Morgunblaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími Pakkið á móti frumsýnt 15. Apríl Pakkið á móti Eftir Henry Adams Fös. 15.4 kl 20 Frums. UPPSELT Lau. 16.4 kl 20 2. kortas. Örfá sæti laus Fim. 21.4 kl 20 3. kortas. UPPSELT Fös. 22.4 kl 20 4. kortas. UPPSELT Lau. 23.4 kl 20 5. kortas. UPPSELT Fös. 29.4 kl 20 6. kortas. UPPSELT Lau. 30.4 kl 20 Nokkur sæti laus Miðasalan er opin: frá kl 10:00 alla virka daga. Netfang: midasala@borgarleikhus.is Miðasala í síma 568 8000 - og á netinu: www.borgarleikhus.is Apótekarinn eftir Haydn Óperustúdíó Listaháskóla Íslands og Íslensku óperunnar 29. apríl kl. 20 - Frumsýning 1. maí kl. 20 - 2. sýn - 3. maí kl. 20 - 3. sýn 8. maí kl. 20 - 4. sýn - 10. maí kl. 20 - 5. sýn - Lokasýning Ath. Aðgangur ókeypis www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400 geggjað grínleikrit eftir DANIEL GUYTON ☎ 552 3000 www.loftkastalinn.is SÍÐUSTU SÝNINGAR Ekki missa af þessari sýningu! • Föstudag 15/4 kl 20 LAUS SÆTI ALLRA SÍÐASTA SÝNING Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 13-18 ÞEGAR tónskáldið John Cage kom hingað á listahátíð fyrir rúmum tuttugu árum hélt hann fyrirlestur fyrir menningarelítuna en mun hafa hneykslað alla með því að tala bara um sveppi. Það var dæmigert fyrir margt af því sem hann tók upp á, enda var hann afar umdeild- ur. Í dag virðist ríkja meiri sátt um verk hans, eins og allmargir tón- leikar á síðustu árum bera vitni um. Slagverkshópurinn Benda hef- ur t.d. verið duglegur að flytja tón- smíðar eftir Cage og á mið- vikudagskvöldið spilaði Susanne Kessel, píanóleikari í Norræna hús- inu, verk eftir hann, Vorið úr laga- flokknum Árstíðirnar. Eins og nafnið ber með sér er þetta litrík tónlist, full af lífi og óvæntum uppákomum sem Kessel útfærði á afar sannfærandi hátt. Tæknileg atriði vöfðust ekki fyrir og næmt listrænt innsæi píanóleikarans var auðheyrt í margbrotinni túlkuninni. Á efnisskránni var fjöldinn allur af verkum eftir tónskáld sem hafa búið til lengri eða skemmri tíma í Kaliforníu. Öllu ægði saman; þarna var Rachmaninoff við hliðina á Cage og Gershwin við hliðina á Schoenberg; kvikmynda- tónlist, dinner- tónlist, fram- úrstefnutónlist og hvað eina. Kessel gerði hverri einustu tónsmíð skil með viðeigandi til- þrifum; róm- antískar útsetningar Silotis á Bach og Gluck voru notalega síróps- kenndar, Rachmaninoff var þrung- inn skáldlegri eftirsjá, tangóinn eft- ir Stravinsky var skemmtilega grófur, spænsk prelúdía Gershwins var ástríðukennd og As Time Goes By úr Casablanca var ljúft og un- aðslegt. Helst mátti finna að því að tón- leikarnir voru í lengri kantinum; rúmir tveir tímar sem hlýtur að teljast frekar ríflegt, jafnvel fyrir svo frumlega efnisskrá. Enda virt- ist flygillinn ekki þola þetta, undir lokin var hann a.m.k. orðinn óþægi- lega falskur. Saknar maður þess þegar píanóstillingamaður var ávallt til taks á tónleikum Tónlist- arfélagsins í gamla daga; hann sá til þess að hljóðfærið væri hreint í seinni hálfleik. Stundum var meira að segja klappað fyrir honum þeg- ar hann hafði lokið störfum. Af hverju er það liðin tíð? Skemmtilegir tónleikar TÓNLIST Norræna húsið Sussane Kessel lék verk eftir tónskáld sem búið hafa í Kaliforníu. Miðvikudagur 6. apríl. Píanótónleikar Susanne Kessel Jónas Sen HINIR árlegu vortónleikar Fóst- bræðra verða haldnir í Langholts- kirkju þriðjudaginn 12. og miðviku- daginn 13. apríl kl. 20.00, en laugardaginn 16. apríl kl. 15.00. Auk þess heldur kórinn að venju eina tón- leika í Hafnarborg í Hafnarfirði föstudaginn 15. apríl kl. 20.00. Á efnisskránni bregður fyrir úrvali íslenskra laga. Einsöngvarar á tón- leikunum eru fimm og koma þeir allir úr röðum kórmanna. Þeir eru Davíð Ólafsson, Stefán Helgi Stefánsson, Þorsteinn Guðnason, Þráinn Sigurðs- son og Friðrik Snorrason. Takast þeir á við ýmis lög, m.a. Hamraborg- ina, en hún verður flutt í nýrri útsetn- ingu Árna Harðarsonar tónskálds. Píanóleikur verður í höndum Stein- unnar Birnu Ragnarsdóttur. Seinni hluti tónleikanna er að mestu tileinkaður breskum lögum, en þar verður einnig að finna lög eins og Hraustir menn, en einsöng með kórn- um í því lagi syngur Davíð Ólafsson bassi, sem undanfarin ár hefur verið fastráðinn við Íslensku óperuna. Níræður á næsta ári Karlakórinn Fóstbræður fagnar á næsta ári 90 ára afmæli sínu og er undirbúningur afmælishalds í fullum gangi. Framundan eru fjölmörg verkefni, en kórinn mun í lok þessa mánaðar taka þátt í flutningi með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Óperu- kórnum á verkinu Fordæming Fausts eftir H. Berlioz undir stjórn Rumon Gamba. Af þeim verkefnum sem fram- undan eru, ber þó hæst þátttöku kórsins í afmælistónleikum Samein- uðu þjóðanna sem fram fara í Royal Albert Hall þann 16. október nk., þar sem kórinn verður fulltrúi Norður- landanna á tónleikum þar sem fram koma listamenn úr öllum heimsálfum. Tónleikunum verður sjónvarpað beint á vegum BBC og verða valdir kaflar þeirra sýndir á helstu sjón- varpsstöðvum heims. Þá verða tón- leikarnir teknir upp af SONY og seld- ir á DVD-diskum um allan heim til styrktar góðgerðarmálum í þágu barna í þróunarríkjum. Hinn 28. október munu Fóst- bræður taka þátt í tónleikum í Hall- grímskirkju með einum fremsta karlakór heims, finnska karlakórnum YL sem sækir Fóstbræður heim. Stjórnandi YL er Dr. Matti Hyökki, en hann varð fyrstur Finna til að hljóta útnefninguna doktor í kór- stjórn við Sibeliusarakademiuna. Hinn 29. október taka Fóstbræður þátt í söngmóti Sambands íslenskra karlakóra sem er landsmót karlakóra og fer fram í Hafnarfirði. Stjórnandi Fóstbræðra er Árni Harðarson. Fóstbræður með mörg járn í eldinum Morgunblaðið/Þorkell Karlakórinn Fóstbræður: Vortónleikarnir hefjast á morgun. Dansleikhús/samkeppni Leik- félags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins verður haldin í þriðja sinn í júní næstkomandi. Fyrir jólin var auglýst eftir hugmyndum að tíu mínútna dansverkum og barst hátt á fjórða tug hugmynda. Fimm- tán þeirra voru valdar til frek- ari útfærslu og níu höfundar síðan valdir til þess að semja tíu mínútna verk fyrir leikara og dansara. Höfundarnir sem taka þátt í keppninni að þessu sinni eru: Álfrún Örnólfsdóttir og Frið- rik Friðriksson, Bryndís Ein- arsdóttir, Eva Rún og Halla Ólafsdóttir, Halldóra Geir- harðsdóttir, Ingvar E. Sigurðs- son, Peter Anderson, Tinna Lind Gunnarsdóttir, Valgerður Rúnarsdóttir og Vignir Rafn Valþórsson, Vatnadansmeyja- félagið (Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Halla Margrét Jó- hannsdóttir, Katrín Þorkels- dóttir, Margrét Vilhjálms- dóttir, Sigrún Sól.) Dansleikhús/samkeppnin verður haldin á Stóra sviði Borgarleikhússins fimmtudag- inn 9. júní. Þrenn aðalverðlaun eru í boði og að auki velja áhorfendur þá sýningu sem þeim finnst best og hlýtur hún einnig verðlaun. Formaður dómnefndar verður Sean Feld- mann frá Bretlandi. Þar sem þetta er samkeppni er þetta einstakur viðburður og verður ekki endurtekinn. Keppnin er haldin með stuðningi SPRON. Dansleik- hús/sam- keppni LR og ÍD FÁIR Íslendingar eru eins þekktir í Þýskalandi og rithöfundurinn Jón Sveinsson – Nonni. Nonnabæk- urnar hafa þar löngum verið góð landkynning. Ekki alls fyrir löngu var þýski blaðamaðurinn Ulrich Greiner á ferð hér á landi ásamt fleiri blaða- mönnum í tilefni af Food and Fun hátíðinni í Reykjavík. Ulrich, sem er menningarritstjóri þýska blaðs- ins Die Zeit, hafði lesið Nonnabæk- urnar í æsku og heillast af landi og þjóð. Ulrich gerði sér því sér- staka ferð til Akureyrar enda fannst honum ófært að koma alla leið til Íslands án þess að skoða æskuslóðir Nonna. Ulrich heim- sótti Nonnahús og hitti þar konur úr Zontaklúbbi Akureyrar sem reka safnið. Hann gekk síðan um Nonnaslóð í fylgd safnvarðar og heimsótti prestshjónin á Möðruvöllum í Hörgárdal, en þar fæddist Nonni fyrir hart- nær 150 árum. Hinn 23. mars síðastliðinn birt- ist síðan löng grein í Die Zeit þar sem Ulrich fjallar um Nonna og heimkynni hans. Þrátt fyrir að 92 ár séu liðin frá því að fyrsta Nonnabókin kom út í Þýskalandi heldur Nonni sem sagt áfram að kynna landið sitt og laða hingað fólk sem heillast hefur af landinu við lestur bókanna. Grein um Nonna í Die Zeit Jón Sveinsson, Nonni. SPÆNSKI samtímadansflokkurinn Megalo-Teatro Movil sýndi um helgina verk eftir Nicolas Rambaud í Pradillo-leikhúsinu í Madríd en það er hluti af nýjustu sýningu hópsins, „Miedo“. Meðfylgjandi mynd er tekin á aðal- æfingu. Reuters Samtímadans á Spáni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.