Morgunblaðið - 22.04.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 11
FRÉTTIR
Nýtt - Ideal Matte Refinishing
Compact Makeup SPF 12
Léttfarði. Frábær á allan hátt. Laufléttur,
slétt og eðlileg áferð, engin skil. Þessi nýi,
sérlega létti farði jafnar misfellur og litaskil
og er ótrúlega mjúkur. Virðist eins og
krem í byrjun en verður síðan líkastur silk-
ikenndu púðri. Færir þér hvort tveggja í
senn ferskt og eðlilegt yfirbragð kremfarð-
ans og lýtalausa áferð púðurs. Hentar öll-
um húðgerðum.
www.esteelauder.com
Ráðgjafi frá Estee Lauder verður í versluninni
í dag föstudag og á morgun laugardag
Kringlunni, síni 568 9033
HIÐ nýja meistaranám í umhverfis-
og auðlindafræðum veitir fræðilega
menntun á ýmsum sviðum er snerta
umhverfismál og nýtingu nátt-
úruauðlinda, en þar er komið til
móts við þarfir samfélagsins um
þekkingu, rannsóknir, þjónustu og
stefnumótun sem tengist umhverf-
ismálum og sjálfbærri nýtingu nátt-
úruauðlinda. Markmið námsins er
miðlun og öflun þverfaglegrar þekk-
ingar á sviði umhverfis- og auðlinda-
fræða í því skyni að auðvelda nem-
endum að greina og skilja orsakir og
afleiðingar helstu umhverfisvanda-
mála samtímans og benda á væn-
legar leiðir til úrbóta. Þá er náminu
ætlað að stuðla að sjálfbærri nýtingu
náttúruauðlinda út frá líffræðileg-
um, hagrænum og félagslegum for-
sendum, en þessi þrenning er grund-
völlur sjálfbærrar þróunar.
Þverfagleg nálgun í örum vexti
Geir Oddsson, forstöðumaður
Umhverfisstofnunar HÍ, segir
áherslur og stefnur í nýtingu auð-
linda og umhverfis vera að breytast
víða um heim, frá því að snúast um
nýtingu einstakra auðlinda yfir í sí-
fellt aukna áherslu á þverfaglega að-
komu að auðlindastjórnun og um-
hverfismálum. „Ísland er gott dæmi
um þetta þar sem áherslan er ekki
lengur eingöngu á stjórnun fiskveiða
heldur einnig á aðrar auðlindir okk-
ar,“ segir Geir. „Það er ekki síður
mikilvægt að fjalla um aðrar auð-
lindir á fræðilegan hátt og búa til
sérfræðinga í stjórnun þeirra. Það
er sama hvaða auðlind verið er að
fjalla um, fræðilegur grundvöllur
auðlindastjórnunar er sá sami. Það
eru sömu grundvallarhugtökin um
auðlindir og tækin sem notuð eru til
að stjórna þeim. Við höfum til dæmis
verið að skoða svonefnda „Scenario
building“ (aðstæðusköpun) þar sem
spáð er í framtíðaraðstæður út frá
mismunandi áætlunum og stjórn-
kerfum og hinar ólíku útkomur
skoðaðar með tilliti til sjálfbærni.“
Að náminu standa sex deildir há-
skólans, félagsvísindadeild, hugvís-
indadeild, lagadeild, raunvís-
indadeild, verkfræðideild og
viðskipta- og hagfræðideild. Náms-
stjórn ber faglega ábyrgð á náminu í
umboði deildanna. Hún fer með öll
sameiginleg málefni námsins, skipu-
leggur og hefur yfirumsjón með því.
Sigurður S. Snorrason, for-
stöðumaður Líffræðistofnunar HÍ,
er sitjandi formaður nýskipaðrar
námsstjórnar, en hann hefur verið í
forsvari fyrir samstarfshópi um hið
nýja MS-nám síðan um áramót.
„Námið byggist á samstarfi deilda
sem er eðlilegt fyrir háskóla sem er
ekki stærri en HÍ,“ segir Sigurður.
„Þarna er líka byggt á þeim grund-
velli að HÍ býður nú þegar upp á
margvísleg fræði sem tengjast um-
hverfis- og auðlindamálum. Þessi
fræði getum við matreitt og sam-
tengt á þann hátt að það þjóni hinu
nýja námi og gefi því þennan þver-
faglega karakter sem er kjarninn í
hugmyndafræði námsins. Þegar
fengist er við að leysa vandamál á
þessu sviði, þarf sannarlega á sér-
fræðingum að halda, en hin þverfag-
lega sýn er einnig bráðnauðsynleg.“
Sigurður segir ljóst að bæði séu til
skynsamlegar og óskynsamlegar
leiðir til að nýta auðlindir. „Eftir á
hefur verið hægt að gagnrýna margt
í sambandi við auðlindanýtingu,“
segir Sigurður. „Ég hygg að nú viti
menn mun meira um það hvernig
hægt er að nýta auðlindir á sjálf-
bæran hátt, en sjálfbærni er eitt af
lykilorðunum í þessu námi. Við telj-
um okkur hafa ákveðna vissu fyrir
því að það sé hægt að standa í ákveð-
inni nýtingu þannig að við séum ekki
að spilla framtíðarmöguleikum.“
Ný sjónarhorn innbyrðis
Geir segir þörfina fyrir sérfræð-
inga úr umhverfis- og auðlindafræð-
um mikla og það sjáist vel á því að
langflestir sem hafa útskrifast úr
forverum nýju námsleiðarinnar sitja
nú í lykilstöðum í stofnunum, fyr-
irtækjum og rannsóknarsetrum sem
hafa með auðlindanýtingu og um-
hverfismál að gera. „Sem dæmi um
áherslubreytingar fræðasviða má
nefna það að umhverfisréttur er að
verða stórt svið innan lögfræð-
innar,“ segir Geir. „Það eru gríð-
arlegar kvaðir sem eru gerðar varð-
andi umhverfismál, bara í gegnum
EES. Þetta er geysilegt magn reglu-
gerða og laga, sem við í flestum til-
fellum verðum að taka upp. Meðal
nýjunga í auðlindastjórnun má
nefna svonefnda vistkerfastjórnun,
þar sem horft er til áhrifa nýtingar
og umgengni mannsins á vistkerfi
með heildstæðum hætti. Þar er klár-
lega kallað á samvinnu ýmissa
fræðasviða og er augljóslega mál
sem lögfræðingar sem sjá um al-
þjóðasamninga þurfa að þekkja til.“
„Þó svo að við séum í fyrstu nær
eingöngu að nýta námskeið og fræði
sem til eru í HÍ leggjum við áherslu
á að þetta er ný námsbraut,“ segir
Sigurður. „Það liggur líka fyrir að
námið mun þróast mjög á komandi
árum og hluti af því er að það mun
eignast sinn eigin starfskraft. Þann-
ig lögðum við á það ríka áherslu að
strax yrði auglýst eftir kennara, sem
jafnframt því að sinna kjarnanám-
skeiðum gerðist driffjöður námsins.“
Nemendur í hinni nýju námsleið
munu stunda nám samhliða nem-
endum úr öðrum deildum og segja
þeir Geir og Sigurður ljóst að nem-
endur úr báðum áttum hafi mjög
gott af að kynnast ólíkum viðhorfum
og sýn á viðfangsefnin. „Ég kenni til
dæmis námskeið í náttúruauðlindum
sem vistað er í verkfræði og það er
umtalsverður fjöldi verkfræðinema
sem tekur þátt í því námskeiði,“ seg-
ir Geir. „Og það sést að þeim opnast
ný sýn. Maður fær þá til að hugsa
um auðlindir eins og vatnsföll út frá
öðru sjónarhorni.“
Alþjóðasamstarfið ómetanlegt
Hvað telst vera náttúruauðlind
tekur sífelldum breytingum og er í
beinu samhengi við þarfir og tækni-
lega getu manna. Þetta er mjög mik-
ilvægur hluti þeirra fræða sem snúa
að auðlindastjórnun. Geir nefnir af-
fallsvatn úr jarðvarmavirkjunum,
sem hefur orðið að náttúruauðlind í
seinni tíð þegar menn fóru að nýta
það til jarðbaða. „Þarna varð til
ófyrirséð nýting á þessari auðlind,“
segir Geir. „Maður hugsar óhjá-
kvæmilega um það þegar skoðaður
er hugur fólks á Norðurlandi, eins
og nýlega hefur verið gert, hvort
annars konar nýting á fallvötnunum,
t.d. í Skagafirði, sé hluti þess af-
stöðumunar sem kemur fram þegar
spurt er hvort fólk vilji stóriðju á
svæðið með tilheyrandi virkjun. Það
sér að það er möguleiki á annars
konar nýtingu með fljótasiglingum
og ferðaþjónustu sem virðist vera
raunverulegur valkostur.“
Undir þetta tekur Sigurður. „Það
má ekki gleyma því að ferðamenn
sækja æ meir í þá náttúruauðlind
sem erfitt hefur reynst að festa
hendur á, sem er náttúrufegurð. Það
er enginn vafi á því að við eigum hér
gífurlega mikla auðlind í ýmsum
náttúrufyrirbrigðum sem eru
ósnortin, svo langt sem það nær. Það
er ekki ólíklegt að þau eigi eftir að
verða verðmætari þegar sjaldgæfni
þeirra á alþjóðavísu eykst.“ Þessi
náttúrufegurð er einn af þeim þátt-
um sem hefur laðað hingað erlenda
nemendur að sögn Geirs og telja
þeir Sigurður þarna um að ræða tví-
mælalaust sóknarfæri fyrir Háskól-
ann og íslenskt þjóðfélag.
Þá segja þeir Geir og Sigurður
gríðarlega mikilvægt að efla aðkomu
nemenda að alþjóðlegum rannsókn-
arverkefnum og fræðasamfélagi.
„Ef við viljum vera samkeppnishæf
á erlendan mælikvarða þurfum við
að mynda virk sambönd við stóra
skóla erlendis, sem eru með heilar
deildir undir svona fræði,“ segir Sig-
urður. „Með það fyrir augum að
senda nemendur tímabundið á nám-
skeið og áhugaverða skammtíma-
kúrsa og ekki síður að fá hingað
kennara til að keyra málstofur eða
námskeið.“
Innritunarfrestur í nýtt þverfaglegt nám í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands rennur út í dag. Svavar
Knútur Kristinsson hitti þá Geir Oddsson, forstöðumann Umhverfisstofnunar HÍ, og Sigurð S. Snorrason, formann ný-
skipaðrar námsstjórnar, að máli og ræddi við þá um nauðsyn menntunar og rannsókna á sviði sjálfbærrar nýtingar.
Sameinaðar námsleiðir á nýjum forsendum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Geir Oddsson og Sigurður S. Snorrason veita forstöðu nýrri þverfaglegri
námsleið í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands.
svavar@mbl.is