Morgunblaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FYRIR Alþingi liggur frumvarp um gæðamat á æðardúni, samið af landbúnaðarráðuneytinu eftir að það fann sig knúið til að bregðast við athugasemdum við gildandi lög í úrskurðum Umboðsmanns Al- þingis og ESA. Þær komu fram sl. ár vegna kvartana greinarhöf- undar yfir sam- nefndum lögum sem eru frá 1970 og úrelt. Greinarhöfundur stundar dúnhreinsun, útflutning og hefur frá 2002 leitað heim- ildar landbún- aðarráðuneytis til að vinna æðardún er- lendis því vinnslan krefst handavinnu. Staðsetning dún- vinnslu erlendis myndi spara kostnað, auka afköst, þjóna kaupendum betur með réttum af- hendingartíma og þróaðri vöru, skila bændum hærra verði, skjót- ara uppgjöri. Ráðuneytið hefur svarað neit- andi, borið við að æðarræktarfélag og bændasamtök væru á móti, því þá yrði gæðaeftirliti, sem lögin kveða á um, ekki lengur komið við. Í símtölum greinarhöf. á sl.ári 5 við 4 af 5 stjórnarmönnum æð- arræktarfélagsins, kom fram að 3 af 4 voru á því að þetta skyldi leyft enda þeir æðarbændur. Sá fjórði, formaðurinn, Jónas Helga- son, var á móti en hann er dún- hreinsandi og því keppinautur og hafði neitað greinarhöfundi um fund með stjórninni til að kynna málið. Fimmti stjórnarmaðurinn er starfsmaður ráðuneytisins(!), ekki æðarbóndi. Á fundum greinarhöf. með bæði fráfarandi formanni bænda- samtakanna, Ara Teitssyni og núver- andi, Haraldi Bene- diktssyni, skildu báðir að frelsi ætti að ríkja til að staðsetja vinnslu dúns þar sem hagkvæmast væri. Báðir mæltu gegn frumvarpinu á bún- aðarþingi en æð- arbændur eiga þar sjálfir engan fulltrúa fyrir utan Jónas sem samdi frumvarpið. Umboðsmaður taldi núgildandi lög ekki krefjast fullvinnslu, held- ur einungis viktunar, mats og framhóf sjónarmið greinarhöf- undar að vélunninn dún mætti meta en af þeirri túlkun leiðir að dún mætti samkvæmt gildandi lögum flytja út til handvinnslu. ESA taldi ólöglega mismunum milli innlends og erlends mark- aðar felast í lögunum þar sem ein- ungis væri krafist mats á dúni við útflutning. Frumvarpið er efn- islega eins og gildandi lög nema inn er tekin krafa um mat á dúni til sölu innanlands, nokkuð sem í reynd verður ekki við komið þar sem þau viðskipti eru mest milli einstaklinga en fara ekki um toll- eftirlit útflutnings. Frumvarpið tekur í engu tillit til þess að jafn- vel óunninn æðardúnn fellur, sam- kvæmt ESA, undir ákvæði um frelsi í vöruflutningi innan EES og er frumvarpið því brot á EES reglum en ákvæði þess um full- vinnslu myndi loka á dúnvinnslu erlendis, þ.e. sérstaklega og end- anlega fyrir hagræðingaráform greinarhöfundar. Aðrir höfundar frumvarpsins voru Árni Snæ- björnsson hlunnindaráðunautur bændasamtakanna sem misnotar aðstöðu sína, ræður bændum frá viðskiptum við greinarhöfund, en tveir bræður hans stunda í hjá- verkum dúnhreinsun í samkeppni við greinarhöf. Einnig var keppi- nautur, Sigtryggur Eyþórsson for- stjóri Xco, dúnútflytjandi, frum- varpshöfundur en Jónas vinnur dún fyrir hann.Ráðuneytið neitaði greinarhöfundi nefndarsetu en eft- ir jákvæðan fund með ráðherra árið 2002 þar sem hann vildi „leið- rétta hugsanlegt óréttlæti“ lag- anna, kom neikvætt svarbréf og síðan hafa ítrekaðar beiðnir um fund með eða símtal við ráðherra verið árangurslausar. Þessir keppinautar voru ráðherraskipaðir í nefnd til að semja ný lög. Lögin eru óþörf og skyldu af- numin, það myndi mæta at- hugasemdum ESA. Almenn lög halda utan um starfsemina. Gæða- matið er án staðla, einungis skyn- rænt og matsmenn ómenntaðir. Léleg vara fer óhindrað út og kaupendur taka ekki mark á mat- inu, gagnslaust. Bændur fara til keppinautanna með ónýtan dún sem greinarhöfundur neitar að selja en þeir flytja út með gæða- mati. Þeir 2 keppinautar grein- arhöfundar sem eru frumvarpshöf- undar hafa grunnskólann einan að baki en hann 6 ára háskóla- menntun. Vinnslutækni þeirra er að stofni til sú sama og þegar greinin vélvæddist fyrir hálfri öld en höfundar eigin tölvuvædd hönnun. Um útflutningsvöru þeirra hafði kaupandi, Tokyo Revex, sem var vanur dúni frá greinarhöfundi þetta að segja: „Varðandi sýnið frá Xco, við höf- um fundið mikið af óhreiningum í því, þar er of mikið af stráum, fjaðurstöfum, ryki o.s.frv., ef öll 150 kg eru í sama ástandi, eru þau óásættanleg fyrir okkur“. Þetta magn hafði þegar hlotið gæðamat til útflutnings og var síðar flutt út. Framfarir verða fyrir tilstilli markaðsafla í samkeppni, ekki með lagboði. Gildandi lög krefjast þess að matsmenn undirriti drengskap- arheit. Skyldi það nú drengskapur af landbúnaðarráðherra og ráðu- neyti að hleypa einum aðila á sam- keppnismarkaði, teimi sem státar af framangreindu, í að semja frumvarp gegn hagræðing- aráformum tæknivædds keppi- nautar? Með hliðstæðum lögum mætti færa hestakerru markaðs- burði yfir vörubíl og þjóðina aftur í sauðskinnskó. Ekki þurftu Plast- prent, Hampiðjan, 66°N og BYKO að sæta lagasmíð keppinauta þeg- ar þau nýttu sér EES og opnuðu útibú í Eystrasaltsríkjunum. Greinarhöfundur hefur þegar ráð- ið fólk og leigt húsnæði þar til dúnvinnslu í sumar, gerir enda ekki ráð fyrir að Alþingi samþykki brot gegn EES. Drengskapur – klíkuskapur Jón Sveinsson fjallar um dúntekju og hreinsun ’Greinarhöfundur hefurþegar ráðið fólk og leigt húsnæði þar til dún- vinnslu í sumar, gerir enda ekki ráð fyrir að Alþingi samþykki brot gegn EES.‘ Jón Sveinsson Höfundur er iðnrekandi. HINN 11. mars síðastliðinn und- irritaði menntamálaráðherra reglu- gerð um breytingu á reglugerð nr. 414/2000 um fyrirkomulag og fram- kvæmd samræmdra lokaprófa í 10. bekk í grunnskólum. Breyt- ingin tekur til 2. gr. reglugerðarinnar sem orðast nú svo: „Nemendum í 10. bekk grunnskóla skal gefast kostur á að þreyta samræmd próf í allt að sex náms- greinum sem mennta- málaráðherra ákveður. Þeir nemendur í 8. og 9. bekk, sem að mati skólastjóra og umsjón- arkennara, hafa staðist þær kröfur sem gerðar eru samkvæmt aðal- námskrá við lok grunn- skóla í einstökum náms- greinum, geta, með samþykki forsjáraðila, valið að þreyta sam- ræmd lokapróf í þeim námsgreinum. Nem- anda er heimilt að end- urtaka samræmt loka- próf einu sinni. Velji nemandi að endurtaka próf skal síðari ein- kunnin gilda.“ Í janúar sl. fóru Heimili og skóli – lands- samtök foreldra þess á leit við mennta- málaráðuneytið að ofan- greindar breytingar yrðu gerðar. Forsaga málsins er sú að um nokkurra ára skeið hefur hluti nemenda í grunnskóla stundað nám á svokölluðum hrað- eða flug- ferðum. Ákveðinn fjöldi þessara nemenda hefur forsendur til þess að taka samræmd próf í einhverjum fögum í lok 8. eða 9. bekkjar. Sá galli var hins vegar á gjöf Njarðar að nemendur þurftu að ákveða hvort prófið ætti að gilda áður en þeir tóku prófið. Ef þeir ákváðu að láta það ekki gilda var ekki hægt að breyta þeirri ákvörðun jafnvel þó þeir næðu ágætiseinkunn á prófinu. Þeir nemendur sem kusu hins vegar að láta prófið gilda en gekk af ein- hverjum ástæðum illa í viðkomandi prófi fengu ekki tækifæri til þess að endurtaka prófið að ári. Heimili og skóli taldi óeðlilegt að þeir nem- endur sem treystu sér til að taka samræmd próf við lok 8. eða 9. bekkjar mættu ekki taka prófin aftur að ári ef þeir vildu bæta árangur sinn. Þessi takmörkun var ekki í samræmi við reglur í framhaldsskólum og háskólum þar sem nemendur eiga kost á að þreyta endurtekt- arpróf og fellur þá fyrra prófið úr gildi. Það er því óhætt að segja að ofan- greind breyting á reglugerð um sam- ræmd próf auki raunverulegan sveigjanleika gagn- vart nemendum á þessu skólastigi. Það er von foreldra að breytingin verði til þess að fleiri nem- endur í 8. eða 9. bekk sjái það sem raun- verulegan kost að taka einhver sam- ræmd próf fyrr á námsferlinum. Sú ákvörðun auðveldar þeim síðan að taka fjölbrautaráfanga samhliða öðru námi í 10. bekk sem aftur flýtir fyrir og auðveldar þeim námið þegar þeir koma í framhaldsskóla. Menntamálaráðherra á þakkir skildar fyrir skjót viðbrögð við þess- ari málaleitan samtaka foreldra í landinu. Breyting til batnaðar María Kristín Gylfadóttir fjallar um aukinn sveigjan- leika námsloka grunnskóla með breytingu á fyrirkomulagi og framkvæmd samræmdra lokaprófa ’Það er von for-eldra að breyt- ingin verði til þess að fleiri nemendur í 8. eða 9. bekk sjái það sem raun- verulegan kost að taka einhver samræmd próf fyrr á námsferl- inum.‘ Höfundur er formaður Heimilis og skóla. María Kristín Gylfadóttir BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ HEFUR verið áhugaverð um- fjöllun um leikskólamál undanfarið í Morgunblaðinu og er það vonandi til marks um aukinn áhuga á uppeldis- málum í samfélaginu. Í blaðinu hinn 3.3. sl. er grein um nýjan skóla, Hraunvallaskóla í Hafnarfirði, þar sem fyrirhugað er að leikskóli og grunnskóli verði undir sama þaki og starfsemi þeirra að einhverju leyti samþætt. Þar er nefnt að þetta sé lík- lega í fyrsta sinn sem þetta fyr- irkomulag er reynt hérlendis. Daginn eftir var umfjöllun um skólastarfið í Súðavík, en þar hefur lengi verið í gangi samþætting grunnskóla og leikskóla. Við undirrituð höfum unnið að slíkri samþættingu í okkar skóla- hverfi og viljum segja í örfáum orðum frá þeirri góðu sambúð og samstarfi sem hún hefur haft í för með sér. Grunnskólinn á Hólum í Hjaltadal og Leikskólinn Brúsabær hafa frá í ársbyrjun 1999 starfað saman en þá var tekin í notkun viðbygging við grunnskólahúsið sem var sérhönnuð fyrir leikskólann og jafnframt var húsnæði grunnskólans breytt m.t.t. samnýtingar og samstarfs skólanna. Mötuneyti er sameiginlegt, svo og ýmis aðstaða starfsfólks. Þá er skipu- lagt samstarf skólanna um þátttöku barnanna í ýmsum sameiginlegum verkefnum. Má þar nefna að elstu nemendur leikskólans, sk. skólahóp- ur, sækja kennslu að hluta í grunn- skólanum, samstarf er um dans- kennslu, tónlistarnám og nemendur beggja skólanna leggja til atriði á skemmtunum svo eitthvað sé nefnt. Þá taka nemendur þátt í íþróttum með yngri deildum grunnskólans. Nemendur grunnskólans koma inn í leikskóla til að lesa fyrir yngri skóla- systkini og í valtímum geta nem- endur yngstu deildar valið að vera inni á leikskóla og taka þar þátt í leik og starfi. Þegar ákvörðun var tekin um að byggja húsnæði leikskólans við grunnskólann var það með slíka sam- þættingu í huga. Það var meðal ann- ars því að þakka að hér kom á vegum foreldrafélagsins gestur frá Súðavík og kynnti nýja skólabyggingu þar og það samstarf skólastiganna sem þannig væri mögulegt. Þannig að nýi skólinn í Hafnarfirði er enn eitt dæmi um þróun sem er að myndast nokkur reynsla af hérlendis. Það er okkur foreldrum, starfsfólki og nemendum hér í Hjaltadal gleðiefni að heyra að þessir starfshættir eru nú að ryðja sér til rúms í stærri skólahverfum því þetta hefur reynst góð stefna í skóla- starfinu hjá okkur. Við óskum Hafn- firðingum því til hamingju með nýja skólann sinn og vonum að allur und- irbúningur hans og starf í framtíðinni verði farsælt. ANNA STEFÁNSDÓTTIR, leikskólastjóri, GUÐRÚN HELGADÓTTIR, formaður byggingarnefndar, JÓHANN BJARNASON, skólastjóri grunnskólans. Leikskóli og grunn- skóli undir sama þaki Frá Önnu Stefánsdóttur, Guðrúnu Helgadóttur og Jóhanni Bjarnasyni Á Hólum í Hjaltadal hafa leikskóli og grunnskóli verið undir sama þaki frá því í ársbyrjun 1999. Í GREIN í Morgunblaðinu 4/4 er lýst nöturlegri aðstöðu sjúklinga og starfsfólks á þessari mikilvægu deild. Deild sem sér um sjúklinga sem haldnir eru taugasjúkdómum, hverju nafni sem þeir nefnast. Kynni mín af deildinni sem sjúk- lingur hafa verið nokkur og í sam- vinnu míns félags og starfsmanna höfum við gert okkar besta til að bæta úr brýnni þörf deildarinnar til betri tækjabúnaðar. MND-félagið, með aðstoð landsmanna er um þessar mundir að afhenda deildinni eftirfarandi hluti: loftlyftu á bað, loftlyftu á stofu, baðstól, mælitæki til súrefnismettunarmælinga og fjölmælir á göngudeild. Þessi bún- aður mun bæði nýtast starfsfólki og sjúklingum sem þangað leita, ekki bara MND-sjúklingum heldur öll- um sjúklingum. Eins og greinarhöf- undur lýsti ástandinu á deildinni mátti skilja að þarna væri gjör- samlega allt í rúst. Eins og ég sé ástandið er þarna hellingur af spennandi verkefnum sem mitt fé- lag og hans, getum aðstoðað starfs- fólk við að bæta úr. Bæði með því að kaupa búnað, ræða við yfirmenn spítalans og ráðherra um ástandið og þrýsta á um að úr verði bætt. Mér hefur vegnað best að benda á það sem vel er gert og vinna með ráðamönnum að bættum hag. Ég hvet öll hagsmunafélög sjúklinga að standa með sínu fólki, sjúkling- unum, starfsmönnunum og stjórn- endum deildanna í endalausri bar- áttu okkar fyrir bættum hag okkar allra. Munum að við erum öll í sama liðinu. Við erfiðar aðstæður vinnur starfsfólk B2 kraftaverk hvern ein- asta dag. Takk fyrir það. GUÐJÓN SIGURÐSSON, formaður MND-félagsins. B2 þar sem unnin eru krafta- verk Frá Guðjóni Sigurðssyni, formanni MND-félagsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.