Morgunblaðið - 22.04.2005, Side 21

Morgunblaðið - 22.04.2005, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 21 UMRÆÐAN H V ÍT A H Ú S I‹ / S ÍA Skráningarlýsing þessi er gefin út í tengslum við tvær hlutafjárhækkanir sem átt hafa sér stað í félaginu. Hlutafjár- hækkanirnar námu alls 1.118.817.644 krónum að nafnverði. Fyrri hlutafjáraukningin átti sér stað 20. október 2004 og var 859.120.017 krónur að nafnverði. Hækkunin var skráð í Kauphöll Íslands hf. 21. október 2004. Síðari hlutafjáraukningin, sem átti sér stað 19. nóvember 2004, var 259.697.627 krónur að nafnverði og var skráð í Kauphöll Íslands hf. 23. nóvember 2004. Hækkanirnar voru notaðar í tengslum við sameiningu Burðaráss hf. og Kaldbaks hf. Heildarhlutafé Burðaráss hf. eftir hlutafjárhækkanirnar er 5.558.817.644 krónur að nafnverði. Þar sem hlutafé Burðaráss hf. hefur verið hækkað samtals um meira en sem nemur 10% af heildarhlutafé ber félaginu að gefa út skráningarlýsingu samkvæmt 1. gr. A-lið 3tl. Viðauka IV við reglugerð nr. 434/1999. Allt hlutafé Burðaráss er skráð á Aðallista Kauphallar Íslands hf. undir auðkenninu BURD. Skráningarlýsinguna er hægt að nálgast hjá Burðarási hf., Sigtúni 42, Reykjavík, á vefsíðu félagsins www.burdaras.is, hjá umsjónaraðila skráningarinnar, Fyrirtækjaráðgjöf Landsbanka Íslands hf. Hafnarstræti 5, Reykjavík og á vefsíðu bankans www.landsbanki.is. BURÐARÁS HF. SKRÁNINGARLÝSING apríl 2005 Burðarás • Sigtúni 42 • 105 Reykjavík • Sími 578 7800 • www.burdaras.is Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Skerum upp herör gegn heim- ilisofbeldi og kortleggjum þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyr- irbyggja að það gerist. For- varnir gerast með fræðslu al- mennings. Jóhann J. Ólafsson: Lýðræð- isþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyrirmyndar og á að vera það áfram. Pétur Steinn Guðmundsson: Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu sam- ræmi við áður gefnar yfirlýs- ingar framkvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleigurnar. Guðmundur Hafsteinsson: Langbesti kosturinn í stöðunni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuðstaður fram- halds- og háskólanáms í tónlist í landinu. Hjördís Ásgeirsdóttir: Ég er ein af þeim sem heyrðu ekki bankið þegar vágesturinn kom í heimsókn. Vilhjálmur Eyþórsson: For- ystumennirnir eru undantekn- ingarlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorð- ingjar af hugsjón. Afleiðingar þessarar auglýsingar gætu því komið á óvart. Jakob Björnsson: Mannkynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítisprédikunum á valdi óttans eins og á galdrabrennu- öldinni. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar HINN 22. apríl 1970 héldu 20 milljónir Bandaríkjamanna Dag jarðar hátíðlegan í fyrsta sinn og mynduðu grasrótarhreyfingu sem hafði það að markmiði að hreinsa og vernda umhverfið. Margir Bandaríkja- menn nota þennan dag til að styrkja sig í bar- áttunni fyrir umhverf- isvernd. Nú, þegar haldið er upp á Dag jarðar í 35. sinn, velta íbúar Bandaríkjanna því fyrir sér hvernig þeir geta unnið saman að því að bæta um- hverfi sitt, t.d. með því að taka þátt í umhverf- isátaki, ákveða að ganga eða hjóla í vinnu eða jafnvel að gróðursetja tré. Það er margt jákvætt að frétta á þessum Degi jarðar. Vatn og loft í Bandaríkjunum er mun hreinna en á fyrsta Degi jarðar árið 1970. Á síð- ustu 30 árum hefur hagkerfi okkar vaxið um rúm 170 prósent en orku- notkun jókst einungis um 45 pró- sent, þ.e.a.s. það var 44 prósent minni orka fyrir hvern dollara í hag- vextinum. Þar að auki minnkaði mengun frá sex helstu loftmengunarvöldunum um meira en helming. Kolsýringur, köfnunarefnissýringur, brennisteinstvíoxíð, efnisagnir, rok- gjörn lífræn efni og blý í andrúms- loftinu minnkaði úr rúmum 300 milljón tonnum á ári í tæp 150 millj- ón tonn. Árið 1970 höfðu Bandaríkjamenn áhyggjur af eyðingu skóga þarlend- is en í dag eru skógasvæði í Banda- ríkjunum, sem sum hver eru í einka- eigu, álíka stór og fyrir einni öld. Um 31 milljón hektarar eru frið- lýstir, annaðhvort sem þjóðgarðar eða óbyggðir. Margir af vernduðu skógunum í vesturhluta Bandaríkj- anna eru meira 100 ára gamlir. Skógverndarverkefnið sem Bush Bandaríkjaforseti hratt af stokk- unum stuðlar að því að vernda skóga gegn sjúkdómum, skordýraárásum og eldi og endurheimta náttúrulegt ástand og fegurð skóganna. Árið 1970 vorum við nýfarin að átta okkur á hvað votlendi gegnir mikilvægu hlutverki í verndun dýra- lífs, strandveiðum, vatnsgæðum og flóðavörnum. Bush for- seti lét sér ekki nægja að vernda það votlendi sem fyrir er, heldur hratt hann einnig af stað öflugri áætlun um að fjölga votlendum í Bandaríkjunum á hverju ári. Forsetinn vonast til að hægt verði að mynda, bæta og vernda a.m.k. 1,2 millj- ónir hektara af vot- lendi á næstu fimm ár- um. Við þokumst sífellt nær því markmiði. Á þeim tíma sem hefur liðið frá fyrsta Degi jarðar hafa bandarísk fyrirtæki áttað sig á þeim kostum sem fylgja því að taka þátt í verndun umhverfisins. Orkusparandi vörur höfða til neytenda og fyrirtæki sem reyna að draga úr neikvæðum áhrif- um sínum á umhverfið njóta auk- innar velvildar neytenda. Þau fyr- irtæki sem stuðla að endurvinnslu eiga kost á umbun frá stjórnvöldum. Umhverfiskostnaður og afleiðingar eru orðin fastur liður í kostnaðar- áætlunum í viðskiptum. Einnig eru umhverfisstjórnunarkerfi að kom- ast í framkvæmd, sem markar grundvallarbreytingu á viðskipta- hugsun frá því sem var fyrir 40 ár- um. Nú eru umhverfissjónarmið í daglegum rekstri ekki lengur bara þarfaverk, heldur einnig hagkvæm frá viðskiptasjónarmiði. Bandaríkin leitast eftir að byggja á árangri undanfarinna 30 ára. Stjórnvöld og aðilar í iðnaði gerðu t.d. með sér samkomulag um að bæta díseleldsneyti og vélar til að minnka til muna efnisagnir og köfn- unarefnisoxíð í díselútblæstri. Nú er sömu reglugerðum beitt á iðn- aðarvélar, þ.e.a.s. díselvélar í t.d. byggingariðnaði, landbúnaði og námugreftri. Þessar aðgerðir eru með stærstu skrefunum í hreinsun andrúmsloftsins síðan lög um hreint andrúmsloft tóku gildi árið 1990. Ný og ströng mengunarlög munu minnka brennisteinsmagn í díse- leldsneyti og minnka útblástur úr utanvega díseltækjabúnaði um meira en 90 prósent. Með því að nýta hugvit og mark- aðsöfl er hægt að tryggja áfram- haldandi framfarir. Bush-stjórnin byggir á lögunum um framselj- anlegar losunarheimildir, sem hafa dregið úr losun á brennisteinstvíox- íði um 40 prósent frá 1990. Kostn- aðurinn við það var helmingi minni en við hefðbundnar aðferðir við að draga úr losun brennisteinstvíoxíðs. („Framseljanlegar losunarheim- ildir“ er kerfi þar sem sett er heild- arþak á leyfilega mengun. Heim- ildum sem í heild svara til heildarþaksins er dreift til þátttak- enda sem er svo frjálst að versla með heimildir sín á milli eftir úthlut- unina). Í „Heiðríkjulöggjöf“ Bush forseta verður notast við svipaðar markaðsaðferðir til að minnka losun á brennisteinstvíoxíði um 73 prósent til viðbótar. Losun á köfnunarefn- issýringum mun dragast saman um 67 prósent og losun á kvikasilfri um 69 prósent. Framseljanlegar los- unarheimildir hvetja menn til að draga fljótt úr mengun og tryggja skjótvirkari og hagkvæmari umbæt- ur. Við höfum fræðst mikið um plán- etuna okkar síðan 1970 og enn eig- um við margt ólært. Umhverfisgæði í Bandaríkjunum aukast stöðugt vegna þróunar og notkunar nýrrar og umhverfisvænni tækni, en nú er þörf á að snúa sér að þróunarríkjum og vinna að því að finna lausnir á umhverfisvandamálum þeirra, sem verða sífellt umfangsmeiri. Árið 2002 hét George W. Bush því að „vinna með þjóðum, einkum fá- tækari ríkjum, og sýna heiminum að það er til betri leið og að við getum byggt hagsæld framtíðarinnar á betri og umhverfisvænni aðferðum“. Bandaríkin vinna að því að þróa nýja tækni og þekkingu og deila þeim með þróunarríkjum til að ná því markmiði. Á ráðstefnu SÞ um sjálfbæra þró- un árið 2002 hétu þjóðarleiðtogar, þ.á m. sendifulltrúar Bandaríkj- anna, að vinna að betri vatnsveitum og sorphreinsun, nútímalegum orkuveitum, betri heilbrigðisþjón- ustu almennings, afkastameiri land- búnaði og betri stjórnun og verndun á náttúruauðlindum. Á þessum Degi jarðar skulum við fagna þeim miklu framförum sem hafa orðið á síðustu þremur áratug- um, en við skulum einnig hafa í huga það mikla verk sem framundan er. Allir þjóðir heims hafa hreinna, öruggara og heilsusamlegra um- hverfi að markmiði og áframhald- andi samstarf okkar um heim allan hlýtur að leiða af sér enn bjartari framtíð. Framfarir á sviði umhverf- ismála – Dagur jarðar, 2005 James I. Gadsden fjallar um Dag jarðar ’Á þessum Degi jarðarskulum við fagna þeim miklu framförum sem hafa orðið á síðustu þremur áratugum, en við skulum einnig hafa í huga það mikla verk sem framundan er. ‘ James I. Gadsden Höfundur er sendiherra Bandaríkj- anna á Íslandi. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG HÉLT í fyrstu að Mogginn væri að þokast hægt inn í nútímann þegar ég sá greinina eftir David Crystal í blaðinu hinn 15. apríl, en það var svo leiðrétt í forustugrein daginn eftir. Mogginn mun áfram halda uppi merki Jónasar frá Hriflu og skrifa ízlenzkuna með tveimur zetum. En ég neita að trúa því að heill vinnu- staður geti orðið svo genetískt (ó, ó, ég skrifaði útlensku) samansettur að þar séu allir helteknir af 19. aldar hreintungustefnu, svo hver er hann þessi huldi Mogga-maður? Eyjólfur Konráð er fallinn frá, Matthías er hættur, er það þá Styrmir sem stendur með storminn í fangið? En hvað gefur yfirleitt ein- hverjum ofur-Íslendingum leyfi til að ráðskast með málið og breyta eft- ir sínum dyntum? Maður sofnar að kvöldi við sönginn um mexíkana- hattinn, en vaknar um morguninn við að það er búið að breyta honum í mexíkóahatt, eins og að einhver al- valdur hafi fellt úrskurð um nóttina. Og áratuga barátta gegn „þágufalls- sýkinni“ hefur litlum árangri skilað af því að það er verið að reyna að breyta eðlislægu talformi, og við vorum víst bara heppin að það var ekki búið að finna upp neinar pillur gegn henni á sínum tíma – þá hefðu nú aldeilis verið gefnir út lyfseðl- arnir! Og bara núna síðast; ég tek allt í einu eftir því að paranoid, sem við höfum hingað til kallað ofsókn- aræði, heitir núna vænisýki – hver er sá mikli andi sem stýrir þessum nýyrðum? Og þar sem þið nefnduð tölvuna í forustugreininni hjá ykkur, þá var ég á unglingsaldri þegar þetta fyrirbæri barst til landsins. Og ég lærði strax að orðið ætti að beygj- ast eins og valva, en nú hrópa ykkar skoðanabræður á eftir mér að ég kunni ekki íslensku ef ég segi eins og mér er tamt; talvan mín(!). En annars pirrar þetta mig ekkert lengur, ég er að verða sextugur og hef verið áskrifandi að Mogganum í fjörutíu ár, og ég fer varla að hætta því úr þessu. En ég mundi í ykkar sporum hafa meiri áhyggjur af unga fólkinu sem er ekki svona íhalds- samt, því að í tölvuheimum þarf meira en einn ritstjóra eða einn und- irmálsskrifara til að ráðskast með heilt tungumál. LEÓ S. ÁGÚSTSSON, Grænlandsleið 29, Reykjavík. Að ráðskast með heilt tungumál Frá Leó S. Ágústssyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.