Morgunblaðið - 22.04.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.04.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 9 FRÉTTIR                       Hörbuxur - Hörvesti - Hörkjólar Bæjarlind 6, sími 554 7030 Frábært úrval Síðumúla 3 Bikiní Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Sumarfatnaður Léttir jakkar, síðbuxur og bolir Dóróthea Magnúsdóttir, sími 892 5941 Hugrún Stefánsdóttir, sími 861 2100 Náttúruvænir hárlitir frá Ítalíu Láttu lita þig með náttúrulitum hjá fagfólki eða fáðu faglega ráðgjöf og litaðu þig sjálf. Herbatint er lausnin. Skólavörðustig 10, s. 511 2100 HÁR & HEILSA BASS Fást í 2 víddum - Litir: Hvítt - ivory iðunn tískuverslun Kringlunni ◆ sími 588 1680 Full búð af nýjum sumarvörum Kringlunni · sími 568 4900 Gallabuxnadagar 20% afsláttur föstudag og laugardag Laugavegi 51, sími 552 2201 ODD Nerdrum og Stefán Boulter halda samsýningu á nokkrum verka sinna í Gallery Terpentine í Ingólfsstræti 5 í Reykjavík. Var hún opnuð í gær, 21. apríl. Á sýningunni eru olíumálverk og grafíkverk en Stefán var aðstoðar- maður hans og nemandi í 4 ár. Odd sýnir þrjú ný olíuverk og Stefán er með 10 olíuverk og nokkrar grafík- myndir. Hið einlæga málverk HJÁLPARSTARF á hamfarasvæð- um er yfirskrift opins fundar sem Rauði krossinn og Reykjavíkur- akademían halda laugardaginn 23. apríl kl. 12, í húsnæði Reykjavík- urakademíunnar á fjórðu hæð í JL- húsinu og er öllum opinn. Á fundinum segir Sigrún Árna- dóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, frá þeim verkefnum sem félagið hyggst ráðast í á flóðasvæð- um á næstunni og Sigríður Björk Þormar, hjúkrunarfræðingur og heilsusálfræðingur, lýsir áfalla- hjálp á vettvangi. Hún er einn tíu sendifulltrúa Rauða kross Íslands sem hafa unnið að hjálparstörfum í Indónesíu og Sri Lanka síðustu fjóra mánuðina, segir í fréttatil- kynningu. Hjálparstarf á hamfarasvæðum SAMKVÆMT vinnumarkaðsrann- sókn Hagstofunnar unnu 59,6% námsmanna, 16 ára og eldri, með námi sínu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Alls fjölgaði náms- mönnum, sem unnu með námi, um 1.200 frá fyrsta ársfjórðungi árið 2004, eða úr 22.300 í 23.500 og var sú fjölgun einungis meðal kvenna. Alls voru námsmnn 39.400 á fyrsta ársfjórðungi 2005. Meðalfjöldi vinnustunda var 26,9 klukkustundir hjá námsmönnum sem voru við vinnu í viðmið- unarvikunni, 33,2 klukkustundir hjá körlum en 22,5 klukkustundir hjá konum. Til námsmanna teljast allir þeir sem eru í skóla innan hins almenna skólakerfis, á námssamn- ingi eða í starfsþjálfun síðustu 4 vikurnar á undan könnunarviku, eða stunda vinnu með námi. Nærri 60% náms- manna vinna með námi sínu OPNUÐ hefur verið vefsíða sem stofnað er til af allmörgum sóknar- börnum í Garðasókn „sem er stór- lega misboðið vegna þeirrar aðfarar sem formaður og varaformaður Garðasóknar ásamt djákna hafa staðið fyrir gegn sóknarprestinun séra Hans Markúsi Hafsteinssyni“, eins og segir í fréttatilkynningu. Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar hefur komist að þeirra niðurstöðu að rétt sé að færa séra Hans Markús til í starfi. Stuðningsmenn hans segja að þessi niðurstaða liggi fyrir þrátt fyrir að sóknarbörnum hans hafi aldrei verið gerð grein fyrir þeim ávirðingum sem á hann eru bornar. Vilja aðalsafnaðarfund „Þessu mótmæla sóknarbörn harðlega og hafa því hafið söfnun undirskrifta til stuðnings sóknar- prestinum og krefjast þess jafn- framt að boðað verði til aðalsafn- aðarfundar í Garðasókn eigi síðar en 4. maí. Nafnalisti verður afhentur dóms- málaráðherra og biskupi með ósk um að þeir hlutist til við að koma sóknar- starfi aftur í viðunandi horf og sókn- arprestur fái frið til að þjóna sínum sóknarbörnum í sátt og samlyndi og þannig verði komið í veg fyrir að fjöldi sóknarbarna neyðist til að segja sig frá þjóðkirkjunni ef vilji ör- fárra í sóknarnefnd og djákna nær fram að ganga.“ Vefsíðan er á slóðinni: www.inter- net.is/hansmarkus. Vefsíða til stuðnings séra Hans Markúsi AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.