Morgunblaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 29 MINNINGAR Magnað skáld var Einar Bragi, mögnuð persóna, mikill vinur. Það var ekkert smátt til í hugsun Einars Braga, en þó var hann næmari flestum fyrir því smáa í fari fólks og framkomu samfélagsins, sem skiptir kannski mestu máli þegar upp er staðið. Oft lét hann til sín taka í smá- atriðum og þá fannst manni við fyrstu sýn að þröngsýni og fordómar réðu ferð, en þegar að var gáð fór ekki á milli mála að það var djúpt hugsað og rökfast. Hann bar ótvírætt hag þeirra fyrir brjósti sem minna mega sín og það var oft líflegt þegar réttlætis- kennd hans rakst á hégóma og létt- vægt gildismat ráðandi afla í sam- félagskerfinu. Einar Bragi var skáld og rithöfundur af Guðs náð, eins og heimsálfa á vettvangi sínum, óhagganlegur eins og reikistjörnurn- ar á sinni braut en þó á fljúgandi ferð, trygglyndur, ræktarsamur og hlýr. Að hitta Einar með Kristínu konu sinni var eins og að hitta tvær sólir í einni, svo ólík en svo undur náin, svo bjartleit með blæ blómsins í hlíð sem vindurinn vaggar til dýrðar lífinu sjálfu, jafnvel þau árin sem aðrar fjar- lægðir gripu inn í. Kristín var himinn hans og heimur. Einar Bragi var alltaf að eins og ei- lífðarvélin og afköst hans voru með ólíkindum á sviði ljóða, skáld- og rit- verka, sagnfræði og þýðinga svo eitt- hvað sé nefnt. Það var gaman að hitta Einar Braga. Það var eins og maður væri að mæta sjálfri dagsbirtunni á röltinu, hægt og sígandi bar hann að og allt í einu var dagur skollinn á og samtal frá mánuðum áður, jafnvel árum, hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. Jurt vináttu og einlægni hélt áfram að vaxa af sjálfu sér í samskiptum tveggja einstaklinga. Það var traust og gott að eiga Einar Braga að í litróf- inu, en fyrst og fremst var hann gjöf til Íslands, gjöf sem breytti og bætti, gjöf sem hafði íslenskan metnað og ís- lenska tungu að lykilatriði, skóp æv- intýri og sólstafi inn í hversdagsleik- ann. Ég skammast mín fyrir að hafa ekki komið Einari Braga inn í hóp heiðurslaunaflokks listamanna með langri setu minni í menntamálanefnd Alþingis, hvorki honum né Gísla Hall- dórssyni leikara. Reyndi býsn og fylgdi eftir og sá reyndar fyrir end- ann, en þá kippti af leið. Margir verð- ugir sigldu þó inn og það var allt af hinu góða, en þessir tveir sem ég nefni og mér var sérstaklega annt um voru þeirrar gerðar að þeir sóttust ekki eftir virðingu og verðlaunum, en það á að vera kappsmál samfélagsins að verðlauna slíka menn og sýna þeim virðingu og reisn. Einar Bragi var eins fjarri því eins og hugsast getur að vera postulínsbrúða sem er tekin ofan úr hillu á tyllidögum til þess að dusta af henni rykið svo menn geti dáðst að eigin sjálfi í spegli postulíns- ins. Hann ræktaði garðinn með góðu fólki grasrótarinnar. Einu sinni vorum við Einar Bragi og Thor Vilhjálmsson að skrölta sam- an um miðbæ Reykjavíkur að loknum þess tíma blaðamannafundi með veit- ingum af sterkari gerðinni. Ég var messaguttinn í tríóinu. Ég skilaði þeim að þriggja hæða skrifstofuhúsi við Skólavörðustíg og ætlaði að hitta þá síðar um kvöldið. Þá var búið að læsa húsinu og þó að ég sæi til þeirra úr porti bak við húsið náði ég engu sambandi þótt glugginn væri opinn. Svo djúpar voru samræðurnar. Í portinu voru hins vegar tvær sex metra langar spírur, sem ég hnýtti saman til lengingar, klifraði upp á húsþak í portinu, reiknaði út stökklín- EINAR BRAGI ✝ Einar Bragifæddist á Eski- firði 7. apríl 1921. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 26. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 4. apr- íl. una og lét vaða með miklu tilhlaupi á stöng- inni yfir portið að glugganum á þriðju hæð. Þetta heppnaðist og ég náði taki á opna gluggapóstinum, sleppti stönginni og vatt mér inn um gluggann eins og skrattinn úr sauðar- leggnum með falli beint ofan á skrifborðið sem þeir sátu við. Ég hef aldrei séð renna svo skjótt af nokkrum mönnum og Einar Bragi og Thor Vil- hjálmsson eru einu mennirnir á jörð- inni sem hafa látið sér detta í hug að ég kæmi af himnum ofan. Þeir voru felmtri slegnir. Ég náði síðan í meiri veigar, allt jafnaði sig og við héldum okkar striki, en oft síðar hafa þeir minnst á gluggaflugið sem þeir höfðu mikið gaman af, fannst líklegast að ég væri raunveruleg galdrakerling á kústskafti. Eftirminnileg var ferð til vestur- strandar Grænlands fyrir nokkrum áratugum með Einari Braga, Ása í Bæ og Páli Steingrímssyni, þremur stórljóðum og lífskúnstnerum. Þessi ferð var blanda af bláköldum stað- reyndum, raunveruleika og ævintýr- um, ferð sem maður man ævilangt frá degi til dags því að endarím ferða- félaganna var einróma til heiðurs því samfélagi sem við gistum, til heiðurs lífsgleðinni yfir ljótleikanum. Ég hlakka til næstu ferðar með Einari Braga. Megi allar góðir vættir gæta hans á nýjum leiðum, gefa íslenskri þjóð að þekkja og meta framlag hans á bók- fellinu, gæta barna, vandamanna og vina þessa magnaða skálds. Árni Johnsen. Einar Bragi allur. Enginn er eilífur í því jarðneska hylki, sem okkur er út- hlutað. En þetta með orðstírinn sem aldrei deyr, er ekki með öllu ófyrir- synju. Svo bar til um miðjan sjöunda tug liðinnar aldar, að við feðgar á Njáls- götu 27 unnum við að bæta þakið hjá þeim Kristínu og Einari Braga uppi á Bjarnarstíg. Þar bjuggu þau uppi í rjáfri og þakleki bitnaði fyrst og fremst á því fólki sem bjó í risinu. Einnig þurfti að lagfæra kvistinn, sem rúmaði eldhúskytruna. Að þessu störfuðum við sumarpart í sólskini og sunnanvindi. Skjótt komumst við að raun um, að forlag var rekið á heim- ilinu og gaf út tímaritið Birting. Hann skiptist í gamla Birting og nýja Birt- ing. Upplagið var geymt í eplaköss- um, síðast úti í skúr í garðinum, lík- lega gömlu vaskahúsi. Skáld og listamenn stóðu að þessu riti auk Ein- ars Braga, svo sem Jón Óskar og Thor Vilhjálmsson og áður Jóhann Hjálmarsson. Einnig Hörður Ágústs- son, listmálari og alfræðingur um hús og húsasnikk. Með því að einatt urðu til afgangar af Birtingi, skenkti skáld- ið okkur feðgum að loknum vinnudegi slatta og slatta af tímaritinu upp á von og óvon, að einhver okkar læsi þetta. En það fór þó svo, að Birtingur var lesinn og er enn varðveittur á heimili Guðlaugs bróður míns suður í Foss- vogi. Margt minnilegt er úr Birtingi svo sem viðtalið við Guðrúnu Önnu, ástkonu Magnúsar Hj. Magnússonar, sem var ein fyrirmynda að Ólafi Kárasyni, Ljósvíkingi. Alveg maka- laust viðtal, sem tekið var upp á seg- ulband á Hjálpræðishernum í Reykjavík og er því miður glatað. Það er margt í bókunum var fyrirsögnin. Ritdómur Thors um Heimsbók- menntasögu Kristmanns er líka eft- irminnilegur og kostaði málaferli. Hörður Ágústsson kenndi lesendum um gullinsnið, þá ævafornu formúlu, í Birtingi. Einnig skrifaði hann greinar um ljótleikatímabil íslenskrar bygg- ingarsögu og talaði um hinn skarða hundskjaft eftirstríðsáranna sem gein þá við mönnum í sumum úthverf- um Reykjavíkur. Hörður stýrði líka útlitinu á Birtingi í geometrískri ab- straktsjón og stimplaðist inn í sjón- minnið. Heldur gekk verr með ljóð- listina, en hún var bara þarna heið og tær í tengslum við land og haf. Þór- bergur sagðist aldrei geta lært atóm- ljóð sín. Og poem should be not mean sagði Arkibaldur. Smám saman kom upp úr kafinu, að Birtingsmenn voru ekki neinir veifiskatar hver á sínum pósti, heldur einarðir iðjumenn, sem sjaldan féll verk úr hendi. Líkt og með fleiri Skaftfellinga lét Einar Bragi ekki ald- urinn á sig fá, heldur vann hörðum höndum allt til hins síðasta. Þýddi bæði Ibsen og Strindberg og lét sig mjög varða það sem kölluð hefur ver- ið jaðarmenning. Fékk þýdd og gaf út rit Sama og annarra þjóðarbrota, sem höfðu verið foröktuð í eigin ríkjum. Seldi eða gaf eins og þorpsbúa er vandi og óvænt bárust stórvirki í pósti árituð með fagurri hönd og árnaðar- óskum. Hvernig áratuga vinátta og rækt- arsemi geta sprottið af þakleka, er þeim einum ljóst, sem kynntust Ein- ari Braga og Kristínu, eiginkonu hans og vini. Móðir okkar háöldruð býr enn á Njálsgötunni og ekki langt síðan Einar Bragi leit inn til að heilsa upp á hana. Og þau hringdust á, allt til hins síðasta. Við vissum, að Einar hafði átt við sjúkleika að stríða, sem hann bar aldrei utan á sér. Teinréttur og ung- legur gekk hann eftir strætum Reykjavíkur, átti alltaf erindi og hug- ur í honum. Einar Bragi var aldrei hálfvolgur, hann sagði hug sinn allan af einurð og festu svo stundum undan sveið. Ég vil fyrir mína hönd og fjöl- skyldu minnar þakka samfylgdina við þau hjónin Kristínu og Einar Braga nú þegar þau eru öll. Fjölskyldu þeirra votta ég einlæga samúð. Finnbogi Hermannsson. Genginn er vinur minn og skáld- bróðir, Einar Bragi. Kynni okkar voru með miklum hætti lýsandi fyrir menningarfélags- málin á síðustu áratugum; og á hon- um sjálfum um leið: Fyrst bar fundum okkar saman á Egilsstöðum haustið 1980. En þá kom hann ásamt fleiri rithöfundum til að lesa upp úr verkum sínum í Mennta- skólanum á Egilsstöðum; en ég var þá kennari þar. Las hann þá upp úr þýð- ingum sínum á grænlenskum bók- menntum inúíta. Mátti þetta teljast nokkurs konar mannfræðiefni hans tíma, en ég, sem var nýútskrifaður mannfræðingur í háskólaskilningi, var nokkuð efins um slíkt framlag sem fræði eða listir. Mun ég hafa tæpt á þeirri skoðun minni við hann þá, því árið eftir, þegar ég var kominn til Reykjavíkur, til að taka sjálfur virkan þátt í rithöfunda- lífinu, þekktumst við þegar á Lauga- veginum. Næst bar fundum okkar saman kringum árið 1993, þegar ég var í stjórn Vináttufélags Íslands og Lett- lands. En hann hafði löngu áður gefið út bók með þýðingum sínum á ljóðum lettneskra og annarra skálda Eystra- saltslanda. Nokkru síðar var ég orðinn for- maður Vináttufélags Íslands og Kan- ada. Höfðum við brátt sameiginlegan fund með Grænlensk-íslenska félag- inu Kalak, árið 1996; og hélt hann þá erindi um inúíta fyrir hönd þessa Grænlandsfélags; en hann hafði á ár- um áður verið hvatamaður að stofnun undanfara þess. Árið eftir hitti ég hann á Laugaveg- inum, og gaf honum þá eintak af þriðju ljóðabók minni. Sendi hann mér þá á móti snældu með upplestri leikara á úrvali af frumsömdum ljóð- um hans og þýðingum. Hvatti hann mig mjög til að hlusta vel á hvort tveggja. Staðfestist nú sú skoðun mín að hann væri eitt af verðmætustu ljóðskáldum síns tíma. Það virtist dæmigert fyrir hógværð hans, að snældan hafði ekki ratað í prentskil í Þjóðarbókhlöðunni; og gaf ég því mitt eintak þangað; handa bók- menntafræðingum framtíðarinnnar. Annað dæmi um hógværð hans, var að hann hirti ekki um að eignast er- lent uppsláttarrit um bókmenntir sem hans var getið í. Þannig var að árið 1999 hittumst við á Austurvelli, og sagði hann mér þá að hann væri þá nýkominn úr Kolaportinu, og þar hefði hann séð sín getið í bókinni Int- ernational Authors and Writers Whós Who, frá 1977. Hefði hann ekki haft hugmynd um það. En hann kærði sig ekki um að eiga þá bók; en benti mér hins vegar á að nálgast hana þar, fyrst ég hefði áhuga á slík- um vegtyllum (en ég var þá sjálfur á leið inn í það rit). Síðast hittumst við á Austurvelli síðastliðið haust. Var hann þá nýlega upptekinn við stofnun samísks vina- félags. Hvatti ég hann nú til að sjá langa ljóðskáldsviðtalið við mig sem verið var að sýna í þættinum Mósaík í Sjónvarpinu. Kvaðst hann engu vilja lofa um það, því hann horfði svo lítið á sjónvarpið nú á dögum. Slíkur eldhugi var Einar Bragi á efri árum sínum; og kynntist ég þó einungis nokkrum hliðanna á honum. þess má geta, að í Félagatali Rit- höfundasambands Íslands er hann skilgreindur sem: ljóðskáld, þýðandi og fræðiritahöfundur, og heiðurs- félagi þess frá árinu 2001. – – – Lengi hef ég gert mér það til sára- bóta að enda minningargreinar mínar á valdri tilvitnun í þýðingu mína á ljóðaleikriti því eftir T.S. Eliot, sem nefnist Morð í dómkirkjunni. Fjallar það um píslarvætti erkibiskupsins Tómasar Beckets, á Englandi á 12. öld. Er það mjög í anda grísks harm- leiks, en skírskotar um leið í norræna goðafræði og kristna miðaldaspeki; svo sem eftirfarandi brot er dæmi um: – – – Til góðs eða ills, lát nú hverfast hjólið. Hjólið hefur staðið kyrrt í þessi sjö ár án þess neitt gott hafi komið af. Til ills eða góðs, lát nú snúast hjólið. því hver þekkir endalok góðs eða ills fyrr en malararnir hætta og strætisdyrunum er lokað og allar gyðjurnar lista munu svívirtar verða? – – – Minning Einars Braga mun lengi lifa. Tryggvi V. Líndal. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SVEINN JÓNSSON, Hásteinsvegi 31, Vestmannaeyjum, andaðist á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja miðvikudaginn 6. apríl sl. Marta Pálsdóttir, Heiða Sveinsdóttir, Ingibjörg Sveinsdóttir, Helga Sveinsdóttir, Einar Þór Færseth, Rakel Rut Stefánsdóttir, Einar Hlöðver Sigurðsson, Berglind Árnadóttir. Elskuleg sambýliskona, móðir, tengda- móðir, systir og amma, JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðju- daginn 12. apríl kl. 13:00. Kristinn Jónsson, Guðmundur Hjalti Sveinsson, Elísabet Sverrisdóttir, Bryndís Jóhannsdóttir Würz, Andreas Carl Würz, Magnús Ómar Jóhannsson, Kristín Stella L´Orange, Valdimar Blöndal Jóhannsson, Jóhann Jóhannsson, Julie Bowell, ömmubörnin Jóhann Hrafn, Sara L´Orange, Anastasía Bryndís og systkini. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KJARTAN PÁLSSON læknir sem andaðist 7. apríl sl. verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 14. apríl kl. 13:00. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á hjúkrunarheimilið Skógarbæ eða Parkinsonsamtökin. Ingibjörg Ívarsdóttir, Hjördís Kjartansdóttir, Ómar Hjaltason, Páll Kjartansson, Elín Jónsdóttir, Ívar Kjartansson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður, tendgamóður og ömmu, BIRNU BJÖRNSDÓTTUR fv. bankafulltrúa Hvassaleiti 14 Reykjavík Sigurður Pétur Harðarson, Bjarki Harðarson, Þórdís Einarsdóttir, Dögg Harðardóttir, Fjalar Freyr Einarsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.