Morgunblaðið - 08.06.2005, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • Auðbrekku 1 • Sími 544 4480
www.1928.is
Gínur
Töskur
Tilboð 20% afsláttur
Gullfallegar ódýrar gjafavörur
Ilmjurtir
Ilmpúðar
Ný stjórnarskráEvrópusam-bandsins hefur
gengið í gegnum miklar
hremmingar undanfarna
daga, með höfnun Frakka
og Hollendinga og frestun
á þjóðaratkvæðagreiðslu í
Bretlandi, og segja sumir
að í raun sé stjórnarskráin
dautt plagg þó að staðfest-
ingarferlið hafi haldið
áfram í öðrum ríkjum.
Halldór Ásgrímsson for-
sætisráðherra sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær
að hann teldi stjórnar-
skrána í raun dauðadæmda í nú-
verandi mynd, og langan tíma
muni taka að átta sig á því hvert
framhaldið verður. Það hafi verið
mikil bjartsýni að leggja svo flókna
stjórnarskrá fyrir um leið og verið
er að stækka ESB svo mikið, og
ekki verra fyrir sambandið að taka
sér lengri tíma til þess að fara yfir
málin.
„Að mínu mati dregur þetta úr
því að menn haldi áfram að vinna
að því, að mínu mati óraunhæfa
verkefni, að Evrópa verði einhvers
konar sambandsríki. Ég tel að
þessi niðurstaða sýni að það er ekki
stuðningur við það meðal þessara
þjóða,“ segir Halldór. „Þess vegna
tel ég að það Evrópusamband sem
verður til í framhaldi af þessu sé
aðgengilegra fyrir lönd eins og
Norðurlöndin með sínar lýðræðis-
hefðir og sína áherslu á að þjóðrík-
in starfi áfram með eðlilegum
hætti en deili fullveldi sínu á
ákveðnum sviðum.“
Aukið samband
við ESB á bið
Davíð Oddsson utanríkisráð-
herra segir það ekki hafa nein bein
áhrif hér á landi þó stjórnarskrá
ESB verði ekki að veruleika. „Ég
held að það hafi enginn í raunveru-
legri alvöru talað um inngöngu Ís-
lands í ESB, það dæmi gengur alls
ekki upp af mörgum ástæðum.
Ekki bara sjávarútveginum, þó
það sé augljóst út frá því, heldur
jafnframt vegna evrunar og bind-
ingar við þá þætti. Við sjáum hvert
vandamálið er, við erum að hækka
vexti af því að hér er svo mikill
uppgangur, en þeir eru að kýla
vexti niður í botn af því þeir eru í
svo mikilli lægð.“
Hann segir ljóst að á meðan for-
svarsmenn ESB taki ekki á sínum
innri málum sé öll umræða um vax-
andi samband annarra þjóða við
ESB í raun komin á bið. Það megi
m.a. sjá á afstöðu Norðmanna, en
þar hefur Kjell Magne Bondevik
forsætisráðherra sagt að útilokað
sé að spurningin um aðild Noregs
að ESB komist á dagskrá næstu
fjögur árin. Davíð segir stjórnar-
skrána úr leik, eins og ljóst hafi
verið þegar Frakkland hafnaði
henni, og enn betur nú þegar Hol-
land hefur einnig hafnað henni, og
Bretland frestað atkvæðagreiðsl-
unni.
Baldur Þórhallsson stjórnmála-
fræðingur segir að fljótt á litið hafi
sú staða sem stjórnarskráin er
komin í ekki mikil áhrif á hugsan-
lega aðild Íslands að ESB. Spurn-
ingin sé hvað gerist í framhaldinu,
hvort þetta hægi á stækkun og
dýpkun sambandsins, t.d. því að
ríkin taki upp nánari samvinnu á
sviði öryggis- og varnarmála.
Ein möguleg áhrif eru þó þau að
draga úr áhuga Norðmanna á því
að ganga í ESB, sem minnki þá um
leið pressu á íslensk stjórnvöld að
skoða aðild, þó ekki sé sjálfgefið að
Ísland gangi í sambandið þó Norð-
menn gerið það.
Baldur segir að í stjórnar-
skránni sem slíkri hafi ekki verið
neinar þær róttæku breytingar
sem kallað geti á aukna miðstýr-
ingu frá Brussel. Þær breytingar
hafi í raun verið þegar komnar með
eldra samkomulagi og ESB verði
svipað eftir sem áður. „Ég held því
að þetta breyti hvorki afstöðu
þeirra sem hingað til hafa verið
mótfallnir aðild Íslands að ESB né
eru henni fylgjandi.“
Yfirlýsingar Evrópusinnaðra
stjórnmálamanna undanfarinna
daga má túlka á þann hátt að hald-
ið verði áfram á sömu braut í stað
þess að hlusta á þá sem greiddu at-
kvæði gegn stjórnarskránni, að
mati Baldurs. Því virðist sem hald-
ið verði áfram með Evrópusam-
runann, þó finna þurfi aðrar leiðir
til þess, og vilji kjósenda í raun
hundsaður.
Eykur eða dregur úr áhuga?
Svo virðist sem staða stjórnar-
skrárinnar hafi ekki áhrif á afstöðu
þeirra sem annaðhvort eru fylgj-
andi aðild Íslands að ESB eða mót-
fallnir henni. „Ef eitthvað er þá
ætti þetta að auka áhugann, held
ég,“ segir Andrés Pétursson, for-
maður Evrópusamtakanna, félags
áhugamanna um Evrópusam-
vinnu. Hann segir höfnun á stjórn-
arskránni í raun gera ESB meira
aðlaðandi fyrir Íslendinga, sam-
bandið verði sveigjanlegra og
minna miðstýrt og möguleikar í að-
ildarviðræðum meiri.
Ragnar Arnalds, formaður
Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæð-
issinna í Evrópumálum, er á önd-
verðum meiði, og segist ekki í vafa
um að neikvæð umræða um stjórn-
arskrána hafi þau áhrif að áhugi á
aðild hér á landi minnki. Hann
bendir á stöðuna í Noregi þar sem
stórfelld umskipti hafa orðið í af-
stöðu kjósenda til ESB.
Fréttaskýring|ESB er vandi á höndum
Takmörkuð
áhrif á Íslandi
Ný stjórnarskrá Evrópusambandsins
dauðadæmd í núverandi mynd
Franskt nei var upphafið að endinum.
Varð rangnefni stjórnar-
skrá ESB að falli?
„Einn af þeim þáttum sem ollu
því að almenningur snerist gegn
nýrri stjórnarskrá ESB er ein-
mitt nafnið „stjórnarskrársátt-
máli“,“ segir Baldur Þórhallsson.
„Það hljómar þannig að það sé
verið að koma á ákveðinni
stjórnarskrá í Evrópu með þeim
róttæku breytingum sem það
hefur í för með sér.“ Það sé þó
ekki raunin og fyrir vikið hafi
málið fengið á sig neikvæðan blæ
hjá þeim sem ekki vilja meiri
völd til Brussel.
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
„SUMARIÐ er oft sá tími sem ungt
fólk byrjar að nota tóbak, áfengi
eða vímuefni,“ sagði Hildur Haf-
stein, fulltrúi Lýðheilsustöðvar í
SAMAN-hópnum, á blaðamanna-
fundi hópsins á dögunum.
SAMAN-hópurinn hefur starfað í
nokkur ár en í honum sitja fulltrúar
frá 22 stofnunum, sveitarfélögum
og frjálsum félagasamtökum. Hild-
ur lagði áherslu á að viðhalda þeim
góða árangri sem hefur náðst í for-
varnarstarfi. Nú þurfi að leggja
áherslu á aldurshópinn frá 16-18
ára enda breytist margt hjá börn-
unum þegar þau fara í framhalds-
skóla.
„SAMAN-hópurinn vill minna
foreldra unglinga á að á sumrin
gefst mikill tími til samveru-
stunda,“ sagði Hildur og benti á að
á sumrin hefðu unglingar meiri frí-
tíma, meira fé milli handanna og oft
breyttan vinahóp þegar vinnan tek-
ur við af skólanum.
Samverustundir
mikilvægastar
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, var viðstaddur fundinn og
afhenti m.a. viðurkenningar SAM-
AN-hópsins fólki sem hefur unnið
ötullega að rannsóknum á þessu
sviði. Ólafur benti á mikilvægi þess
að halda unglingum frá því að
reykja eða smakka áfengi til átján
ára aldurs. Rannsóknir sýndu að
líkurnar á eiturlyfjaneyslu minnk-
uðu umtalsvert þeim mun síðar sem
reykingar eða áfengisdrykkja hæf-
ust. „Tölurnar eru svo sláandi að
það er ekki hægt að efast um sam-
hengið,“ sagði Ólafur og bætti við:
„Mér varð á að segja fyrir nokkrum
árum að kannski ættum við að
hvetja unglingana til að bíða með
að byrja að reykja og drekka þar til
þeir fá bílprófið. En mér var bent á
að það væri kannski ekki skyn-
samlegt samhengi,“ sagði Ólafur og
uppskar hlátur viðstaddra.
Ólafur sagði samverustundir
barna og foreldra mikils virði en að
ekki skipti öllu máli hvað gert væri.
„Ég held við höfum öll gert þessi
mistök að leggja of mikla áherslu á
að gera eitthvað sem raunverulega
skiptir máli í samverustundum,
helst lesa Sturlungu eða eitthvað
slíkt. En rannsóknirnar sýna að það
skiptir litlu máli hvað við gerum
með börnunum. Hvort við spilum
boltaleik, eða horfum bara á sjón-
varpið. Samverustundirnar skipta
mestu máli,“ sagði Ólafur og ítrek-
aði að forvarnarstarf hópa eins og
SAMAN-hópsins mætti mæla í millj-
örðum enda væri kostnaðurinn í
heilsugæslunni, réttarkerfinu og
fangelsunum vegna vímuefnavand-
ans verulegur svo ekki sé talað um
fórnarkostnaðinn.
Fiktið byrjar oft á sumrin
Morgunblaðið/Eyþór
Ólafur Ragnar Grímsson afhendir Sigrúnu Aðalbjarnadóttur viðurkenningu fyrir góð rannsóknarstörf. Einnig
fengu viðurkenningu Inga Dóra Sigfúsdóttir, Þórólfur Þórlindsson og Þóroddur Bjarnason.
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
BROTIST var inn í fimm bíla á Ak-
ureyri í fyrrinótt. Að sögn lögreglu
var a.m.k. í einu tilviki stolnum bíl
ekið innanbæjar og skilið við hann.
Þjófarnir höfðu í einhverjum tilvik-
um á brott með sér lausamuni,
geisladiska og annað sem fólk
geymdi í bílum sínum.
Að sögn lögreglu voru dæmi þess
að bílar væru ólæstir sem farið var
inn í, og vill lögregla brýna fyrir fólki
að ganga vel frá bílum sínum.
Brotist
inn í bíla
TIL stendur að slá upp alþjóðlegum
búðum við Kárahnjúka síðari hluta
júnímánaðar samkvæmt upplýsing-
um Elísabetar Jökulsdóttur. Tjald-
búðirnar, sem munu standa fram í
ágúst/september, eða svo lengi sem
veður leyfir, munu verða vettvangur
fyrir fólk að koma á framfæri mót-
mælum sínum við virkjunarfram-
kvæmdunum. Boðið verður upp á
fjölbreytta menningardagskrá,
fræðslufundi og gönguferðir með
leiðsögumönnum. Að búðunum
standa engin samtök, heldur fjöldi
einstaklinga úr öllum áttum sem láta
sig varða framtíð og örlög náttúru-
gersema okkar. Öllum er velkomið
að taka þátt.
Alþjóðlegar
búðir við
Kárahnjúka
♦♦♦