Morgunblaðið - 22.04.2005, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 31
MINNINGAR
eitthvert góðgæti handa mér. Ef mað-
ur vildi ekki sofa einn þá var farið og
sofið á milli hjá ömmu og afa. Það
voru ófáar ferðirnar í fjárhúsin og
reykkofann með ykkur.
Þau næstum 3½ ár sem við fjöl-
skyldan bjuggum í Danmörku voru
erfið því þú gast ekki komið til okkar
en við komum nokkrum sinnum til
þín. Við ákváðum að flytja heim, ég
vildi eiga meiri tíma með þér, elsku
amma mín. Núna er ég mjög þakklát
að við skyldum hafa fengið næstum
1½ ár saman eftir að við komum heim.
Vegna vinnu minnar í dagvist aldr-
aðra í sama húsi og þú bjóst í hittumst
við næstum daglega og drukkum
saman kaffi, þessara stunda á ég eftir
að sakna eins og allra annarra.
Ég er svo ánægð að hafa getað ver-
ið með þér síðustu stundirnar áður en
þú kvaddir. Þú vissir í hvað stefndi og
varst tilbúin og sagðir við mig: Stjáni
kemur í jarðaförina, hann var á Spáni
þá. Þú barst alltaf svo mikla um-
hyggju fyrir öðrum. Síðasta ferðin þín
til okkar var þegar Friðrik fermdist
og það var okkur mikils virði, hátíð-
arnar verða tómlegar án þín, elsku
amma.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þín
Lovísa Bylgja og fjölskylda.
Elsku amma.
Takk fyrir alla sokkana og vett-
lingana sem þú gafst mér. Þegar þeir
verða of litlir ætla ég að gefa litlu
systur þá, þú ert svo góð.
Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn,
til komi þitt ríki,
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð,
og fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu.
Því að þitt er ríkið,
mátturinn og dýrðin
að eilífu. Amen.
Þín langömmustelpa
Áróra Dröfn.
Þegar ég fluttist til Hafnar með
fjölskylduna 1973 fórum við hjónin
fljótlega að venja komu okkar í litlu
kjallaraíbúðina í Dilksnesi. Þar
bjuggu þá heiðurshjónin Björg Ant-
oníusdóttir og Jón Björnsson. Þær
Björg og Sigríður kona mín voru
systkinadætur, aldar upp á Beru-
fjarðarströnd í nágrenni og mikill
samgangur á milli heimilanna. Það
eitt var næg ástæða til tíðra heim-
sókna í Dilksnes þegar hér var komið
sögu. En fleira kom til. Þau Dilksnes-
hjón vor bæði miklir fræðabrunnar og
gestrisin í besta lagi. Á meðan þær
frænkurnar sátu á hljóðskrafi inni í
eldhúsi yfir rjúkandi kaffibollum átt-
um við Jón það til að rölta út í hagann
og gá að vexti og framför trjágróðurs
í unaðsreit þar við klettaborg. Eða þá
að við áttum leið í reykkofann að
haustlagi til að hengja upp eða gá að
tilvonandi jólahangikjöti okkar og
grjúpánum.
Þá var ekki amalegt að heyra Jón
lýsa þeim dögum þegar strákurinn
Halldór Laxnes var heimiliskennari í
Dilksnesi og Þórbergur Þórðarson
vinnumaður.
Svipað var upp á teningnum þegar
komið var inn í eldhús eða stofu. Hús-
móðirin Björg Antoníusdóttir var
ótæmandi sagnabrunnur um liðna tíð.
Einkum nutum við þess, hjónin, að
heyra hana ræða um lífið og tilveruna
heima í átthögunum við Berufjörð og
þar um slóðir. Þó verður Björg mér
líklega minnisstæðust fyrir þær sakir
hve mér fannst hún minna mig sterkt
á föðursystur sína, Jónínu Jónsdótt-
ur, tengdamóður mína. Ekki aðeins í
útliti heldur enn frekar í framkomu
og hugsunarhætti.
Síðustu æviárin dvöldu þau hjónin
á dvalarheimilinu Skjólgarði á Höfn
og hún áfram eftir að Jón lést fyrir
nokkrum árum. Ég hugsa til þess
með söknuði að geta ekki oftar knúið
dyra hjá þessari hjartahlýju konu,
sest á skraf með henni og virt fyrir
mér í leiðinni skreytta veggi með
myndum af því sem henni var kærast
í lífinu: fjölskyldan og afkomendur
ásamt tilkomumiklum myndum af
fjallatign við Berufjörð og Horna-
fjörð.
Þegar ég, á leið að heiman, kvaddi
hana fyrir fáum dögum, grunaði mig
sterklega að nú væri komið að leið-
arlokum húsmóðurinnar frá Dilksnesi
og þetta væri okkar hinsta handtak
og kveðjukoss. Án þess að hún segði
nokkuð, fann ég að hún hugsaði sjálf-
sagt eitthvað svipað.
Ég sendi öllum aðstandendum
samúðarkveðju.
Heimir Þór Gíslason.
Það er heiðríkja yfir jöklinum þó
liðið sé á kvöldið, – vorið á næsta leiti.
Hún er horfin hún Gugga okkar,
síðust úr hópnum frá Dilksnesi, þeim
sem tilheyrði þessari kynslóð.
Hún kom í Hornafjörðinn ung að
árum austan af Berufjarðarströnd, til
þess að læra orgelleik hjá mömmu
minni, Dóru, og bundust þær vináttu-
böndum sem entust meðan báðar
lifðu. Í Dilksnesi kynntist hún manns-
efninu sínu, honum Nonna, þau
bjuggu þar sinn búskap og eignuðust
þar börnin sín fimm. Þar bjuggu á
þessum árum nokkrar kynslóðir sam-
an, eins og þá tíðkaðist. Tónlist var í
hávegum höfð, orgel á báðum hæðum,
mikið sungið og spilað, þegar tími
gafst til. Samkomulagið með eindæm-
um gott á mannmörgu heimili.
Ósjaldan fengum við krakkarnir sögu
hjá Guggu, frá æskuheimilinu henn-
ar, Núpshjáleigunni. Allar sögurnar
þaðan tengdust fjörunni og sjónum,
alvöru fjöru með stórum kuðungum
og skeljum, pabba sem reri til fiskjar
og færði björg í bú. Síðan tálgaðir
kettir og fuglar úr ýsubeinunum,
þetta kunni Gugga. Einhvernveginn
gat hún allt, hún Gugga. Það eru for-
réttindi að eiga bernskuminningar
tengdar þessu fólki. Gaman að til-
heyra krakkahrúgunni í Dilksnesi,
alltaf nóg að gera. Krakkar látnir
hjálpa til við störfin. Frjálsræðið ríkti
og andinn í hópnum góður. Þó fjöl-
skylda mín flytti sig um set var stutt á
milli, einhvern veginn rofnuðu engin
bönd. Krakkarnir voru einfaldlega á
báðum stöðum til skiptis, á Höfn eða í
Dilksnesi, eins og hentaði. Á sinn
óeigingjarna hátt laðaði hún Gugga
alla tíð að sér unga fólkið og þegar við
eignuðumst okkar börn var jafn eðli-
legt að koma til hennar, allur skarinn,
sem oftast. Notalegar samverustund-
ir, gefandi og góðar, hún sjálfri sér lík,
stutt í húmorinn, ljúf og góð. Dældi
svo út prjónaflíkum á krakkahópinn,
sem voru fallegri en allar aðrar.
Seinni árin bjuggu Gugga og Nonni í
nýja húsinu í Dilksnesi, í notalegu
sambýli við Ingu, Kidda og stelpurn-
ar. Í sambýli kynslóða, gefandi þeim
sem njóta.
Þú skildir eftir stóran hóp vina,
Gugga mín, fullan þakklætis og gleði
yfir að hafa átt með þér allan tímann
sem þú gafst okkur. Við þökkum þér
samfylgdina, biðjum ástvinum þínum
blessunar. Kveðjum þig með Sólset-
ursljóðunum, sem þér þótti svo vænt
um.
Nú vagga sér bárur í vestan blæ,
að viði er sólin gengin.
Og kvöldroðinn leikur um lönd og sæ
og logar á tindum þöktum snæ
og gyllir hin iðgrænu engin.
En englar smáir með bros á brá
í blásölum himins vaka
og gullskýjum á þeir gígjur slá,
og glaðkvikan bárusöng ströndinni hjá
í einu þeir undir taka.
Heyrir þú, vinur, þann unaðsóm,
svo hugljúfan, vaggandi,
harmana þaggandi?
Hann talar við hjörtun sem blær við blóm.
Þey, þey, þey, þey!
Í fjarska er hringt!
Yfir fjöll, yfir dali
hinn friðsæla kliðinn ber vindurinn svali
af himneskum kvöldklukku hljóm:
Þreytta sál sof þú rótt!
Gefi þér Guð sinn frið!
Góða nótt!
(Guðm.Guðm.)
Hildigerður og fjölskylda.
✝ Guðlaug Stefáns-dóttir fæddist á
Syðri-Bakka í Keldu-
hverfi 19. desember
1929. Hún lést á
Dvalar- og hjúkrun-
arheimilinu Grund
12. apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Stefán Jónsson
bóndi á Syðri-Bakka
og kona hans Guð-
björg Jónsdóttir.
Guðlaug var yngst
sjö systkina, sem nú
eru öll látin. Systkini
Guðlaugar voru: 1)
Höskuldur kennari og bóndi í
Syðri-Haga á Árskógsströnd og
síðar iðnverkamaður á Akureyri.
Kona hans Lilja Halblaub, látin.
Dóttir þeirra Sigrún. 2) Þóroddur
bóndi á Syðri-Bakka. Kona hans
Kristín Hannesdóttir, látin. Börn
þeirra Jón Þór, Guðbjörg og Stef-
án. 3) Rögnvaldur bóndi á Leifs-
stöðum í Axarfirði. Kona hans
Kristveig Friðgeirsdóttir. Börn
þeirra Sigurborg, Stefán og Frið-
geir. 4) Rósa Kristín saumakona í
Reykjavík. Maður hennar Krist-
ján Röðuls skáld, látinn. Dóttir
þeirra Máney, látin. 5) Egill bóndi
á Syðri-Bakka. Kona hans Ingi-
björg Jóhannesdóttir. Börn þeirra
Jóhannes Haukur, látinn, Eyrún
og Egill. 6) Guðrún húsmóðir í
Miðhúsum í Blönduhlíð. Maður
hennar Gísli Jónsson bóndi. Börn
þeirra Jón, Guðbjörg, Stefán,
Þrúður og Gísli.
Sambýlismaður Guð-
laugar var Charlot
Andreas Lilaa sjó-
maður, f. í Leirvík í
Færeyjum 2. desem-
ber 1926, d. 12. júní
2001. Charlot og
Guðlaug eignuðust
eina dóttur, Guð-
björgu Maríu Lilaa f.
7. október 1966, d.
26. október 2003.
Þrjú systkini
Charlots, sem kall-
aður var Kalli, komu
til Íslands: a) Sólveig
vann á Vífilsstöðum en fór síðar til
Svíþjóðar. b) Jónhild, látin. Maður
hennar var Vilberg Sigurðsson
sjómaður, látinn. Börn þeirra Sig-
urbjörn, Íris, Sólrún og Jóhann.
Fyrir átti Jónhild börnin Ólaf
Lilaa og Ólöfu Finnbogadóttur. c)
Símon vann um tíma á Vífilsstöð-
um og var síðan í Keflavík og
Reykjavík. Kona hans Björg
Gunnlaugsdóttir, þau skildu. Börn
þeirra Jóhann, Gunnlaugur og
Borghildur. Fyrir átti Símon son-
inn Friðrik.
Charlot kom til Íslands um
1950. Hann var sjómaður, fyrst í
Keflavík og síðar á togurum Bæj-
arútgerðar Reykjavíkur og vann
við löndun hjá Togaraafgreiðsl-
unni og Granda.
Útför Guðlaugar fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Syðri-Bakki í Kelduhverfi, æsku-
heimili Guðlaugar, stendur á bakka
Jökulsár á Fjöllum en áin heitir
Bakkahlaup þarna úti á sandinum.
Hún fór í Húsmæðraskólann á
Löngumýri 1951, hélt síðan til
Reykjavíkur og starfaði meðal ann-
ars á matstofu hjá Leikfélagi
Reykjavíkur.
Lauga og Kalli eignuðust dótt-
urina Guðbjörgu sem var með
Downs-heilkenni og hjartagalla.
Þetta lagði foreldrunum á herðar
meiri skyldur en uppeldi heilbrigðs
barns en þau voru staðráðin í að ann-
ast dóttur sína sjálf. Þá var þjónusta
fyrir fatlaða að hefjast og minni en
nú. Í minniskompum sem Guðbjörg
hafði með sér í skóla og dagvist má
sjá þá alúð sem Lauga lagði í að
fylgjast með dótturinni. Þarna kom
fram nákvæmnin frá Syðri-Bakka
sem sást líka ef maður gekk með
Laugu gegnum blómagarð, hún hug-
aði grannt að öllu og það þekkti ég
líka frá tengdaföður mínum. Frá
fæðingu Guðbjargar snerist líf
Laugu um að búa dóttur sinni gott
heimili og það tókst því Guðbjörg
flutti fyrst á sambýli 2002 þegar
móðir hennar var farin að heilsu.
Þegar Rósa systir Laugu lést fyrir
aldur fram 1968 stóð heimili Laugu
og Kalla Máneyju dóttur hennar op-
ið og reyndist hún Máneyju og börn-
um hennar Sigmundi Bjarka og
Rósu Kristínu styrk stoð. Lát Mán-
eyjar 1996 var Laugu þung raun.
Eftir að Guðbjörg fór í dagvist í
Bjarkarás vann Lauga um tíma við
heimilishjálp hjá gömlum Keldhverf-
ingi, Þórhildi Jóhannesdóttur.
Höskuldur tengdafaðir minn lét
sér annt um Laugu. Hann hafði búið
hana undir skóla og fylgdist alla tíð
með henni og fjölskyldu hennar.
Lauga heimsótti okkur hjónin strax
þegar við fluttum til Reykjavíkur og
þegar kom að því að Lauga og Kalli
keyptu íbúð fól Höskuldur mér að
hjálpa til og komu þau sér upp nota-
legri íbúð við Hringbraut. Árið 1998
var heilsu Kalla, Laugu og Guð-
bjargar farið að hraka og brýnt að
tryggja fjölskyldunni hjálp. Það varð
mér lærdómsríkt að fá að styðja þau
þótt í litlu væri síðustu árin.
Við Sigrún þökkum þeim sam-
fylgdina og öllum sem lögðu þeim lið
fyrir hjálpina.
Símon Steingrímsson
frá Laufhóli.
GUÐLAUG
STEFÁNSDÓTTIR
✝ Eðvald Magnús-son fæddist í
Reykjavík 24. sept-
ember 1954. Hann
lést á heimili sínu í
Kópavogi 13. apríl
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Magnús
Einarsson, f. 25. des-
ember 1912, d. 4.
september 1985, og
eiginkona hans Dag-
björt Eiríksdóttir, f.
20. júlí 1914, d. 8. maí
1977. Systkini Eð-
valds eru Jón, f. 31.
mars 1934, d. 17.
ágúst 1994, Erla, f. 3. júlí 1935,
Margrét, f. 24. ágúst 1936, gift
Kristjáni Einarssyni, d. 2003, Þrá-
inn, f. 25. júlí 1938, d. 14. janúar
1966, Magnea, f. 22.
janúar 1940 og Páll,
f. 5. nóvember 1946,
kvæntur Pauline
Magnusson.
Eðvald kvæntist
Kristínu Guðnadótt-
ur. Sonur þeirra er
Þráinn, f. 14. ágúst
1975. Þau skildu.
Eðvald ólst upp í
Reykjavík. Hann
vann við ýmis störf
bæði til sjós og
lands. Hin síðari ár
starfaði hann sem
málari en þó með
hléum vegna vanheilsu.
Útför Eðvalds verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
Skjótt skipast veður í lofti. Við
töluðum saman mánudaginn 11.
apríl síðastliðinn og ekki kom mér
þá til hugar að þetta yrði okkar síð-
asta samtal. Þú varst Elli besti bró,
litli bróðir minn og á stundum
næstum eins og sonur minn.
Því miður náði Bakkus tökum á
þér mjög ungum og áttir þú í bar-
áttu við hann meira og minna allt
þitt líf. Samt voru góð ár inni á milli
í edrúmennsku, þú bjóst í mörg ár á
Akureyri þar sem þér leið vel, varst
með þína íbúð og þinn hund og
blómstraðir. Þú lagðir alltaf mikla
áherslu á að vera snyrtilegur til
fara og hafðir gaman af að klæða
þig upp á. Orðheppinn varstu og
mjög skemmtilegur. Alltaf gastu
séð spaugilegar hliðar á málunum
og gert jafnvel erfiðustu stundir
bærilegri.
Þú varst mér góður vinur ekki
síður en bróðir þó ekki værum við
alltaf sammála. Við gátum verið
hvort öðru erfið en alltaf stóð samt
upp úrvæntumþykjan sem við bár-
um hvort til annars. Oft bjóst þú
heima hjá mér og Kidda og svo síð-
ar hjá mér einni, mislengi þó. Þú
hjálpaðir mér mikið eftir að Kiddi
féll frá og nú síðast málaðir þú allar
innihurðir hjá mér fyrir páskana og
gerðir listavel, enda vandvirkur
með eindæmum.
Ég mun sakna þín meira en orð
fá lýst en á sama tíma veit ég að nú
hefur þú hlotið hvíldina og friðinn,
laus frá þjáningum, andlegum sem
líkamlegum og kveð ég þig með
bæninni sem svo oft hjálpaði þér á
erfiðum stundum.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr.)
Hvíl þú í friði, elsku Elli minn.
Þín systir
Margrét (Systa).
Stundum er fólk sem hefur í líf-
inu stikað utan hins viðurkennda
þrönga stígs, afgreitt með þeim
orðum að hver sé sinnar gæfu smið-
ur. Kynni mín af Ella og öðrum
Breiðavíkurdrengjum hafa gert
mér ljóst hversu innantóm þessi orð
geta verið í raun. Allir bera nokkra
ábyrgð á eigin örlögum, en með
þessari klisju er horft framhjá því
að til þess að menn geti orðið far-
sælir gæfunnar smiðir verða þeir að
hafa fengið þjálfun til smíðanna í
æsku og skaplegt hráefni til að
vinna úr. Hvorugt fékk Elli í ríkum
mæli í sinni bernsku hvort sem litið
er til áranna í Bjarnarborginni eða
Breiðavíkur. Í fallegu víkinni fyrir
vestan voru um árabil ríkisreknar
útrýmingarbúðir barnssálna. Þar
ætlaði samfélagið að græða sár,
vernda og bæta menn en oft heggur
sá er hlífa skyldi og heggur hvað
grimmast.
Elli sýndi mikið hugrekki og
styrk þegar hann veitti okkur sem
vinnum að heimildarmynd um
Breiðavíkurheimilið undanbragða-
lausa innsýn í sárar minningar
bernskunnar og allt sitt lífshlaup.
Fyrir það á hann okkar dýpstu
þakkir og virðingu.
Við kveðjum þennan dreng með
von um að hann hafi nú fundið þá
kyrrð sem svo erfitt var að ná á lífs-
leiðinni.
Kristinn Hrafnsson.
EÐVALD
MAGNÚSSON
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Undirskrift Minningargreinahöf-
undar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Myndir Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
er ráðlegt að senda hana á
myndamóttöku: pix@mbl.is og
láta umsjónarmenn minningar-
greina vita.
Minningar-
greinar