Morgunblaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 40
40 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
The Motorcycle Diaries kl. 5.30 - 8 og 10.30
Don´t Move kl. 5.30 og 8 b.i. 16 ára
Hole in my Heart kl.10,30 b.i. 16 ára
Maria Full of Grace kl. 6 b.i. 14 ára
Imaginary Witness kl.8
Hlaut 2
Golden Globe verðlaun
sem besta
gamanmynd ársins.
Geoffrey Rush
sem besti leikari.
Fine art of Whistling kl.10
Life Aquatic with Steve Zissou kl.5,45 b.i. 12 ára
Life and Death of Peter Sellers kl.8 og 10.30
Million Dollar Baby kl.8 b.i. 14 ára
The Mother kl. 6
The Mayor of Sunset Strip kl. 10,30
G
en
BOOG
SVAM
SVAM
THE P
MRS.
Frá framleiðendum
Og þið sem hélduð að þetta væri bara einhver draugasaga
Tryllimögnuð hrollvekja.
Stórkostleg vegamynd sem hefur
farið sigurför um heiminn, fengið lof
gagnrýnedna og fjölda verðlauna.
Penelope cruz
ítölsk verðlaunamynd. Penelope Cruz hlaut
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin fyrir
hlutverk sitt í myndinni.
OPNUNARMYND IIFF 2005
3
ÓSKARSTILNEFNINGAR
HARLA óvenjuleg tilfinningamál
eru til umfjöllunar í Móðurinni,
nýjustu mynd Bretans Rogers
Michell sem er kunnastur af gam-
anmyndinni Notting Hill. Hann á
einnig að baki hina ágætu en van-
metnu Changing Lanes, sem hann
gerði á stuttri ferð vestur um haf.
Aðalpersónan í Móðurinni (sem
er mun athyglisverðari en hinar
tvær), er May (Reid), hæfileikarík
en innibyrgð kona á sjötugsaldri
sem hefur verið augnayndi í blóma
lífsins og nýtur þeirrar guðsgjafar
að eldast með reisn. Í upphafi er
hún í heimsókn í Lundúnum ásamt
bónda sínum Toots (Vaghan), til að
heilsa upp á afkvæmin, Paulu
(Bradshaw) og Bobby (Mack-
intosh) og barnabörnin. Toots, sem
er mun eldri en May, er kominn að
fótum fram og lifir ekki af ferða-
lagið.
Eftir jarðarförina snýr May aft-
ur til barnanna, sem eru greinilega
ekki illa haldin af móðurást. Þó
samband þeirra sé ekki náið, fær
May samt inni hjá Paulu, sem er
einstæð móðir og þarf á barna-
gæslu að halda. Til sögunnar kem-
ur Darren (Craig), hress og dálítið
villtur smiður sem er að lagfæra
íbúð Bobbys, vinar síns. Hann er
giftur en stendur í ástarsambandi
við Paulu og ekki líður á löngu uns
May eygir von á tilbreytingu í sínu
tómlega lífi í smiðnum, sem reyn-
ist tilkippilegur,
Átakanleg mynd, dálítið í ætt við
fjölskyldutragedíuna Damage eftir
Malle, en þó svo eftirminnilega
frumleg og sjálfstæð í alla staði.
Þrátt fyrir fyrirfram glataðar til-
raunir May til að bæta sér upp
ástlaust hjónaband, vinnur May
áhorfandann áreynslulítið á sitt
band. Bæði er persónan og sam-
tölin skrifuð af skilningi á ástandi
konunnar af Hanif Kureishi (sem
hefur löngum hneykslað áhorf-
endur, ekki síst með My Beautiful
Laundrette á 9. áratugnum), og
Reid er sem sköpuð í hlutverkið.
Hún hefur til að bera þroskaða
fegurð, má segja að leggi af henni
„gamalla blóma angan“, þær rósir
hafa aldrei fengið rétta umönnun
og May verður dálítið rugluð í til-
verunni um sinn eftir missi manns-
ins og henni býðst ferskt og stinnt
folakjöt upp í hendurnar.
„Ég er ekki tilbúin að samlagast
ellinni,“ er málsvörn May og geng-
ur óhikað til móts við útskúfun
fjölskyldunnar, sem hún virðist
reyndar ekki unna mjög og tilfinn-
ingatregðan er fyllilega gagn-
kvæm. Auk óaðfinnanlegs leiks í
vandasömu hlutverki sýnir Reid
mikið hugrekki og yfirvegun
frammi fyrir myndavélunum. Það
verður forvitnilegt að fylgjast með
þessari rosknu og hæfileikaríku en
afar fáséðu leikkonu í nýju mynd-
inni hans Baltasars Kormáks og
einhvers staðar sá ég að hinn gal-
vaski Craig er í nærskoðun sem
næsti Bond. Það virðist góður
kostur í kreppunni, maðurinn ólgar
af krafti og er örugglega ekkert
síður karlmannlegur í samkvæm-
isklæðnaði en verkamannafötum.
Móðirin er raunaleg en umhugs-
unarverð og vel gerð mynd í flesta
staði og fjallar á raunsæjan hátt
um forboðið ástarsamband, van-
goldnar tilfinningar, eftirsjá og
eigingirni, svo nokkuð sé nefnt.
Grátónar
tilfinninganna
KVIKMYNDIR
Háskólabíó: IIFF
Leikstjóri: Roger Michell. Aðalleikendur:
Anne Reid, Daniel Craig, Cathryn
Bradshaw, Steven Mackintosh, Peter
Vaughan. 112 mín. Bretland. 2003.
Móðirin (The Mother)
Sæbjörn Valdimarsson
Daniel Craig leik-
ur í The Mother en
hann hefur verið
orðaður við hlut-
verk James Bond.
HINN 19 ára gamli leikari Björn Almroth, sem fer með
eitt af burðarhlutverkunum í umdeildri mynd Lukas
Moodyssons, Et hål i mit hjärta, var staddur hér á landi
yfir helgina. Hann var hér í boði Alþjóðlegu kvik-
myndahátíðarinnar IIFF – en myndin er einmitt sýnd á
hátíðinni. Almroth var viðstaddur frumsýningu mynd-
arinnar sem var á föstudaginn í þéttsetnum stóra sal Há-
skólabíós. Að sýningu lokinni svaraði hann svo spurn-
ingum bíógesta. Í samtali sem blaðamaður átti við
Almroth á laugardag, segir hann að íslensku bíógestirnir
hafi verið svolítið feimnir í fyrstu og tregir til að bera
upp spurningar. Svo hafi þeir komið til og spurt spurn-
inga sem hann sagði að hafi verið sér að skapi.
„Þetta var í það minnsta eitthvað annað en í Svíþjóð,
þar sem fólk virðist ekki þora að velta myndinni fyrir sér
og bera upp þær spurningar sem brenna á vörum þeirra.
Íslendingar virðast mun opnari en Svíar í þessum efnum
og spurðu mig góðra og það sem landar mínir mundu
telja ágengra spurninga um myndina, eins og t.d. hversu
langt leikararnir í myndinni gengu.“
Hinn svartklæddi og síðhærði Almroth fékk tækifæri
til að skella sér út á lífið og sagði að við fyrstu kynni virk-
aði reykvíska næturlífið betur á hann en næturlífið í
Stokkhólmi.
„Þetta er allt miklu smærra í sniðum, styttra á milli
staða og svo eru einkenni staðanna skýrari. Þessi staður
fyrir uppana, annar fyrir háskólanemana og hinn fyrir
listaspírurnar. Auðveldara fyrir mann að finna sinn
stað.“
Almroth yfirgefur landið í dag en hann leggur stund á
háskólanám.
Kvikmyndir | Björn Almroth úr Et hål i mit hjärta
Íslendingar opnari en Svíar
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Almroth finnur sig vel í reykvísku næturlífi.
MAGNÚS Þór Jónsson, betur
þekktur sem Megas, var heiðraður
af fjölda listamanna á afmælistón-
leikum í Austurbæ á fimmtudags-
kvöldið í tilefni af sextugsafmæli
sínu.
Megas hefur löngum verið einn
dáðasti og umdeildasti tónlistar-
maður þjóðarinnar og var fjöldi
gesta samankominn til að heiðra
meistarann á þessum tímamótum.
Meðal þeirra listamanna sem
fram komu á tónleikunum má nefna
Hjálma, Mínus, Dr. Gunna, Trab-
ant, Funkstrasse, Ragnheiði Grön-
dal, Hörð Bragason ásamt hljóm-
sveit, Möggu Stínu, KK, Ellen
Kristjánsdóttur, Súkkat og Heru.
KK, Hera og Jón Ólafsson voru meðal þeirra listamanna sem fram komu á afmælistónleikunum.
Megas heiðraður á sextugsafmæli sínu
Morgunblaðið/Golli
Fjöldi gesta mætti á afmælistónleika í Austurbæ á fimmtudagskvöldið í tilefni af sextugsafmæli Megasar.