Morgunblaðið - 22.04.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.04.2005, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Marga Guð-mundsson, fædd Meyer, fæddist í Braunschweig í Þýskalandi 21. jan- úar 1914. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Her- mann Meyer, kennari og seinna rektor, og eiginkona hans Else, fædd Floerke, kenn- ari og gjaldkeri. Systkini Marga voru: eldri bróðir, Gerd, f. 1907, lögmaður, og yngri systir, Ille, f. 1919, forstöðukona heimilis fyrir munaðarlaus börn, bæði lát- in. Eftir menntaskóla vann Marga við fréttablað í Berl- ín og síðan hjá Prentsmiðju Paul Hartung í Hamborg sem einkaritari Hartung. Marga giftist eft- irlifandi manni sín- um, Guðmundi Guð- mundssyni, prentara í Hamborg, 31. maí 1963. Þau fluttu til Íslands sama ár og hafa búið hér á landi síðan. Sonur Guð- mundar er Gústaf, ljósmyndari, f. 20. mars 1959, og á hann þrjár dætur, þær Birgittu, Lindu og Kristínu. Útför Marga verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Enn er mér í barnsminni að for- eldrum mínum barst upp úr 1960 bréf frá honum Mumma, móður- bróður mínum, þar sem hann bað þau um að taka á móti samstarfs- konu sinni í prentsmiðju Paul Hart- ung í Hamborg þar sem Mummi vann sem prentari og hún sem einkaritari forstjórans, Herr Hart- ung. Væri hún Marga, en það héti konan, á leið frá Bandaríkjunum og langaði hana mikið til að koma við á Íslandi og sjá sig um. Ekki er að orðlengja það, að hún kom og fór með okkur að líta á Gullfoss, Geysi og Þingvelli. Henni fylgdi hressi- leiki og gleði og féll okkur strax vel við hana. Að stuttri heimsókn lok- inni hélt hún heim til Þýskalands. Skömmu síðar, eða í maí 1963, gengu þau Mummi og Marga í hjónaband. Bjuggu þau skamma hríð í Þýskalandi, en fluttu svo til Íslands. Mummi og Másí voru engir ung- lingar þegar þau giftust. Samt sem áður áttu þau saman rúma fjóra góða áratugi. Bjó Marga honum Mumma gott og ástríkt heimili alla tíð. Ávallt var gaman að hitta þau, því samrýndari hjón voru vand- fundin. Marga varð okkur öllum sem kær frænka, sem var í senn velkomin og kærkomin í fjölskyldu okkar. Hún var trúuð kona. Trú hennar var trú kirkjuföðurins Martins Lúthers og engin önnur, sú trú, er hún ólst upp við í föðurgarði hjá skólastjórahjónunum í Wendeburg á Lüneburgarheiði, Hermanni og Else Meyer. 14 ára gömul gekk hún með jafn- öldrum sínum upp að altarinu í sóknarkirkjunni í Wendeburg og gaf þar sitt fermingarheit að gera Jesúm Krist að leiðtoga lífsins. Valdi hún sér orð úr bréfi Páls postula til Rómverja. Og orðin hennar Mörgu voru þessi: „Verið glaðir í voninni, þolinmóðir í þján- ingunni og staðfastir í bæninni.“ Á hennar móðurmáli hljóða orðin á þessa leið: „Seid fröhlich in Hoffn- ung, geduldig in Trübsal, beharrlich im Gebet.“ Og orðin urðu henni eitt það dýr- mætasta er hún átti og geymdi hún þau ávallt með sér. Kappkostaði hún í fullri alvöru og trú að tileinka sér þessar dyggðir. Við eigum öll eftir að sjá kærum vini þar sem Marga var. Sárastur er þó söknuður og sorg hans Mumma. Hugur okkar er hjá hon- um og í bænum okkar felum við hann og allar góðu minningarnar um hana Mörgu algóðum Guði á hendur. Valdimar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Elsku frænka mín Mausi er nú sofnuð svefninum langa. Ég kveð hana í hinsta sinn með söknuði og þakklæti fyrir allt og bið góðan Guð að gefa Mumma styrk í hans miklu sorg. Blessuð sé minning hennar. Sólveig. Fyrir ófáum áratugum kom Guð- mundur móðurbróðir okkar, sem kallaður var Mummi, heim eftir nokkurra ára búsetu í Þýskalandi, ásamt þýskri eiginkonu sinni, Mörgu. Marga tengdist fjölskyldu okkar órofa böndum og var aufúsugestur hvenær sem tilefni var til og hafa þau verið mörg í áranna rás. Það sem einkenndi Mörgu var trygglyndi hennar og vinátta, sem aldrei bar skugga á. Hún var alla tíð áhugasöm um okkar hag og fylgdist vel með öllum, ekki síst yngri kynslóðinni en hún var ákaf- lega barngóð. Það brást ekki að alltaf var haft samband í kringum afmæli og börnin í fjölskyldunni fengu kort með glaðningi í tilefni afmæla eða annarra tímamóta. Það hefur væntanlega ekki verið auðvelt fyrir Mörgu að flytjast til Íslands á sínum tíma og aðlagast nýjum aðstæðum í framandi landi. Hún var mjög náin fjölskyldu sinni í Þýskalandi og þá einkum móður sinni, Elsu, og systur, Illie, og átti þar einnig stóran frændgarð og vinahóp. En það var henni fjarri að kvarta og til að halda sambandi við ættingja og vini voru þau hjón dug- leg við að fá gesti til Íslands og á hverju sumri komu vinir og vanda- menn í heimsókn og ferðuðust með þeim um landið. Marga og Guð- mundur ferðuðust einnig mikið til útlanda og heimsóttu gjarnan okkar fjölskyldur sem dvöldu erlendis vegna vinnu eða náms. Voru jafnan fagnaðarfundir þegar þau bar að garði. Annað áhugamál þeirra hjóna var sumarbústaðurinn sem þau reistu sér í Miðdal. Þar dvöldu þau löngum stundum og nutu þess að rækta landið með góðum árangri og taka á móti vinum og vandamönn- um, en Marga var frændrækin og vinmörg. Marga ólst upp á menningar- heimili, en faðir hennar, Hermann, var skólastjóri í litlum bæ, Wende- burg, sem er í Norður-Þýskalandi, skammt frá Braunschweig. Hún hlaut staðgóða menntun og var góð tungumálamanneskja en engu að síður mat hún það svo þegar hún flutti til Íslands að það myndi reyn- ast sér erfitt að ná fullkomnum tök- um á íslensku máli og lét hún þar við sitja. Hér er henni rétt lýst, hálfkák kom ekki til greina, það sem hún tók sér fyrir hendur var annaðhvort gert fullkomlega eða því sleppt. Við systkinin nutum hins vegar góðs af því að tala við hana þýsku og ná þannig tökum á mál- inu. Þrátt fyrir háan aldur hélt Marga fullri andlegri reisn fram í andlátið. Guðmundi frænda okkar vottum við samúð en þau hjónin voru einstak- lega samrýnd og samstiga í einu og öllu. Jafnframt þökkum við honum fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast og vera samferða í rúm 40 ár þeirri einstöku manneskju sem Marga var. Blessuð sé minning hennar. Guðrún Erna Hreiðarsdóttir, Birna Hreiðarsdóttir. Mig langar með nokkrum orðum að minnast hennar Marga Guð- mundsson, sem ég þekkti raunar aldrei öðruvísi en undir nafninu Mausi. Ég kynntist henni fyrir rúmum tuttugu árum, eða fljótlega eftir að ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir Sólveigu, sem er syst- urdóttir Guðmundar Guðmundsson- ar, eiginmanns Mausiar. Það átti fyrir okkur hjónunum að liggja að dvelja langdvölum erlendis og m.a. í Þýskalandi, fæðingarlandi Mausiar. Mummi og Mausi hafa ávallt sýnt okkur Sólveigu og börn- um okkar einstaka ræktarsemi og hlýhug á allan hátt. Aldrei liðu af- mælisdagar barnanna án þess að falleg kveðja og glaðningur bærist frá Mumma og Mausi. Við vorum líka svo heppin að fá í tvígang að taka á móti þeim á heimili okkar er- lendis, fyrst í Þýskalandi og síðan í Bretlandi fyrir röskum tveimur ár- um. Það var fyrst í þessum heimsókn- um þeirra hjóna til okkar, að ég kynntist Mausi að ráði. Það voru sérstök forréttindi að fá að sitja með Mausi og ræða við hana um hvers kyns málefni. Hún hafði ákveðnar skoðanir á öllum hlutum, fylgdist vel með, og aldrei kom maður að tómum kofunum hjá henni. Hjartað var hlýtt. Hún var mikill barnavinur og naut þess greinilega að umgangast börnin okkar. Ég held að ekki hafi það skemmt fyrir, að eldri börnin okkar tala góða þýsku og höfðu gaman af að rabba við Mausi um heima og geima á móðurmáli hennar. Mausi var stórfróð og sterkgáfuð kona. Hún hafði svo sannarlega lif- að tímana tvenna. Sem barn upp- lifði hún fyrri heimsstyrjöldina og kreppu millistríðsáranna í Þýska- landi og dagar seinni heimsstyrjald- arinnar voru enginn sælutími. Aldr- ei merkti maður beiskju vegna þessarar lífsreynslu og jafnan var Mausi glöð í bragði. Hún hafði mik- inn áhuga á högum og velferð fólks og hef ég rökstuddan grun um að hún hafi verið velgjörðarmaður margra. Mausi kynntist Guðmundi, sem jafnan er nefndur Mummi, í Þýska- landi. Þau gengu í hjónaband og held ég að ekki sé ofsagt að sá ráðahagur hafi verið lán þeirra beggja í lífinu. Samhentari og elskulegri hjón er ekki hægt að hugsa sér. Þau bjuggu sér fallegt heimili á Seltjarnarnesi og þangað er alltaf gaman að koma. Mummi og Mausi voru miklir höfðingjar heim að sækja og höfðu ánægju af því að leyfa öðrum að njóta gest- risni sinnar. Það verður mér, og okkur fjöl- skyldunni, alltaf dýrmæt minning er Mummi og Mausi heimsóttu okk- ur í Bretlandi fyrir rúmum tveimur árum. Við vorum mjög heppin með veður og skoðuðum okkur um á Suður-Englandi. Meðal annars fór- um við til Kantaraborgar og hlýdd- um á messu hjá erkibiskupnum af Kantaraborg, sem er æðsti maður ensku biskupakirkjunnar, í dóm- kirkjunni þar. Eitt kvöldið sátum við öll, að máltíð lokinni, undir stjörnubjörtum himni og horfðum á reikistjörnurnar, sem höfðu raðað sér í beina línu á heiðskírum kvöld- himninum. Okkur fannst öllum mik- ið til koma. Þær verða ekki fleiri slíkar stundir með Mausi. Langur og far- sæll ævivegur er á enda genginn. Það er með söknuði sem ég kveð hana og jafnframt með þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Börnin okkar Sólveigar sakna góðrar vinkonu. Mestur er þó missir Mumma. Ég bið góðan Guð að styrkja hann í sorginni. Ólafur Arnarson. MARGA GUÐMUNDSSON Elsku afi, ég er ekki enn þá búinn að með- taka fréttirnar sem ég fékk 6. apríl. Þetta bara getur ekki verið, þú varst svo hraustur og alltaf svo hress þegar ég sá þig. Ég mun alltaf muna eftir öllum rúntunum sem ég, þú og amma fór- um í þegar ég var yngri. Við fórum í Njarðvíkursjoppu og keyptum ís og rúntuðum svo á allar bryggjur í ná- grenninu og alltaf vissirðu allt um GUÐMUNDUR HREINN ÁRNASON ✝ GuðmundurHreinn Árnason fæddist á Akureyri 23. desember 1943. Hann varð bráð- kvaddur að kveldi 6. apríl síðastliðins og var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju 15. apríl. alla báta og sagðir okk- ur ömmu sögur. Við eigum góðar minning- ar úr Þjórsárdalnum þar sem fjölskyldan safnaðist saman á sumrin og var þá mikið spilað á gítar og sungið og ég man reyndar ekki eftir þér öðruvísi en raulandi einhvern lagstúf því eins og allir vita sem kynntust þér þá þótti þér fátt skemmtilegra en að syngja. Þú kvaddir mig alltaf með sömu orðun- um „farðu varlega, gullið mitt“ en það var það sem þú kallaðir mig alla mína tíð, afagull. Ég kveð þig að sinni, elsku afi, og ég bið Guð að geyma þig. Þín sonardóttir, Bjarnheiður. Einhver sagði að augun væru spegill sál- arinnar. Amma mín, er ég leit í augu þínu voru þau ætíð svo full af lífi. Ef einhvers staðar er ódauðleg sál á sveimi, þá er það þín. Það er svo margt sem ég tengi við þig, amma mín. Ég man hvað ritz- kexið heima hjá þér var betra en nokkuð annað ritz-kex. Seinna komst ég reyndar að því að kexið var alltaf komið yfir síðasta söludag. Ég man eftir sérstaka ísnum sem þú gafst mér alltaf þegar ég kom í vinn- una til þín. Hann var aldrei útrunn- inn. Ég man eftir spilaorustunum okkar. Þegar ég var yngri fékk ég alltaf að horfa á vídeó hjá þér. Enda varstu líklega fyrsta amman til þess að eiga myndbandstæki. Samt varstu alls ekki ein af þessum nýtísku ömmum sem fara í strekkingar og hafa ekki tíma fyrir barnabörnin. Þú varst besta amma í heimi. Áttir Soda Stream og vídeó, bakaðir, huggaðir, kættir, en aldrei grættir. Þú ert ímynd alls þess sem er gott og göfugt og svo varstu svo skemmtileg. Þú varst slík persóna sem fólk dróst að. Þú geislaðir og fékkst aðra til að geisla. Ef líf okkar STEINUNN SVEINSDÓTTIR ✝ Jóhanna Stein-unn Sveinsdóttir fæddist á Skálanesi í Gufudalssveit 3. júlí 1920. Hún lést í Hveragerði 11. apríl síðastliðinn og var jarðsungin frá Hveragerðiskirkju 16. apríl. hefur tilgang hefur þú vissulega uppfyllt þinn, amma mín. Nú er sál þín frjáls. Nú ert þú frjáls. Alla tíð hefurðu annast aðra. Svífðu burt á vit ævintýranna. Ég mun sakna þín. Líf allra sem þú hef- ur snert er betra fyrir þínar sakir. Ef þú upp- skerð eins og þú sáðir máttu eiga von á vænni uppskeru. Þinn dóttursonur, Helgi Valur. Elsku Steinunn mín. Margs er að minnast þegar ég hripa þessar línur. Okkar fyrstu kynni urðu þegar ég var stelpa í skóla, þá eignaðist ég vinkonu sem er Ragna dóttir þín. Kom ég oft að Varmá og fékk að gista. Í minningunni voru þetta skemmtilegir tímar. Svo lágu leiðir okkar saman þegar ég fór að vinna í Ásbyrgi, þar varst þú ráðskona og góður yfirmaður. Þar varst þú farsæl í starfi og hugsaðir vel um að öllum liði vel. Það væri hægt að rifja margt skemmtilegt upp frá þessum árum, en ég ætla að geyma þær stundir með mér og alla kaffibollana sem við drukkum saman og ræddum málin. Steinunn, þakka þér samfylgdina. Blessuð sé minning þín. Börnum og fjölskyldum þeirra sendi ég samúðarkveðju. Guðrún E. Jónsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn- ingargreinunum. Undirskrift Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning- argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.