Morgunblaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 41
Gerið ykkur klár... ... fyrir pelann!
Óskarsverðlaunahafinn, Geoffrey Rush er frábær sem Peter Sellers
n myndin fjallar um feril og stormasamt einkalíf eins besta gamanleikara heims.
Kvikmyndir.is
SVAMPUR SVEINSS KL 6
MRS. CONGENIAL.2 KL. 10
PACIFIER KL. 8 - 10 B.I. 16
BOOGEY MAN KL. 8 - 10
THE PACIFIER KL. 8 - 10
MILLION DOLLAR BABY
KL. 8 - 10
ÁLFABAKKI
GEY MAN kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16. ára
MPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 4 - 6
MPUR SVEINSSON m/ensku.tali. kl. 4 - 6 - 8
PACIFIER kl. 4 - 6 - 8 - 10.10 / VIP kl. 8 - 10.10
CONGENIAL. 2 kl. 3.30 - 5.40 - 8 -10.20
LIFE AND DEATH OF PETER SELLERS kl. 8
LIFE AND DEATH OF PETER SELLERS Lúxus VIP kl. 5.30
RING TWO kl. 10.20 B.i. 16. ára
BANGSÍMON og FRÍLLINN m/ísl.tali. kl. 4
COACH CARTER kl. 10.10
KRINGLAN AKUREYRI KEFLAVÍK
Hringrás óttans hefur náð hámarki
kvikmyndir.is SK
BOOGEY MAN kl. 6 - 8.30 - 10.30 B.i. 16. ára
SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 6
THE PACIFIER kl. 6 - 8 - 10
MRS. CONGENIAL. 2 kl. 8.15
RING TWO Sýnd kl. 10.30 B.i. 16. ára
Hetja.
Þjóðsögn.
Svampur
Svampur Sveinsson og félagar eru
komnir með sína fyrstu bíómynd.
Með íslensku og ensku tali.
Bráðfjörug,
spennandi og
sprenghlægileg
gamanmynd
með
ofurtöffaranum
Vin Diesel í
aðalhlutverki!
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
LÓÐIR ÓSKAST TIL KAUPS
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Til mín hefur leitað traustur og fjársterkur
byggingaverktaki sem óskar eftir að kaupa
lóðir fyrir íbúðar eða atvinnuhúsnæði. Eignir
sem þarfnast niðurrifs koma einnig til greina.
Staðgreiðsla í boði, Áhugasamir vinsamlega
hafið samband og ég mun fúslega veita nánari
upplýsingar.
Hákon Svavarsson, lögg.
fasteignasali, sími 898 9396.
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
LÍKT og The Mother, tekur The
Woodsman fyrir efni sem er allt í
senn vandmeðfarið, fáséð og nánast
forboðið, og skilar því af smekkvísi.
Hér er aðalpersónan, Walter
(Bacon), miðaldra maður, nýbúinn
að afplána 12 ára fangelsisvist fyrir
kynferðislega misnotkun á telpum.
Fortíðin þjakar hann, ekki aðeins að
Walter eigi í eilífri innri kvöl vegna
verknaðarins og í sífelldri spennu
hvort hann missi grímuna á vinnu-
staðnum, heldur sækir á hann efinn
um hvort hann verði nokkru sinni
hæfur að samlagast þjóðfélaginu á
nýjan leik: Fer allt aftur í sama far-
ið?
Lítil hjálp er í sálfræðingnum sem
hann heimsækir reglulega og lög-
reglumaður sem fylgist með honum
(Mos Def), lætur hann finna óþyrmi-
lega fyrir sér. Þá er það ekki til að
bæta aðstæður Walters að hann býr
gengt grunnskóla þar sem hann hef-
ur fylgst með grunsamlegum
náunga, hugsanlega barnaníðing í
leit að fórnarlambi.
Eina ljósið í myrkrinu er mágur
hans (Bratt), og samverkakona hans
í sögunarmyllunni (Sedgwick), sem
hefur mátt ýmislegt þola og þau
verða ástfangin, þrátt fyrir allt.
Myndin er byggð á leikriti og
geldur þess lítillega, en leikstjór-
anum og nýliðanum Kassell tekst þó
vonum framar að færa efnið af svið-
inu út í samfélagið. Það má hins veg-
ar setja spurningarmerki við efnis-
meðferðina. Fátt vekur meiri
viðbjóð í þjóðfélaginu en barnaníð-
ingar þó að þar fari fársjúkir menn,
vanhæfir að ganga lausir og örugg-
lega eru flestir þeirrar skoðunar að
slíkir einstaklingar eigi sér ekki við-
reisnar von.
Umhugsunarverð niðurstaða The
Woodsman væri ekki jafnviðunandi
ef ekki kæmi til stórfenglegur leikur
Bacons í ómennsku hlutverki níð-
ingsins sem vill komast aftur á með-
al manna. Bacon hefur lengi verið í
hópi bestu leikara Hollywood af
sinni kynslóð en hefur ekki fengið
sömu tækifærin að aðrir úr úrvals-
liðinu, líkt og t.d. Depp, Penn og
DiCaprio. Hér töfrar Bacon áhorf-
endur til að sitja lamaðir yst á stól-
bríkinni með hnút í maganum í
válegu atriði er hann vingast við
unga telpu í almenningsgarði. Mað-
ur þorir ekki að hugsa út í hvað ger-
ist næst en vonar það besta. Það eitt
er ærin ástæða til að sjá myndina.
Aðrir leikarar eru langt yfir með-
allagi, ekki síst rapparinn Mos Def,
en The Woodsman er myndin hans
Bacons og vonandi gefur frammi-
staðan þessum vanmetna stórleikara
tækifæri á fleiri slíkum afrekum.
Aukinheldur minnir myndin okkur á
að öll erum við fólk þó að hegðun
okkar bendi ekki alltaf til þess.
Á ystu mörkum
KVIKMYNDIR
Háskólabíó: IIFF
Leikstjóri: Nicole Kassell. Aðalleikendur:
Kevin Bacon, Mos Def, Kyra Sedgwick,
Benjamin Bratt, Eve. 87 mín. Bandaríkin.
2004.
Skógarhöggsmaðurinn (The Woodsman)
Kevin Bacon leikur aðal-
hlutverkið í The Woodsman.
Sæbjörn Valdimarsson
BÍÓPASSAR sem hægt var að kaupa á Alþjóðlegu kvik-
myndahátíðina IIFF sem hófst fyrir helgi seldust upp á
örskömmum tíma. Um var að ræða passa sem kostaði
5.000 kr. og gilti inn á 10 myndir að eigin vali. Takmark-
að magn passa var í boði, eða 500 talsins, og seldust þeir
upp um helgina.
Fischer fór í bíó
Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar,
segir að hátíðin hafi farið afar vel af stað og aðsóknin
fyrstu dagana hafi farið fram úr björtustu vonum. „Það
er greinilega að skila sér í bíó fólk sem ekki fer reglulega
í bíó og hefur starfsfólkið haft á orði hversu breiður hóp-
ur þetta er. Það sást meira að segja til Bobby Fischer,“
segir Ísleifur og hlær.
Þá hefur sú kærkomna nýbreytni hér á landi að gefa
bíóáhugamönnum tækifæri til að ræða við kvikmynda-
gerðarmenn og leikara slegið í gegn, en að sögn Ísleifs
Þórhallssonar hefur nær undantekningarlaust verið
fullur salur á slíkum sýningum og Íslendingar verið dug-
legir að spyrja.
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin IIFF 2005
Aðsóknin framar björtustu vonum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ísleifur Þórhallsson, Walter Salles og Anna Marín
Schram voru á opnunarhófi alþjóðlegu kvikmynda-
hátíðarinnar á fimmtudag.
LEIKHÓPURINN Kláus frum-
sýndi á föstudagkvöld leikritið
Riðið inn í sólarlagið á Litla svið-
inu í Borgarleikhúsinu. Verkið er
eftir enska verðlaunaleikskáldið
Önnu Reynolds og segir frá
þremur pörum og samböndum
þeirra en pörin eiga það sameig-
inlegt að eiga við svonefnt
svefnherbergisvandamál að
stríða.
Leikstjórar verksins eru
tveir, þeir Ólafur Jens Sigurðs-
son og Oddur Bjarni Þorkels-
son sem þýddi verkið.
Sex leikarar, þrír karlar og
þrjár konur, skipa leikhópinn
Kláus og fara þessir sex leik-
arar með öll 11 hlutverkin í
leikritinu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Leikhópurinn Kláus stillti sér upp fyrir ljósmyndara eftir sýninguna. Frá
vinstri: Margrét Sverrisdóttir, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Erlendur Ei-
ríksson, Alexía Björg Jóhannesdóttir, Guðjón Þorsteinn Pálmarsson
og Ólafur S.K. Þorvaldz.
Þau Sigrún Valbergsdóttir, kynning-
arstjóri Borgarleikhússins (t.v.),
Alexía Björg Jóhannesdóttir leik-
kona og Hilmir Snær Guðnason leik-
ari taka tal saman eftir sýninguna.
Frá frumsýningu verksins í Borgarleikhúsinu. Erótík og samskipti
kynjanna er viðfangsefni verksins.
Kláus reið
inn í sól-
arlagið