Morgunblaðið - 08.06.2005, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 11
FRÉTTIR
FRÁFARANDI skólastjóri Landa-
kotsskóla, séra Hjalti Þorkelsson,
sem sagði starfi sínu lausu sl. föstu-
dag, hefur staðfest að hann muni
ekki taka við starfinu aftur þrátt fyr-
ir óskir foreldra við skólann sem
lýstu einróma yfir stuðningi við
hann á fundi í fyrrakvöld. Skoruðu
þeir á skólastjórn að ráða Hjalta á
ný sem skólastjóra með fullt og
óskorað umboð til meðferðar starfs-
mannamála.
Gerði ekki ráð fyrir
að svona færi
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Hjalti að málið liggi þannig fyrir að
hann hafi ákveðið að segja upp á
föstudaginn var. „Mér þykir leitt að
slíkt moldviðri skyldi þyrlast upp í
kringum uppsögnina. Ástæðan var
einfaldlega sú að ég tel mér ekki
fært að vinna með núverandi
stjórn.“
Morgunblaðið hefur greint frá því
að í aprílmánuði ákvað Reykjavík-
urlistinn að hækka fjárframlög til
skólans sem þá bjó orðið við erfiðan
fjárhag. Rekstrarforminu var þá
breytt þannig að skólinn varð sjálfs-
eignarstofnun en kaþólska kirkjan
sem áður átti hann og rak, útvegar
frítt húsnæði. Í kjölfarið, hinn 25.
maí, birti blaðið grein um framtíð og
starfið í Landakotsskóla þar sem
séra Hjalti sagði mörg verkefni fram
undan. „Á þeim tíma gerði ég nú
ekki ráð fyrir að svona færi enda var
ég vongóður um að málin leystust,“
sagði Hjalti í gær en jafnframt kvað
hann það óhjákvæmilegt að ljúka
störfum í Landakotsskóla við núver-
andi aðstæður.
Séra Hjalti hefur starfað nánast
óslitið sem kennari við skólann frá
árinu 1983 en tók við starfi skóla-
stjóra fyrir sjö árum. Spurður um
hvort rétt sé að hann hverfi nú til
annarra starfa á vegum kirkjunnar
segir hann að kaþólskir prestar séu
alltaf prestar og að þannig hafi hann
starfað sem prestur í Hafnarfirði í
tíu ár á sama tíma og hann kenndi á
Landakoti. Hann muni þó byrja á að
taka sér sumarfrí sem hann eigi inni
frá 16. júní.
Foreldraráð hittir skólastjórn
„Stjórnin lendir í erfiðu máli þeg-
ar hún er að hefja sína vinnu þar
sem upp kom þessi ágreiningur milli
stjórnenda skólans,“ sagði formaður
foreldraráðs Landakotsskóla, Þór-
unn Erhardsdóttir. Hún sagðist trúa
að stjórnin væri öll af vilja gerð til að
leysa málið farsællega og að verið
væri að vinna að lausnum. Þá sagði
Gunnar Örn Ólafsson stjórnarfor-
maður í gær að boðað hafi verið til
fundar skólastjórnar með foreldra-
ráði klukkan eitt í dag en að almenn-
ur foreldrafundur verði haldinn á
morgun. Einnig sagði Gunnar að
séra Hjalta hafi vissulega verið boð-
ið að taka við starfinu aftur og þá á
þeim forsendum að geta bæði ráðið
og rekið fólk en þannig að skóla-
stjórn hefði aðgang að öllum samn-
ingum.
„Ákvörðunin tengist ekki
öðrum persónum“
Ágreiningur milli Hjalta og skóla-
stjórnar komst fyrst í fjölmiðla
vegna uppsagnar Bessíar Jóhanns-
dóttur aðstoðarskólastjóra. Gunnar
Örn segir uppsögnina eingöngu hafa
verið af fjárhagslegum toga og að
áður hafi þær hugmyndir komið
fram að ná fram nauðsynlegri hag-
kvæmni í skólastarfinu með aðgerð-
um á borð við þessa.
Hjalti sagði um það að sér fyndist
hann hafa sagt nóg. „Ákvörðun sem
ég tók tengist ekki öðrum persónum.
Að öðru leyti hef ég ekki meira að
segja en óska skólanum gæfu í fram-
tíðinni. Það er nóg af hæfu fólki sem
getur tekið við því starfi sem ég
sinnti,“ sagði Hjalti Þorkelsson.
Ágreiningur er á milli stjórnenda Landakotsskóla og skólastjóri hefur sagt starfi sínu lausu
Tekur ekki við stöðu skólastjóra á ný
Morgunblaðið/Þorkell
Landakotsskóla var nýlega breytt í sjálfseignarstofnun í húsnæði kaþólsku kirkjunnar sem áður rak skólann.
Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur
aps@mbl.is
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfar-
andi yfirlýsing frá stjórn Landakotsskóla
ses:
„Vegna umfjöllunar fjölmiðla um málefni
Landakotsskóla ses vill stjórn skólans koma
eftirfarandi á framfæri.
Undanfarin ár hefur alvarlegur fjárhags-
og stjórnunarvandi steðjað að Landakots-
skóla, m.a. vegna mikils kostnaðar við nýaf-
staðnar byggingarframkvæmdir á vegum
skólans. Svo miklir hafa erfiðleikarnir verið
að um tíma leit út fyrir að hætta þyrfti
rekstri skólans. Bæði fyrrverandi og núver-
andi stjórn skólans hafa þurft að gera marg-
víslegar ráðstafanir í því skyni að bjarga
rekstrinum. Við blasir að ef ekki hefði verið
tekið á vandanum hefði stefnt í algert óefni
fyrir skólann, með tilheyrandi óvissu fyrir á
annað hundrað nemendur hans og fjölskyld-
ur þeirra.
Því miður hefur stjórn skólans og skóla-
stjóri ekki verið einhuga um leiðir til lausn-
ar á vanda skólans. Meðal annars hefur risið
ágreiningur um ábyrgð á starfsmannahaldi
en samkvæmt samþykktum Landakotsskóla
bera skólastjóri og stjórn sameiginlega
ábyrgð á því sviði. Hefur skólastjóri nú sagt
starfi sínu lausu vegna þess að stjórnin var
ekki reiðubúin að fallast á kröfu hans um
óskorað umboð til að ráða kennara og annað
starfsfólk. Stjórnin harmar að skólastjóri
skuli af þessum sökum hafa valið þann kost
að láta af skólastjórastarfinu og taka upp
nýtt starf innan kirkjunnar. Eru honum
þökkuð vel unnin störf í þágu Landakots-
skóla.
Stjórnin telur að þær aðgerðir sem gripið
hefur verið til muni skila árangri og að tak-
ast muni að tryggja grundvöll starfseminnar
til framtíðar. Full samstaða ríkir milli
stjórnar og kennararáðs Landakotsskóla um
að halda áfram því góða og nána fræðslu-
starfi sem unnið hefur verið um áratuga
skeið innan veggja skólans. Undirbúningur
vegna næsta skólaárs er í fullum gangi og
mun á næstunni verða auglýst eftir nýjum
skólastjóra.
Það er von stjórnarinnar að hún muni
áfram geta átt gott samstarf við foreldra,
kennara og annað starfsfólk skólans með
hagsmuni nemenda að leiðarljósi.
F.h. stjórnar Landakotsskóla ses.
Gunnar Örn Ólafsson
formaður.“
Yfirlýsing frá stjórn Landakotsskóla
Full samstaða um
áframhald skólastarfs
VINSTRIHREYFINGIN – grænt
framboð hefur sótt um og fengið út-
hlutað nýjum listabókstaf, þ.e. bók-
stafnum V í stað U, sem hreyfingin
hefur haft til þessa. Þetta kom fram
á blaðamannafundi sem hreyfingin
efndi til í höfuðstöðvum sínum ný-
lega.
Í máli Steingríms J. Sigfússonar,
formanns Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, kom fram að tals-
vert hafi borið á misskilningi meðal
fólks hvaða bókstaf flokkurinn hefði,
en flokkurinn hefur notað listabók-
stafinn U í tvennum Alþingiskosn-
ingum og einum sveitarstjórn-
arkosningum. Segir Steingrímur
misskilninginn sérstaklega hafa ver-
ið áberandi í síðustu Alþingiskosn-
ingum þar sem talsvert hafi borið á
því að utankjörstaðaatkvæði hefðu
verið merkt með V.
Ruglingur á milli V og U
„Voru slík utankjörstaðaatkvæði
úrskurðuð flokknum í sumum kjör-
dæmum en öðrum ekki,“ segir Stein-
grímur og bendir á að sami rugl-
ingur hafi einnig verið uppi á
teningnum í sveitarstjórnarkosning-
unum 2002. Segir hann þennan rugl-
ing milli V og U vafalítið til kominn
vegna þess að nafn flokksins byrjar
á V, auk þess sem merki flokksins er
stílfært V.
Þegar Vinstrihreyfingin – grænt
framboð var stofnuð árið 1999 var
reglum samkvæmt ekki hægt að fá
listabókstafinn V þar sem of stutt
var þá um liðið síðan bókstafurinn
hafði síðast verið notaður í kosn-
ingum, en Kvennalistinn bauð fram
undir með þeim bókstaf í Alþing-
iskosningum árið 1995. Að sögn
Steingríms hefur það verið regla að
úthluta ekki öðrum aðila listabókstaf
fyrr en að minnsta kosti und-
angegnum einum kosningum þar
sem hann hefur ekki verið notaður.
1. ágúst nk. tekur Svandís Svav-
arsdóttir við framkvæmdastjóra-
starfinu af Kristínu Halldórsdóttur.
Greint var frá því á fréttamanna-
fundinum að næsti landsfundur
flokksins verði haldinn á Grand Hót-
eli í Reykjavík helgina 21.–23. októ-
ber.
Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur fengið úthlutað listabókstafnum V í stað U
Næsti landsfundur verður haldinn í október
Morgunblaðið/Sverrir
Steingrímur J. Sigfússon, Kristín Halldórsdóttir og Svandís Svavarsdóttir
(lengst t.v.) kampakát með nýja listabókstaf flokksins.
EFTIRFARANDI erindi frá lögmanni kaþ-
ólsku kirkjunnar hefur borist Morgunblaðinu:
„Bréf þetta er ritað fyrir hönd Kaþólsku
kirkjunnar sem frá árinu 1896 hefur rekið
skóla að Landakoti þar til í maí sl. að fyrir at-
beina kirkjunnar var stofnuð sjálfseignar-
stofnun til að halda skólastarfinu áfram. Vegna
opinberrar umfjöllunar um starfsemi skólans
telur kirkjan nauðsynlegt að gera grein fyrir
ástæðum þess að rekstrarfyrirkomulagi skól-
ans var breytt og skipan stjórnar skólans.
Um nokkurra ára skeið hefur skólinn glímt
við viðvarandi rekstrarhalla og nema skuldir
kirkjunnar vegna Landakotsskóla yfir 100
milljónum króna. Vegna fjárhagsvandans
ákvað Kaþólska kirkjan að hætta rekstri skól-
ans og gerði kennurum og öðrum velunnurum
skólans grein fyrir þeirri ákvörðun. Í kjölfarið
fann kirkjan fyrir miklum og góðum hug for-
eldra, kennara og stjórnvalda til að leita leiða
til að halda skólastarfi áfram að Landakoti.
Forsenda þess var að endurskoða fjárhags-
legan rekstrargrundvöll starfseminnar.
Viðræður við borgaryfirvöld leiddu til
hækkunar á fjárframlögum til skólans. Kaþ-
ólska kirkjan var tilbúin að styðja við áfram-
haldandi skólastarf með því að veita endur-
gjaldslaus afnot af skólabyggingum að
Landakoti og standa straum af viðhaldi og
rekstrarkostnaði mannvirkjana. Á þessum
grundvelli var ákveðið að stofna sjálfstætt fé-
lag um reksturinn, sjálfseignarstofnunina
Landakotsskóli ses. Það félag tæki síðan
ákvörðun um og bæri ábyrgð á áframhaldandi
skólahaldi.
Kaþólska kirkjan sá um að stofna félagið og
lagði til stofnfjárframlag lögum samkvæmt.
Ennfremur skipaði kirkjan fyrstu stjórn fé-
lagsins og valdi til þess grandvart fólk sem
komið hafði að málefnum skólans um árabil.
Ennfremur var ákveðið að framkvæmdastjór-
ar félagsins yrðu tveir. Annars vegar Hjalti
Þorkelsson sem skólastjóri og hins vegar sér-
stakur fjármálastjóri til að treysta öruggan
rekstrargrundvöll skólans. Ber kirkjan fullt
traust til stjórnar skólans.
Kaþólska kirkjan vonar að þessar upplýs-
ingar varpi ljósi á málið og séu til þess fallnar
að allir þeir sem bera hagsmuni og velferð
skólans fyrir brjósti snúi bökum saman og
varði veg hans til framtíðar.
Virðingarfyllst,
Friðjón Örn Friðjónsson, hrl. og
lögmaður Kaþólsku kirkjunnar.“
Erindi frá lögmanni kaþólsku kirkjunnar
Aðdragandi að stofnun
Landakotsskóla ses.