Morgunblaðið - 22.04.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.04.2005, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR icelandair.is/vildarklubbur Toyota Yaris 6.900 kr. Innifalið: 3 dagar, 500 km akstur og kaskótrygging. Tilboðið gildir til 30. apríl 2005 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 2 79 25 04 /2 00 5 Láttu ekki áætlanir helgarinnar stranda á bílnum. Við höfum bílinn sem hentar þínum þörfum á lægra verði en þig grunar. Tilboðs- verð miðast við að þú sækir bílinn á föstudegi og skilir honum á mánudagsmorgni. Hver leiga færir þér 500 Vildarpunkta að auki. Hafðu samband, Hertz hjálpar þér áfram. Taktu helgina með Hertz tilboði 50 50 600 • hertz@hertz.is SVEITARFÉLÖG á höfuðborg- arsvæðinu og Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins undirrituðu í gær samstarfssamning um að vinna sameiginlega að upplýsingamiðlun, kynningu á viðburðum tengdum ferðaþjónustu og markaðssetningu höfuðborgarsvæðisins. Samning- urinn felur í sér að sveitarfélögin leggja til mishá framlög til reksturs verkefnisins, frá 200.000 til 3,5 milljóna króna, til næstu tveggja ára en verkefninu er stýrt frá Höf- uðborgarstofu. Pétur Rafnsson, formaður Ferða- málasamtaka höfuðborgarsvæð- isins, sem átti frumkvæði að því að kalla saman fulltrúa frá sveit- arfélögunum, sagði markmið sam- starfsins að skapa heildstæða mynd fyrir ferðamenn sem hingað koma og ná enn betri árangri í ferðaþjón- ustu. „Við viljum að fjármagn til ferðatengdra atriða nýtist betur í heild sinni á svæðinu og við viljum aðgengilegri og markvissari upp- lýsingagjöf og kynningu svæðisins.“ Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri lýsti sömuleiðis yfir ánægju með samninginn og sagðist binda vonir við að samstarf sveitar- félaganna styrkti svæðið sem eitt ferðaþjónustusvæði. Svanhildur Konráðsdóttir er for- stöðumaður Höfuðborgarstofu. „Grundvallaratriðið í þessum samningi er að við erum að skil- greina höfuðborgarsvæðið sem eina heild í ferðaþjónustu og hagsmunir þessara sveitarfélaga liggja saman að þessu leytinu til. Þetta snýst um heildstæða markaðssetningu, fyrst og fremst gagnvart erlendum ferðamönnum, sem er fyrsti áfang- inn. Við erum að kynna svæðið sem „Reykjavík capital area“ eða höf- uðborgarsvæði undir slagorðinu „Pure energy“ (hrein orka).“ Þess má geta að Höfuðborg- arstofa rekur Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík en þangað leita um 200.000 manns árlega. Höf- uðborgarstofa mun sjá um að við- halda samskiptum og miðlun upp- lýsinga frá sveitarfélögunum og Ferðamálasamtökum höfuðborg- arsvæðisins. Sveitarfélögin sem um ræðir eru: Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfells- bær, Seltjarnarnes og Álftanes. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrita samstarfssamning Vilja kynna svæðið sem eitt ferðaþjónustusvæði Morgunblaðið/Sverrir Fulltrúar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ásamt fulltrúum Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins und- irrituðu og kynntu samkomulagið um sameiginlegt ferðaþjónustusvæði í Höfuðborgarstofu í gær. Fáskrúðsfjörður | Hafin er mal- bikun í Fáskrúðsfjarðargöngum. Í þessum áfanga stendur til að malbika 2,7 km, eða um 40% af heildarlengd ganganna. Undanfarið hefur verið unnið við að leggja drenlagnir og raf- strengi í vegstæðið og er áætlað að malbikun allra ganganna gæti lokið um eða eftir miðjan júní. Þá er reiknað með að vegir utan ganganna verði tilbúnir í sept- ember í haust, m.a. nýr vegur frá gangamunnanum og niður á Fá- skrúðsfjörð. Malbika Fáskrúðsfjarðargöng SKULDBINDINGAR hlutfallsdeild- ar Lífeyrissjóðs bankamanna voru tæplega 12% umfram eignir um síð- astliðin áramót. Viðræður standa yfir við viðsemjendur Sambands banka- manna um auknar greiðslur til sjóðs- ins til að mæta þessum halla, sem nemur nú rúmum þremur milljörðum króna, en þær hafa ekki enn skilað niðurstöðu. Takist ekki að tryggja deildinni aukið fjármagn kallar það á skerðingu réttinda sem þessu nemur. Hlutfallsdeildin er í rauninni fyrr- verandi Lífeyrissjóður Landsbanka og Seðlabanka og eru um 75% af skuldbindingum deildarinnar vegna starfsmanna Landsbanka Íslands og það sem upp á vantar vegna starfs- fólks Seðlabankans og Reiknistofu bankanna. Deildinni var lokað fyrir nýjum félögum árið 1997, en aðrar reglur hafa gilt um starfsmenn Bún- aðarbanka Íslands og Íslandsbanka. 18,4% iðgjald Lífeyrisréttindi úr hlutfallsdeild- inni eru ríkuleg miðað við það sem gerist og gengur á almennum mark- aði og eru að mörgu leyti sambærileg við þau réttindi sem opinberir starfs- menn hafa í b-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Iðgjald til deild- arinnar er 18,4% og greiða bankarnir 14,4% þar af, sem er meira en tvöfalt það sem atvinnurekendur greiða á al- mennum vinnumarkaði. Starfsmenn geta farið á lífeyri 65 ára eða fyrr ef starfsaldur og lífaldur nær 95 árum fyrr en það og geta fengið í lífeyri allt að 85% af meðallaunum síðustu fimm ára. Þá eru makalífeyrisréttindi einn- ig til muna meiri en almennt gerist. Þannig nema þau helmingi af ellilíf- eyrisréttindum og gilda til æviloka. Friðbert Traustason, formaður Sambands bankamanna og Lífeyris- sjóðs bankamanna, sagði að unnið væri að því að auka greiðslur til sjóðs- ins til að leiðrétta hallann sem á hon- um væri. Ef ekki tækist að fá meira innstreymi frá fyrirtækjunum í sjóð- inn yrði hins vegar að grípa til skerð- ingar á réttindum. Friðbert sagði að viðræður hefðu staðið yfir við aðildarfyrirtækin um úrbætur í þessum efnum frá áramót- um. Næsti fundur væri fyrirhugaður á morgun, föstudag, og vonir væru bundnar við að þær skiluðu jákvæðri niðurstöðu. Friðbert sagði að launaþróunin síð- ustu árin hefði verið langt umfram þær forsendur sem miðað hefði verið við þegar sjóðnum var lokað á sínum tíma og iðgjaldið ákveðið 18,4%. Þá hefði verið miðað við að árlegar launa- hækkanir yrðu hálfu prósenti um- fram hækkanir á vísitölu neysluverðs. Sú hækkun hefði verið 36–37% frá ársbyrjun 1998 til ársloka 2004, en í rauninni hefðu laun þeirra sem greiddu til sjóðsins á sama tíma hækkað að meðaltali um eða yfir 50% og það væri meginskýringin á þessum halla sjóðsins nú. Um 640 manns greiða til hlutfall- adeildarinnar og rúmlega 500 manns hafa þegar hafið töku lífeyris. Að auki eiga um 4000 manns geymd réttindi í sjóðnum sem ávaxtast miðað við hækkun vísitölu neysluverðs. Þrjá milljarða vantar í hlutfalls- deild Lífeyrissjóðs bankamanna Viðræður standa yfir við viðsemjendur um auknar greiðslur til deildarinnar Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is MIKLU máli skiptir að Háskólinn í Reykjavík (HR) verði eins um- hverfisvænn og mögulegt er, vegna staðsetningar hans við ræt- ur Öskjuhlíðar, að mati Katrínar Jakobsdóttur borgarfulltrúa. Hún sagðist telja það gott að HR fengi lóð í borginni. Þótt svæðið sé úti- vistarsvæði megi vel samræma það starfsemi háskólans. „Ég tel að það sé sóknarfæri fólgið í því fyrir Háskólann í Reykjavík að verða umhverf- isvænn háskóli og spennandi tækifæri,“ sagði Katrín. Hún sagðist hafa nefnt þetta við full- trúa HR sem hún hafði hitt og þeir tekið vel í það. HR verði umhverfisvænn háskóli ÁHRIFASVÆÐI Nauthólsvíkur verður stækkað til norðurs, í átt að fyrirhugaðri lóð Háskólans í Reykjavík (HR) við rætur Öskju- hlíðar, og skilgreint sem útivist- arsvæði, að sögn Steinunnar Val- dísar Óskarsdóttur borgarstjóra. Við það stækka skilgreind útivist- arsvæði borgarinnar. Hugmyndir að framtíð- arskipulagi svæðisins vestan Öskjuhlíðar, sem HR hefur lagt fram, gera ráð fyrir þessari stækkun útivistarsvæðisins og bættri tengingu þess við Naut- hólsvík og Öskjuhlíð. Breyta þarf aðalskipulagi og gera deiliskipulag vegna stað- setningar HR vestan Öskjuhlíðar. Í dag er svæðið skilgreint þannig að staðsetning háskóla þar krefst breytingar á landnotkun. Breyt- ing aðalskipulags mun fara eftir lögbundnum ferlum. þ.e. auglýs- ing, móttaka athugasemda og viðbrögð við þeim. „Allt er þetta háð því að samn- ingar náist milli okkar og Háskól- ans í Reykjavík um uppbygg- inguna. Það þarf m.a. að semja um gatnagerðargjöld, hvað há- skólinn þarf að greiða og hvað borgin lætur á móti,“ sagði Stein- unn Valdís. Viðræður hefjast fljótlega um lóð Háskólans í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.