Morgunblaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 11 FRÉTTIR            ! "#$ %& &'&( ) & *  '&+)                     FJÖLDI manns lagði leið sína í Vetrargarðinn í Smáralind í Kópavogi á laugardag, þegar KFUM og KFUK blésu til vorhá- tíðar. Boðið var upp á fjölbreytt skemmtiatriði, m.a. tónlist frá hljómsveitunum Nylon og Bú- drýgindum, en samhliða því var starfsemi félaganna og einstakra deilda kynnt. Hátt í 500 manns, meirihlutinn börn og unglingar, lögðu hönd á plóg og unnu að því að hátíðin færi sem best úr garði. Meðal annarra skemmti- atriða voru Gospelkór KFUM og KFUK, leikþættir, dansatriði, látbragðsleikur og bumbu- sláttur. Vorhátíðin markar lok um- fangsmikils vetrarstarfs KFUM og KFUK og upphaf sumar- starfsins, því á laugardaginn hófst skráning í sumarbúðir fé- laganna í Vatnaskógi í Svínadal, Kaldárseli ofan við Hafnarfjörð, Vindáshlíð í Kjós, Ölveri undir hlíðum Hafnarfjalls og Hólavatni við innanverðan Eyjafjörð, en þar dvelja börn og unglingar á aldrinum 6–17 ára í aldurs- skiptum hópum. Í sumarstarfinu eru einnig leikjanámskeið, en áætlað er að hátt í 3.000 börn og unglingar taki þátt í starfsemi félaganna á komandi sumri, en félögin starfrækja einnig m.a. leikskóla, barnakór, unglinga- leikhóp og unglingastarf í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Nærri þúsund börn skráð fyrsta daginn „Skráningin fór frábærlega af stað,“ segir Ársæll Aðalbergs- son, framkvæmdastjóri Vatna- skógar. „Það var viss nýjung að byrja skráninguna í Vetrargarð- inum samhliða uppskeruhátíð- inni okkar. Það gekk vonum framar, allt smekkfullt af fólki og allt sem við lögðum upp með gekk upp. Tæplega þúsund börn voru skráð í allar sumarbúð- irnar okkar á þessum fyrsta degi.“ Ársæll segir andann hafa ver- ið mjög góðan í húsinu og skemmtiatriðin hafi lagst mjög vel í gesti Smáralindarinnar. „Vetrargarðurinn var fullur og Smáralindarmenn höfðu orð á því að þetta hefði verið mjög mikið af fólki svona snemma á laugardegi.“ Skráning í sumarbúðir fór einkar vel af stað Fjöldi fólks kynnti sér starf KFUM og KFUK á vorhá- tíðinni og voru skráningar í sumarbúðir með besta lagi. Morgunblaðið/Golli Gestir Vetrargarðsins gátu látið skreyta sig og mála á ýmsa lund. Nylon-stúlkurnar buðu ungum söngvurum að syngja með sér, sem hefur án efa verið ógleymanleg lífsreynsla. KFUM og KFUK fögnuðu komandi sumri með vorhátíð Hella | „Þetta hafa verið miklar æfingar og strembið á köflum en ótrúlega skemmtilegt og gaman að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessu,“ sagði Dagbjört Guðbjörnsdóttir sem leikur Lísu, allstórt hlutverk í Söngvaseið. Hún kvaðst ekki hafa verið með neinn sviðsskrekk að ráði fyrir frumsýninguna. „Það er þrælgaman að standa í þessu,“ sagði Tyrfingur Sveinsson sem lék sjálfan von Trapp. „Maður var auðvitað mátulega stress- aður að koma svona fram í fyrsta sinn og þurfa að syngja að auki en þetta blessaðist allt.“ Nemendur í Tónlistarskóla Rangæinga sem eru í söngnámi hafa sett upp söngleikinn „Sound of music“ eða Söngvaseið í styttri út- gáfu sem tekur um eina klukku- stund í flutningi. Kennarar við skól- ann spila undir. Verkið var frumflutt í Hvoli 6. apríl sl. fyrir fullu húsi og gerðu áhorfendur góð- an róm að sýningunni. Ingunn Jensdóttir leikstýrir og Eyrún Jón- asdóttir er tónlistarstjóri. Lázló Czenek, skólastjóri TR, sá um út- setningar fyrir hljómsveit. Á nokk- urra ára fresti hefur TR sett upp sýningar með söngleikjaívafi en aldrei hefur verið ráðist í jafn stórt verkefni og nú. Flestir sem fóru með hlutverk í sýningunni voru að koma opinberlega fram á leiksviði í fyrsta sinn. Þó hafa þær Sigríður Viðarsdóttir sem leikur Maríu Rainer, stærsta hlutverkið í sýning- unni, og Berglind Gylfadóttir, sem fer með hlutverk abbadísarinnar í klaustrinu, komið fram áður. Í öðr- um stórum hlutverkum voru þau Tyrfingur Sveinsson sem kafteinn von Trapp, Hrafnhildur Valgarðs- dóttir sem ráðskona Trapps, Guð- jón Björnsson sem þjónninn Frans, Dagbjört Guðbjörnsdóttir sem Lísa, dóttir Trapps, og Ísleifur Jón- asson í hlutverki kærasta Lísu. Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Eintóm gleði. María Rainer (Sigríður Viðarsdóttir) nær fljótt að fanga hug og hjörtu Trapp-fjölskyldunnar. Góður rómur var gerður að sýningunni. Sig- ríður Viðarsdóttir og Tyrfingur Sveinsson ásamt öðrum leikurum koma fram í lokin og taka við fagnaðarlátum áhorfenda. Trapp-fjölskyldan í Rangárþingi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.