Morgunblaðið - 22.04.2005, Síða 29

Morgunblaðið - 22.04.2005, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 29 MINNINGAR kennslu, flest árin í Flensborg og Vogaskóla, eða yfir þrjátíu ár. Einn- ig stundaði hann ritstörf, gaf út tvær skáldsögur og skrifaði leikrit fyrir sjónvarp og vann við blaðamennsku. Minnisstæð eru blaðaskrif hans um heimsmeistaraeinvígið í skák sem háð var í Laugardalshöllinni 1972. Ég var unglingur er ég kynntist honum fyrst, nýkominn í mennta- skóla. Hann var maður hár vexti, tig- inmannlegur í framkomu með göfugt yfirbragð. Fyrir hugskotssjónum mínum standa brún augun, falleg og eftirminnileg, dökkur yfirlitum á yngri árum. Á námsárum okkar frændsystkin- anna bauð Sveina frænka reglulega heim. Þar var oft kátt á hjalla, ung- lingsárin að baki og gleði æskunnar enn við lýði. Björn sat í stafni, vissi deili á öllu, ekkert kom honum á óvart en gætti þess að jafnræði væri með öllum og kurteisin honum eðl- islæg. Hann var listamaður samræð- unnar, hafði og óvenjuþýða rödd sem vakti traust viðmælanda, það kom að góðu haldi í erfiðri kennslu. Í sólskini við gamla Svalbarð fyrir 45 árum standa þrír menn við smíð- ar; pabbi, Karl móðurbróðir minn og Björn, verið að lagfæra gamalt hlið, Sesselja amma situr á tröppunum og fylgist með. Öll hafa þau gengið í gegnum hliðið mikla hvert á fætur öðru, eftir stendur minningin ein. Ég vil þakka fyrir hin góðu kynni við hann hér og samfylgdina gegnum árin þegar hann er nú horfinn á braut. Við sem eftir verðum, enn um sinn, minnumst góðs manns og góðra verka. Ég votta Sveinbjörgu, móðursyst- ur minni, og öðrum ástvinum samúð. Stefán Finnsson. Við Björn Sveinsson Bjarman vor- um samstúdentar frá Menntaskólan- um á Akureyri 1943 og tókum báðir lögfræðipróf frá Háskóla Íslands vorið 1949. Fyrri kona Björns, Unn- ur, og kona mín voru líka bekkjar- systur úr Kvennaskólanum í Reykja- vík. Af þessu leiddi, að eftir lögfræðiprófið stunduðum við gagn- kvæm heimboð og var ávallt glatt á hjalla og mikið sungið. Björn var ein- stakt glæsimenni og tvisvar man ég eftir, að ungar meyjar, sem við mættum á götu norður á Akureyri, duttu á gangstéttinni rétt fyrir fram- an okkur. Greinileg orsök. Þær horfðu bara á Björn, en ekki á hruf- ótta gangstéttina. Ég varð í raun og veru ekkert undrandi. Vissi hvað klukkan sló. Meðan Björn hélt fullri heilsu gat hann verið manna skemmtilegastur. Hann var víðlesinn í fagurbók- menntum, innlendum sem erlendum, og samdi sjálfur snjallar skáldsögur og ritaði fjölda blaðagreina. Fyrir utan lögfræðistörf stundaði hann lengst af kennslu, m.a. í gagnfræða- skólum, og þótti afburðagóður læri- faðir. Félags- og hagsmunamál rithöf- unda lét hann mjög til sín taka. Átti m.a. sæti í höfundaréttarnefnd skv. tilnefningu Rithöfundasambands Ís- lands 1973–1988 og var varaformað- ur í þeim samtökum 1970–1972. Einnig var hann ritari í stjórn Höf- undaréttarfélags Íslands frá stofnun þess 1981–1987. Hér er fátt eitt talið af félagsstörfum hans, en þau voru ótal mörg. Björn var tvíkvæntur. Eins og áð- ur segir var fyrri kona hans Unnur Elísabet Benediktsdóttir f. Gröndal. Þau skildu. Börn þeirra eru: Bene- dikt, arkitekt á Akureyri, og Guð- björg, fjölmenntuð gáfukona. Hún var gift Teiti Gunnarssyni, efnaverk- fræðingi. Hún lést hér í Reykjavík 1991. Síðari kona Björns er Svein- björg Stefánsdóttir, sem reynst hefir Birni frábærlega vel í löngu veik- indastríði hans. Dóttir hennar og stjúpdóttir Björns er Sesselja Gísl- unn, hárgreiðslumeistari og hús- freyja í Reykjavík, gift Sveinbirni Kristjánssyni, kaupmanni. Björn Bjarman var hæfileikaríkt og gáfað glæsimenni, sem ástvinir hans og við bekkjarsystkin söknum sárt og hörmum. En við lifum í þeirri staðföstu trú, að við hittumst aftur hinum megin öll frísk og glöð. Bless- uð sé minning Björns Bjarman. Barði Friðriksson. ✝ Jóhann KristinnSigurgeirsson fæddist á Arnstapa í Ljósavatnsskarði 13. desember 1919. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akur- eyri 10. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sigurgeir Bjarni Jóhannsson, bóndi á Arnstapa, f. 20. október 1891, d. 8. júlí 1970, og kona hans Anna Guðrún Guðmundsdóttir, f. 22. ágúst 1897, d. 17. desember 1989. Kristinn, eins og hann var yfirleitt kallaður, var næstelstur af sjö systkinum. Hin eru: Guðmundur Kristján, f. 30. mars 1918, d. 28. desember 1996; Halldór, f. 28. ágúst 1924, d. 6. febrúar 1968; Sigrún, f. 15. júlí 1926; Sigurveig Brynhildur, f. 18. febrúar 1930; Guðríður Kristjana, f. 2. október 1933; og Erna, f. 15. desember 1934. Kristinn kvæntist 13. júlí 1946 Pálínu Guðrúnu Hannesdóttur, f. á Melbreið í Fljótum 11. mars 1927. Foreldrar hennar voru Hannes Hannesson, bóndi og kennari á Melbreið, f. 25. mars 1888, d. 20. júlí 1963, og kona hans Sigríður Jónsdóttir, f. 30. júlí 1900, d. 11. ágúst 1995. Kristinn og Pálína eignuðust fjögur börn í þessari aldursröð: 1) Drengur, f. 10. októ- ber 1946, d. 10. októ- ber 1946. 2) Anna, f. 26. september 1947, gift Kristjáni Jósefs- syni og eiga þau fjögur börn og tíu barnabörn. 3) Hann- es Sigurður, fæddur 5. maí 1950, kvæntur Kristínu Sigríði Gísladóttur og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. 4) Bjarni, f. 5. ágúst 1953, hann var kvæntur Aðal- heiði Harðardóttur og eiga þau fjóra syni og fjögur barnabörn. Þau skildu. Kristinn stundaði ýmis störf. Hann nam trésmíði við Iðnskólann í Reykjavík og vann við smíðar, lengst af hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Árið 1981 fluttust þau Pálína til Sauðárkróks þar sem hann starfaði hjá Trésmiðju KS meðan heilsan leyfði. Eftir langvarandi veikindi sneri hann sér að fiðlusmíði sem hafði verið draumur hans frá æsku. Átti hann eftir að eyða löngum stund- um við smíðar á fiðlum, langspil- um og ýmsum öðrum munum nán- ast fram á síðasta dag. Útför Kristins verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Það er ein af bestu bernskuminn- ingum mínum að koma í heimsókn til afa og ömmu fyrir norðan. Hvort sem það var að kíkja í kaffi eða fara með afa inn í skúr og fylgjast með honum við vinnu sína. Ég lærði heilan helling í þessum heimsóknum og kem alltaf til með að búa að þessari dýrmætu upplifun, sem heimsóknirnar til afa og ömmu voru. Ég reyndi að komast eins oft og hægt var í heimsókn til þeirra. Ég fór oft með afa út í bílskúr og þar fékk ég spýtukubb í hönd til að tálga og skera út einhverja smáhluti. Afi var óþreyt- andi að leiðbeina mér við verkið. Það var alltaf gaman að sjá hvað afi var að smíða og þá ekki bara úr timbri. Hann smíðaði heilu verkfærin og tækin úr járni, sem hann notaði við smíðar á öllum þessum fallegu hlutum, sem voru töfraðir fram í bíl- skúrnum. Gripir sem hann gat galdrað fram úr spýtukubbum voru af öllum stærðum og gerðum, hvort sem það voru hornskápar, kistlar, langspil og svo ekki síst voru það allar fallegu fiðlurnar. Afi skoðaði hluti og síðan smíðaði hann þá þannig að þeir urðu oft betri en fyrirmyndin. Hann var sjálflærð- ur fiðlusmiður og hafa fiðlurnar eftir hann farið víða. Maður getur ekki annað en hrifist af þeirri alúð og vandvirkni, sem hann lagði í smíðisgripina. Það var ekki bara að hann setti sálina í fiðl- una í tvennum skilningi heldur setti hann einnig í hana ást og ástríðu. Ástríðu sína og ást á vel smíðuðum og vandvirknislega gerðum hlutum. Hann var sannkallaður listamaður og völundur til allra verka. Það fær eng- inn tekið frá honum. Hann starfað við smíðar sínar uns starfsorkan þraut eða letin færðist yfir hann, eins og hann sagði. Það sem hann töfraði fram í skúrnum er í huga mínum ótrúlegt afrek. Tómas Aron sonur minn fékk að koma í heimsókn til afa og ömmu en því miður er hann svo ungur að hann náði ekki að upplifa ævintýrin í bíl- skúrnum hans afa. Hér er ljóð sem afi minn hlýddi mér yfir í æsku og hef ég ekki gleymt því síðan: Nú glitrar mold og mar í mánaloga. Hægur er blærinn. Hljótt er um voga. Báturinn bíður þín, brúðfarar ljóðin mín. Heilaga Hulda, heilaga Hulda. (Guðm. Guðm.) Við munum öll sakna þín sárt. Guð geymi þig. Hinsta kveðja frá Auði Ýri og Tómasi Aron. Gísli Páll. Elsku afi, sem ég kenndi oftast við þá staði sem þau amma bjuggu á frá því ég man eftir mér, áður Sogavegi svo Króknum og nú að lokum Ak- ureyri, er farinn frá okkur. Mínar fyrstu minningar um afa held ég að séu af honum í smíðasloppnum úti í bílskúr eða í vinnunni í Mjólkursam- sölunni, þar sem maður hitti hann stundum þegar maður kíkti til pabba í vinnuna. En afi staddur í bílskúrn- um var einmitt það sem kom fyrst upp í huga mér nú á þessari stundu. Hann var alltaf að dútla við eitthvað í bílskúrnum, hvort sem það var að búa eitthvað til eða laga og undanfar- in ár voru það fiðlur og langspil sem voru á borðinu hjá honum. Bárði fannst það mjög gaman og merkilegt að afi minn smíðaði fiðlur og í flest skipti sem við komum í heimsókn fór hann með honum út í skúr að sjá hvað hann væri að dunda sér við í það skiptið. Hann var alltaf hress og kát- ur þegar við fjölskyldan komum í heimsókn, hvort sem við vorum bara tvö eða þrjú eftir að Jóhannes Karl fæddist. En hann var þriggja mánaða þegar hann fór í fyrsta skiptið í heim- sókn til langafa og langömmu og við erum ekki frá því að hann hafi verið enn kátari þegar lítill snáði var með í för. Nú er afi farinn að smíða fiðlur á öðrum stað og við geymum þær góðu og skemmtilegu stundir sem við átt- um saman í huga og hjarta okkar. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir dagá og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pétursson) Hvíl þú í friði, elsku afi. Hinsta kveðja frá Bárði Steini og Jóhannesi Karli. Harpa Dögg. Elsku langafi. Þú varst örlátasti maður sem ég þekkti, svo örlátur á ást og umhyggju. Þú áttir alltaf pláss í hjarta þínu fyrir alla og allir pláss í sínu fyrir þig. Svo margar minningar á ég um þig og allar góðar. Þegar ég var lítil fannst mér svo gaman að koma til ykkar í hlýjuna og hlusta á þig segja mér allt um fiðlur. Ég leit upp til þín, þú varst svo hæfileikarík- ur. Ég var svo stolt að eiga svona frá- bæran langafa og vin að ég sagði öll- um er ég þekkti og kynntist á vegi mínum frá þér og fiðlunum þínum. Allt sem þú sagðir mér um fiðlurnar sagði ég öllum vinum mínum. Heim- urinn er betri eftir að hafa fengið þig í hann og hann mun halda áfram að batna með þig í minningunni. Þú hef- ur svo sannarlega gert mig að betri manneskju. Ég mun sakna þín. Þín langafadóttir og vinur Alexandra Sif. Elsku pabbi. Nú þegar leiðir skilur vil ég þakka þér, pabbi minn, fyrir allar góðu stundirnar okkar. Ég er þakklát fyrir allar minning- arnar sem ég á og geymi þær í hjarta mínu, og kveð þig með þessu fallega ljóði eftir Guðrúnu Jóhannsdóttur: Hann gekk hér um að góðra drengja sið, gladdi mædda, veitti þreyttum lið. Þeir fundu best sem voru á vegi hans vinarþel hins drenglundaða manns. Þó ævikjörin yrðu máski tvenn, hann átti sættir jafnt við guð og menn. Hvíl þú í friði, pabbi minn, og hafðu þökk fyrir allt. Þín Anna. Kær föðurbróðir minn, Kristinn Sigurgeirsson, er látinn 86 ára gam- all, æði þreyttur eftir mikil veikindi sem hann bar af mikilli þolinmæði og þrautseigju eins og honum var lagið. Kristinn, eða Kiddi, var alltaf í mínum huga eins og minn eigin faðir en hann var bara ári yngri en pabbi. Voru þeir mjög líkir og kært á milli þeirra. Kiddi var smiður og mjög fær handverksmaður, allt lék í höndunum á honum. Man ég að þegar ég flutti til Reykjavíkur til að fara í skóla þá smíðaði hann fyrir mig „hansa“-hillur og skrifborðsplötu til að læra við. Ekki datt manni í hug að fara og kaupa eitthvað í búð, nei, það hlyti að vera allt of dýrt. Kiddi var ljúflyndur maður sem hafði einkar hlýja og róandi nærveru. Ég sótti mikið til þeirra Kidda og Pöllu og átti þar ávallt öruggt at- hvarf. Þangað fór ég flest kvöld í mat, hafði minn eigin lykil og varð aldrei vör annars en að það þætti meira en sjálfsagt. Ég hugsa oft til þeirra stunda er við Palla spjölluðum saman um heima og geima yfir uppþvottin- um. Kiddi og Palla eru í minningunni ein heild, væri nafn annars þeirra nefnt þá fylgdi nafn hins. Kristinn starfaði ávallt við smíðar, lengst af hjá Mjólkursamsölu Reykjavíkur. Þegar hann hætti að vinna gafst honum meiri tími til að smíða það sem hann sjálfan langaði mest til. Bílskúrinn var smíðaverk- stæðið hans og hann virtist geta smíðað hvað sem var. Fæstum datt þó í hug að hann myndi reyna að spreyta sig á því að smíða fiðlu og hvað þá að honum skyldi takast það. Í fjölskyldunni er oft sagt frá því þegar Kristinn hringdi í frænku okkar og bað hana að taka mál af fiðlu sem hún átti og segja honum í gegnum sím- ann. Smíðaviðurinn í fyrstu fiðluna hafði árum saman verið til gagns sem gardínukappi. Þessi fiðla var prýði- lega brúkleg og það gladdi Kristin ósegjanlega að fá að heyra einn þekktasta fiðluleikara á Íslandi leika á hana á tónleikum ásamt fleiri fiðl- um sem hann smíðaði. Leikið hefur verið á smíðisgripina hans á ýmsum tónlistarviðburðum eftir það. Fiðl- urnar hans Kristins voru flestar bir- kifiðlur úr íslensku birki og hefur það vakið undrun og aðdáun hversu góð- ar þær eru. Virðist sem sjálfmennt- uðum fiðlusmiðnum hafi dugað innsæið og handlagnin til sköpunar- verka sinna. Fiðlurnar hans Kristins urðu yfir 40, hver annarri fallegri og eru til víða um land. Þær eru sagðar hafa frekar lágan en fallegan tón, þannig var hann einmitt sjálfur. Að lokum vil ég þakka Kristni fyrir samveruna og elskulegheitin á liðn- um árum, með þeirri fullvissu að bræður hans og foreldrar hafa tekið á móti honum á ströndinni hinum meg- in. Pálínu og öðrum aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Hólmfríður Guðmundsdóttir. JÓHANN KRISTINN SIGURGEIRSSON Lokað Lokað verður í dag, föstudag, frá kl. 10.00 vegna útfarar JÓHANNS GUÐMUNDSSONAR, fyrrv. framkvæmdastjóra. EGILL vélaverkstæði ehf., Smiðjuvegi 9a, Kópavogi. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐMUNDU GUÐMUNDSDÓTTUR HANSEN frá Hólmavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir einstaka umhyggju og hlýhug. Sigurður Einarsson, Ásta Kristjánsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Tómas Sigurbjörnsson, Elsa Hansen, Torsten Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástvinur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI ÞÓR JÓNSSON, Lindargötu 57, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 25. apríl kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Þóra Kristjánsdóttir, Björg Árnadóttir, Vernharður Gunnarsson, Jón S. Árnason, Ingibjörg Á. Hjálmarsdóttir, Hildur Árnadóttir, Magnús Halldórsson, Guðfinna Emma Sveinsdóttir, Sveinn Víkingur Árnason, Lilja Sigrún Jónsdóttir, Sigrún Árnadóttir, Einar Birgir Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.