Morgunblaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umræðan  Daglegt málþing þjóðarinnar á morgun INNLENDI ferðamarkaðurinn hef- ur á liðnum árum verið vanmetin að mati Kjartans Lárussonar, fram- kvæmdastjóra Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi. Of margir hafi litið svo á að ferðalög Íslendinga um landið væru fyrst og fremst heim- sóknir þeirra til ættingja og vina með tilheyrandi gistingu á heimilum þeirra. „Sem betur fer er enn mikið um slík ferðalög, en þetta hefur verið að breytast allverulega á síðastliðnum 20 árum. Ég tel að ferðalög af þessu tagi séu nú samt tiltölulega lítill hluti ferðalaga Íslendinga um land sitt,“ sagði Kjartan. Augu manna hefðu beinst æ meir að innlenda markaðnum á liðnum ár- um og þau jafnframt opnast fyrir þeirri staðreynd að hann væri stærri og mikilvægari en áður var talið. Meira hefði líka verið gert af því að vekja athygli landsmanna á því að ferðast um landið, „í ríkari mæli en áður hafa menn verið að koma á framfæri ýmsum náttúruperlum og eins þeim viðburðum sem efnt er til á stöðum úti um land allt,“ sagði Kjart- an. Um 40 viðburðir í sumar Á Norðurlandi verður á komandi sumri efnt til um eða yfir 40 viðburða af ýmsu tagi en þeir draga jafnan að sér fjölda gesta. Þannig komu svo dæmi sé tekið um 25 þúsund manns á Fiskidaginn mikla á Dalvík á liðnu sumri. „Svona viðburðir auka á gleði þeirra sem eru á ferðalagi og tryggja jafnframt í flestum tilvikum að fólk sækir staðina heim aftur,“ sagði Kjartan. Hann gat þess að í eina tíð hefði lítið verið gert í því að reyna að tryggja endurkomur ferðalanga, allt- af verið að eltast við nýja og nýja far- þega frá útlöndum, sem væri marg- falt dýrara verkefni en að vinna að því að sömu farþegar kæmu til lands- ins aftur og aftur. „Því hefur meiri rækt verið lögð við heimamarkaðinn á síðastliðnum árum, því líklegra er að hann skapi endurkomufarþega.“ Kjartan sagði íslenska markaðinn búa yfir styrkleika og að hann væri að mörgu leyti breytilegur. Fjöl- skylduferðalögin væru sígild, fólk ferðaðist um með tjaldvagna eða kæmi sér upp hjólhýsi á völdum stöð- um auk þess sem ýmsir aðrir gisti- möguleikar væru í boði. Ör þróun væri í svonefndri bændagistingu sem færi vaxandi ár frá ári, sumarhótel væru víða rekin og þá væru ónefndar ferðir landans í sumarhús raunar allt árið um kring. Bílakostur landsmanna væri það góður nú að hægur vandi væri að aka hringinn kringum landið árið um kring. Vegakerfið hefði einnig batnað mikið á síðastliðnum áratug og ætti eftir að verða enn betra á næstu tíu árum. „Þetta er mjög mikilvægur mark- aður, ekki fyrir fyrir þá sem sinna ferðaþjónustu, heldur líka fyrir þjóð- ina sem með ferðalögum kynnist landi sínu og hagkerfið nýtur svo auð- vitað góðs af. Það er ekki síður hagur af ferðalögum Íslendinga um landið en útlendinga og jafnvel meiri,“ sagði Kjartan. Sífellt meiri þjónusta Hann sagði þjónustu við ferða- menn sífellt að aukast og æ meira í boði hvað varðar afþreyingu af ýmsu tagi víða um land. Þá hefði menning- ar- og sögutengd ferðaþjónusta vaxið á liðnum árum. Þar stæði Norðurland vel að vígi, skákaði jafnvel ýmsum öðrum landshlutum. Þannig stæðu Norðlendingar framarlega þegar að sérstökum söfn- um kæmi, textílsafnið á Blönduósi, Síldarminjasafnið á Siglufirði og hvalasafn á Húsavík væru dæmi um söfn sem hvergi væri að finna annars staðar í landinu. Þá væri sagan við hvert fótmál og margir áhugaverðir staðir sem tengdust sögu lands og þjóðar væru norðan heiða, sem og kirkjur og skólar. Þjónusta við ferðamenn er sífellt að aukast að sögn Kjartans enda gera þeir vaxandi kröfur, um gæði, afþrey- ingu og eitthvað nýtt og spennandi. „Ferðamenn vilja sjá og upplifa og það er af nógu að taka, það má nefna hvalaskoðun, flúða- og eyjasiglingar, snjóbílaferðir, fuglaskoðun, jeppa- ferðir. Menn vilja líka gera vel við sig í mat og drykk og þar er fjölbreyti- leikinn líka til staðar,“ sagði Kjartan. „Þeir sem vinna í ferðaþjónustu reyna af fremsta megni að svara þessu kalli og verða að gera það ætli þeir að halda stöðu sinni, ferðamað- urinn og ferðaþjónustufólkið er þann- ig í endalausri leit að einhverju nýju og spennandi. Lykillinn að því að gera svæði áhugaverð er að bjóða ávallt upp á eitthvað óvænt, eitthvað sem kemur á óvart,“ sagði Kjartan. Kjartan Lárusson framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi segir ferðamarkaðinn spennandi Endalaus leit að einhverju nýju og spennandi Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Morgunblaðið/Kristján Íslendingar ferðast mikið um eigið land og eru ekki síður mikilvægir ferðalangar en útlendingar. Vaglaskógur er einn þeirra áfangastaða sem njóta vinsælda landsmanna sem ferðast um norðanvert landið. PÁLL Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeft- irlitsins, segir mikilvægt að hafa gott samstarf yfir landamæri á milli fjármálaeftirlitsstofnana m.a. á Norðurlöndunum vegna aukinna umsvifa banka í öðrum löndum. Segist hann taka undir ummæli Jóns Sigurðssonar, bankastjóra Nor- ræna fjárfestingarbankans, í Morgunblaðsvið- tali um helgina, um nauðsyn þess að fjármála- eftirlit á milli landa sé skýrt. „Samskipti okkar snúa í dag fyrst og fremst að norrænu eftirlitunum og eftirlitunum í Lúxem- borg og Bretlandi,“ segir Páll Gunnar. „Fjár- málaeftirlitið hefur skilgreint það sem eitt af sín- um stærri verkefnum að hafa eftirlit með alþjóðlegri starfsemi stóru íslensku bankanna. Sumir þeirra eru með meira en helming tekna sinna erlendis frá í dag og líklegt er að sú þróun haldi áfram,“ segir hann. Hafa sett skilyrði við kaup á erlendum fjármálafyrirtækjum Þegar banki hyggst kaupa erlent fjármálafyr- irtæki kemur Fjármálaeftirlitið strax að málum. „Þá höfum við möguleika á því að leggja bann við því ef við teljum að áhættustýring og innra eftirlit á samstæðugrunni og upplýsingagjöf innan samstæðunnar verði ekki með forsvaran- legum hætti,“ segir Páll Gunnar. og finnska eftirlitið vegna Kaupþings banka,“ segir hann. Þar er m.a. kveðið skýrt á um hvern- ig eftirlitið skiptist á milli eftirlitsstofnananna og upplýsingum er miðlað á milli, svo ekkert í starfseminni falli á milli stafs og hurðar. Bjóða erlendum eftirlitum að kynna sér íslenska banka „Í þessum samstarfssamningum felst líka að við eigum kost á því að fara í vettvangseftirlit í dótturfyrirtæki bankanna erlendis og taka þátt í eftirlitsaðgerðum eftirlitsstofnananna í þessum löndum. Við höfum líka í einstökum tilvikum boðið sérfræðingum erlendu eftirlitanna hingað til að kynna sér íslenska banka. Það er auðvitað mikilvægt þegar þeir hafa eftirlit með dóttur- fyrirtækjum íslensku bankanna úti að þeir þekki samstæðuna og hvernig hlutirnir eru hér heima. Við höfum hingað til ekki tekið þátt í vettvangseftirliti í dótturfyrirtækjum erlendis, en við munum gera það. Það er líklegt að þegar á þessu ári verðum við þátttakendur í einhverj- um slíkum reglulegum eftirlitsverkefnum,“ seg- ir Páll Gunnar. Að sögn hans byggist samstarfið á Norður- löndunum á rótgrónum grunni en að líka hafi verið kallað eftir samstarfi við eftirlit í fleiri löndum. „Við höfum ekki bannað slík kaup hingað til en við höfum hinsvegar sett skil- yrði í allnokkrum tilvikum, t.d. um að stjórnendur ís- lensks banka og stjórnendur fyrirtækisins sem verið er að kaupa skrifi undir sameigin- lega yfirlýsingu um hvernig þeir ætla að haga áhættu- stýringunni og innra eftirliti, þannig að yfirsýn sé yfir samstæðuna,“ segir hann. Að sögn Páls Gunnars leggur Fjármálaeft- irlitið mikla áherslu á yfirsýn yfir hvernig áhættustýringu er hagað í samstæðunni allri, einnig í dótturfélögum erlendis, og að stjórn- endur viðkomandi banka hér heima stýri áhættu í allri samstæðunni og séu með innra eft- irlit á samstæðugrunni. Fjármálaeftirlitið leggur kapp á að eiga gott samstarf við eftirlitsstofnanir í löndum þar sem bankar eru með dótturfyrirtæki, sem hafa starfsleyfi frá stjórnvöldum og fjármálaeftirliti í viðkomandi landi, að sögn Páls. „Við höfum t.d. gert samstarfssamninga við fjármálaeftirlit á nokkrum Norðurlandanna um eftirlit, t.d. við norska eftirlitið vegna Íslandsbanka og sænska Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir mikið samstarf yfir landamæri á milli stofnana sem hafa eftirlit með fjármálafyrirtækjum Eftirlit með alþjóðlegri starfsemi banka eitt af stærri verkefnum Páll Gunnar Pálsson „SAMRÆMT, skilvirkt og gegnsætt fjármálaeftirlit skiptir miklu máli svo þau fyrirtæki sem starfa á þessum markaði viti að hverju þau ganga og geti treyst því að það eftirlit sem þau eru sett undir í því landi sem þau starfa í sé í takt við það sem er annars staðar,“ segir Guð- jón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfa- fyrirtækja. Guðjón segir mikilvægt að sem mest sam- ræmi sé í störfum fjármálaeftirlitsstofnana. Mikil umræða eigi sé stað um þessar mundir, sérstaklega í tengslum við nýjar eiginfjár- reglur fjármálafyrirtækja, sem verið er að innleiða, um mikilvægi þess að fjármálaeftir- lit hafi möguleika á að hafa eftirlit með fyrir- tækjasamstæðum. Íslensku fjármálafyrir- tækin sem eru með starfsemi í fleiri en einu landi, verði þannig ekki sett undir mörg eftirlit við útfærslu á þessum reglum. Að sögn hans hefur Evrópski seðlabankinn í þónokkurn tíma lagt áherslu á að fjármála- eftirlit innan ESB-landanna heyri undir einn aðila. Hvorki fjármálafyrirtæki né fjármála- eftirlitsstofnanir hinna einstöku ríkja hafi hins vegar talið það æskilegt. Samræmi í eftirlitinu mikilvægt Guðjón Rúnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.