Morgunblaðið - 08.06.2005, Side 19

Morgunblaðið - 08.06.2005, Side 19
Ósló. AFP. AP. | Vegleg hátíðahöld voru víða í Noregi í gær í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að Noregur sleit ríkja- sambandi við Svíþjóð og öðlaðist fullt sjálf- stæði. Í Ósló var haldin hátíðleg athöfn í þinghúsinu þar sem þingmenn og meðlimir konungsfjölskyldunnar minntust atburð- anna sem leiddu til þess að Noregur og Svíþjóð slitu sambandi sín á milli á frið- samlegan hátt. Haraldur Noregskonungur tók þátt í há- tíðahöldunum, og tók þannig aftur við embættisskyldum sínum eftir að hafa verið frá vegna veikinda undanfarna tvo mánuði. Þúsundir manna stóðu meðfram götum í miðborg Óslóar og fylgdust með bílalest konungs þegar hún ók í átt að þinghúsinu. Sex úr hópi vegfarenda gerðu tilraun til að stöðva bílalestina með því að hlaupa framhjá hermönnum sem stóðu örygg- isvörð og leggjast á götuna, en lögreglu tókst að stöðva fólkið án þess að til trufl- ana kæmi. Að sögn dagblaðsins Aftenpost- en ætlaði fólkið með þessum gjörningi að mótmæla komu Donalds Rumsfeld, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, til Noregs, en hann flaug í gær til Stavanger til fund- ar með Kristin Krohn Devold, varnar- málaráðherra Noregs. Eftir hádegi var svo hersýning haldin á götum Óslóar og norski sjóherinn fyllti höfnina með bátum sínum og öðrum bún- aði. Í gærkvöldi spiluðu helstu tónlist- armenn landsins í Tónlistarhúsi Óslóar- borgar og á stórum útitónleikum fyrir framan ráðhús borgarinnar. Öld síðan Noregur fékk sjálfstæði Reuters Sambandsslita Noregs og Svíþjóðar var minnst á hátíðarsamkomu í norska þinginu. Haraldur Noregskonungur tók þátt í hátíða- höldunum og tók þannig aftur við embætt- isskyldum sínum eftir að hafa verið frá vegna veikinda undanfarna tvo mánuði. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 19 ERLENT Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins www.krabb.is Vertu með og styrktu gott málefni! Dregið 17. júní 2005 vinningar: Glæsilegir 900kr. Uppl‡singar um vinningsnúmer í símum 540 1918 (símsvari) og 540 1900 og á vefsí›unni krabbameinsfelagid.is/happ Honda CR-V ES Ver›mæti 2.995.000 kr. Bifrei› e›a grei›sla upp í íbú› Ver›mæti 1.000.000 kr. Úttekt hjá fer›askrifstofu e›a verslun Hver a› ver›mæti 100.000 kr. 148 skattfrjálsir vinningar að verðmæti 150 18.795.000 kr. E N N E M M / S ÍA / N M 16 5 6 1 Moskvu. AFP. | Rússar ætla innan skamms að hefja útsendingar fréttasjónvarpsstöðv- ar um gervihnött, í því skyni að miðla af- stöðu stjórnvalda í Moskvu til heimsmála og bæta ímynd landsins erlendis, að því er rússneskir fjölmiðlar greindu frá. Sjónvarpsstöðin mun flytja allt efni sitt á ensku og ganga undir nafninu Rússland í dag (RTTV). Stöðin á að „endurspegla rússneska afstöðu til heimsmála og al- þjóðastjórnmála“ og „upplýsa áhorfendur um atburði og fyrirbæri í daglegu lífi í Rússlandi,“ hefur blaðið Vedomosti eftir RIA-Novosti ríkisfréttastofunni sem er helsti bakhjarl nýju stöðvarinnar. Rússland í dag mun senda út allan sólar- hringinn og nást útsendingar stöðvarinnar í Bandaríkjunum, Evrópu, nokkrum Asíu- löndum og flestum fyrrverandi Sovétlýð- veldum. Stefnt er að því að útsendingar hefjist í haust og verða starfsmenn stöðv- arinnar 500, þar á meðal 200 fréttamenn. Ráðgjafar Pútíns meðal stofnenda Meðal þeirra sem eiga þátt í að stofna stöðina eru Míkhaíl Lesín, ráðgjafi Pútíns Rússlandsforseta, og Alexei Gromov, blaðafulltrúi Pútíns. Hafa fréttaskýrendur lýst efasemdum um að hin „rússneska CNN“, eigi eftir að láta til sín taka á al- þjóðlegum fjölmiðlamarkaði. „Allir vita að um stranga ritskoðun verður að ræða,“ sagði Alexei Volín, fyrrverandi blaða- fulltrúi rússneskra stjórnvalda. Rússnesk afstaða til heimsmála Rússar stofna gervi- hnattasjónvarpsstöð sem flytur fréttir á ensku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.