Morgunblaðið - 22.04.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.04.2005, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING 256Mb kr. 3.490,- 512Mb kr. 5.990,- 1.0Gb kr. 9.990,- PQI SD minniskort ALDREI þessu vant var bara eitt aukalag á tónleikum Kristins Sig- mundssonar og Jónasar Ingimund- arsonar í Salnum í Kópavogi á þriðju- dagskvöldið. Það var hin ódauðlega vögguvísa eftir Brahms, sennilega vinsælasta spiladósalag sögunnar. Ástæðan? Jú, þeir félagar þurftu að fara snemma að sofa til að vakna hressir daginn eftir. Þá átti nefnilega að hefjast Ljóðaakademía Salarins, tveggja daga meistaranámskeið fyrir nokkra af efnilegustu söngnem- endum landsins. Námskeiðið var í túlkun íslenskra sönglaga og þýskra ljóðasöngva og á tónleikunum fengu áheyrendur að hlýða á rjómann af því síðarnefnda, lög eftir Mahler, Beethoven, Schubert, Wolf, Loeve og Richard Strauss, auk Brahms. Ef marka má túlkunina á vöggu- vísunni ætti námskeiðið að hafa geng- ið ágætlega og veitt upprennandi söngvurum ómældan innblástur. Söngur Kristins var unaðslega þýður og tilfinningaríkur; leikur Jónasar var sömuleiðis hástemmdur og mjúk- ur. Þótt píanóröddin hefði mátt vera safaríkari í sumum lögunum eftir Brahms og einnig í Heimliche Auffor- derung eftir Strauss – sem þarfnast voldugs undirleiks – var annað prýði- legt og sumt frábært. Edward eftir Loeve var gætt viðeigandi spennu, Morgen eftir Strauss var þrungið innlifun og Nicht wiedersehen eftir Mahler var hápunktur tónleikanna, svo skáldlegt og fullt af sannfæring- arkrafti að unaður var á að hlýða. Og mikið svaf maður vel á eftir vöggu- vísunni í lokin! Ómþýð vögguvísa TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingi- mundarson fluttu tónlist eftir Mahler, Beethoven, Schubert, Wolf, Loeve, Brahms og Strauss. Þriðjudagur 19. apríl. Ljóðatónleikar Jónas Sen Morgunblaðið/Sverrir Jónas Ingimundarson píanóleikari og Kristinn Sigmundsson söngvari. Sinfóníuhljómsveit Íslandsheldur tvenna tónleika undirstjórn aðalhljómsveitarstjór- ans Rumons Gamba, á Flúðum í dag. Klukkan 17 hefjast skóla- tónleikar, þar sem öllum börnum er boðið að koma og hlýða á spennandi efnisskrá í kynningu leikarans góðkunna Atla Rafns Sigurðarsonar og þar munu einnig koma fram Sameinaðir barnakórar Árnessýslu. Klukkan 20 verða svo hefðbundnir Sinfóníutónleikar með fjölbreyttri efnisskrá. Fram koma: Miklos Dalmay píanóleikari, Sam- einaðir kirkjukórar úr uppsveitum Árnessýslu og Karlakór Hreppa- manna, en kórstjóri hans er Edit Molnar, en Edit hefur öðrum frem- ur unnið að undirbúningi tón- leikanna, allt frá upphafi. „Í fyrra ræddi ég við Ísólf Gylfa Pálmason sveitarstjóra hér um möguleikann á því að halda svona tónleika hér. Hann ræddi við for- svarsmenn Sinfóníuhljómsveit- arinnar, og fékk það svar að hljómsveitin væri tilbúin að koma núna. Hljómsveitin vildi halda sér- staka tónleika fyrir skólabörn, og þess vegna kom upp sú hugmynd að halda tvenna tónleika.“    Edit segir að allir þeir sem áannað borð séu í kórstarfi í Hrunamannahreppi og víðar séu búnir að undirbúa tónleikana og æfa frá því í haust. „Þetta eru fimm barnakórar, tveir frá Sel- fossi, Barnakór Biskupstungna, Kór Þjórsárskóla og Kór Flúða- skóla. Kórarnir syngja tvö lög eftir Jón Leifs með hljómsveitinni, Sigl- ingavísur og Dýravísur.“ Á kvöldtónleikunum mæðir mest á Karlakór Hreppamanna sem stofnaður var fyrir sjö árum, og Edit hefur stjórnað frá upphafi. „Það verður stór stund fyrir okkur að syngja með Sinfóníuhljómsveit- inni. Kórinn syngur tvö lög einn með hljómsveitinni, Hermannakór- inn úr Fást eftir Gounod og Suð- urnesjamenn eftir Sigurð Ágústs- son í Birtingarholti, en það var útsett sérstaklega fyrir hljómsveit og karlakór fyrir þessa tónleika. Þá syngur sameinaður kirkjukór Árnessýslu með hljómsveitinni, en kjarni hans er kirkjukórinn okkar, Kirkjukór Hrunaprestakalls, og ég er organisti þar. Okkur datt í hug að flytja Kórfantasíu eftir Beet- hoven, vegna þess að Miklos Dalmay, maðurinn minn er píanó- leikari hér á Flúðum, og í því verki var hægt að sameina bæði píanó- leik og kórsöng með hljómsveit- inni. Miklos vinnur líka mikið með kórunum og er píanóleikari með okkur þegar með þarf.“    Edit segir að menningar-samstarf af þessu tagi sé mjög mikilvægt fyrir landsbyggð- arfólkið, og skapi mikla stemmn- ingu og gleði. „Fólk mætir á allar æfingar, alla daga, og þeir sem ætla bara að koma að hlusta eru líka spenntir yfir að þetta skuli standa til. Venjulega erum við með tónleika í Félagsheimilinu, en það er ekki nógu stórt, og því notum við Íþróttahúsið. Karlarnir okkar eru að smíða svið fyrir kórana og hljómsveitina og það má segja að allir hér sinni einhverjum verk- efnum sem tengjast þessu. Það er mikil stemmning hér í undirbún- ingnum. Rumon Gamba hljómsveit- arstjóri kom hingað á mánudaginn til að æfa með kórunum, og það var alveg stórkostlegt. Fólk hér var mjög ánægt með það hvað hann tók okkur vel og almenni- lega, vann vel með kórunum – og lét okkur á engan hátt finna að við værum bara sveitakór. Hann var mjög spenntur fyrir tónleikunum með okkur og þetta var virkilega gaman.“ Kynnir á barnatónleikunum verður Atli Rafn Sigurðarson leik- ari, en á efnisskrá þeirra verður auk söngs barnanna atriði úr ball- ettinum Þyrnirós eftir Tsjaí- kovskíj, Nornin Baba Jaga eftir Liadov, Enigma tilbrigði númer 11 eftir Elgar, þriðji þáttur ballettsins Sylvíu eftir Delibes, og loks Á Sprengisandi, eftir Sigvalda Kaldalóns í útsetningu Páls P. Pálssonar. Á kvöldtónleikunum verða auk þess sem fyrr er nefnt tveir dansar úr óperunni Fordæmingu Fásts eftir Gounod og Nimrod-þátturinn úr Enigmatilbrigðunum. Í tónleika- lok verður flutt lagið Árnesþing eftir Sigurð Ágústsson. Sinfónían á Flúðum ’Fólk mætir á allar æf-ingar, alla daga, og þeir sem ætla bara að koma að hlusta eru líka spenntir yfir að þetta skuli standa til.‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Karlakór Hreppamanna með stjórnanda sínum, Edit Molnár, en kórinn er einn margra sem syngja á tónleikunum. Einleikari á píanó í Kórfantasíu Beethovens er Miklos Dalmay. ER REYKJAVÍK tíminn? spyr Jón- as Þorbjarnarson í nýrri ljóðabók sinni, Hvar endar maður? Þetta er aðlaðandi skáldskapur fullur með vangaveltur um lífið og tílverunna. Segja má að bókin sé eins og til- brigði við stef tímans og tilvist- arinnar. Jónas hefur gott vald á þeirri list að grípa augnablikið og flétta úr því mynd þar sem hvers- dagsleikinn fær á sig heimspeki- legan blæ. Þann- ig vekur borgin með honum slíkar hugrenningar en einnig landið, náttúran og fæð- ingarbærinn. Nú- tíðin er eitt meg- inviðfangsefnið, hvernig hún birt- ist í senn sem misfrestun, nútíð sem skotið er á frest og gröf fortíðar- innar, hvernig tíminn heldur okkur föngnum og skapar angist okkar, einsemd og neind. Í Nowhereman 1990 segir: „að baki er mín glóru- lausa saga / og framundan mín glórulausa saga / ég er nokkurnveg- inn hvergi“. Í kvæðunum er sú til- finning sterk að lífið hafi verið spila- borg því að allt sem kemur fari og skilji eftir lítil: en ógræðandi spor … óbreytanlega sögu, það finnst mér hart, ég sem vil endurskrifa allt en tíminn innsiglar, hann er hér þótt hann sjáist aldrei, bara Reykjavík, linnulaus Reykjavík – tíminn er Guð á meðal vor. En bók Jónasar á sér einnig tilfinningalega hlið, söknuð, þrá og sorg. Umfram allt tjáir hún þó hina rómantísku tilfinningu fyrir sérleikanum andspænis tíma og um- hverfi og jafnframt upplausn sjálfs- ins og óvissu andspænis forgengi- leikanum. Í kvæði sem nefnist Uppstilling segir: „maður er einhver sem veit ekki“. Stíll Jónasar er ein- faldur og tær og ljóð hans jafnan aðgengileg og stutt. Skáldið leitar svara því að lífið er því spurning en það gefur einnig svör. Jafnvel í dap- urleikanum veiðir Jónas upp úr hug- arfylgsnum sínum „eitt og eitt já“. Mér finnst vel þess virði að setjast með þessa bók í hönd og takast á við hugsun Jónasar. Hún er í senn íhug- ul og aðlaðandi enda þótt henni sé ekki ætlað að hrista fjöll. Tíminn er Guð á meðal vor BÆKUR Ljóð eftir Jónas Þorbjarnarson, JPV-útgáfa. 2005 – 58 s. Hvar endar maðurinn? Skafti Þ. Halldórsson Jónas Þorbjarnarson JPV útgáfa hefur sent frá sér nýjar bækur um hina sívinsælu Herra- menn. Nýju bækurnar heita Herra Kjáni og Herra Djarfur. „Bækur um Herramenn komu fyrst út á íslensku fyrir um aldarfjórð- ungi og nutu gíf- urlegra vinsælda hjá íslenskum börnum. Þættir byggðir á sögunum voru sýndir í Sjón- varpinu. Einungis hluti bókanna komu út á sínum tíma en JPV útgáfa hefur endurútgefið þær síðustu misseri ásamt þeim bókum sem ekki hafa komið út áður á íslensku. Bækurnar njóta enn gífurlegra vinsælda víða um heim,“ segir í tilkynningu frá útgef- anda. Guðni Kolbeinsson og Þrándur Thoroddsen þýddu en verð er 490 kr. Börn ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.