Morgunblaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 23
urbyggðar samhljóða að hefja vinnu
við endurskoðun á rekstri grunnskól-
anna með það að markmiði að auka
hagræðingu í rekstri þeirra. Sú skýra
stefnumörkun bæjarstjórnar hefur
alla tíð verið höfð að leiðarljósi við und-
irbúning að ákvörðun.
3. Fyrir liggja tvær skýrslur skólaþróun-
arsviðs kennaradeildar Háskólans á
Akureyri um áhrif faglegra, fé-
lagslegra og fjárhagslegra áhrifa af
breyttu skólahaldi í sveitarfélaginu.
4. Fyrir liggur að hægt er að ná fram
verulegum sparnaði í rekstri með sam-
einingu Húsabakkaskóla og Dalvík-
urskóla án þess að það bitni á faglegu
skólastarfi og að með því fyr-
irkomulagi sem ákveðið hefur verið sé
unnt að reka öflugt og metnaðarfullt
skólastarf í Dalvíkurbyggð hér eftir
sem hingað til.
5. Það er skylda hverrar sveitarstjórnar
að taka heildarhagsmuni til lengri tíma
fram yfir þrengri sérhagsmuni.
Með þessar forsendur að leiðarljósi hefur
meirihluti bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar
tekið þá ákvörðun að kennsla sem nú fer
fram í Húsabakkaskóla fari frá og með
haustinu 2005 fram í Dalvíkurskóla.
Morgunblaðinu er að sjálfögðu heimilt að
hafa skoðun á þessu máli eins og ritstjóri
þess hefur leitt okkur fyrir sjónir. Okkur
þótti hins vegar vanta verulega upp á að tí-
undaðar væru allar aðstæður fyrir ákvörð-
un bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar fyrst
ritstjórn Morgunblaðsins fann sig knúna til
að blanda sér í þann skoðanaágreining um
skólamál sem verið hefur uppi í Dalvík-
urbyggð og þessa annars erfiðu ákvörðun
bæjarstjórnar.
arfélaga þar sem vakin er athygli á
ábyrgð sveitarstjórnar fyrir því að
haga þannig rekstri að útgjöld ekki
séu hærri en tekjur. Benda má á að út-
gjöld til fræðslumála eru um 64% af
heildartekjum sveitarsjóðs samkvæmt
fjárhagsáætlun ársins 2005, eða 375,6
m.kr. af 585,8 m.kr. heildartekjum.
Rétt er að benda á að ýmsar upplýs-
ingar um fjármál sveitarfélagsins (árs-
reikninga og fjárhagsáætlanir) sem
aðrar upplýsingar er hægt að nálgast á
heimasíðu sveitarfélagsins www.dal-
vik.is.
2. Mikil vinna og athuganir hafa farið
fram til undirbúnings ákvörðunar
sveitarstjórnar um breytingar á skip-
an skólamála í Dalvíkurbyggð. Sú
vinna hefur tekið til allra grunnskóla í
Dalvíkurbyggð, en ekki snúist um það
hvort loka ætti tilteknum skóla eða
ekki. Í október árið 2000 samþykkti
þáverandi bæjarstjórn Dalvík-
ram koma í einhliða umfjöllum
sins fyrir þessari eindregnu
ðun þess.
kkur þykir ástæða til að velta
gum yfir því hvers vegna Morg-
laðið hefur ekki fyrr haft og birt
ðara jafneindregna skoðun á
einingu grunnskóla í öðrum
tarfélögum. Af nógu er að taka,
efnum hér Seltjarnarnes þar
tekjuhátt og stöndugt sveitar-
g átti í hlut og mætti ætla að
ði verið í lófa lagið að reka
ana báða áfram miðað við rök
rgunblaðsins um rekstur grunn-
íkurbyggð. Getur verið að ein-
itstjórn Morgunblaðsins hafi
ið sérstaklega til skyldunnar
alvík og Svarfaðardal var komið.
m Morgunblaðsins til upplýs-
am það sem leiðarahöfundur
séð ástæðu til að upplýsa viljum
okkrar einfaldar staðreyndir fyr-
vörðun meirihluta bæjarstjórnar
kennslustaði í Dalvíkurbyggð
einn grunnskóla með tveimur
ðum.
sveitarstjórn tekur þá ákvörðun
æðulausu eða að gamni sínu að
niður skóla í byggðarlaginu. Til-
rinn er fyrst og fremst að ná
ækkun á útgjöldum sveitarfé-
s. Bæjarstjórn hefur fengið
ngar frá félagsmálaráðuneyti
rlitsnefnd með fjármálum sveit-
Morgunblaðsins
Svanhildur er forseti bæjarstjórnar
Dalvíkurbyggðar. Valdimar er bæjarstjóri
Dalvíkurbyggðar.
’Staðreynd þessa máls ersú að leitað var álits og leið-
sagnar félagsmálaráðu-
neytis á vinnuaðferðum
fræðsluráðs og því vinnu-
lagi breytt eftir ábendingu
ráðuneytisins.‘
NÆSTU tvö ár, 2005–2007, skipta
miklu máli fyrir jafnaðarmenn og
raunar alla Íslendinga. Verkefni
Samfylkingarinnar eru skýr: Sigur í
kosningum sem fara fram til sveit-
arstjórnar vorið 2006 og til alþingis
ári síðar, vorið 2007. Að þeim loknum
verður mynduð ný ríkisstjórn. Sam-
fylkingin sannaði sig í sveitarstjórn-
arkosningunum síðast. Á þeim vett-
vangi höfum við unnið málstað okkar
mest gagn hingað til. Þar hefur
stefna okkar birst í verki. Áherslur
okkar og komandi vinnubrögð við
landsstjórnina geta
menn lesið í störfum
okkar í Hafnarfirði,
Reykjavík og víðar
sem leggja áherslu á
velferð og frelsi.
Frjálslynd
velferðarstjórn
Fyrir kosningarnar
2007 þarf Samfylk-
ingin að vinna fylgi
kjósenda sem fram-
sýnn og ábyrgur jafn-
aðarflokkur. Kosn-
ingastefnuskrá
flokksins á að gefa fyr-
irheit um breytta tíma.
En hún verður líka að
vera jarðbundin og
miðast við þau skref
sem hægt er að stíga á
kjörtímabilinu. Sam-
fylkingin þarf að
mynda bandalag um
allt samfélagið til að
nýta þau gullnu færi
sem samtíminn býður
Íslendingum. Nýjar
hugmyndir sem byggj-
ast á gildum klass-
ískrar jafnaðarstefnu
eiga að vera leiðarljós Samfylking-
arinnar við myndun frjálslyndrar
velferðarstjórnar.
Hvarvetna, hvort sem er í sveit-
arstjórnum eða í landsstjórninni,
mun Samfylkingin stefna að því að
mynda meirihluta sem horfa til auk-
ins frelsis í atvinnulífinu en hafa um
leið sterka sýn á samstöðu með þeim
sem fara halloka í markaðskerfinu.
Samfylkingin þarf að bindast sam-
komulagi við þjóðina um að mynda
frjálslynda velferðarstjórn.
Jöfnuður og samhjálp
Hlutverk okkar jafnaðarmanna er
að tryggja pólitískan meirihluta fyrir
þeirri hugsjón að allir eigi tækifæri
til þess að þroska og njóta hæfileika
sinna í lífi og starfi. Það eru mann-
réttindi að lifa með reisn. Þau mann-
réttindi þarf að tryggja öllum, líka
þeim sem búa við skerta eða alls
enga starfsorku og ekki síst rosknu
kynslóðunum sem hafa byggt upp
það góða samfélag sem við Íslend-
ingar njótum í dag.
Íslendingar þurfa á því að halda að
hver einasti einstaklingur meðal okk-
ar sé gjaldgengur í því samfélagi
þekkingar og alþjóðasamskipta sem
er að þróast á Íslandi. Grunngildi
jafnaðarstefnunnar um jöfnuð og
ábyrgð hvers á öðrum hafa aldrei átt
meira erindi en í dag þegar græðgi
markaðsaflanna helst í hendur við
stöðugan áróður fyrir óhófi í neyslu.
Nýtt atvinnulíf
Íslendingar hafa á okkar tímum
raunverulega möguleika á að vera í
fararbroddi í hagsæld og velferð. Til
þess þarf að nýta færin og breyta um
áherslur. Við eigum að snúa okkur
smám saman frá atvinnulífi gær-
dagsins og leggja síaukna áherslu á
menntir, tækni og sjálfbæra nýtingu
náttúrugæða í sjó og á landi. Það þarf
að auka hlut smáfyrirtækjanna og
sprotanna í atvinnulífinu um leið og
útrás á alþjóðamarkaði heldur áfram.
Sókn í atvinnulífi verður að haldast í
hendur við fjárfestingu í mann-
auðnum. Það er besta leið Íslands til
aukinnar hagsældar og lífsgæða.
Áhersla á börn og aldraða
En næsta ríkisstjórn á umfram allt
að vera ríkisstjórn fjölskyldunnar og
ríkisstjórn barnanna. Hún á að vera
frjálslynd velferðarstjórn. Hún á að
rétta hlut aldraðra og skapa þeim
betri lífsgæði sem búa við skerta
getu eða örorku. Ríkisstjórn með
jöfnuð í öndvegi á að leiðrétta kjör
þeirra Íslendinga sem ekki hafa notið
vaxandi þjóðarauðs í sama mæli og
aðrir. Þetta eru þau forgangsverk-
efni sem frjálslynd velferðarstjórn á
að setja í forgang.
Lifandi landsbyggð
Við munum efla lif-
andi landsbyggð þar
sem litið er á allt Ísland
sem eina heild og eitt
kjördæmi, og íbúum á
landsbyggðinni er
tryggð jöfnun og jafn-
ræði á við íbúa höf-
uðborgarsvæðisins.
Áhersla okkar á smá-
fyrirtæki og einyrkja á
að verða lyftistöng fyrir
landsbyggðina.
Í sjávarútvegi mun
ríkisstjórn okkar beita
sér fyrir raunverulegri
sátt um veiðifyr-
irkomulagið. Þar þarf
traustur rekstr-
argrundvöllur til fram-
tíðar að falla að réttlæt-
iskennd almennings.
Möguleikar á nýliðun og
frumkvæði atorku-
manna verða að vera
fyrir hendi. Þetta er
grundvallaratriði.
Loftslagsátak
nauðsyn
Áhersla á umhverf-
isstjórnmál er pólitísk
nauðsyn. Viðnám gegn skaðlegum
breytingum á loftslagi heimsins er að
verða eitt helsta viðfangsefni stjórn-
málanna innanlands og utan. Næsta
ríkisstjórn þarf að undirbúa stefnu
Íslendinga eftir að tímar Kýótó-
bókunarinnar renna út árið 2012. Er-
lendis er talað um helmingssamdrátt
í losun gróðurhúsaefna á þessari öld.
Það krefst átaks og nýrra skipulags-
hátta hjá okkur, bæði í stóriðjunni og
hjá flotanum, í almennum iðnaði – og
í lifnaðarháttum einstaklinga og fjöl-
skyldna. Hér geta Íslendingar verið í
fararbroddi án stórkostlegra efna-
hagsfórna. Á þessum vettvangi eru
um leið fólgin mikilvæg sóknarfæri
fyrir íslenskt hugvit og iðnað.
Ábyrgð í alþjóðastjórnmálum
Í alþjóðastjórnmálum er mikil
deigla sem meðal annars varðar ör-
yggis- og varnarmál Íslendinga. Við
eigum að treysta gömul bönd við
Bandaríkin, en vera samferða nor-
rænu ríkjunum og Evrópu í afstöðu
til mála eins og verða má. Við eigum
að leysa varnarþarfir okkar miðað
við nýja tíma í samvinnu við banda-
menn. Um leið eigum við Íslendingar
að takast á hendur fulla ábyrgð á
okkar eigin öryggismálum og taka
áskorun Sameinuðu þjóðanna um
framlög til þróunarmála.
Með alþjóðavæðingunni og sér-
stöðu Íslands getum við skapað heil-
brigt samfélag þar sem fátækt er út-
rýmt, launajafnrétti ríkir, virðing er
borin fyrir öldruðum og framtíð
barnanna er í fyrirrúmi. Stefna rík-
isstjórnar okkar á að byggjast á sam-
félagssýn þar sem sterkt atvinnulíf,
traust menntakerfi og öflugt velferð-
arnet tengjast á þann hátt að enginn
einn af þessum öxlum samfélagsins
getur án hinna verið.
Í þessari grein hef ég lagt fram
uppdrátt að frjálslyndri velferð-
arstjórn. Forgangsverkefni mitt
verður að Samfylkingin myndi og
leiði slíka ríkisstjórn.
Skýrar línur
í verkefnum
næstu ára
Eftir Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson
’En næsta rík-isstjórn á um-
fram allt að vera
ríkisstjórn fjöl-
skyldunnar og
ríkisstjórn
barnanna. Hún
á að vera frjáls-
lynd velferð-
arstjórn.‘
Höfundur er formaður
Samfylkingarinnar.
rnig Hringbrautin mun líta út eftir að hún hefur verið færð. Inn á
byggingar sem gefa til kynna hvernig fyrirhugað er að byggja á lóð
Tölvumyndirnar eru fengnar af vef skipulags- og byggingarsviðs
LÆKNAR geta ekki vikið sér undan ábyrgð á
hönnun sinna deilda. Þeir verða sjálfir að afla
sér þekkingar, leita ráða og spyrjast fyrir.
Næstu misseri verða afgerandi fyrir framtíð ein-
stakra deilda og sérgreina,“ segir Kristján Guð-
mundsson læknir m.a. í ritstjórnargrein í síðasta
hefti Læknablaðsins þar sem hann gerir þátt
lækna við hönnun nýs spítala að umtalsefni.
Kristján segir það skoðun sína að læknar eigi
að taka virkan þátt í hönnun nýs spítala. Hann
segir að þótt sátt verði um reitinn milli gömlu
og nýju Hringbrautar vakni samt margar og
áleitnar spurningar sem læknar verði að svara.
Til dæmis hvaða byggingum skuli fórnað, hverj-
ar fái að standa og hvaða hlutverki þær muni
gegna. „Má rífa geðdeildina eða nýja barnaspít-
alann? Hvað á að gera við gamla Borgarspít-
alann? Nær maður vinstri beygju inn á spítalann
á morgnana? Verða einhver bílastæði nýja spít-
alann? Hvert fer allt frárennslið?“ spyr Kristján
meðal annars.
Þá segir Kristján að þungamiðja hönn-
unarvinnu sem snúi að læknum sé skipulag ein-
stakra deilda. Þar reyni á yfirlækna deildanna
og þeir verði að mæta vel undirbúnir til þess
leiks. Segir hann að verkstjórar hjúkrunar og
lækninga á hverri deild verði að vera samstiga
ella flytjist ákvörðunartakan upp eftir þrepum
stjórnkerfisins.
Læknar taki
þátt í hönnun
SJÖ hópar voru valdir til að taka þátt í skipulags-
samkeppninni um hönnun nýs sjúkrahúss LSH.
Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi í heild sinni
fjóra mánuði til að skila inn tillögum sínum.
Lagt var mat á umsækjendurna í forvalinu með
stigagjöf og var sjö stigahæstu hópunum veittur
þátttökuréttur í samkeppninni.
Eftirtaldir hópar urðu fyrir valinu, en þeim er
raðað eftir stigagjöfinni:
1. C.F. Möller, Arkitektúr.is, SWECO Gröner,
Verkfræðist. Norðurlands, Schönherr Landscape
(Danmörk, Noregur, Ísland og Svíþjóð).
2. Carl Bro A/S, Arkís, Aarhus Arkitekterne
A/S, Friis & Moltke A/S, Hnit, Landmótun (Dan-
mörk, Ísland).
3. VST, NBBJ, VA arkitektar, ARUP, Land-
mótun (Ísland, BNA og BR).
4. Buro Happold Engineers, Dissing - Weitling
arkitektafirma, Úti og inni, OWP/P architects,
Jeppe Aagaard Andersen, David Langdon(Ísland,
BNA, Danmörk, BR).
5. de Jong Gortemaker Algra, Alark, Fjölhönn-
un, Landark, Arup technicial(BR, Holland, Ísland).
6. Línuhönnun, RTS verkfr. Norconsult, ASK
arkitektar, Medplan, Landslag, Hospitalitet AS,
Prof. Per Teisberg (Noregur og Ísland).
7. Henning Larsens Tegnestue, S&I A/S, Batt-
eríið, Lohfert & Lohfert A/S, Birch & Krogboe
A/S, Landform (Danmörk, Ísland).
Sjö hópar keppa