Morgunblaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 21 MINNSTAÐUR LANDIÐ Snæfellsnes | Mikill straumur ferðamanna var á Snæfellsnesi um helgina. Fóru margir á Snæ- fellsjökul enda veður með besta móti og skartaði jökullinn sínu fegursta um helgina. Ferðafólkið naut útiverunnar og náttúrufegurðarinnar. Meðal þess var ung stúlka sem fór á jökulinn í fyrsta skipti. Hún fékk að fljóta með starfsmanni Snjó- fells sem ók lítinn hring á vél- sleðanum. Morgunblaðið/Alfons Í sinni fyrstu ferð á Snæ- fellsjökul Mývatnssveit | Sólveig Illugadóttir myndlistarkona úr Mývatnssveit opnaði um helgina málverkasýningu í Fjallakaffi í Möðrudal. Sýninguna nefnir hún „Villt dýr í íslenskri nátt- úru“. Verkin á sýningunni eru öll ný og mörgum þeirra fylgja örsögur. Þetta er 25. einkasýning Sólveigar og verður opin alla daga fram til 15. september. Í Möðrudal rekur Vilhjálmur Vernharðsson myndarlega ferða- þjónustu. Sérstaka athygli vekja torfbæir sem hann hefur byggt þar í alfaraleið. Kaffihúsið er í fallegum burstabæ, sömuleiðis er gistiaðstaða í öðrum burstabæ. Góð tjaldstæði eru fyrir hendi og fjölbreyttar gönguleiðir hafa verið merktar um nágrennið. Sumarumferð er töluverð um gamla þjóðveginn, enda er sú leið einstaklega skoðunarverð og varla gefur fallegri sýn til Herðubreiðar heldur en úr Möðrudal. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Sýning Sólveig Illugadóttir við eina af myndum sínum í Fjallakaffi. „Villt dýr“ sýnd í Fjallakaffi Sigurlag Hamingjudaga | Sigur- lagið í lagasamkeppni í tengslum við Hamingjudaga á Hólmavík er komið út á geisladiski. Kristján Sigurðsson, aðstoðarskólastjóri við Grunnskóla Hólmavíkur, er höfundur lagsins og flytjandi en Ásgerður Ingimarsdótt- ir samdi textann, að því er fram kem- ur á fréttavefnum strandir.is. Menningarmálanefnd Hólmavík- urhrepps hefur ákveðið að halda bæjarhátíð á Hólmavík í sumar. Há- tíðin sem hefur hlotið nafnið Ham- ingjudagar á Hólmavík verður hald- in helgina 1. til 3. júlí. Á geisladisknum er sigurlagið í tveimur útgáfum. Önnur er sungin af höfundinum sjálfum en hitt er í karókíútgáfu og fylgir textinn svo menn geti æft sig fyrir hátíðina. www.toyota.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 28 19 1 0 5/ 20 05 Nú fæst hinn feikivinsæli RAV4 í sérstakri útfærslu með sportlegu yfirbragði. Aukahlutapakki að verðmæti 160.000 kr. fylgir. Pakkinn inniheldur sílsahlíf, krómgrind á afturljós, sportgrill, krómstút á púst, sílsarör og dráttarbeisli. RAV4 SPORT sameinar því þægindi, kraft, öryggi, sportlegt útlit og hagstæð kjör, en hann fæst frá aðeins 2.720.000 kr. Komdu og prófaðu RAV4 SPORT í dag. Toyota, Nýbýlavegi 4-8, sími 570 5070 RAV4 SPORT. Fyrir allt sem í þér býr og meira til. Aukahlutapakki að verðmæti 160.000 kr. fylgir með. Verð frá 2.720.000 kr. Jafnt í borg sem til fjalla RAV4 SPORT Sportgrill Sílsarör Krómgrind á afturljós Sílsahlíf Krómstút á púst Dráttarbeisli Hólar | Hólamannafélagið, hollvina- samtök Hólaskóla – Háskólans á Hólum, stendur fyrir Hólmamanna- viku í ágúst. Þá verða félagsmenn sem allir eru fyrrverandi nemendur og starfsmenn skólans, hvattir til að sækja staðinn heim, kynna sér hvað er um að vera og áætlanir um fram- tíðina. Hólamannafélagið hefur starfað með hléum frá því 1904. Markmiðið er meðal annars að tryggja tengsl fyrrverandi nemenda og starfs- manna við skólann og Hólastað, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. Á Hólamannaviku, dagana 19. til 26. ágúst, verður boðið upp á gist- ingu og aðra þjónustu á afsláttar- kjörum og þeim sem sækja staðinn heim er boðið upp á sérstaka kynn- ingu á starfi skólans og því sem unn- ið er að. Þá verða jafnframt kynnt þau samstarfsverkefni sem skólinn vinnur að með öðrum aðilum heima og erlendis.    Hólamanna- vika verður haldin í ágústmánuði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.