Morgunblaðið - 22.04.2005, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
RÆTT VIÐ FJÁRFESTA
Agnes Bragadóttir, formaður Al-
mennings ehf., og Orri Vigfússon
athafnamaður áttu fundi með bæði
innlendum og erlendum fjárfestum
í Lundúnum í gær. Voru þau að
sögn ánægð með niðurstöðu
fundanna og sögðu greinilegt að
fjárfestar hefðu mikinn áhuga á Al-
menningi ehf. Segjast þau þess full-
viss að þau muni ná saman við
breiðan hóp fjárfesta fyrir miðjan
maí.
Níu Vildarbörn
Úthlutað var úr sjóðnum Vild-
arbörnum, styrktarsjóði Icelandair
og viðskiptavina félagsins, í gær og
eru níu Vildarbörn á leið í drauma-
ferðina með fjölskyldum sínum. Frá
því að sjóðurinn tók til starfa fyrir
tveimur árum hafa þrjátíu fjöl-
skyldur getað farið í draumaferð á
vegum Vildarbarna, sem þýðir að
samtals hafa 140 manns farið út á
vegum sjóðsins.
Rice eggjar Hvít-Rússa
Condoleezza Rice, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, sagði í
gær tíma til kominn að skipt yrði
um stjórn í Hvíta-Rússlandi, en þar
ræður Alexander Lúkasjenkó ríkj-
um. Kallaði hún Hvíta-Rússland
„síðasta einræðisríkið í miðri Evr-
ópu“. Embættismenn í Hvíta-
Rússlandi brugðust ókvæða við um-
mælum Rice og sögðu þau ólögleg
afskipti af innanríkismálum annars
ríkis.
Eitt ferðaþjónustusvæði
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæð-
inu og Ferðamálasamtök höfuð-
borgarsvæðisins undirrituðu í gær
samstarfssamning um að vinna
sameiginlega að upplýsingamiðlun,
kynningu á viðburðum tengdum
ferðaþjónustu og markaðssetningu
höfuðborgarsvæðisins. Með samn-
ingnum er verið að skilgreina höf-
uðborgarsvæðið sem eina heild í
ferðaþjónustu.
Gutierrez til Brasilíu
Stjórnvöld í Brasilíu hafa ákveðið
að veita Lucio Gutierrez pólitískt
hæli en þing Ekvador setti hann af
sem forseta í fyrradag. Gutierrez
flýði í sendiráð Brasilíu í Quito eftir
að þingið hafði samþykkt að víkja
honum úr embætti og her landsins
hafði hætt stuðningi við hann. Var
gert ráð fyrir að hann flygi til Bras-
ilíu í gær.
Y f i r l i t
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 24
Fréttaskýring 8 Minningar 24/31
Viðskipti 14 Dagbók 34
Erlent 15 Brids 36
Minn staður 18 Skák 36
Menning 20/36/37 Bíó 38/41
Umræðan 21 Ljósvakamiðlar 42
Forystugrein 22 Staksteinar 43
* * *
FJARSKIPTAYFIRTÆKIÐ Hive
hefur kært Símann og Og Vodafone
til Samkeppnisstofnunar fyrir meint
brot á 11. gr. samkeppnislaga og mis-
notkun á markaðsráðandi stöðu.
Hive hóf samkeppni á netmarkaði í
nóvember á síðasta ári. Í tilkynningu
frá fyrirtækinu segir að bæði Og
Vodafone og Síminn hafi svarað sam-
keppni frá Hive með því að undir-
bjóða netþjónustu Hive ef viðskipta-
vinir þeirra eru einnig með GSM og
heimasíma hjá þeim.
Markaðnum skipt í tvennt
Hive bendir á að ekki sé verið að
lækka mínútugjöld á GSM eða
grunngjöld fyrir heimasíma heldur
einungis verð á netþjónustu þar sem
samkeppnin er við Hive. Málamynda-
tilboð um innifalin símtöl feli ekki í
sér raunverulegan afslátt og lækki
ekki mánaðarlega símreikninga.
„Að mati Hive kristallast í þessum
tryggðartilboðum Og Vodafone og
Símans sú þróun sem hefur verið að
eiga sér stað á fjarskipta- og fjöl-
miðlamarkaði. Það er verið að skipta
markaðinum í tvennt þar sem lögmál
fákeppni og einokunar ríkja. Í þessu
umhverfi ríkir tvíkeppni þar sem
„barbabrellur“ eru notaðar til þess að
slá ryki í augu neytenda,“ segir í til-
kynningu frá Arnþóri Halldórssyni,
framkvæmdastjóra Hive.
Verði bannað að auglýsa
„vöndulstilboð“
Í kærunni til Samkeppnisstofnun-
ar er óskað eftir að stofnunin taki
bráðabirgðaákvörðun vegna mis-
notkunar Og Vodafone og Símans á
markaðsráðandi stöðu á ADSL-
markaði og meini Og Vodafone
áframhaldandi markaðssetningu og
sölu á svonefndu „vöndulstilboði“
undir heitinu Og1 og einnig að tekið
verði á samsvarandi vöndulstilboði
Símans til sinna viðskiptavina.
Bent er á að Síminn sé með um og
yfir 50% markaðshlutdeild á ADSL-
markaði og Og Vodafone 42–44%.
Í kæru Hive til Samkeppnisstofn-
unar er vísað til ákvörðunar Sam-
keppnisstofnunar frá í fyrra í máli Og
Vodafone þar sem fyrirtækið krafðist
þess að beitt yrði íhlutun gagnvart
Símanum vegna tilboðs fyrirtækisins
sem gekk undir nafninu „Allt saman
hjá Símanum“.
Væntir Hive þess að samkeppnis-
yfirvöld taki hratt á málinu og tryggi
að hér á landi séu hafðar í heiðri
„sambærilegar leikreglur um sam-
keppni og gilda í nágrannalöndun-
um“.
Hive kærir Og Vodafone og Símann til Samkeppnisstofnunar
Segir fyrirtækin misnota
markaðsráðandi stöðu
Laxamýri | Sauðburðurinn í Norðurhlíð í Aðaldal byrj-
ar mjög vel og er mikil frjósemi í fénu eins og oft áður
þar á bæ. Þrílembi er þar algengt, en metið var slegið
þegar ærin Þula var fimmlembd nú í vikunni og reynd-
ust það þrjár gimbrar og tveir hrútar sem öll eru við
ágæta heilsu. Þetta er í sjötta sinn sem ærin ber, en alls
hefur hún eignast 21 lamb á sinni ævi. Á myndinni má
sjá Agnar Kristjánsson, bónda í Norðurhlíð, sem er
ánægður með lömbin ásamt barnabörnunum Lindu El-
ínu Kjartansdóttur og Sölva Reyr Magnússyni sem hafa
auðsjáanlega gaman af að vera með í vorverkunum og
óðum að verða liðtæk þótt ung séu að árum.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Fimmlemba í Norðurhlíð
Tíu ára afmæli
samstarfsins
Í DAG, 22. apríl, verður haldið
upp á 10 ára afmæli stjórnarsam-
starfs Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks með kvöldverði í
ráðherrabústaðnum við Tjarn-
argötu. Til veislunnar er boðið
ráðherrum og fyrrverandi ráð-
herrum sem setið hafa í ríkis-
stjórn fyrir flokkana undanfarin
tíu ár, ásamt mökum. Veislan er
greidd af ráðstöfunarfé ríkis-
stjórnarinnar.
Ríkisstjórn Framsóknarflokks
og Sjálfstæðisflokks tók við völd-
um 22. apríl 1995 að loknum
kosningum 8. apríl og hélt sinn
fyrsta ríkisstjórnarfund 25. apríl.
Hafnfirðingar styðja
Ingibjörgu Sólrúnu
STÓR hópur áhrifamikilla Samfylk-
ingarmanna í Hafnarfirði hefur sent
frá sér stuðningsyfirlýsingu við Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur sem
birtist á vef Víkurfrétta fyrr í vik-
unni og einnig á vef Ingibjargar Sól-
rúnar.
Er yfirlýsingin svohljóðandi:
„Kosning formanns í Samfylking-
unni er mikilvægt tækifæri til að
hafa áhrif á þróun stjórnmála hér á
landi til næstu framtíðar. Því skiptir
miklu máli að vel takist til í þeirri
kosningu. Við undirrituð félagar í
Samfylkingunni í Hafnarfirði hvetj-
um alla félagsmenn til að taka þátt í
formannskjörinu, um leið og við lýs-
um yfir stuðningi við framboð Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur í þetta
mikilvæga embætti. Hún hefur sýnt
það og sannað með verkum sínum og
framgöngu að hún er verðugur fram-
tíðarleiðtogi öflugrar Samfylkingar
jafnaðar- og félagshyggjufólks.“
Undir yfirlýsinguna rita: Anna
Kristín Jóhannesdóttir, Ása Björk
Snorradóttir, Ásta María Björns-
dóttir, Ásthildur Ólafsdóttir, Bryn-
hildur Birgisdóttir, Einar Jónatans-
son, Ellý Erlingsdóttir, Eyjólfur
Sæmundsson, Geir Gunnarsson,
Geir Þórólfsson, Gestur Gestsson,
Gísli Ó. Valdimarsson, Guðfinna
Guðmundsdóttir, Guðmundur Rúnar
Árnason, Guðrún Bjarnadóttir, Guð-
rún Emilsdóttir, Guðrún Margrét
Ólafsdóttir, Hafrún Dóra Júlíusdótt-
ir, Haukur Helgason, Hulda Karen
Ólafsdóttir, Hörður Þorsteinsson,
Hörður Zophaníasson, Ingvar Vikt-
orsson, Jóna Ósk Guðjónsdóttir,
Lúðvík Geirsson, Margrét Gauja
Magnúsdóttir, Svavar Ellertsson og
Valgerður Halldórsdóttir.
Verða kall-
aðir fyrir
vegna árása
RANNSÓKN á fólskulegum árás-
um á tvo menn í biðröð fyrir utan
Hverfisbarinn aðfaranótt sunnu-
dags er í eðlilegum farvegi, að sögn
Harðar Jóhannessonar, yfirlög-
regluþjóns í Reykjavík. Árásar-
mennirnir voru fjórir talsins og veit
lögreglan nöfn tveggja. Að auki
hefur hún nægar upplýsingar sem
eiga að leiða til þess að hafa uppi á
hinum tveimur. Enginn þeirra hef-
ur þó verið handtekinn en Hörður
segir að þeir verði kallaðir fyrir
lögreglu og látnir svara fyrir málið
þegar búið er að ræða við vitni og
fórnarlömbin tvö. Segir hann ekki
sjálfgefið að menn séu handteknir
umsvifalaust þótt þeir séu grunaðir
um brot. Mennirnir tveir sem ráðist
var á voru barðir með stuttu milli-
bili. Sá fyrri var laminn í biðröðinni
við skemmtistaðinn og sá seinni
fékk sömu meðferð þegar hann
hugðist hjálpa hinum. Vitni eru fjöl-
mörg, bæði gestir og dyraverðir.
BERTIL Jobeus,
sendiherra Svía
á Íslandi, hefur
verið skipaður
sendiherra á
Álandseyjum
skv. ákvörðun
sænsku rík-
isstjórnarinnar.
Jobeus tekur við
embættinu í september á þessu ári
en hann hefur verið sendiherra á
Íslandi sl. þrjú ár.
Bertil Jobeus
sendiherra á
Álandseyjum