Morgunblaðið - 22.04.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 27
MINNINGAR
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
LEGSTEINAR
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík
sími 587 1960 • www.mosaik.is
✝ Hulda GuðrúnSigurðardóttir
fæddist í Hvassa-
hrauni á Vatnsleysu-
strönd 6. apríl 1918.
Hún lést á heimili
sínu á Seltjarnarnesi
13. apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru þau Kristrún
Þórðardóttir frá
Vogsósum, f. 9. júlí
1894, d. 24. júlí 1982,
og Sigurður Sæ-
mundsson frá Vind-
heimum, f. 8. febrúar
1884, d. 12. febrúar
1969. Þau bjuggu í Hvassahrauni
á Vatnsleysuströnd. Hulda var
fjórða í röðinni af sex systkinum.
Þau voru: Þórður Elías, f. 29. júlí
1914, d. 17. nóvember 1973, Ár-
sæll, f. 27. nóvember 1915, d. 30.
september 1942, Sæmundur, f. 7.
desember 1916, d. 16. desember
1978, Guðmundur Kristinn, f. 19.
júlí 1919, d. 25. febrúar 2001, og
Gunnar Ingibergur, f. 4. apríl
1923, d. 9. ágúst 2003.
Hulda giftist árið 1942 Björg-
vini P. Jónssyni, kaupmanni í
Vaðnesi, f. 11. júlí 1912, d. 18.
september 1984. Börn þeirra eru
fimm og heita: 1) Oddný, f. 8. júní
1942. Börn hennar eru Björgvin
P. Hallgrímsson, f. 1. ágúst 1966,
og Sigríður Hallgrímsdóttir, f.
15. janúar 1971. 2) Ársæll, f. 22.
nóvember 1943. Börn hans eru
Hulda Rut Ársælsdóttir, f. 10.
apríl 1963, og Kristján Þ. Ársæls-
son, f. 29. ágúst 1965. Unnusta
Ársæls er Helga Kristjánsdóttir,
f. 12. apríl 1943. 3) Björk, f. 24.
júlí 1949, maki Steinar Már
Clausen, f. 7. ágúst 1947, þau eiga
þrjú börn, Alfreð Má Clausen, f.
18. júlí 1972, Björgvin Clausen, f.
28. janúar 1974, og Kristínu Jó-
hönnu Clausen, f. 20. maí 1983. 4)
Sigrún, f. 29. nóvember 1950, d.
27. júlí 1999. 5) Már,
f. 22. september
1960, maki Elísabet
Dolinda Ólafsdóttir,
f. 9. mars 1965, þau
eiga þrjú börn,
Lindu Björgu Arn-
ardóttur, f. 21. mars
1989, Kjartan Más-
son, f. 3. janúar
1995, og Svein Rún-
ar Másson, f. 22.
apríl 1999. Lang-
ömmubörn Huldu
eru þrettán.
Hulda ólst upp í
Hvassahrauni þar til
foreldrar hennar hættu búskap.
Hún útskrifaðist frá Kvennaskól-
anum í Reykjavík 1938 en vann
síðan m.a. á Hótel Valhöll á Þing-
völlum og í kexverksmiðjunni
Esju. Síðar fór hún í Húsmæðra-
skólann á Ísafirði og lauk þar
námi 1942. Hulda og Björgvin
hófu búskap á Klapparstíg 1942
en fluttu í Suðurhlíð við Starhaga
árið 1953 og í Goðheima árið
1960. Í lok sjöunda áratugarins
heillaðist Hulda af jóga og stund-
aði það og kenndi nánast til ævi-
loka. Fyrst kenndi hún í jógastöð-
inni Heilsurækt og síðar hjá
Heilsubót í Hátúni. Jafnframt
kenndi hún á sumarnámskeiðum,
m.a. á Varmalandi og á Reykhól-
um. Nokkrum árum eftir að
Björgvin lést byggði Hulda sér
heimili með jógasal og garði í
Hlaðhömrum í Grafarvogi og iðk-
aði þar og kenndi jóga og var
einnig tíður gestur í jógastöðinni
Heimsljósi. Fyrir tveimur árum
flutti Hulda í Tjarnarmýri á Sel-
tjarnarnesi og tók fullan þátt í fé-
lagsstarfi aldraðra og stundaði
jafnframt jóga í Jógastöð Vest-
urbæjar.
Útför Huldu fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Mig langar til að hripa niður
nokkur minningarorð um fyrrver-
andi tengdamóður mína, Huldu
Guðrúnu Sigurðardóttur, þótt nú sé
langt um liðið síðan við áttum náin
samskipti.
Hulda var stórbrotin kona og allt
lék í höndum hennar. Hún reyndist
mér líka vel á erfiðum tímum í lífi
mínu og alltaf þegar í harðbakkann
sló var hún fljót til að rétta mér
hjálparhönd.
Hún saumaði falleg föt á ömmu-
börnin sín, sem kölluðu hana Huldu
ömmu, þá er ég að meina börnin
mín. Eins saumaði hún föt á mig við
sérstök tækifæri.
Hún kenndi mér margt, til dæmis
að telja út í lopapeysur, og margar
kökuuppskriftir á ég í bók, sem ég
nota enn og eru frá henni komnar,
til dæmis „Hulduömmubollur“ sem
voru mjög vinsælar í gamla daga.
Hulda var einnig afar góð við móð-
ur mína sem átti lengi við erfiðan
sjúkdóm að stríða.
Margt fallegt er það sem rifjast
upp og margar góðar eru minning-
arnar við leiðarlok, þótt ekki sé rúm
til þess að segja frá þeim hér.
Ég votta öllum þeim sem syrgja í
dag, börnum hennar og barnabörn-
um, mína dýpstu samúð.
Ljúfir straumar
lifna í vitund minni,
minningar vakna
rifjast upp á ný.
Það er svo gott
að hverfa í sátt.
Kveðja líf sem
ljúfan næturdraum.
Drottinn blessi minningu Huldu
ömmu.
Þóra Björk Benediktsdóttir.
Mín kæra Hulda amma er dáin.
Þegar ég sest niður til að skrifa
kveðjuorð til ömmu minnar verður
mér ljóst að stundirnar sem við átt-
um saman eru ótalmargar. Stund-
irnar þegar þú gættir mín á Klapp-
arstígnum, þegar ég kom á
laugardögum í Goðheimana til að
sofa hjá afa og ömmu, þú settir rúll-
urnar í hárið og brúna netið yfir og
ég fékk að hjálpa þér að vinna
heimilisverkin þótt smá væri. Þeg-
ar ég bjó hjá þér sá ég þig sauma
út, smíða, mála, bólstra, teppa-
leggja og flísaleggja. Þú gast allt.
Stundirnar þegar þú varst að máta
á mig fötin sem þú saumaðir á mig.
Mér fannst fermingarkjóllinn minn
sá flottasti í heiminum. Stundirnar
á menntaskólaárunum mínum þeg-
ar ég heyrði þig sauma er ég fór að
sofa og heyrði þig sauma er ég
vaknaði, þú þurftir aldrei að sofa.
Þú áttir alltaf stund aflögu ef ég
þurfti á þér að halda. Við bökuðum,
saumuðum, lásum, prjónuðum. Þú
last með mér undir próf og hafðir
alltaf áhuga á því sem ég gerði.
Þegar ég las undir jólapróf í sögu
og kom til þín inn í eldhús að baka
smákökurnar þuldi ég yfir þér sjálf-
stæðisbaráttu Íslendinga klukkan
þrjú um nótt. Þegar ég útskrifaðist
úr menntaskólanum saumuðum við
kjólinn. Þegar Siggi minn kom til
sögunnar fannst þér hann jafnæðis-
legur og mér og þú varst alltaf að
spyrja um okkur Sigga.
Árin liðu hratt en alltaf varstu
þar og ekki bara þegar stórar
stundir í lífu mínu voru, heldur allt-
af. Þú komst manna fyrst á fæðing-
ardeildina þegar ég átti börnin mín,
komst og nuddaðir mig þegar ég
var alveg frá í öxlunum, gættir
barnanna minna í tíma og ótíma.
Stundirnar í Hlaðhömrunum þegar
ég kom og þú varst að bardúsa í
garðinum tilbúin með kaffi og með-
læti. Þar héldum við uppteknum
hætti. Þú varst alltaf svo glöð yfir
öllum hlutum. Þegar upp komu erf-
iðar stundir í mínu lífi og þínu gát-
um við alltaf hvatt hvor aðra áfram,
ræddum hlutina fram og til baka.
Ferðin okkar til Krítar síðastliðið
sumar var einstök er við nutum sól-
arinnar og syntum í sjónum ásamt
Írisi minni, þar fannst þér blómin
svo falleg og ekkert jafnaðist á við
að sitja úti og drekka morgunkaffið.
Þegar ég hugsa um þessar stund-
ir koma tár í augu og eitt stórt bros
á varir mínar yfir öllum þeim fal-
legu minningum sem ég á um þig.
Kæra amma, ég þakka og lofa fyrir
allar þessar stundir í lífi mínu sem
ég átti með þér og þínar fallegu
gjafir sem þú gafst mér og mínum
en stærsta gjöfin varst þú sjálf.
Þín
Hulda Ruth Ársælsdóttir.
Elsku amma. Takk fyrir allar
góðu stundirnar með þér. Við sökn-
um þín mikið en þó hjálpar mikið að
vita að þú ert á góðum stað þar sem
sólin, sem þú hafðir svo mikið dá-
læti á, skín alltaf og mikið er af fal-
legum blómum. Þú varst svo mikil
blómakona.
Þótt þú sért farin eigum við
minningarnar enn. Þessar minning-
ar eru allar góðar.
Þegar við komum í heimsókn
vastu alltaf með eitthvað gott handa
okkur og bakaðir oftar en ekki
pönnukökur. Allra bestu pönnukök-
ur í heimi. Og alltaf þegar við
kvöddum fengum við koss og faðm-
lag. Þér fannst svo mikilvægt að
gera vel við alla og undir þér best
þegar þú gast glatt aðra. Allar
þessar minningar, um bestu ömmu í
heimi, munum við varðveita alla
ævi.
Linda, Kjartan og
Sveinn Rúnar.
Sólin er hnigin,
sest bak við skýin.
Og ég hugsa til þín næturlangt.
Baráttuknúin,
boðin og búin.
Tókst mig upp á þína arma á ögurstundu.
Þú varst alltaf þar í blíðu og stríðu
og hjá þér átti ég skjólið mitt.
Alltaf gat ég treyst á þína þýðu.
Og ég þakka þér
alla mína ævidaga.
Hve oft þú huggaðir og þerraðir tárin
mín.
Hve oft þau hughreystu mig orðin þín.
Studdir við bakið.
– Stóðst með mér alla leið.
Opnaðir gáttir.
Allt sem þú áttir
léstu mér í té
– og meira til.
Hóf þitt og dugur.
Heill var þinn hugur.
Veittir mér svo oft af þínum viskubrunni.
Kenndir mér og hvattir æ til dáða
og mín kaun græddir þá þurfti við.
Alltaf mátti leita hjá þér ráða.
Og ég eigna þér
svo ótal margt í mínu lífi.
(Stefán Hilmarsson.)
Elsku langamma. Takk fyrir
samveruna.
Gylfi Þór, Íris Hrund, Kristrún
Hulda og Sigrún Margrét.
Í dag kveðjum við með trega frá-
bæran samferðarfélaga til margra
áratuga, Huldu G. Sigurðardóttur
frá Hvassahrauni á Vatnsleysu-
strönd. Hulda er síðasti útskrift-
arkandidatinn frá þessari jarðvist
úr hópi systkina sem öll voru fædd
og uppalin í Hvassahrauni, á öðrum
og þriðja áratug síðustu aldar.
Bræður hennar voru Þórður, Sæ-
mundur, Ársæll, Guðmundur og
Gunnar. Þegar litið er yfir farsæla
vegferð þessarar heiðurskonu blas-
ir við að hún var umfram allt, sinn-
ar eigin gæfu smiður. Ætla má að
styrkur hennar til að höndla ham-
ingjuna í lífinu, hafi framar öðru
legið í hláturmildi, töfrandi fram-
komu og góðvild. Þetta voru mann-
kostir sem hún hafði fengið ríku-
lega úthlutað, í vöggugjöf frá guði.
Fyrstu bernskuminningar mínar
tengdar þessari kæru frænku voru
ævintýralegar lautarferðir suður í
Hvassahraun og oft upp í Vatns-
leysustrandarheiðina. Ferðir þess-
ar voru farnar á Willýs Wagoneer
jeppa, fágætum kostagrip í eigu
þeirra hjóna Huldu og Björgvins
Jónssonar, kaupmanns í Vaðnesi og
síðar Grund. Bíll þessi var lengi sá
eini sem tengdist fjölskyldum okk-
ar til beggja átta, enda var Björg-
vin Jónsson eini businessmaðurinn,
tengdur okkar fólki. Hápunktar
þessara ferðalaga var þegar lagt
var upp. Fremst sátu Hulda og
Björgvin, þá komu Kristrún Þórð-
ardóttir amma og afi Sigurður Sæ-
mundsson. Næst voru mamma og
pabbi, Lóa og Þórður. Aftast í
skottinu iðaði óþreyjufull krakka-
þvagan, frændsystkini sem teyguðu
að sér yndislega bensínlyktina þeg-
ar jeppinn loks ók úr hlaði. Það er
einmitt þessi hópur úr skottinu,
sem í dag syrgir í hljóði yfir mold-
um kærrar móður, frænku og vinar
ásamt nýjum kynslóðum afkom-
enda, sem á sama hátt syrgja kæra
ömmu og langömmu.
Um miðjan aldur þegar Hulda
hafði lokið hefðbundnu ævistarfi,
við að eignast og koma til manns
fimm barna hópi, réðst hún til at-
lögu við nýja áskorun í lífinu. Þetta
var þegar hún stofnaði ásamt
nokkrum félögum Jógastöðina
Heilsubót. Með þessu frumkvæði
varð hún virkur þátttakandi í
brautryðjandastarfi, sem var ára-
tugum á undan sinni samtíð á Ís-
landi. Það leikur ekki vafi á að það
mannræktarstarf sem grunnur var
lagður að við stofnun Jógastöðvar-
innar, hefur hjálpað mjög mörgum
Íslendingum til betra andlegs og
líkamlegs heilsufars. Á þessum
vettvangi voru persónutöfrar henn-
ar og dugnaður, sannarlega drif-
kraftur sem dugði til árangurs.
Ekki bara fyrir hana sjálfa, heldur
miklu fremur fyrir stóran hóp
þakklátra skjólstæðinga hennar til
margra ára. Engu að síður blasti
það við okkur sem fylgdumst með
henni, að þessi þjálfun huga og
handar virtust ætla að viðhalda full-
um æskublóma hennar til eilífðar.
Öll árin sem henni voru að lokum
gefin, voru þess vegna í litlu sam-
ræmi við glæsilegt útlit, spengileg-
an vöxt og léttan limaburð, rétt eins
og hún hefði áskrift að ævarandi
bernsku. Fyrrnefnd fullyrðing um
að hún hefði verið sinnar eigin gæfu
smiður, byggist á augljósu sam-
hengi þess að axla sjálf ábyrgðina á
eigin lífi og velferð, með þeim fórn-
um sem slíkt viðhorf krefst. Þessa
mikilvægu áskorun vann Hulda
Sigurðardóttir fullkomlega á eigin
forsendum, eins og við vitum sem
til hennar þekktum. Að leiðarlok-
um, kærar þakkir fyrir samfylgdina
og allar góðar stundir liðinna ára-
tuga. Við fráfall elskaðrar og virtr-
ar ættmóður votta ég öllum afkom-
endum hennar mína innilegustu
samúð. Blessuð sé minning Huldu
Guðrúnar Sigurðardóttur.
Fyrir hönd Suðurhlíðar-systkina.
Sigurður R. Þórðarson.
Við komum til hennar í lok vinnu-
dags, litlir hópar kvenna á ýmsum
aldri, hún tók á móti hverjum hópi
vissa daga uppi á lofti heima hjá
sér.
Þar leysti hún okkur úr álögum
streitu og stirðleika, fékk okkur til
að teygja vöðva og sinar sem höfðu
lítið verið notuð við kyrrsetustörf
eða kannski ekki beitt rétt þegar
tekist var á við verkefni daganna.
Hún var langreynd í jógafræðun-
um, hún Hulda, kvenleg, liðug og
létt eins og Dísa ljósálfur þó að hún
væri komin yfir áttrætt. Sumar æf-
ingarnar bera nöfn ýmissa dýra og í
líki þeirra reyndum við að bregða
okkur undir leiðsögn hennar og los-
uðum okkur við eril dagsins, tók-
umst á við okkur sjálfar, lengdum
stytta vöðva, leyfðum huganum að
leita inn á við og létum kyrrð og frið
streyma í sálina. Ískaldar tær og
fingur beint utan úr kulda vetrarins
urðu fljótt funheitir af æfingum
sem gerðar eru í kyrrstöðu og
þögn, engin hlaup eða hamagangur
en þær reyna á og fá blóðið til að
streyma. Hulda var okkar fimust og
þegar við glímdum við erfiðar jafn-
vægisæfingar og einhver okkar,
jafnvel hún sjálf, missti einbeit-
inguna, sagði hún uppörvandi:
Þetta er bara eins og í lífinu, ef við
dettum þá stöndum við bara upp
aftur. Svo sjálfsagt og einfalt var
það. Það var nefnilega ekki bara
lipurleiki hennar og þekking á jóga-
æfingum sem gerði heimsóknir á
loftið hennar eftirsóknarverðar,
það var ekki síður sú hvetjandi vel-
vild, hlýja og jákvæðni sem frá
henni stafaði og gerði hana að góð-
um kennara. Hún talaði til okkar
þannig að mér varð stundum hugs-
að til þess þar sem ég lá með litla
hópnum og slakaði á eftir æfing-
arnar, að jafnvel þó að ég væri löm-
uð og gæti engan vöðva hreyft
mundi það vera ávinningur að láta
bera sig upp á loftið til að vera í ná-
vist hennar.
Þannig birtist hún mér sem
manneskja og fyrir það vil ég nú
þakka um leið og ég votta ástvinum
Huldu einlægar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Huldu G. Sig-
urðardóttur.
Guðrún Agnarsdóttir.
HULDA G.
SIGURÐARDÓTTIR
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri
grein. Hægt er að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15
línur, og votta þeim sem kvaddur
er virðingu sína án þess að það sé
gert með langri grein. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Minningar-
greinar