Morgunblaðið - 22.04.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.04.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 37 MENNING Karlakórinn Stefnir Síðari tónleikar Karlakórsins Stefnis á þessu vori verða í Hlégarði, Mosfellsbæ, laugardaginn 23. apríl kl. 16.00. Gestir verða Karlkór Eyja- fjarðar. Kórarnir koma fram hvor í sínu lagi og syngja auk þess nokkur lög saman F Y N D I Ð • F E R S K T • F J Ö R U G T • F A R S A K E N N T „Það er mikill uppgangur í Borgarleikhús- inu þessa daga og sýningin á Héra Héra- syni er dæmi um hve leikhópurinn í húsinu mætir gríðarlega sterkur til leiks.“ Valgeir Skagfjörð / Fréttablaðið „Brilljant leikhús!“ Valgeir Skagfjörð / Fréttablaðið „Stefán Jónsson hefur, ásamt Berki Jónssyni og hinum, í stuttu máli sagt, gert farsann að listrænum viðburði. Geri aðrir betur.“ María Kristjánsdóttir / Morgunblaðið LÉTTBJÓR „Ég hef sjaldan séð Hönnu Maríu gera betur.“ María Kristjánsdóttir / Morgunblaðið „..sýningin var ekki bara skemmtileg og gletti- lega sett saman heldur komst grafalvarlegur boðskapur hennar mjög vel til skila.“ Elísabet Brekkan / DV SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norð- urlands hefur árlega pantað eitt og tvö ný tónverk. Þessi þáttur í stefnu hljómsveitarinnar er hinn merkasti og ný athygl- isverð tónverk hljómað, sem örugglega eiga eftir að heyrast víðar um loft. Þannig lék tón- skáldið Snorri Sigfús Birgisson einleik með Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands fyr- ir nokkrum árum í nýjum píanókonserti sínum með elegans að hætti gömlu meistar- anna, en verkið hafði hann samið að beiðni hljómsveitarinnar. Á þessum tónleikum kom Snorri Sigfús með kammertónverk sem fylgdi hinni frábæru sögu Jónasar Hallgríms- sonar, Stúlkan í turninum, en eins og áður var verk þetta pantað af SN. Ævintýrið um Stúlkuna og turninn er í ætt þess besta sem skrifað hefur verið af þessu tagi. Mikil spenna og jafnvel hryllingur í ætt við svið Edgars Allans Poes ein- kennir söguna. Tólf manna hljóm- sveit skipuð fólki af svæðinu lagði sig eftir að flytja vel og skila sögu- spennu tónverksins. Það sem Snorra Sigfúsi tókst svo vel að skapa var þetta ógnandi en líka ein- læga söguumhverfi, og féll hann aldrei í þá gryfju að láta einhver klisjukennd leiðarstef persóna ráða för. Einstaklega áhrifamikil og fjöl- breytt notkun slagverks var gríp- andi. Þannig liggur við að söguna hefði mátt flytja án orða, svo heild- stætt var tónverkið. Hljómsveitin var með einn á hvert af strok- hljóðfærum, málm- og tréblást- urshljóðfærum. Einnig var hlutverk slagverks og píanós veigamikið. Skúli Gautason flutti söguna með til- þrifum og látbragði. Þetta verk á að fara með í skólakynningar! Skóla- kynningar hefðu einnig verið upp- lagðar með söngvana þrjá úr Söng- leiknum Oliver. Ég hreifst af Oliver á fjölum Leikhússins á Akureyri og varð ljóst þá hve mögnuð tónlist Lionels Barts er og einnig hve al- úðlega og vandvirknislega tónlistin var flutt í sýningunni og sagði mér þá sem áður að tónlistargagnrýn- endur eiga að fjalla um slíkar upp- færslur, ekki leiklistargagnrýn- endur eingöngu. En að hlýða síðan á söngvana á tónleikum var hrein op- inberun. Þarna fór Lionel Bart sem tónskáld langt fram úr því sem mig minnti og flutningur Ólafs Egils í hlutverki Fagins hrein snilld. Stór orð en sönn. „Strákarnir hans Fag- ins“ sungu af þvílíkri innlifun og krafti að maður hefði umborið hnupl þeirra á einu og einu vasaúri. Guð- mundur Óli náði að láta bekkina dansa. Þetta samstarf Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands og Leik- félags Akureyrar að þessum tón- leikum var til fyrirmyndar og vonandi framhald á. Flytjendur fengu dynjandi lófaklapp hrifinna áheyrenda í lokin. Faglegur Fagin og Stúlkan í turninum TÓNLIST Samkomuhúsið á Akureyri 1) Frumflutningur á Stúlkan í turninum f. leiklestur og kammerhljómsveit. Snorri Sigfús Birgisson samdi tónlistina skv. pöntun SN við samnefnda sögu Jónasar Hallgrímssonar. 2) Þrjú lög úr söngleiknum Oliver eftir Lionel Bart, þau heita: Plokka pening, Heim um hæl og Spá í spilin. Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit Norður- lands, ásamt „fingralöngum“ strákakór úr „Oliver“. Einsöngvari: Ólafur Egill Egilsson, Fagin. Sögumaður: Skúli Gautason. Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson. Sunnudag- urinn 17. apríl kl. 16.00. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Jón Hlöðver Áskelsson Guðmundur Óli Gunnarsson ÍSLAND hefur ekki aðeins verið mært af myndlistarmönnum, heldur einnig af tónskáldum. Í Hafnarborg má líta Íslandsmyndir danskra og ís- lenskra myndlistarmanna í 150 ár og á tónleikum þar á sunnudagskvöldið var flutt atriði úr hinni frægu Al- þingiskantötu Páls Ísólfssonar, Rís Íslandsfáni. Þar var á ferðinni Óperukór Hafnarfjarðar, sem fagn- ar fimm ára afmæli sínu um þessar mundir. Voldugur söngurinn var sérlega kraftmikill og var ekki laust við að maður fylltist þjóðernistilfinn- ingu með allar þessar fallegu lands- lagsmyndir á veggjunum, sem eins og sköpuðu ramma utan um söng- inn. Margt á efnisskránni var prýði- lega sungið af kórnum. Fyrirlátið mér faðirinn sæti úr Galdralofti Jóns Ásgeirssonar var ákaflega fallegt, einnig Patria opressa úr Macbeth eftir Verdi og Regina Coeli úr Cava- leria Rusticana eftir Mascagni. Ým- islegt annað var ekki eins gott, Her- mannakórinn úr Il Trovatore eftir Verdi var óhreinn og er sömu sögu að segja um Nornakórinn úr Mac- beth sem var heldur ónákvæmur. Al- mennt talað virtist veikleiki kórsins fyrst og fremst felast í lágværum söng, því sterkir kaflar hljómuðu yf- irleitt vel. Nokkrir einsöngvarar komu fram á tónleikunum; Elín Ósk Óskars- dóttir söng t.d. atriði úr Macbeth og gerði það ágætlega. Ólafur Kjartan Sigurðarson, aðaleinsöngvari kvöldsins, var líka öruggur á sínu, en dálítið öfgakenndur. Fínleg blæ- brigði voru takmörkuð, söngurinn virkaði einsleitur og varð það þreytandi er á leið. Áhrifaríkast var „Perfidi“ úr Macbeth, en þar var ofsinn í túlk- uninni mest sann- færandi. Frammistaða annarra ein- söngvara var mis- áhugaverð; at- hyglisverðastur var Stefán Arngrímsson, en hann er með fal- lega, djúpa rödd þótt söngurinn sjálfur hafi verið full stirður. Píanóleikarinn Peter Maté stóð sig með sóma, þrátt fyrir að heyrast hefði mátt meira í honum á köflum. Ef píanó á að vera í hlutverki heillar hljómsveitar duga engin vett- lingatök. Á tónleikunum gekk ljósmyndari fram og aftur til að taka myndir af kórnum og einsöngvurunum í alls- konar stellingum. Fleiri fundu sig knúna til að gera hið sama og miðað við hve margar myndir voru teknar hefði mátt ætla að um heimsviðburð hefði verið að ræða. Þetta var býsna þreytandi og átti maður bágt með að skilja afhverju aðalljósmyndarinn gat ekki bara setið kyrr á fremsta bekk og tekið myndir sínar þar. Með þrumuraust Elín Ósk Óskarsdóttir TÓNLIST Hafnarborg Óperukór Hafnarfjarðar flutti tónlist eftir ýmis tónskáld undir stjórn Elínar Óskar Óskarsdóttur. Einsöngvarar: Ólafur Kjart- an Sigurðarson, Stefán Helgi Stef- ánsson, Margrét Grétarsdóttir, Stefán Arngrímsson, Svana Berglind Karlsdóttir, Hörn Hrafnsdóttir og Elín Ósk Ósk- arsdóttir. Píanóleikari: Peter Maté. Einn- ig lék Hólmfríður Sigurðardóttir á píanó í einu atriði. Sunnudagur 17. apríl. Kórtónleikar Jónas Sen ELMA Atladóttir, sópransöngkona heldur einsöngstónleika ásamt Ólafi Vigni Albertssyni, píanóleikara, kl. 16 á laugardag í Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði. Á fjölbreyttri efnis- skrá tónleikanna eru meðal annars sönglög eftir Tryggva M. Bald- vinsson og Jón Ásgeirs- son og ljóðaflokkurinn Mädchenblumen eftir Richard Strauss. Auk þess munu þau Elma og Ólafur Vignir flytja arí- ur úr óperunum Á valdi örlaganna eftir Giuseppe Verdi og Galdra-Lofti eftir Jón Ásgeirsson. Elma Atladóttir lauk burtfararprófi (AC) frá Söngskól- anum í Reykjavík árið 1996 og söngkenn- araprófi (LRSM) frá sama skóla árið 1998. Elma hefur verið félagi í Kór Íslensku óp- erunnar um árabil og tekið þátt í mörgum uppfærslum hennar. Meðal annars söng hún hlutverk smaladrengs í uppfærslu Óperunnar á Toscu nú í vetur og hefur komið fram sem einsöngvari við ýmis önnur tækifæri. Miðaverð er 1.500 krónur. Elma Atladóttir Elma syngur í Víðistaðakirkju AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.