir reglusemi og snyrti-
mennsku. Sverrir var að mörgu leyti
harður húsbóndi og gerði miklar
kröfur bæði til fjölskyldunnar og
annarra sem hann umgekkst. En
sjaldnast gerði hann meiri kröfur til
annarra en sjálfs sín. Enda var hann
duglegur, ósérhlífinn og laghentur
með afbrigðum. Snyrtimennskan var
hans aðalsmerki alla tíð, bæði í um-
gengni og ekki síst í klæðaburði. Þar
bar hann af. Hann brýndi oft fyrir
okkur sem næst honum stóðum að
snyrtilegur klæðaburður væri aðals-
merki og sjálfsögð tillitssemi við
náungann, ekki síst í starfi.
Góð vinátta var með okkur Sverri
alla tíð þó ekki værum við alltaf sam-
mála. Eftir að Munda lést árið 1975
urðu mikil straumhvörf í lífi hans.
Tíma tók að aðlaga sig breyttum að-
stæðum enda voru þau hjónin mjög
samrýnd. En Sverrir var ósérhlífinn
og nýr kafli tók við. Hann hafði verið
vélsmiður frá 15 ára aldri en tók nú
til við að sinna útfararþjónustu í
Reykjavík. Þar nýttust kostir hans
ekki síður en í smiðjunni og starfið
átti hug hans allan. Umhyggja hans
fyrir fjölskyldu sinni var alltaf í fyr-
irrúmi og var gaman að fylgjast með
hve vel fór á með honum og barna-
börnunum.
Ég vil þakka þér, Sverrir minn,
fyrir samveruna í gegnum tíðina. Ég
er þess fullviss að þú ert nú kominn á
það tilverustig sem þú trúðir að biði
þín fyrir handan.
Geirmundur Kristinsson.
Elsku afi. Það er með miklum
söknuði sem við systkinin ritum
þessi minningarorð. Þú varst sterk-
ur persónuleiki og hafðir á ýmsan
hátt mótandi áhrif á okkur öll í gegn-
um tíðina. Metnaðurinn og stoltið
var mikið fyrir hönd barnabarnanna
allra. Að setja markið hátt var þér að
skapi enda þekktir þú vel sjálfur að
þurfa að vinna fyrir hlutunum sem
ungur maður í smiðjunni. Og síðar
áttirðu eftir að skila óeigingjörnu
starfi á Útfararstofu Kirkjugarð-
anna og seinna Útfararstofu Íslands
þar sem þú starfaðir við útfarar-
stjórn um árabil. Þarna fengu þínir
eðlislægu eiginleikar að njóta sín,
vinnusemi, nærgætni og einstök
smekkvísi. Og þú uppskarst hlýhug
og þakklæti frá þeim sem áttu um
sárt að binda.
Minningarnar af Holtsgötunni eru
ógleymanlegar í faðmi ykkar ömmu.
Það var ekki kastað til hendinni á
þeim bæ. Allt skyldi pússað, stífað og
pressað. Amma var einstök kona að
myndarskap og hlýju. Hún lést því
miður langt um aldur fram. Fráfall
ömmu var mikill missir fyrir þig og
okkur öll. Hún var ákveðinn horn-
steinn. Við erum þess fullviss að hún
tekur á móti þér.
Stundirnar með þér í Selási í
Borgarfirðinum á síðustu misserum
eru ómetanlegar. Fjöllin voru þér
hugleikin frá uppeldisárunum á
Siglufirði og þér leið vel að horfa yfir
Skarðsheiðina á fallegu sumarkvöldi.
Og þar fékkstu að kynnast barna-
barnabörnunum. Það var mikið
skeggrætt um málefni líðandi stund-
ar og þú hafðir ákveðnar skoðanir á
hlutunum. En ávallt var stutt í
glettnina og stundum mátti ekki á
milli sjá hvort alvara eða grín lægi að
baki.
Við minnumst þín, elsku afi, með
miklu stolti og hlýhug. Þú bugaðist
aldrei í erfiðum veikindum og við
þykjumst þess viss að þú eigir góðan
stað vísan í æðri heimum. Guð blessi
minningu um góðan afa.
Um vorkvöldin síðla ég sigli einn
um sundin blá.
Til hvíldar er heimurinn genginn
og hljómarnir þysmiklu fallnir í dá.
Um sofanda varir fer viðkvæmt bros
meðan vornóttin gengur hjá.
(Tómas Guðm.)
Kristín, Sverrir og Guðmunda.
Elsku afi, mikið er nú sárt að
hugsa til þess að þú sért farinn frá
okkur. Þú varst nú alltaf flottur afi,
það var alltaf mikill glæsibragur yfir
þér, flottur í tauinu, í góðu formi og
stoltur af þínu fólki. Við vorum nú
líka stolt af þér, munum alltaf þegar
þú settir met í lyftingum þrátt fyrir
háan aldur, okkur fannst við eiga
flottasta og sterkasta afann í heim-
inum þá.
Það var nú líka gaman þegar þú
komst í heimsókn til okkar og við
sátum við eldhúsborðið heima og þú
varst að segja okkur frægðarsögur
af þér og þínum og tuggðir skyrið
þitt í leiðinni.
Okkur fannst alltaf svo undarlegt
að heyra þig tala um hvað þú gerðir í
vinnunni þinni hjá útfararstofunum,
en þú varst mjög stoltur af því og
fannst það mikill heiður að fá að
starfa þar. Þannig varstu, afi, allt
sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir
þú með sóma.
Við eigum eftir að sakna heim-
sókna þinna, en við vitum að nú ertu
kominn til hennar ömmu. Nú líður
ykkur vel saman.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Takk fyrir styrkinn og stoltið sem
þú gafst okkur.
Guð blessi þig, elsku afi.
Elísabet og Ragnar.
Það eru margar minningar sem
skjótast fram í hugann er maður
kveður góðan vin og samstarfsmann.
Sverri Olsen kynntist ég er hann hóf
störf við útfararþjónustu Kirkju-
garða Reykjavíkur fyrir um það bil
tuttugu árum, en ég var þá starfandi
þar fyrir. Með okkur Sverri tókst
fljótt góður vinskapur, þótt aldurs-
munurinn væri töluverður eða 34 ár.
Haustið 1996 ákváðum við Sverrir
að reka sjálfstæða útfararþjónustu
og stofnuðum Útfararstofu Íslands
sem Sverrir starfaði hjá til dauða-
dags.
Það hefur reynst mér mikið gæfu-
spor að fara í sjálfstæðan rekstur
með honum, því Sverrir hafði rekið
sitt eigið fyrirtæki í 39 ár ásamt
bróður sínum, Vélsmiðju Ól. Olsen í
Njarðvík, þannig að hann hefur miðl-
að til mín mikilli reynslu sem nauð-
synleg er við rekstur fyrirtækis. Að
starfa við útfararþjónustu er oft á
tíðum mjög erfitt því að aðstæður
geta verið mjög viðkvæmar og erf-
iðar og þá reynir mjög á að starfsfólk
útfarastofanna sjái svo um, að allt
standist sem sagt er og gert.
Sverrir Olsen var einn af þessum
traustu, allt stóðst sem hann tók sér
fyrir hendur og hann bar mikla virð-
ingu fyrir starfi sínu og var miður sín
ef honum fannst að eitthvað mætti
betur fara. Hann var mjög stundvís,
snyrtilegur, prúður og orðvar, enda
fannst mér hann alltaf vera „grand
old man“ í þessu starfi.
Sverrir var að mörgu leyti sér-
stakur maður, hann lifði fyrir fram-
tíðina, var ekki að velta sér upp úr
fortíðinni og fannst að hlutirnir
mættu betur fara en hefðu ekki verið
betri áður fyrr. Við urðum mjög nán-
ir vinir og hann sagði mér og trúði
fyrir mjög mörgum hlutum og var
oft gaman að spjalla við hann, enda
er hans kynslóð mjög dýrmæt sögu
okkar. Ekki vorum við Sverrir alltaf
sammála, nöldruðum hvor í öðrum
og skiptumst á skoðunum, en alltaf
vorum við á sömu skoðun um allt
sem sneri að vinnunni og kvöddumst
ávallt sáttir.
Nú á kveðjustund verður mér litið
yfir farinn veg og þá átta ég mig á
því hve stóran þátt Sverrir Olsen
hefur átt í lífi mínu, enda, eins og áð-
ur sagði, hefur samstarf okkar varað
í rúm tuttugu ár, næstum hálfa ævi
mína.
Ég þakka fyrir dýrmæta vináttu,
gott samstarf og alla þá hvatningu
sem Sverrir Olsen hefur veitt mér.
Fjölskyldu Sverris, börnum, tengda-
börnum og afkomendum votta ég
samúð mína, en Sverrir var mjög
stoltur af hópnum sínum.
Kæri vinur, ég kveð þig með sökn-
uði. Guð blessi minningu Sverris
Olsen.
Sverrir Einarsson.
SVERRIR HARTVIG
OLSEN
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert
með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Myndir Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
er ráðlegt að senda hana á mynda-
móttöku: pix@mbl.is og láta um-
sjónarmenn minningargreina vita.
Minningar-
greinar