Morgunblaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 37 MENNING EF rétt er munað kvað nafn hins allt að átta manna stóra KaSa- kammerhóps, er verður fjögurra ára í ár, stytting á „Kammerhópi Salarins“. Væri því fróðlegt að vita hvers vegna hann hefur í seinni tíð kosið að koma fram í Norræna húsinu í stað Tónlistarhúss Kópa- vogs. Varla ræðst valið af betri hljómburði, enda sló það mann í verkum Schuberts þetta laug- ardagssíðdegi að endurómurinn hefði þurft að vera töluvert gjöfulli en örlitli salurinn í Vatnsmýrinni býður upp á. Tónleikarnir hófust á Notturno Schuberts í Es-dúr Op. 148 D 897 fyrir píanótríó; áleitnu fullþroska verki í einum þætti frá dánarárinu 1828 er byggði í upphafi á lágróma lúðrakallsstefi, líkt og endurómi veiðihorna innan úr myrkviðum. Sannkölluð næturlokka með þjóð- sögulegum undirtóni, og vel og samtaka flutt. Var þá komið að gesti hópsins, Eyjólfi Eyjólfssyni tenór, er ljúka mun framhaldsnámi við óperudeild Guildhall School of Music and Drama í London í sumar. Söng hann hér fimm lög eftir Schubert, öll við ljóð tengd fiskveiðum (m.ö.o. tilvalin tyllidagskrá fyrir LÍÚ!) og skartaði, sem raunar fyrr var vitað frá m.a. tónleikum í Skálholti, ein- hverri efnilegustu tenórrödd sem hér hefur heyrzt í mörg ár. Þó virtist hann að einu leyti eiga nokkuð eftir. Því burtséð frá tak- markaðri yfirlegu, ef marka má oft frekar fábreytta inntakstúlkun er studdist við nót- ur, virtist söngv- arinn enn reiða sig furðumikið á að læðast í tón- inn úr veiku í sterkt (eða að „eftirreigja“ eins og einnig mætti kalla), í stað þess að kýla beint á. Viðlíka inntónunaraðferð má stund- um einnig heyra í stroknum strengjaleik, og getur óeirðin sem af henni leiðir verkað afar truflandi á flæði hendinga. Freistandi væri að halda að „kækurinn“ stafaði af ónægri undirstöðu, hefði maður ekki áður heyrt annað eins hjá jafnvel langreyndu hljómlistarfólki. Gæti því frekar verið um eins kon- ar ofvöndun að ræða – ásamt kannski ómeðvituðu vantrausti á eigið tóneyra. Einna mest bar á þessu í 10 er- inda langa laginu Des Fischers Liebesglück. Annars var fjörlega sungið við oftast sannfærandi þýzkuframburð og yfirleitt ljóm- andi góðan píanómeðleik Nínu Margrétar (burtséð frá stakri loftnótugloppu á veikum styrk), enda voru undirtektir áheyrenda með bezta móti. Strengjatríó Schuberts fyrir fiðlu, víólu og selló í B-dúr D 581 (1817) var ekki jafn frumlegt og Noktúrnan, eins og fram kom af sterkum Mozartáhrifum í Men- úettnum (3.) og frá Haydn í eccosaise-tiplandi lokaþættinum. 1. þáttur var svolítið grófur í flutn- ingi, og þótt Andante (2.) væri að vísu samtaka vel, vantaði alla dul- úðarspennu. Hins vegar var Men- úettinn bráðfallegur, ekki sízt þökk sé Tríókaflanum með víólu Helgu Þórarinsdóttur í forgrunni. TÓNLIST Norræna húsið Sönglög og tríó eftir Schubert. KaSa- hópurinn (Sif M. Tulinius fiðla, Helga Þór- arinsdóttir víóla, Sigurgeir Agnarsson selló og Nína Margrét Grímsdóttir píanó). Sérstakur gestur: Eyjólfur Eyjólfs- son tenór. Laugardaginn 9. apríl kl. 14. Kammertónleikar Eyjólfur Eyjólfsson Ríkarður Ö. Pálsson Síðdegi með Schubert MENN hafa minnst Jóhannesar Páls páfa II með margvíslegum hætti á síð- ustu dögum en hann var sem kunnugt er lagður til hinstu hvílu síðastliðinn föstudag. Einn af þeim er kólumbíski listamaðurinn Fernando Restrepo sem reisti þennan sandskúlptúr á ströndinni í borginni Cartagena í heima- landi sínu. Reuters Sandskúlptúr af páfa ÞVÍ færri sem frumsýningar og fastráðnir leikarar L.R. verða þeim mun fleiri verða samstarfs- verkefnin í Borgarleikhúsinu. En orðið samstarfsverkefni merkir í reynd að leikhópur sem fengið hefur einhverja smápeninga í styrk frá ríki eða bæ, stundum fyrirtækjum, vinnur á lúsar- launum við að koma upp eins ein- faldri sýningu og kostur er. Í þetta sinn heitir samstarfs- hópurinn Kláus og í honum eru leikstjórar og leikarar (allir nema einn) menntaðir í Bretlandi. Ungt fólk sem er fyrst og fremst að kynna sig til leiks og vill gleðja aðra, ef ég skil leikskrána rétt, sem stundum er reyndar erfitt. Titillinn á sýningunni er tvíræð- ur en annars flest í sviðsetning- unni einrætt og hvunndagslegt. Dýnur sem eru rúm og ekkert annað fylla salargólfið – áhorf- endur sitja umhverfis. Á dýnunum veltast fáklæddir leikarar og eru Kolla, Valli, Elín, Einar, Hrabba, Danni, Bryndís, Eva, Leó, Karen, Haukur; persónur búnar til af breska höfundinum Önnu Reyn- olds inn í form sem einna helst minnir á þátt í gamanþáttaröð fyr- ir sjónvarp eða kannski útvarp um hrellingar hjónabandsins; og í þessum þætti eru það uppáferðir undir sæng sem er þemað og eitt- hvað blandast þar inn í alkóhól- ismi, skilnaðir og húsnæðiskaup. Samtöl og persónur lipurlega smíðaðar að hefðbundnum bresk- um hætti og flest kunnuglegt. Leikstjórarnir Oddur Bjarni Þorkelsson og Ólafur Jens Sig- urðsson hafa unnið af natni með undirtexta, persónusköpun og samband persónanna en ekki að sama skapi gert sig sjálfa gildandi í sýn á innihald verksins og á verkið í rýminu. Eini reyndi leik- arinn, Guðlaug Elísabet Ólafs- dóttir, var í essinu sínu sem millinn Bryndís, viss um óskorað vald peninga, og lék sér að karl- hóru eins og köttur að mús. Alexíu Björg Jóhannesdóttur, Erlend Ei- ríksson og Ólaf S.K. Þorvalds hef ég séð einu sinni áður á sviði, þau sýna hér öll á sér nýjar hliðar og meiri fagmennsku – eru öruggari og nákvæmari. Margrét Sverr- isdóttir dró upp blæbrigðaríka mynd af unglingsstúlku Evu sem alveg öll vill losa sig við meydóm- inn og Guðjón Þorsteinn Pálm- arsson er sannferðugur sem aumkunarverður, gráðugur, hall- ærislegur leikari með enga sjálfs- virðingu – sem á sér þó þann draum að fá að leika svepp í aug- lýsingu. Persóna fyrrnefnds leikara er eiginlega það eftirminnilegasta við verkið. Og setur að manni hroll á dimmu bílastæðinu þegar hún er manni samferða í burtu frá þessu leikhúsi sem nú er orðin viðbygg- ing við aðalhelgistað Reykvíkinga, Kringluna. Hvert munu þau nýju trúarbrögð landsmanna,að allt skuli einungis metið til peninga, allt eigi að borga sig, leiða það unga leikhúsfólk sem nú er ef til vill að grafa undan framtíð sinni með því að halda úti ódýrri af- þreyingu í sölum Borgarleikhúss og Leikfélags Akureyrar? Er kannski skammt í það að einnig í veruleikanum geti leikari aðeins átt sér þann eina draum að fá að leika í auglýsingu fyrir Lands- banka eða Bónus? Hvað dreymir leikarann? Morgunblaðið/Sverrir „Leikstjórarnir Oddur Bjarni Þorkelsson og Ólafur Jens Sigurðsson hafa unnið af natni með undirtexta, persónu- sköpun, og samband persónanna en ekki að sama skapi gert sig sjálfa gildandi í sýn á innihald verksins og á verkið í rýminu,“ segir María Kristjánsdóttir m.a. í umsögn sinni um leikritið Riðið inn í sólarlagið í Borgarleikhúsinu. LEIKLIST Leikhópurinn Kláus í samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur Eftir Önnu Reynolds. Leikstjórar: Oddur Bjarni Þorkelsson og Ólafur Jens Sigurðs- son. Leikmynd/búningar: Sirra Sigrún Sigurðardóttir. Tónlist: Vilhelm Anton Jónsson. Leikarar: Alexía Björg Jóhann- esdóttir, Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Erlendur Eiríksson, Margrét Sverrisdóttir og Ólafur S.K.Þorvalds. Litla svið Borgarleikhússins, föstudag 8. apríl, kl. 20. Riðið inn í sólarlagið María Kristjánsdóttir SONY hefur formlega sótt um einkaleyfi á tækni sem gæti gert fólki mögulegt að finna bragð, lykt og tilfinningar úr bíómyndum og tölvuleikjum. Þegar gestaboð Babettu kemur næst út á mynd- diski verður það því ilmandi góð út- gáfa! Þessi tækni felur það einfaldlega í sér að ákveðin taugaboð verða send í heilann sem myndi framkalla áðurnefndar skynjanir. Þetta yrði gert með sérstökum hljóðbylgjum þannig að ekkert þarf að vera að krukka í hausnum á fólki. Tals- menn Sony segja að tæknin geti jafnvel gefið blindu og heyrn- arlausu fólki færi á að sjá og heyra og hefði því læknisfræðilegt gildi ásamt hinu afþreyingarlega. Sony hefur hins vegar haldið sig nokkuð til hlés með þetta mál og neituðu blaðinu New Scientist um viðtal við manneskjuna sem fann upp þessa tækni. Virtir prófessorar hafa hins vegar sagt að þetta sé vel mögulegt en hafa um leið lýst yfir áhyggjum af langtímaáhrifum af svona æfing- um. Sony hefur sóst eftir þessu einkaleyfi allt frá árinu 2000. Bíómyndir með bragði Paul Giamatti og Thomas Hayden Church í Sideways. Brátt fá áhorfendur einnig að lykta af hinu elskaða „Pinot Noir“-víni þeirra félaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.