Morgunblaðið - 08.06.2005, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
MIKILVÆGT er að leita leiða
við að einfalda skrifræði í
tengslum við hjálparstarf er-
lendra herja í ríkjum sem orðið
hafa illa úti af völdum náttúru-
hamfara. Tillaga þessa efnis var
borin upp á ráðstefnu um afleið-
ingar og uppbyggingu á flóða-
svæðunum við Indlandshaf sem
fram fór fyrir skömmu á Phuk-
et í S-Taílandi.
Davíð Á. Gunnarsson, for-
maður framkvæmdastjórnar
Alþjóðaheilbrigðismálastofnun-
arinnar, sem sat ráðstefnuna,
segir að m.a. hafi komið fram að 10 dagar liðu
frá því ákvörðun var tekin um að senda banda-
rískt flugmóðurskip til Aceh á N-Súmötru þar
til áhöfn gat hafið björgunarstarf af fullum
krafti. Mikill hluti þess tíma hefði farið í skrif-
ræði og annars konar undirbúning. Hann segir
að á ráðstefnunni hafi verið rætt um að einfalda
ferlið frá því ríki bjóða fram aðstoð herja þar til
aðstoðin er þegin og björgunarstarf getur haf-
ist. Um 20 þjóðir sendu herlið á flóðasvæðin.
Í ræðu sem Davíð hélt á Alþjóðaheilbrigð-
isþinginu í Genf spurði hann hvernig stæði á að
300.000 manns hefðu látið lífið í hamförunum
þegar fyrir hendi væri góð þekking á björgunar-
og forvarnaraðgerðum. Davíð benti á að al-
mannavarnakerfi væru almennt
hugsuð fyrir hamfarir á minni
mælikvarða en áttu sér stað við
Indlandshaf og engin leið hefði
verið að senda upplýsingar um
jarðskjálftana með núverandi
fjarskiptakerfum til svæða sem
flóðbylgjurnar skullu á. Hann
sagði brýna þörf á að koma upp
öflugu alþjóðlegu viðvörunar-
kerfi fyrir náttúruhamförum.
Ástandinu varla
með orðum lýst
Davíð sagði í samtali við Morg-
unblaðið að það hefði ekki verið
líkt neinu öðru að heimsækja
flóðasvæðin á Phuket. Efnahags-
ástandið væri í rúst og engir ferðamenn væru
þar lengur. „Menn gleyma oft að í kjölfar stórra
hörmunga, hvort sem það eru sjúkdómar eða
slys, þá þorir enginn að ferðast þar um lengi á
eftir.“
Davíð sagði að á Phuket ætti enn eftir að bera
kennsl á um 2.000 lík. Hann hefði heimsótt stöð
þar sem unnið væri við kennslarannsóknir m.a.
undir stjórn nokkurra Norðurlandaþjóða. Mörg
þessara líka hefðu legið lengi á ströndinni þar til
þeim var komið fyrir í frystigámum. Um 30 lík
væru tekin úr frysti á hverjum degi og sérfræð-
ingar reyndu að bera kennsl á þau. Hann sagði
að átakanlegt hefði verið að skoða aðstæður og
þeim yrði varla með orðum lýst.
Sat ráðstefnu um flóðin við Indlandshaf
Davíð Á. Gunnarsson
Auðvelda þarf
starf erlendra herja
Eftir Kristján Geir Pétursson
kristjan@mbl.is
SAMKOMULAG sem fulltrúar ríkis
og borgar undirrituðu fyrir skömmu
felur m.a. í sér að Heilsuverndarstöð-
in í Reykjavík verður seld á almenn-
um markaði og borgin eignast
Vörðuskóla. Steinunn Valdís Óskars-
dóttir borgarstjóri segist mjög
ánægð með að samkomulagið sé nú í
höfn eftir 15 ára aðdraganda.
Samkvæmt upplýsingum aðstoð-
armanns borgarstjóra felur sam-
komulagið í sér að borgin yfirtekur
eignarhald á Öskjuhlíðarskóla og
Safamýrarskóla þar sem rekin er
þjónusta við fötluð grunnskólabörn.
Borgin tekur yfir minni húseignir við
Vesturhlíðarskóla, þar sem einnig er
rekin eins þjónusta, og Brúarskóla
sem er sérskóli fyrir grunnskólabörn
með félagslegar og geðrænar rask-
anir.
Það húsnæði sérskóla sem ekki er
nauðsynlegt að nýta fyrir starfsemi
slíkra skóla verður selt og andvirðið
nýtt til að borga uppbyggingu á nýrri
sérdeildarálmu fyrir fatlaða við Fjöl-
brautaskólann í Ármúla. Húsnæðið
sem hér um ræðir er aðalbygging
sem áður hýsti Heyrnleysingjaskól-
ann (Vesturhlíðarskóli) en kennsla
og þjónusta við heyrnarlaus og
-skert grunnskólabörn hefur verið
sameinuð á einum stað í nýrri við-
byggingu við Hlíðaskóla.
Kaupir hlut ríkis í Vörðuskóla
Samkvæmt samkomulaginu kaup-
ir borgin eignarhluta ríkisins í
Vörðuskóla sem Iðnskólinn í Reykja-
vík nýtir nú og verður húsnæðið af-
hent þegar Iðnskólinn getur flutt í
nýtt húsnæði sem borgin greiðir 40%
í.
Ríkið og borgin munu selja hús-
næði Heilsuverndarstöðvarinnar í
Reykjavík á almennum markaði og
verður andvirðinu skipt á milli eig-
enda í samræmi við eignarhlutföll.
„Þetta hefur verið 15 ára stríð milli
ríkis og borgar bæði um sérskóla-
málin og Heilsuverndarstöðina. Það
er því mjög ánægjulegt að nú skuli
vera búið að höggva á þennan hnút,“
sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir.
„Fyrir borgina merkir samkomulag-
ið að við fáum Vörðuskólann sem við
getum nýtt undir Austurbæjarskól-
ann sem leysir mesta vandann á
næstunni. Það verður byggt við Iðn-
skólann sem verður áfram í Reykja-
vík á Skólavörðuholtinu. Síðan eru
það sérskólamálin þar sem ríki og
borg skipta á milli sín eignum, þ.e.
Öskjuhlíðarskóla, Vesturhlíðarskóla,
Safamýrarskóla og fleiri eignum.“
Steinunn Valdís segir samkomu-
lagið endurspegla ákveðinn „kapal“
sem eigi að ganga upp á þann veg að
borgin þurfi ekki að hafa af honum
mikil útgjöld. „Það sem menn eru að
leggja upp með er að aðilar komi út á
sléttu. En auðvitað er alltaf einhver
kostnaður sem fylgir þessu, s.s. upp-
bygging Iðnskólans.“
Undir samkomulagið skrifuðu
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra og Geir H.
Haarde fjármálaráðherra fyrir hönd
ríkisins.
Undirritað hefur verið samkomulag um húsnæðismál ríkisins og Reykjavíkurborgar
Heilsuverndarstöðin seld á markaði
Morgunblaðið/Golli
Ríkið og borgin munu selja húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar við Bar-
ónsstíg á almennum markaði og verður andvirðinu skipt á milli eigenda í
samræmi við eignarhlutföll.
Í NÝRRI kjarakönnun Félags viðskipta-
og hagfræðinga fyrir árið 2005 kemur
fram að frá árinu 2003 hafa kvenkyns
svarendur bætt við sig um tveimur vinnu-
stundum á viku en karlar standa í stað.
Jafnframt eykst óútskýrður kynbundinn
launamunur.
Heildarlaun kvenna hafa hækkað örlít-
ið meira en karla, eða um 10,8% á móti
10%, milli mælinga. Karlar fá hins vegar
enn 29,6% hærri heildarlaun en konur
þótt bilið hafi minnkað um eitt prósentu-
stig.
Ýmsa þætti þurfi að skoða
til að mælingar séu réttar
Nanna Ósk Jónsdóttir framkvæmda-
stjóri FVH, segir að réttari mælingar á
launamun kynjanna fáist ef miðað sé við
vinnustundir á viku eða enn fleiri þættir
teknir inn. Sé tekið mið af vinnustundum
á viku verður launamunur 21,5% en var
17% fyrir tveimur árum. Karlkyns svar-
endur vinna nú 46,4 stundir á viku en
unnu 46,5 árið 2003. Konurnar bæta hins
vegar við sig, úr 41,7 stundum í 43,5
vinnustundir á viku.
Þegar tekið er svo mið af ýmsum þátt-
um til viðbótar, á borð við menntun,
starf, atvinnugrein, aldur, vinnuframlag,
mannaforráð og starfsaldur er niðurstað-
an sú að óútskýrður kynbundinn launa-
munur hjá viðskipta- og hagfræðingum
er nú 7,6% en var 6,8% árið 2003. Nanna
bendir á að hvor aðferðin sem viðhöfð sé
bendi til vaxandi launabils milli karla og
kvenna í stéttinni. „Í raun eru konur að
vinna meira en launamunur kynjanna að
aukast og það er að sjálfsögðu alls ekki
gott,“ segir Nanna.
Hún bendir á að miðgildi launa, en
miðgildi er sú tala sem hefur jafnmargar
hærri og lægri tölur sín hvorum megin
við sig, gefi besta mynd af launum þar
sem nokkrir mjög tekjuháir einstaklingar
skekki meðaltal upp á við. Miðgildi heild-
arlaunatekna mældist 460 þúsund krón-
ur. Laun svarenda hafa hækkað um
5,75% frá 2003 sem er mun minni hækk-
un en fyrir tveimur árum þegar launin
hækkuðu um 13,9% og fyrir fjórum árum
þegar þau hækkuðu um 19% á tveggja
ára bili. Þetta segir Nanna að útskýrist
af hækkandi hlutfalli ungra, nýútskrif-
aðra viðskipta- og hagfræðinga auk þess
sem konum fari fjölgandi í stéttinni.
Endanlegt úrtak í könnuninni var 2661,
svör bárust frá 1072 og svarhlutfall því
40,2%. Í ár voru nokkru fleiri konur með-
al svarenda en í mælingunum fyrir tveim-
ur árum og hlutfall yngra fólks er tals-
vert hærra. Skýringuna má m.a. finna í
breytingum sem eru að verða á hópi við-
skipta- og hagfræðinga þar sem árlega
útskrifast mun fleiri en áður og í þeim
hópi eru konur í meirihluta, að sögn
Nönnu.
„Með samstöðu kvenna
næst árangur“
„Af kjarakönnun þessari má ráða að
launamunur kynjanna er að aukast á
sama tíma og hann ætti í raun að vera að
minnka,“ segir Soffía Theódóra Tryggva-
dóttir sem er formaður Mágusar, félags
viðskiptafræðinema við HÍ. „Mér finnst
að konur eigi að vera harðari af sér í
launabaráttunni og meta sig að verð-
leikum. Ég tel að konur þurfi að sækja
meira fram, sérstaklega í stjórnunarstöð-
ur og þegar þangað er komið að standa
með konum. Þróunin í viðskiptadeild Há-
skóla Íslands er að konum fjölgar hlut-
fallslega ár frá ári og láta þær til sín taka
á sífellt fleiri sviðum.“ Gott dæmi um það
er að á síðasta ári var stjórn Mágusar
einungis skipuð konum í fyrsta skipti í 60
ára sögu félagsins. „Með samstöðu
kvenna næst árangur,“ segir Soffía.
Launamunur milli
kynjanna er að aukast
Ný kjarakönnun Félags viðskipta- og hagfræðinga
Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur
aps@mbl.is
SJÓMANNADAGSRÁÐ Siglufjarðar heiðraði
á sjómannadaginn Gylfa Ægisson fyrir störf
hans, lög, texta og málverk í þágu íslenskrar
sjómannastéttar.
Gylfi sem er fæddur og uppalinn á Siglu-
firði var boðaður á sínar æskuslóðir undir því
yfirskini að þar ætti hann að spila og syngja
fyrir bæjarbúa. Honum var með öllu
ókunnugt um að til stóð að heiðra hann og
hafði sjómannadagsráð gætt þess vandlega
að ekkert um hinn fyrirhugaða heiður spyrð-
ist út. Það kom því Gylfa í opna skjöldu þegar
200 gestir á kvöldsamkomu í Siglufjarð-
arkirkju risu upp úr sætum sínum og fögnuðu
með lófataki þessu framtaki sjómannadags-
ráðs.
Hér festir María Sveinsdóttir heiðursmerkið á Gylfa Ægisson. Fyrir miðju stendur Sveinn
Björnsson, formaður Sjómannadagsráðs Siglufjarðar.
Gylfi Ægisson heiðraður
FLUTNINGASKIPIÐ Sunny Jane, sem tók
við afla frá skipi sem hefur veitt án leyfis og
kvóta á Reykjaneshrygg, fékk ekki að landa
afla sínum í Hollandi og fékk enga þjónustu
í landinu. Samkvæmt reglum Norðaustur-
Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC)
fær það hvergi að landa aflanum í aðild-
arríkjum nefndarinnar.
Landhelgisgæslan hefur undanfarið fylgst
með fiskveiðistjórnunarsvæði NEAFC á
Reykjaneshrygg en þar hafa m.a. svonefnd
sjóræningjaskip, þ.e. skip sem hvorki hafa
veiðileyfi né kvóta, verið að veiðum. Þann
27. maí tók áhöfn flugvélar Landhelgisgæsl-
unnar, TF-SYN, mynd af flutningaskipinu
Sunny Jane taka við fiski frá togaranum Ok-
hotino sem skráður er í Dóminíska lýðveld-
inu. Okhotino hefur ekki leyfi til að veiða á
svæðinu og var atvikið því tilkynnt til
stjórnar NEAFC.
Þegar Sunny Jane kom til hafnar í Hol-
landi var skipinu neitað um að landa að afl-
anum og við rannsókn hollenskra yfirvalda
kom í ljós að Sunny Jane hafði auk þess tek-
ið við afla frá skipunum Orlik, Olchano,
Ostor, Oyra og Olchan. Tvö síðastnefndu
skipin eru á svörtum lista NEAFC yfir sjó-
ræningjaskip.
Fær ekki að landa
óleyfilegum afla