Morgunblaðið - 22.04.2005, Blaðsíða 32
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
HÆ,
FALLEGUR
ROSALEGA ERT
ÞÚ SÆTUR Í DAG
SPEGLAR ÞURFA
LÍKA ÁST
ÉG HELD
AÐ VIÐ
SÉUM
TÝNDIR...
ÞARNA ER INNFÆDDUR...
AFSAKAÐU, EN GETUR
ÞÚ NOKKUÐ SAGT MÉR
HVAR VIÐ ERUM?
MAMMA!
SJÁÐU! ÉG FANN
TÝNDAN HUND!
VEISTU HVAÐ ÞETTA
ORÐ ÞÝÐIR?
HVAÐA
ORÐ?
ÞETTA LANGA
HÉRNA
HEF
EKKI
HUGMYND
ÞÚ VEIST
ÞAÐ VÍST!
MAMMA!
HVAR ER
ORÐABÓKIN?
Litli Svalur
© DUPUIS
Dagbók
Í dag er föstudagur 22. apríl, 112. dagur ársins 2005
Víkverji var dálítiðhissa á því að sjá
í Fréttablaðinu vitn-
að í dálkinn Obser-
ver í Financial Times
sem leiðara blaðsins.
Þar var varpað fram
mátulega ábyrgri
hugmynd um að Evr-
ópusambandið byði
Íslandi stórkostlegan
sjávarútvegssamning
til að fá nýtt aðild-
arríki inn í sam-
bandið og leysa
þannig úr vanda-
málum, sem senni-
legt er að skapist ef
Frakkar fella stjórnarskrársátt-
mála ESB í atkvæðagreiðslu. Ob-
server er langt frá því að vera
leiðari þess virðulega blaðs Fin-
ancial Times. Hann er þvert á
móti dálkur í ætt við Víkverja;
skemmtilegar sögur, dálítið nöldur
og stundum velt upp skemmti-
legum hugmyndum. Ef hugmyndin
um tilboð til ESB til Íslands hefði
staðið í leiðara FT hefði hún haft
mun meiri vigt en hún hefur fyrst
hún er bara í Observer. Hitt er
svo annað mál að höfundur dálks-
ins er augljóslega nokkuð vel
kunnugur samskiptum Íslands og
ESB.
Margt fleira skrýt-ið og skemmti-
legt kemur inn um
bréfalúgu Víkverja
óumbeðið. Þannig lá
á dyramottunni fyrr í
vikunni bæklingur
frá íþróttavöruverzl-
un með yfirskriftinni
„Skótími!“ Skótími?!
Þetta er svo ensku-
skotið að Víkverja
fannst að þarna
mætti eins standa
„Shoetime“. Af
hverju ekki bara
„tíminn til að fá sér
skó“, „skór fyrir
sumarið“ eða eitthvað álíka. Skó-
tími er dæmalaust kauðskt.
x x x
Á forsíðu Morgunblaðsins í gærvar skemmtileg mynd af sr.
Bjarna Karlssyni í Laugarnes-
kirkju að spila fótbolta við börnin í
sókninni. Eða börnin virtust a.m.k.
vera í sókn á myndinni og eru þá
væntanlega sóknarbörn. Ekki var
fyllilega ljóst af myndinni í hvoru
liðinu sr. Bjarni var, en Víkverja
sýndist hann líka vera í sókn. Þá
er hann áreiðanlega sókn-
arprestur. Spurning hvort hann
gerir krossmark hjá börnunum.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Gallery Terpentine | Odd Nerdrum og Stefán Boulter halda samsýningu á
nokkrum verka sinna í Gallery Terpentine, Ingólfsstræti 5, þessa dagana. Á
sýningunni eru olíumálverk og grafíkverk en Stefán var aðstoðarmaður Odds
og nemandi í fjögur ár. Odd sýnir þrjú ný olíuverk og Stefán er með tíu olíu-
verk og nokkrar grafíkmyndir. Myndin var tekin í fyrradag þegar verið var
að leggja lokahönd á opnun sýningarinnar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Odd Nerdrum í Terpentine
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Því sá er vilji föður míns, að hver sem sér soninn og trúir á hann, hafi
eilíft líf, og ég mun reisa hann upp á efsta degi. (Jóh. 6, 40.)