Morgunblaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ESB AÐGENGILEGRA Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra telur að ESB verði aðgengi- legra fyrir lönd eins og Norður- löndin, eftir að stjórnarskrá sam- bandsins var felld. Kemur það til af því að þeir sem lengst vildu ganga í samrunaferli hafa orðið undir. Davíð Oddsson utanríkisráðherra telur að ESB verði að taka sér tak og nýta sér niðurstöðuna með skynsam- legum hætti. Sparisjóður Hólahrepps Fallist var á kröfur sóknaraðila í máli Sparisjóðs Hólahrepps í mál- flutningi fyrir héraðsdómi í gær en hópur stofnfjáreigenda telur að sala Kaupfélags Skagfirðinga á um 40% hlut sínum í sjóðnum til starfsmanna og maka þeirra hafi verið ólögmæt. Nýr stofnfjárfundur verður haldinn 23. júní nk. Clint Eastwood til landsins Warner Brothers og Dream- works, fyrirtæki Steven Spielberg, hafa valið íslenska framleiðslufyr- irtækið Take North sem þjónustuað- ila sinn hér á landi við tökur á kvik- myndinni Flags of our Fathers en myndin verður tekin að hluta hér á landi. Clint Eastwood leikstýrir myndinni og hefjast tökur 12. ágúst. Vilja aflétta skuldum Leiðtogar Bandaríkjanna og Bretlands, George W. Bush og Tony Blair, ætla að leggja til í næsta mán- uði að aflétt verði skuldum fátækra þróunarríkja sem teljist vera að koma á raunverulegum umbótum. Verður tillaga þess efnis lögð fram fundi átta helstu iðnríkja heims í næsta mánuði. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Umræðan 30/32 Úr verinu 12 Bréf 32 Viðskipti 16 Minningar 33/41 Erlent 18/19 Dagbók 44 Landið 21 Víkverji 44 Höfuðborgin 22 Velvakandi 45 Akureyri 22 Staður og stund 46 Suðurnes 23 Menning 47/53 Daglegt líf 24/25 Ljósvakamiðlar 54 Listir 26/27 Veður 55 Forystugrein 28 Staksteinar 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #            $         %&' ( )***                          OF MIKIÐ er veitt úr færeyska þorskstofninum og hrygningarstofn- inn er jafnstór og hann var árið 1990 þegar hann hrundi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu sem Al- þjóðahafrannsóknaráðið gaf út í fyrradag. Ráðið mælir með því að sókn í stofninn verði minnkuð um að minnsta kosti 50%. Hins vegar séu minni upplýsingar fyrir hendi um þorskstofninn á miðunum á Fær- eyjabanka, sem er suðvestur af Fær- eyjum, en nýjasta könnunin gefi til kynna að lífþyngd stofnsins hafi minnkað frá árinu 2002, sem bendi til þess að draga þurfi úr sókn. Jákup Reinert, deildarstjóri fiski- deildar Fiskirannsóknastofu Fær- eyja, segir ljóst að fækka þurfi sókn- ardögum til þess að hrygn- ingarstofninn nái sér á strik á ný og segist ekki vera sammála þeim sem mæli með því að auka við sóknar- daga eða halda þeim óbreyttum. Hann segir hrygningarstofninn hafa verið góðan undanfarin ár og veiðina góða en fjöldi sóknardaga hafa verið of mikinn auk þess sem árangurinn verði sífellt meiri á hverjum sókn- ardegi. Náttúrulegar sveiflur Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur ráðlagt Færeyingum í sjávar- útvegsmálum og talað fyrir því að sókn í stofninn verði ekki minnkuð. Hann segir að hér sé um náttúru- legar sveiflur að ræða og bendir á að ráðið hafi áður mælt með minni sókn en stofninn hafi vaxið þrátt fyrir óbreytta veiði. „Færeyingar og færeyskir sjó- menn eru ekki að fara á taugum út af þessu. Þetta er það sem hefur alltaf gerst. Alþjóðahafrannsóknaráðið spáir hruni eins og 1990, en þá varð einhver mesta nýliðun í stofninum sem sögur fara af og þess vegna jókst aflinn og fór í 40 þúsund tonn árið 2002, þannig að hann var ekki hruninn, þó það sé sagt núna,“ segir Jón. Hann segir að ef farið hefði verið eftir ráðleggingum Alþjóðahafrann- sóknaráðsins fyrir fjórum árum um minni veiðar hefði það þýtt veru- legan niðurskurð í þjóðartekjum sem hefði að öllum líkindum þýtt að Færeyjar hefðu farið á hausinn. Færeyski hrygningar- stofninn í lágmarki Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is MIKIÐ úrval tómata er á boðstólum nú í sumar og auk venjulegra tómata standa neytendum til boða plómutómatar, kokkteiltómatar, kirsuberjatóm- atar og konfekttómatar. Á myndinni má sjá tómata á leiðinni á markað og má telja víst að neyt- endur hér á landi eigi von á bragðgóðum tómötum í sumar. Fjölbreytt úrval tómata ÁKVEÐIÐ var á fundi stjórnar Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík í gær að viðhaft skuli prófkjör vegna upp- stillingar á lista Sjálfstæðisflokks- ins fyrir borgarstjórnarkosning- arnar 27. maí á næsta ári. Stjórnin mun leggja til við full- trúaráðsfund í byrjun september að prófkjörið skuli fara fram um mán- aðamótin október-nóvember 2005. Stjórnin mun jafnframt leggja til að þátttaka í prófkjörinu verði heimil öllum fullgildum meðlimum sjálfstæðisfélaganna í kjördæminu, sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana. Einnig verður heimil þátttaka þeim stuðn- ingsmönnum Sjálfstæðisflokksins sem eiga munu kosningarétt í kjör- dæminu við kosningarnar og hafa undirritað inntökubeiðni í sjálf- stæðisfélag í kjördæminu fyrir lok kjörfundar. Sjálfstæðismenn í Reykjavík með prófkjör í haust ÁKÆRUR vegna banaslyss við Kárahnjúkavirkj- un í mars 2004 voru þingfestar í Héraðsdómi Aust- urlands í gær. Það var starfsmaður verktakafyr- irtækisins Arnarfells, undirverktaka Impregilo, sem lést af áverkum vegna grjóthruns í stíflustæð- inu. Ákærðu neita allir sök en þeir eru forstjóri verktakafyrirtækisins Arnarfells, þáverandi verk- efnisstjóri Impregilo við Kárahnjúkavirkjun, yf- irmaður öryggis- og heilbrigðismála Impregilo og tveir verkefnisstjórar Visen-Ingar Joint Venture (HIJV) framkvæmdaeftirlits við Kárahnjúka- virkjun. Ákærðu sem viðstaddir voru neituðu sök en vildu ekki að öðru leyti tjá sig um ákærur. For- stjóri verktakafyrirtækisins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði ekki mætt fyrir réttinn að ráði lögmanns síns og segist neita sak- argiftum. Honum er gefið að sök að hafa vanrækt skyldu til að bregðast við bráðri hættu á heilsu- tjóni eða vinnuslysum, aðfaranótt mánudagsins 15. mars 2004, með því að senda starfsmennina til vinnu við borun í austari hluta táveggsstæðis á stíflusvæði Kárahnjúkavirkjunar í Hafrahvamma- gljúfri, þótt honum væri kunnugt um að bráð hætta hefði skapast á grjóthruni á svæðinu vegna hækkandi hitastigs næstu daga á undan og að við- eigandi öryggisráðstafanir hefðu ekki verið gerð- ar. Fjórum er gefið að sök að hafa vanrækt að vinna áætlun um öryggi og heilbrigði eða sérstakt áhættumat vegna vinnu við virkjunarsvæðið, þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli Vinnueftirlits ríkisins á tímabilinu 6. maí 2003 til 24. febrúar 2004. Einnig að hafa vanrækt að bregðast við bráðri hættu á heilsutjóni eða vinnuslysum með því að gera ekki viðeigandi ráðstafanir til að tryggja ör- yggi starfsmanna vegna bráðrar hættu á grjót- hruni í gljúfrinu undir austari hluta táveggsstæðis Kárahnjúkastíflu vegna hækkandi hitastigs á svæðinu fyrri hluta marsmánaðar 2004, sem leiddi til þess að steinn losnaði úr hlíðinni aðfaranótt mánudagsins 15. mars og lenti á starfsmanninum með þeim afleiðingum að hann lést. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refs- ingar. Ákærur þingfestar í héraðsdómi í gær vegna banaslyss við Kárahnjúkavirkjun Ákærðu neita sakargiftum Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is NÖFN þeirra íslensku sjómanna sem létust í síðari heimsstyrjöldinni, verða skráð á Minningaröldur sjó- mannadagsins, en það er minn- isvarði í Fossvogskirkjugarði með nöfnum sjómanna sem hvíla í votri gröf. Árni M. Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra greindi frá þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar í ávarpi sínu á sjómannadaginn um síðustu helgi. Hetjur Íslands á stríðsárunum Talið er að allt að 211 Íslendingar, nær allt sjómenn, hafi látið lífið af völdum styrjaldarinnar, en á þessu ári eru liðin 60 ár frá lokum hennar. Árni sagði í samtali við Morg- unblaðið að rætt hefði verið um þetta áður, en að þessi tímamót hefðu þótt rétta tilefnið. „Aðstand- endur greiða yfirleitt fyrir það þegar nöfn eru grafin í minnisvarðann. Nöfn einhverra þessara sjómanna eru þegar komin á varðann, en við vildum tryggja að allra yrði minnst sem hlutu þessi örlög vegna stríðs- átakanna.“ Framlag sjómanna mikilvægt Árni sagði í ávarpi sínu að engin stétt á Íslandi hefði orðið jafnáþreif- anlega vör við stríðið og íslenska sjó- mannastéttin. „Framlag íslenskra sjómanna í síðari heimsstyrjöldinni var mjög mikilvægt þar sem fisk- flutningarnir voru mikilvægir bæði fyrir bandamenn og íslensku þjóð- ina. Það er erfitt að setja sig í spor sjómanna og fjölskyldna þeirra sem lifðu þessa tíma, en okkur er þó öll- um ljóst að mikið var lagt á fólkið þar sem hættan á árás vofði alltaf yf- ir. Hetjuskapur sumra var slíkur að þeir fundu sér nýtt skipspláss og héldu til hafs á ný eftir að hafa orðið skipreika. Íslenska þjóðin virðir framlag þessara manna og er þakk- lát fyrir það.“ 60 ár frá lokum síðari heimsstyrjaldar Nöfn íslenskra sjómanna skráð á minnisvarða Morgunblaðið/Golli Nöfn íslenskra sjómanna, sem fór- ust í seinna stríði, verða skráð á Minningaröldur sjómannadagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.