Morgunblaðið - 22.04.2005, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Og hvert þykist þið svo sem vera að fara, piltar???
Hugmyndir eru uppium að koma á fóteinni miðstöð fyr-
ir starfsendurhæfingu í
landinu sem sé á vegum
allra þeirra aðila sem
koma að starfsendurhæf-
ingu hérlendis. Að sögn
Sigurðar Thorlacius
tryggingayfirlæknis er
ósamræmi í vinnu þeirra
sem meta endurhæfingar-
möguleika fólks. „Það eru
mjög margir að gera mjög
góða hluti en þetta er einn
allsherjar frumskógur,“
segir Sigurður.
Ungir öryrkjar eru
hlutfallslega fleiri á Íslandi en á
hinum Norðurlöndunum. Ein
ástæða þessa er talin vera sú að
ekki hafa verið í boði nægir end-
urhæfingarmöguleikar. Kostnað-
ur samfélagsins vegna hvers ein-
staklings sem er öryrki er mikill.
Reynslan sýnir að þegar fólk hef-
ur verið óvinnufært lengur en
nokkra mánuði getur verið mun
erfiðara að stuðla að því að það
hefji störf að nýju, heldur en ef
gripið er fljótt til endurhæfingar.
Jafnvel þótt sjúkdómseinkenni
sem ollu óvinnufærni hafi dvínað
með tímanum er hætta á að fólk
glati sjálfstrausti, sjálfsbjargar-
viðleitni og fótfestu á vinnumark-
aði. Sérfræðingar eru því almennt
sammála um að það sé afar brýnt
að gripið sé fljótt inn í þennan
vítahring, þannig að viðkomandi
þurfi ekki að verða öryrki fyrir
lífstíð.
Ekki hugsuð sem
opinber stofnun
Tillagan um starfsendurhæf-
ingarmiðstöð er komin frá sjö
manna starfshópi, sem var skip-
aður af heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneyti, en fékk það verk-
efni að skoða hvað mætti betur
fara í starfsendurhæfingu á Ís-
landi. Var Sigurður formaður
hópsins. Tillögurnar voru kynntar
nýverið á norrænu málþingi sem
félagsmálaráðuneytið stóð fyrir
um starfsendurhæfingu, í sam-
vinnu við heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytið og Trygg-
ingastofnun ríkisins.
Sigurður segir miðstöðina ekki
eiga að vera opinbera stofnun
heldur eigi hún að vera rekin af
hagsmunaaðilum. „Þeir aðilar
sem við höfum hugsað okkur að
komi að þessu eru Trygginga-
stofnun, Vinnumálastofnun,
sjúkrasjóðir stéttarfélaga, lífeyr-
issjóðir og svo félagsþjónusta
sveitarfélaga,“ segir Sigurður og
bætir því við að jafnvel trygginga-
félögin gætu komið að þessari
miðstöð að einhverju leyti. Þessir
aðilar myndu eiga miðstöðina og
reka hana.
Miðstöð þekkingar
og reynslu
Hann segir að í miðstöðinni yrði
að finna þekkingu og reynslu en
einnig yrðu möguleikar fyrir
hendi á að gera endurhæfingar-
mat og samhæfða endurhæfingar-
áætlun. Hann segir auk þess að
slík miðstöð þurfi að vera í nánum
tengslum við atvinnulífið þannig
að sú starfsendurhæfing sem boð-
ið sé upp á sé líkleg til þess að fylla
upp í skörð á vinnumarkaðinum
hverju sinni. Einnig sé ætlunin að
miðstöðin geti fylgt fólki eftir
fyrstu skrefin út á vinnumarkað-
inn í sumum tilvikum.
Sigurður segir Jón Kristjáns-
son heilbrigðisráðherra hafa lýst
yfir ánægju sinni með tillögurnar
og lýst vilja til að hrinda þeim í
framkvæmd.
Hugmyndin með starfsendur-
hæfingu er að koma í veg fyrir að
menn verði öryrkjar að sögn Sig-
urðar. Í dag metur teymi á vegum
Tryggingastofnunar endurhæf-
ingarmöguleika fólks. Trygginga-
stofnun er með þjónustusamninga
við nokkra aðila um starfsendur-
hæfingu, s.s. við Hringsjá,
Reykjalund og Janus endurhæf-
ingu. Sigurður segir að auk þess
séu ýmis úrræði annars staðar,
t.a.m. sé Vinnumálastofnun með
úrræði fyrir þá sem lengi hafa
verið án atvinnu. „Þessi kerfi
vinna öll sitt í hverju lagi. Þannig
að það eru mjög margir að gera
mjög góða hluti en þetta er einn
allsherjar frumskógur,“ segir Sig-
urður og bætir því við að nú sé
skortur á samvinnu og samhæf-
ingu.
Sigurður segir að auk þess að
draga úr greiðslu örorkubóta
Tryggingastofnunar og lífeyris-
sjóða geti starfsendurhæfing orð-
ið til að draga úr langvarandi
greiðslu atvinnuleysisbóta, fé-
lagslegrar aðstoðar sveitarfélaga
og úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga..
Sýnt hafi verið fram á það í Sví-
þjóð að fjármunir til starfsendur-
hæfingar hafi skilað sér margfalt
til þjóðarbúsins.
Sigurður segir Norðurlöndin
mjög spennt að sjá hvaða árangri
endurhæfingarmiðstöðin skilar á
Íslandi.
Von á skýrslu um öryrkja
Á næstunni verður kynnt ný
skýrsla um öryrkja sem unnið hef-
ur verið að að frumkvæði heil-
brigðisráðherra. Í skýrslunni er
m.a. reynt að leita skýringa á
fjölgun öryrkja hér á landi og
hvaða leiða sé hægt að grípa til
sem væru fallnar til að draga úr
þessari fjölgun.
Fréttaskýring | Mikil þörf er fyrir fleiri
möguleika í starfsendurhæfingu
Öryrkjar fái
endurhæfingu
Tillaga gerð um að sett verði á stofn
sérstök starfsendurhæfingarmiðstöð
Þeir sem slasast þurfa oft að leggja mikið á
sig í endurhæfingu til að ná heilsu á ný.
Ungir öryrkjar eru hlut-
fallslega margir á Íslandi
Öryrkjum hefur fjölgað hér á
landi síðust ár. Árið 1996 þáðu
7.577 öryrkjar bætur hjá Trygg-
ingastofnun, en um síðustu ára-
mót var þessi tala komin í 11.199.
Svipuð fjölgun hefur orðið á hin-
um Norðurlöndunum en hér eru
ungir öryrkjar hins vegar hlut-
fallslega fleiri. Ástæðan er m.a.
skortur á starfsendurhæfingu.
Úr þessu er áformað að bæta
með sérstakri starfsendurhæf-
ingarmiðstöð.
Eftir Jón Pétur Jónsson
og Egil Ólafsson
SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir um-
hverfisráðherra ávarpaði í fyrradag
13. fund nefndar Sameinuðu þjóð-
anna um sjálfbæra þróun, sem fram
fór í New York. Fundurinn er til-
einkaður sjálfbærri nýtingu vatns,
bættu hreinlæti og framkvæmd þús-
aldarmarkmiðanna sem Sameinuðu
þjóðirnar settu sér árið 2000 og
áréttuðu á leiðtogafundi SÞ um
sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg
árið 2002.
Í ávarpi sínu sagði umhverfis-
ráðherra m.a. að skortur á vatni og
hreinlæti væri eitt stærsta heil-
brigðisvandamál heimsins og að
rannsóknir hefðu sýnt að fjárfesting
í bættu aðgengi að vatni og hreinlæti
skilaði meiri árangri en nokkrar aðr-
ar aðgerðir í þróunarmálum.
Ráðherra vísaði m.a. í nýja
skýrslu Sameinuðu þjóðanna um
mat á vistkerfum þar sem lögð er
áhersla á góða umhverfisstjórnun
sem lykil að því að þúsaldarmarkmið
SÞ í þróunarmálum náist. Markmið-
in fela m.a. í sér að allir íbúar jarðar-
innar hafi árið 2015 viðunandi að-
gang að drykkjarvatni og fullnægj-
andi hreinlætisaðstöðu.
Til að ná þessum markmiðum þarf
á næstu tíu árum að sjá 1,9 milljörð-
um manna fyrir aðgengi að vatni og
2,4 milljörðum fyrir viðunandi hrein-
læti. Ráðherra ítrekaði mikilvægt
hlutverk kvenna og nauðsyn þess að
auka þátt þeirra í stefnumótun og
framkvæmd þessara mála.
Ráðherra vakti sérstaka athygli á
alþjóðlegri framkvæmdaáætlun um
varnir gegn mengun frá landi og
samspil umhverfismála hafsins og
fersks vatns sem styður vatnsvernd
og bætt hreinlæti. Ráðherra hvatti
ríki heims til að framkvæma áætl-
unina. Í drögum að yfirlýsingu ráð-
herranna er sérstaklega vísað í áætl-
unina.
Þess má geta að Ísland studdi
fjárhagslega þátttöku ríkja á litlum
eyjum þar sem þróun er skemmst á
veg komin.
Umhverfisráðherra ræddi sjálfbæra þróun hjá SÞ
Skortur á vatni mesta
heilbrigðisvandamálið
Morgunblaðið/Kristinn
Sigríður Anna Þórðardóttir
FERÐAMÁLARÁÐ Íslands hefur
opnað nýja útgáfu af vefnum
www.ferdamalarad.is. Á vefnum er
að finna fjölþættar upplýsingar um
íslenska ferðaþjónustu.
Vefurinn á að nýtast aðilum inn-
an greinarinnar og öllum sem þurfa
að leita sér upplýsinga um efni
tengt ferðaþjónustunni, svo sem
fjölmiðlum, skólafólki og fleirum.
Með nýja vefnum verður hand-
hægara að auka miðlun upplýsinga
frá Ferðamálaráði og greininni í
heild og tækifæri skapast til frekari
þróunar vefjarins. Meðal nýrra
þátta má nefna viðburðadagatal um
það sem er á döfinni í íslenskri
ferðaþjónustu og spjallsvæði.
Hönnun og forritun nýja vefjarins
var unnin í samvinnu við upplýs-
ingatæknifyrirtækin Betri lausnir
og Hugvit í Reykjavík og er vef-
umsjónarkerfið Vefþór notað við
daglega umsýslu.
Nýr vefur
Ferðamálaráðs
♦♦♦