Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR T íðindin um nýjan liðs- mann Sjálfstæðis- flokksins tóku að ber- ast um sali Alþingis undir lok síðasta starfsdags vetrarins í gær og vöktu nokkra athygli. Gunnar Örn, sem er tæpra 34 ára, var kjörinn á þing í síðustu kosningum fyrir Frjálslynda flokkinn sem efsti maður í Suðvesturkjördæmi, einn fjögurra þingmanna flokksins. Hann sat ekki á þingi fyrst um sinn eða á meðan hann afplánaði dóm fyrir bókhaldsbrot og brot á lögum um stjórnun fiskveiða. Gunnar gaf kost á sér til varafor- mannskjörs á síðasta landsþingi Frjálslynda flokksins en beið lægri hlut fyrir sitjandi varafor- manni, Magnúsi Þór Hafsteins- syni. En af hverju tók hann þá ákvörðun að yfirgefa félaga sína? „Fyrir því eru einkum tvær ástæður. Í fyrsta lagi er málefna- legur ágreiningur milli mín og þingflokksins og í öðru lagi eru samstarfsörðugleikar milli mín og varaformanns flokksins [Magnúsar Þórs]. Þegar það fer saman við málefnalegan ágreining eru ekki lengur forsendur til frekara sam- starfs.“ Frjálslyndir leiðitamir við vinstri flokkana – Hvers eðlis er þessi ágrein- ingur? „Þegar flokkurinn var kynntur fyrir mér fyrir rúmum tveimur árum, var hann skil- greindur sem mildur hægri flokk- ur í íslenskri pólitík. Ef ég á að skilgreina flokkinn í dag þá er hann vinstri flokkur. Ég freistaði þess á síðasta landsþingi að leggja fram fjölmargar tillögur og álykt- anir. Aðeins ein var samþykkt, hugmyndir mínar í skattamálum og húsnæðiskerfinu voru meðal annars virtar að vettugi. Þegar lit- ið er til þingstarfa undanfarna tvo vetur kemur skýrlega í ljós að flokkurinn hefur verið mjög leiði- tamur við vinstri flokkana tvo.“ – Hvernig lýsirðu þessum sam- starfsörðugleikum við varafor- manninn? „Ég hef ekki átt samtal við Magnús um alllangt skeið. Engu að síður hef ég óskað eftir fundum með honum en án árangurs. Ég óskaði meðal annars eftir fundi okkar á milli stuttu áður en ég til- kynnti áhuga minn fyrir varafor- mannsembætti flokksins á síðasta landsþingi Frjálslynda flokksins. Í bréfi mínu til Magnúsar lagði ég áherslu á mikilvægi þess að áhugi okkar beggja fyrir embættinu myndi fara fram með virðulegum og málefnalegum hætti. Þessu bréfi svaraði Magnús aldrei og kaus að fara aðrar leiðir. Ég hef kosið að starfa ekki lengur með Magnúsi Þór, við eigum einfald- lega ekki samleið. Í litlum þing- flokki hlýtur kuldi af þessu tagi að kalla á breytingar.“ – Hvað með formann flokksins, Guðjón Arnar Kristjánsson, og ykkar samskipti? „Samskipti mín við Guðjón hafa verið eðlileg. Ég á margra góðra stunda að minnast með Guðjóni.“ – Hvernig tók hann þinni ákvörðun? „Að sjálfsögðu var hann leiður yfir henni.“ Átti langan fund með Davíð – Á hvaða tímapunkti ákvaðstu að stíga þetta skref? „Fyrir skemmstu tók ég þá ákvörðun að leita eftir öflugri lið- veislu sjálfstæðismanna. Úrsögn mín úr Frjálslynda flokknum hef- ur verið mér ofarlega í huga um nokkurn tíma“ – Hvernig barstu þig að? Þú hefur væntanlega orðið að banka upp á hjá Sjálfstæðisflokknum? „Ég óskaði eftir fundi með for- manni þingflokks sjálfstæð- ismanna, Einari Kristni Guðfinns- syni. Honum og tveimur öðrum þingmönnum gerði ég grein fyrir áhuga mínum á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Vitanlega ræddum við ítarlega saman um mínar áherslur, þá sérstaklega þær sem snúa að sjávarútvegi, skattamálum og húsnæðiskerfinu. Einar Kristinn, Guðlaugur Þór Þórðarsson og Einar Oddur Krist- jánsson eru þingmenn sem vilja auka samkeppni á vísindasviði er snýr að hafrannsóknum. Orð þeirra og metnaður fyrir sömu áherslum veittu mér kjarkinn til að taka þessa stóru ákvörðun. Í kjölfarið átti ég langan og góðan fund með Davíð Oddssyni, for- manni Sjálfstæðisflokksins, sem bauð mig velkominn í hópinn. Ég hlakka til samstarfsins með þessum öfluga flokki.“ – Sjálfstæðismenn hafa ekki bankað á öxlina á þér og boðið þér að koma yfir? „Sjálfstæðismenn höfðu óbeint sýnt mér áhuga.“ – Var þetta þá ekki svo erfið ákvörðun? „Ég finn að þetta er rétt ákvörðun og mér er afskaplega létt. Ég er sannfærður um að mín- um baráttumálum er betur borgið á nýjum slóðum frekar en í þing- flokki Frjálslynda flokksins.“ – Af hverju telurðu þínum mál- um betur borgið innan Sjálfstæð- isflokksins? „Málefnalegur samhljómur milli mín og þingflokks sjálfstæð- ismanna er langtum skýrari. Það gefur auga leið að samstarf og skilningur innan þingflokks er lyk- ilforsenda að árangri í ólíkum málaflokkum.“ Betur borgið innan Sjálfstæðisflokksins – Fyrir síðustu kosningar gagn- rýndir þú Sjálfstæðisflokkinn harðlega fyrir kvótakerfið og rit- aðir m.a. grein í Morgunblaðið um að sjálfstæðismenn vildu hækka kvótaþakið. Er ekkert erfitt í ljósi þessa að skipta yfir í þennan sama flokk? „Ég tel mikil tækifæri fólgin í frjálsri samkeppni á vísindasvið- inu. Ég trúi því staðfastlega að hægt sé ná betri árangri með rétt- um áherslum. Aukinn afli af Ís- landsmiðum mun opna á ný og spennandi tækifæri, bæði fyrir fé- lög, einstaklinga og dreifbýlið. Þá er það staðreynd að kvótinn hefur svo til að öllu leyti skipt um hend- ur. Með öðrum orðum hafa út- gerðarmenn í dag langflestir þurft að kaupa sig inn í greinina og tryggja sér veiðiréttinn. Það er með öllu ógerlegt að snúa blaðinu við. Reynsla mín úr sjávarútvegi mun vonandi vega þungt í störfum mínum hjá Sjálfstæðisflokknum. Ég mun vinna að þörfum breyt- ingum í íslenskum sjávarútvegi innan frá.“ – Hvað með þína kjósendur í Suðvesturkjördæmi, ertu ekki að svíkja þá með því að skipta um flokk? „Hver einasti þingmaður er bundinn sinni sannfæringu. Það er sannfæring mín að baráttumálum mínum sé án efa betur borgið í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Í annan stað ber að minnast þess að Frjálslyndi flokkurinn hlaut 2.890 atkvæði í Suðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum. Hvergi á landinu fékk flokkurinn jafn- mörg atkvæði. Við þetta fólk og aðra stuðningsmenn vil ég ítreka að ég er sannfærður um að bar- áttumálum mínum og áherslu- málum í pólitík er betur borgið hjá Sjálfstæðisflokknum. Ég mun ekki láta staðar numið í mínum baráttumálum. Ég vona innilega að fólk treysti á mín störf þó að ég sé í öðrum þingflokki. Ég er enn sami maðurinn. Ég er enn Gunnar Örn Örlygsson.“ Verð að sanna mig – Hyggstu bjóða þig fram sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu þingkosningar? „Ég hef áhuga fyrir því en það eru að sjálfsögðu flokksmenn sem ákveða hverjir eru í framboði fyrir flokkinn hverju sinni.“ – Telurðu þig eiga góða mögu- leika á að ná kjöri í nýjum flokki? „Ég hef kynnst mörgum ein- staklingum í Suðvesturkjördæmi á kjörtímabilinu og fundið fyrir góð- um stuðningi. Hvað Suður- kjördæmið varðar þá kem ég úr Reykjanesbæ úr stórum hópi systkina, er vinamargur á þeim slóðum, hef tekið þátt í fé- lagslífinu þar í mörg ár og er al- inn upp í íþróttunum. Margir af mínum bestu vinum eru sjálfstæð- ismenn enda kaus ég alltaf flokk- inn hér áður, líkt og mínir for- eldrar. Þrátt fyrir þessa viðkynningu verð ég að sjálfsögðu að sanna mig sem öflugan þing- mann eftir breytingarnar. Ég vil ekki leggja dóm á mína möguleika – það getur beðið. Nú bíður mín ærinn starfi hjá öflugum þing- flokki, það er mér efst í huga á þessari stundu.“ – Með brotthvarfi þínu úr Frjálslynda flokknum eru eftir þrír þingmenn. Hefurður áhyggjur af flokknum og framtíð hans? „Vissulega hef ég áhyggjur af honum en mín hugsun er sú, fyrst og fremst, að allir þessir 63 þing- menn vilji nú vinna af heilindum fyrir þjóð sína. Menn deila hins vegar um leiðir. Vinstri menn hafa viljað hækka skatta og tryggja með þeim hætti ákveðinn jöfnuð í þjóðfélaginu. Hægri menn hafa kosið að stilla sköttum í hóf, vilja tryggja hvatann og fram- kvæmdaþróttinn í atvinnulífinu, bæði fyrir fyrirtæki og ein- staklinga, og búið þannig til gott velferðarkerfi. Ég aðhyllist hægri leiðina og tel að sífellt fleiri muni gera það á næstu misserum. Sé litið til stjórnmálanna í dag er að- eins einn flokkur hægra megin við miðju, Sjálfstæðisflokkurinn. Þar á ég heima.“ Gunnar Örn Örlygsson alþingismaður yfirgefur Frjálslynda flokkinn og gengur til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins Kuldi í litlum þingflokki kallaði á breytingar Þingflokkur Sjálfstæð- isflokksins fékk óvænt- an liðsauka í gær í Gunnari Erni Örlygs- syni, þingmanni Frjáls- lynda flokksins í Suð- vesturkjördæmi. Björn Jóhann Björnsson hitti Gunnar að máli í nýjum herbúðum og komst m.a. að því að málefna- ágreiningur við frjáls- lynda og samstarfsörð- ugleikar skiptu mestu um ákvörðun þing- mannsins. bjb@mbl.is Morgunblaðið/Golli Gunnar Örn Örlygsson er nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sá 23., og þar með verða stjórnarliðar orðnir 35 þegar Alþingi kemur saman á ný í haust og stjórnarandstæðingar orðnir 28 talsins. ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur þegið boð um að vera á næstu þremur árum þátttakandi í Samráðsþingi um loftslagsbreytingar sem Jeffrey Sachs, sérstakur fulltrúi Kofis Annans framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, hefur skipulagt. Þátttakendur í samráðsþinginu eru vísindamenn, forystumenn í al- þjóðamálum og stjórnendur fjöl- margra stórfyrir- tækja, einkum í Evrópu og Bandaríkjunum. Fyrsti fundur Samráðsþingsins var í New York í gær. Þar hélt Ólafur Ragnar ræðu þar sem hann fjallaði um loftslagsbreytingar á norðurslóð- um og þá lærdóma sem draga má af þeim. Fram kemur á heimasíðu forseta- embættisins, að markmiðið með Sam- ráðsþingi um loftslagsbreytingar sé að reyna að ná samstöðu meðal for- ystumanna í viðskiptalífi, vísindum og á alþjóðavettvangi um mat á yfirvof- andi hættu á loftslagsbreytingum og hvaða aðgerðir séu vænlegastar til hamla gegn þeim. Stjórnendur rúmlega 50 stórfyrir- tækja tóku þátt í þinginu og voru þeirra á meðal yfirmenn frá General Electric, Shell, BP, Norsk Hydro, Toyota og Coca-Cola. Ýmsir fremstu vísindamenn á þessu sviði, m.a. frá Harvard-háskólanum og Columbia- háskólanum, taka þátt í störfum sam- ráðsþingsins á komandi árum. Meðal frummælenda í gær var Wally Broec- ker, einn helsti sérfræðingur heims í rannsóknum á hafstraumum og haf- straumabeltinu sem liggur umhverfis Ísland.Samráðsþingið mun halda reglulega fundi á næstu þremur árum og ýmsir hópar sérfræðinga og ráð- gjafa vinna með þinginu á þeim tíma. Ólafur Ragnar tekur þátt í þingi um lofts- lagsbreytingar Ólafur Ragnar Grímsson ♦♦♦ „ÞETTA er mjög alvarlegt mál. Þetta eru einhver áhættusömustu störf á hverjum vinnustað, að vinna með vinnupalla af þessu tagi,“ sagði Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, um vinnuslysið við Kárahnjúka á mánudag þegar fjórir menn féllu 9–11 metra eftir að vinnupallar sem þeir voru á féllu niður. Eyjólfur sagði að á þessum stað hefðu aðstæður verið afar erfiðar enda slúti veggurinn, sem vinnupall- urinn voru við, fram. Vinnubrögð, kennsla og þjálfun verði því að vera í fullkomnu lagi. Aðspurður sagði hann að eftir slysið hefði þeim til- mælum verið beint til yfirmanna hjá Impregilo að verkið yrði einungis unnið eftir fullnægjandi verklags- reglum og það væri nú gert. Hann sagðist þó ekkert geta fullyrt um hvort farið hefði verið eftir verk- lagsreglum í aðdraganda slyssins. Slysið við Kára- hnjúka litið al- varlegum augum LÖGREGLAN á Hvolsvelli segir að nokkur brögð séu að því að öku- menn stórra pallbíla geri sér ekki grein fyrir hraðatakmörkunum sem gilda fyrir stærstu bílana. Lög- reglan bendir á að leyfilegur há- markshraði bíla, sem eru yfir 3.500 kíló að heildarþyngd, sé 80 km/klst. Á tímabilinu 3.–11. maí kærði lög- reglan á Hvolsvelli 27 fyrir of hrað- an akstur. Flestir voru stöðvaðir á Suðurlandsvegi og ók sá sem hrað- ast fór um á 138 kílómetra hraða. 80 km hámarks- hraði fyrir stóra pallbíla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.