Morgunblaðið - 08.06.2005, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ESB AÐGENGILEGRA
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra telur að ESB verði aðgengi-
legra fyrir lönd eins og Norður-
löndin, eftir að stjórnarskrá sam-
bandsins var felld. Kemur það til af
því að þeir sem lengst vildu ganga í
samrunaferli hafa orðið undir. Davíð
Oddsson utanríkisráðherra telur að
ESB verði að taka sér tak og nýta
sér niðurstöðuna með skynsam-
legum hætti.
Sparisjóður Hólahrepps
Fallist var á kröfur sóknaraðila í
máli Sparisjóðs Hólahrepps í mál-
flutningi fyrir héraðsdómi í gær en
hópur stofnfjáreigenda telur að sala
Kaupfélags Skagfirðinga á um 40%
hlut sínum í sjóðnum til starfsmanna
og maka þeirra hafi verið ólögmæt.
Nýr stofnfjárfundur verður haldinn
23. júní nk.
Clint Eastwood til landsins
Warner Brothers og Dream-
works, fyrirtæki Steven Spielberg,
hafa valið íslenska framleiðslufyr-
irtækið Take North sem þjónustuað-
ila sinn hér á landi við tökur á kvik-
myndinni Flags of our Fathers en
myndin verður tekin að hluta hér á
landi. Clint Eastwood leikstýrir
myndinni og hefjast tökur 12. ágúst.
Vilja aflétta skuldum
Leiðtogar Bandaríkjanna og
Bretlands, George W. Bush og Tony
Blair, ætla að leggja til í næsta mán-
uði að aflétt verði skuldum fátækra
þróunarríkja sem teljist vera að
koma á raunverulegum umbótum.
Verður tillaga þess efnis lögð fram
fundi átta helstu iðnríkja heims í
næsta mánuði.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Umræðan 30/32
Úr verinu 12 Bréf 32
Viðskipti 16 Minningar 33/41
Erlent 18/19 Dagbók 44
Landið 21 Víkverji 44
Höfuðborgin 22 Velvakandi 45
Akureyri 22 Staður og stund 46
Suðurnes 23 Menning 47/53
Daglegt líf 24/25 Ljósvakamiðlar 54
Listir 26/27 Veður 55
Forystugrein 28 Staksteinar 55
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%&' (
)***
OF MIKIÐ er veitt úr færeyska
þorskstofninum og hrygningarstofn-
inn er jafnstór og hann var árið 1990
þegar hann hrundi, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu sem Al-
þjóðahafrannsóknaráðið gaf út í
fyrradag.
Ráðið mælir með því að sókn í
stofninn verði minnkuð um að
minnsta kosti 50%. Hins vegar séu
minni upplýsingar fyrir hendi um
þorskstofninn á miðunum á Fær-
eyjabanka, sem er suðvestur af Fær-
eyjum, en nýjasta könnunin gefi til
kynna að lífþyngd stofnsins hafi
minnkað frá árinu 2002, sem bendi til
þess að draga þurfi úr sókn.
Jákup Reinert, deildarstjóri fiski-
deildar Fiskirannsóknastofu Fær-
eyja, segir ljóst að fækka þurfi sókn-
ardögum til þess að hrygn-
ingarstofninn nái sér á strik á ný og
segist ekki vera sammála þeim sem
mæli með því að auka við sóknar-
daga eða halda þeim óbreyttum.
Hann segir hrygningarstofninn hafa
verið góðan undanfarin ár og veiðina
góða en fjöldi sóknardaga hafa verið
of mikinn auk þess sem árangurinn
verði sífellt meiri á hverjum sókn-
ardegi.
Náttúrulegar sveiflur
Jón Kristjánsson fiskifræðingur
hefur ráðlagt Færeyingum í sjávar-
útvegsmálum og talað fyrir því að
sókn í stofninn verði ekki minnkuð.
Hann segir að hér sé um náttúru-
legar sveiflur að ræða og bendir á að
ráðið hafi áður mælt með minni sókn
en stofninn hafi vaxið þrátt fyrir
óbreytta veiði.
„Færeyingar og færeyskir sjó-
menn eru ekki að fara á taugum út af
þessu. Þetta er það sem hefur alltaf
gerst. Alþjóðahafrannsóknaráðið
spáir hruni eins og 1990, en þá varð
einhver mesta nýliðun í stofninum
sem sögur fara af og þess vegna
jókst aflinn og fór í 40 þúsund tonn
árið 2002, þannig að hann var ekki
hruninn, þó það sé sagt núna,“ segir
Jón.
Hann segir að ef farið hefði verið
eftir ráðleggingum Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins fyrir fjórum árum um
minni veiðar hefði það þýtt veru-
legan niðurskurð í þjóðartekjum
sem hefði að öllum líkindum þýtt að
Færeyjar hefðu farið á hausinn.
Færeyski hrygningar-
stofninn í lágmarki
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
MIKIÐ úrval tómata er á boðstólum nú í sumar og auk venjulegra tómata
standa neytendum til boða plómutómatar, kokkteiltómatar, kirsuberjatóm-
atar og konfekttómatar.
Á myndinni má sjá tómata á leiðinni á markað og má telja víst að neyt-
endur hér á landi eigi von á bragðgóðum tómötum í sumar.
Fjölbreytt úrval tómata
ÁKVEÐIÐ var á fundi stjórnar
Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæð-
isfélaganna í Reykjavík í gær að
viðhaft skuli prófkjör vegna upp-
stillingar á lista Sjálfstæðisflokks-
ins fyrir borgarstjórnarkosning-
arnar 27. maí á næsta ári.
Stjórnin mun leggja til við full-
trúaráðsfund í byrjun september að
prófkjörið skuli fara fram um mán-
aðamótin október-nóvember 2005.
Stjórnin mun jafnframt leggja til
að þátttaka í prófkjörinu verði
heimil öllum fullgildum meðlimum
sjálfstæðisfélaganna í kjördæminu,
sem þar eru búsettir og náð hafa 16
ára aldri prófkjörsdagana. Einnig
verður heimil þátttaka þeim stuðn-
ingsmönnum Sjálfstæðisflokksins
sem eiga munu kosningarétt í kjör-
dæminu við kosningarnar og hafa
undirritað inntökubeiðni í sjálf-
stæðisfélag í kjördæminu fyrir lok
kjörfundar.
Sjálfstæðismenn í
Reykjavík með
prófkjör í haust
ÁKÆRUR vegna banaslyss við Kárahnjúkavirkj-
un í mars 2004 voru þingfestar í Héraðsdómi Aust-
urlands í gær. Það var starfsmaður verktakafyr-
irtækisins Arnarfells, undirverktaka Impregilo,
sem lést af áverkum vegna grjóthruns í stíflustæð-
inu. Ákærðu neita allir sök en þeir eru forstjóri
verktakafyrirtækisins Arnarfells, þáverandi verk-
efnisstjóri Impregilo við Kárahnjúkavirkjun, yf-
irmaður öryggis- og heilbrigðismála Impregilo og
tveir verkefnisstjórar Visen-Ingar Joint Venture
(HIJV) framkvæmdaeftirlits við Kárahnjúka-
virkjun.
Ákærðu sem viðstaddir voru neituðu sök en
vildu ekki að öðru leyti tjá sig um ákærur. For-
stjóri verktakafyrirtækisins sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að hann hefði ekki mætt fyrir
réttinn að ráði lögmanns síns og segist neita sak-
argiftum. Honum er gefið að sök að hafa vanrækt
skyldu til að bregðast við bráðri hættu á heilsu-
tjóni eða vinnuslysum, aðfaranótt mánudagsins
15. mars 2004, með því að senda starfsmennina til
vinnu við borun í austari hluta táveggsstæðis á
stíflusvæði Kárahnjúkavirkjunar í Hafrahvamma-
gljúfri, þótt honum væri kunnugt um að bráð
hætta hefði skapast á grjóthruni á svæðinu vegna
hækkandi hitastigs næstu daga á undan og að við-
eigandi öryggisráðstafanir hefðu ekki verið gerð-
ar.
Fjórum er gefið að sök að hafa vanrækt að vinna
áætlun um öryggi og heilbrigði eða sérstakt
áhættumat vegna vinnu við virkjunarsvæðið, þrátt
fyrir ítrekuð fyrirmæli Vinnueftirlits ríkisins á
tímabilinu 6. maí 2003 til 24. febrúar 2004.
Einnig að hafa vanrækt að bregðast við bráðri
hættu á heilsutjóni eða vinnuslysum með því að
gera ekki viðeigandi ráðstafanir til að tryggja ör-
yggi starfsmanna vegna bráðrar hættu á grjót-
hruni í gljúfrinu undir austari hluta táveggsstæðis
Kárahnjúkastíflu vegna hækkandi hitastigs á
svæðinu fyrri hluta marsmánaðar 2004, sem leiddi
til þess að steinn losnaði úr hlíðinni aðfaranótt
mánudagsins 15. mars og lenti á starfsmanninum
með þeim afleiðingum að hann lést.
Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refs-
ingar.
Ákærur þingfestar í héraðsdómi í gær vegna banaslyss við Kárahnjúkavirkjun
Ákærðu neita sakargiftum
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
NÖFN þeirra íslensku sjómanna
sem létust í síðari heimsstyrjöldinni,
verða skráð á Minningaröldur sjó-
mannadagsins, en það er minn-
isvarði í Fossvogskirkjugarði með
nöfnum sjómanna sem hvíla í votri
gröf. Árni M. Mathiesen sjáv-
arútvegsráðherra greindi frá þessari
ákvörðun ríkisstjórnarinnar í ávarpi
sínu á sjómannadaginn um síðustu
helgi.
Hetjur Íslands á stríðsárunum
Talið er að allt að 211 Íslendingar,
nær allt sjómenn, hafi látið lífið af
völdum styrjaldarinnar, en á þessu
ári eru liðin 60 ár frá lokum hennar.
Árni sagði í samtali við Morg-
unblaðið að rætt hefði verið um
þetta áður, en að þessi tímamót
hefðu þótt rétta tilefnið. „Aðstand-
endur greiða yfirleitt fyrir það þegar
nöfn eru grafin í minnisvarðann.
Nöfn einhverra þessara sjómanna
eru þegar komin á varðann, en við
vildum tryggja að allra yrði minnst
sem hlutu þessi örlög vegna stríðs-
átakanna.“
Framlag sjómanna mikilvægt
Árni sagði í ávarpi sínu að engin
stétt á Íslandi hefði orðið jafnáþreif-
anlega vör við stríðið og íslenska sjó-
mannastéttin. „Framlag íslenskra
sjómanna í síðari heimsstyrjöldinni
var mjög mikilvægt þar sem fisk-
flutningarnir voru mikilvægir bæði
fyrir bandamenn og íslensku þjóð-
ina. Það er erfitt að setja sig í spor
sjómanna og fjölskyldna þeirra sem
lifðu þessa tíma, en okkur er þó öll-
um ljóst að mikið var lagt á fólkið
þar sem hættan á árás vofði alltaf yf-
ir. Hetjuskapur sumra var slíkur að
þeir fundu sér nýtt skipspláss og
héldu til hafs á ný eftir að hafa orðið
skipreika. Íslenska þjóðin virðir
framlag þessara manna og er þakk-
lát fyrir það.“
60 ár frá lokum síðari heimsstyrjaldar
Nöfn íslenskra sjómanna
skráð á minnisvarða
Morgunblaðið/Golli
Nöfn íslenskra sjómanna, sem fór-
ust í seinna stríði, verða skráð á
Minningaröldur sjómannadagsins.