Morgunblaðið - 08.06.2005, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 08.06.2005, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 33 MINNINGAR ✝ Erla Magnúsdótt-ir fæddist á Akra- nesi 8. maí 1934. Hún lést á heimili sínu 30. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Magnús Ingibjörn Gíslason frá Gauks- stöðum í Garði og Ástrós Guðmunds- dóttir frá Akurgerði á Akranesi. Erla var elst sex systkina. Lát- in eru Gísli Svein- björn, f. 17.4. 1936, d. 22.10. 1991; Sigríður, f. 14.8. 1940, d. 30.10. 1993; Björg- vina, f. 30.3. 1949, d. 14.3. 1997. Eftirlif- andi eru Margrét, f. 5.11. 1942; og Guð- munda Marsibil, f. 4.10. 1944. Erla lætur eftir sig tvö börn; Magn- ús Víði, f. 22.2. 1961; og Bryndísi Ró- bertsdóttur, f. 30.5. 1966. Útför Erlu verður gerð frá Fossvogs- kapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Að minnast mömmu er erfitt, orð eru fátæk, og þau sem bezt lýsa hvernig okkur er innan brjósts er at finna í ljóði mömmu: Þökk fyrir elsku og ástúð og umönnun slíka, þökk fyrir glaðværð og gáska og glettna lund. Þökk fyrir hlýleik og léttlyndi og ljúfmennsku ríka, þökk fyrir góðsemi og gersemar úr þinni gjöfulu mund. Þökk fyrir hlátur og heilindi til handa mér, þökk fyrir lífsvon og kærleika er fékk ég frá þér. Elsku mamma, minning þín mun alltaf fylgja okkur. Magnús og Bryndís. Ástkær systir okkar, Erla Magn- úsdóttir, er látin eftir langvarandi veikindi. Hún var elst sex barna foreldra okkar, hjónanna Magnús- ar I. Gíslasonar og Ástrósar Guð- mundsdóttur, sem bæði eru látin. Foreldrar okkar fluttust frá Akranesi til Reykjavíkur árið 1945 og bjuggu alla tíð í Efstasundi 51. Þar ólumst við upp við leik og störf og minningarnar hrannast upp er við ritum þetta. Þar sem Erla var elst kom það í hennar hlut að passa okkur sem yngri vorum. Á þessari stundu er það okkur efst í minni þegar hún settist í rökkrinu á forstofugólfið með okkur allar í kringum sig, spil- aði á gítar og söng öll fallegu ljóðin sem enn þann dag í dag ylja manni um hjartarætur. Alltaf var gott og notalegt að koma til Erlu. Hún var glaðleg og greind kona sem hægt var að tala við um hvað sem var. Elsku Erla, nú er ekki lengur hægt að slá á þráðinn og spyrja spurninga um lífið og tilveruna og söknum við þess mjög. Erla eignaðist tvö börn, Magnús Víði og Bryndísi, sem hún ól upp af mikilli kostgæfni. Bar hún velferð þeirra ætíð fyrir brjósti. Elsku Magnús Víðir og Bryndís, ykkar missir er mikill en við stönd- um saman og finnum styrk í trúnni. Elsku Erla, við þökkum þér fyrir samfylgdina í gegnum lífið. Hinsta kveðja, Margrét og Guðmunda. Þú komst í heimsókn, eins og svo oft áður, þú hafðir verið að leita að afmælisgjöf handa dóttur þinni. Við ræddum um heima og geima eins og við vorum vanar. Þú varst með hressasta móti en svolítið slæm í fótunum, áttir erfitt með að fara upp í strætó og úr, annars var allt í lagi. Það var það reyndar alltaf „allt í lagi“. Þegar kvöldaði settist þú í stól- inn þinn og horfðir á uppáhalds- þáttinn þinn í sjónvarpinu, lést fara vel um þig, lygndir aðeins aft- ur augunum en opnaðir þau ekki aftur – lífið var liðið. Hvað hefur tekið við vitum við ekki. Erla var mikill persónuleiki sem erfitt er að lýsa en þeir sem þekktu hana vita hvað ég meina. Elsku Bryndís, Magnús, Munda og Maggý, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til ykkar allra. Ég sendi með ljóð sem Erla samdi og gaf mér þegar ég varð fimmtug: Hvar eru árin? Hvað varð um sárin, sem við fengum? Horfin úr hug, vísað á bug, er við gengum, leiðina fram og fundum að allt, sem við mundum var gott. María. ERLA MAGNÚSDÓTTIR ✝ Björg HjördísRagnarsdóttir fæddist á bænum Sandbrekku, Fá- skrúðsfirði, 30. apríl 1930. Hún lést á líkn- ardeild Landspítans í Kópavogi 1 júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ragnar Sigurðsson, f. 17. júní 1902, d. 14. septem- ber 1964. og Unnur Hjartardóttir, f. 28. janúar 1909, d. 1931. Alsystir Hjördísar hét Ragnheiður f. 1929, d. 1981. Systurnar Hjördís og Ragnheiður voru teknar í fóst- ur kornungar eftir lát móður þeirra af Hóseasi Björnssyni og Ingibjörgu Bessadóttur að Hösk- uldsstaðaseli í Breiðdal. Uppeld- issystkini þeirra eru séra Krist- inn, Ragnheiður, Sigrún og Helgi. Hálfsystkini Hjördísar henni sam- feðra voru þrjú, Unnur Svanhild- ur f. 1940, d. 1994. Þórey, f. 1941, d. 2001, og Eiríkur Björn, f. 1942, d. 1995. Eiginmaður Hjördísar er Tóm- as Ó. Tómasson húsasmíðameist- ari, f. 7. júní 1930, þau voru gefin saman árið 1953. Foreldrar Tóm- asar voru Tómas Magnússon, f. 10. febrúar 1897, d. 29. maí 1975 og Ólína Eyjólfsdótt- ir f. 15. desember 1902, d. 8. septem- ber 1981. Börn Hjör- dísar og Tómasar eru: 1) Ragnar, f. 1949, kvæntur Sig- urveigu Björnsdótt- ur f. 1950. Börn þeirra eru Hjördís, Björn, Erna og Björg. Sonur Ragn- ars frá fyrra hjóna- bandi hét Ragnar Halldór, d. 1976. 2) Ólafur Ingi, f. 1953, kvæntur Önnu Páls- dóttur, f. 1952. Börn þeirra eru: Páll og Hjördís Ýr. 3) Unnur Ósk, f. 1957. Börn hennar eru Tómas Þor- geirsson, Guðbjörg Þorgeirsdótt- ir og Sigríður Ósk Ingvarsdóttir. Hjördís fluttist til Reykjavíkur árið 1946 og nam í Húsmæðra- skóla Reykjavíkur, hún vann ýmis störf en lengst af vann hún á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur ásamt húmæðrastörfum. Hjördís var mikil hannyrðakona og eftir hana liggja mikil og stórglæsileg hannyrðaverk af ýmsum stærðum og gerðum. Útför Hjördísar fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elskuleg tengdamamma mín kvaddi þennan heim á fallegum morgni eftir hetjulega baráttu við sjúkdóm sinn. Þó veikindi Hjördísar hafi verið erfið þá var alltaf stutt í húmorinn hjá henni. Það er erfitt að hugsa til þess að hún sé farin frá okkur. Það var fastur liður að kíkja til ykkar hjónanna í kaffi á sunnudög- um þar sem alltaf var uppdekkað borð með bróderuðum dúk og kræs- ingum. Margar ánægjulegar stundir áttum við og fjölskyldan saman við eldhúsborðið. Þau hjónin voru samstíga í að hafa heimilið sitt fallegt og snyrtilegt. Hjördís var mikil hannyrðakona og eftir hana eru mörg listaverk á heim- ilum allra barna og barnabarna hennar og má þar nefna alls kyns jólamuni. Ósjaldan gætti hún barna- barnanna þegar þau voru ung og þeim fannst alltaf jafn spennandi að fá að sofa hjá ömmu og afa. Í sum- arfríum voru barnabörnin oft tekin með í sumarbústaði og er þessara ferða oft minnst.Við nutum þess að hafa Hjördísi með í för þegar yngsta barnabarnið var fermt á Sauðár- króki í apríl sl. Talaði hún um þessa ferð og var þakklát fyrir að hafa haft heilsu til ferðarinnar. Á milli okkar Hjördísar var alltaf gott og sérstakt samband sem ég hef alltaf metið mikils, hún var ekki bara tengdó heldur vorum við miklar vinkonur. Að leiðarlokum vil ég elsku Hjör- dís þakka þér fyrir samfylgdina, allt sem þú veittir mér og fjölskyldu minni með þinni ást og umhyggju og megi góður Guð veita Tomma þínum og fjölskyldunni styrk til að takast á við sorgina og missinn. Anna. Elsku amma mín. Ég bjóst ekki við því þegar ég kvaddi þig og afa eftir jólin, áður en ég fór aftur til Ítalíu að það yrði síð- asta skiptið sem ég hitti þig. Við fengum fréttir af veikindunum þegar mamma og pabbi voru í heimsókn hjá mér, þá bjóst ég ekki við að þetta væri svona slæmt því maður reynir víst alltaf að búast við því besta. Mér þykir leiðinlegt að hafa ekki fengið tækifæri til þess að hitta þig og kveðja almennilega. Ég fékk þó að tala við þig í símann um daginn og þá var röddin í þér góð og þú talaðir eins og ekkert væri að, með húm- orinn í lagi og ótrúlega sterk. Mamma, pabbi og Palli sögðu mér nánast á hverjum degi frá heilsu og líðan þinni en þau nefndu alltaf hversu mikill djókari þú varst þrátt fyrir veikindin. Á hverjum sunnudegi var farið til ömmu og afa í Kópó, en þar var alltaf spjallað yfir veglegum kræsingum. Þegar ég var yngri fengum við systkinin að gista og það leiddist engum hjá ömmu og afa. Það var al- veg ótrúlegt hvað þú nenntir að spila mikið við okkur. Það var spilaður ól- sen ólsen eða veiðimaður, farið með afa í sund, keypt nammi, vakað yfir sjónvarpi fram eftir nóttu og svo sof- ið alveg til hádegis. Á hverjum jólum var gapað yfir öllum mununum sem þú varst búin að búa til þar sem engin smávinna lá að baki. En þér fannst svo gaman að búa til hluti í höndunum og enginn átti orð yfir þessum myndaskap en allir urðu að fá eitthvað fallegt. Þess- ir hlutir eru án efa stór hluti af minn- ingunni um þig og munu án vafa skreyta íbúðir barna og barnabarna þinna. Núna situr þú uppi á himnum, fylgist með okkur og saumar handa englunum okkar. Eitt sem ég veit er að ég er rosalega stolt og heppin að hafa átt þig sem ömmu og að fá að bera nafn þitt. Takk fyrir allt og gerðu englana glaða eins og þú gerð- ir okkur glöð, ég veit að þú ert að því núna. Þetta er mikill missir fyrir okkur og allra mest fyrir afa en ég veit að hann er sterkur maður eins og þú varst sterk kona. Þúsund kossar og kveðjur til himna, þín sonardóttir, Hjördís Ýr Ólafsdóttir. Elsku amma, ég kveð þig með miklum söknuði en í sorg minni rifj- ast upp ógrynni minninga um þær stundir sem við áttum saman og hve mikil áhrif þú hafðir á mig. Meðal þess sem ég minnist er hve mikinn áhuga þú hafðir á því hvað við barna- börnin vorum að gera og hvað var að gerast í kringum okkur. Þá verða alltaf í minningu minni þær fjöl- mörgu helgar sem ég og Tommi fengum að eyða hjá þér og afa og fjörugar samræður okkar við eld- húsborðið um bókstaflega allt á milli himins og jarðar. Þú varst og verður ein elskuleg- asta og skemmtilegasta manneskja sem ég hef kynnst og ég þakka allt það sem þú hefur gefið mér. Ég sendi hlýjar kveðjur til allra þeirra sem hafa notið nærveru þinnar og þurfa að kveðja þig á þessari hinstu stundu. Páll Ólafsson. Elsku amma mín, nú hefur Guð tekið þig til sín og ég vona að þér líði vel við hlið hans. Það er sárt að kveðja þig og söknuður minn er ólýs- anlegur. Það er ekki aðeins ástkær amma mín sem hefur hvatt okkur heldur góð vinkona. Ég er ævinlega þakklát fyrir að hafa þekkt þig og átt þig að, þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig og veitt mér mikinn styrk þegar ég hef átt erfitt. Við náðum svo vel saman og vorum með þó nokkuð líkar skoðanir á hlutunum þrátt fyrir mikinn aldursmun. Við gátum talað um allt milli himins og jarðar og ég gleymi aldrei þeim stundum sem við sátum við eldhús- borðið í Efstahjallanum, hlógum saman, borðuðum góðu kökurnar þínar og spjölluðum um daginn og veginn. Minningarnar um þig eru all- ar góðar og svo margar, ég geymi þær í hjarta mínu á meðan ég lifi. Þú varst alltaf svo hress og skemmtileg og þrátt fyrir að hafa þurft að glíma við langvarandi veik- indi og sársauka gastu alltaf sagt brandara og brosað í gegnum tárin, styrkur þinn var mikill og ég er svo stolt að því að vera barnabarn þitt. Mín elskulega amma, ég kveð þig nú með þessum fallega sálmi. Nú hverfi oss sviðinn úr sárum og sjatni öll beiskja í tárum, því dauðinn til lífsins oss leiðir, sjá, lausnarinn brautina greiðir. (Þýð. Sigurbjörn Einarsson.) Hjördís Ragnarsdóttir. Elsku amma mín, það er svo sárt að kveðja þig. Þú varst mér allt, mín besta vinkona. Ég mun ætíð minnast þín sem frábærrar konu sem tók allt- af vel á móti manni. Þú ert hetjan mín því þú gafst aldrei upp þó þú fyndir til og þegar þér leið illa. Það verður skrýtið að halda áfram án þín, því alltaf þegar það liðu meira en tveir dagar án þess að ég heyrði í þér þá var það alltof langur tími í hugum okkar beggja. Ég var vön að koma til þín á næst- um hverjum einasta degi síðan ég fæddist. Leikskólinn minn var líka beint á móti íbúðinni þinni og skólinn minn ekki nema 300 metra frá, svo það var ekki langt að fara ef maður vildi koma til þín. Og alltaf fékk ég nýjar lífslexíur eða góð ráð frá þér. Við gátum talað um allt á milli himins og jarðar og mjög oft vorum við ósammála um hluti og þá var gaman hjá þér því við skemmtum okkur best yfir léttu þrasi við eld- húsborðið þar sem þú varst í tíma og ótíma með þinn kaffibolla og þína sígarettu. Eldhúsborðið var aðal- staðurinn, þar sem við spiluðum ol- sen olsen og borðuðum vöfflur með rabarbarasultu og rjóma, eða heitt hermannakakó og snúð. Þú gafst mér svo mikið og baðst aldrei um neitt í staðinn nema kannski smáþras af og til. Alltaf mun ég hafa þessar frábæru minningar, eins og þegar mamma var að vinna þegar ég var lítil, eins og kom fyrir mjög oft þá fékk ég að gista heima hjá þér á dýnu á gólfinu við hliðina á rúminu þínu sem þú kallaðir alltaf ömmuskot, og líka þegar ég fór út, þá sagðir þú alltaf „Ekki fara langt í burtu, ömmuhús“. Þú varst alltaf svo góð og skemmtileg og með frábæran húmor sem við dáðum öll, og þú hélst þínum húmor til dánardags. Elsku amma mín, Takk fyrir allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman og megi Guð geyma þig og varðveita. Þú ert og verður alltaf skvísan mín. Megi Guð gefa okkur öllum styrk til að halda áfram án þín, þar til við hittumst á ný. Guð blessi þig amma mín. Þín Guðbjörg. Mikið tómarúm hefur skyndilega myndast. Amma Hjördís er dáin. Fyrir tæplega 5 árum kynnti Tommi mig fyrir ömmu Hjördísi og afa Tómasi í Efstahjallanum, enda þeim sem sonur. Við amma Hjördís náðum strax vel saman. Eftir vinnu kom ég við til að spjalla. Hún var alltaf að gera eitthvað í höndunum. Handavinnan sem amma Hjördís gerði er algjört listaverk og ömmu var mikið í mun að virðing væri borin fyrir henni enda mikið í hvern hlut lagt. Ömmusósa er eitt af því sem er orðinn hluti af búskap okkar Tomma, enda engin venjuleg sósa þar á ferð. Við borðuðum oft hjá ömmu og afa og alltaf var veislumat- ur á borðum, allt til alls. Þegar við Tommi eignuðumst Tómas Pálmar í janúar 2004 komu amma Hjördís og afi strax fyrsta daginn til að kíkja á prinsinn. Mér kemur upp í hugann eitt skipti þegar ég fór í bæjarferð þegar Tómas Pálmar var nýfæddur og hann var heima hjá pabba sínum. Eftir smá tíma fór prinsinn að vera eitthvað órólegur. Hann var heppinn því að langamma kom í heimsókn og hann fékk þetta fína fótanudd og var alveg alsæll. Ef tveir til þrír dagar liðu frá því að við, fjölskyldan, komum í heim- sókn í Efstahjallann eða létum í okk- ur heyra tók amma Hjördís upp sím- ann bara til að heyra í okkur. Rosalega þótti mér vænt um það. Hún vildi okkur allt fyrir bestu. Ótrúleg hlýja og ást streymdi frá henni allt fram á síðasta dag. Við gerðum ráð fyrir því að amma Hjördís yrði með okkur nú á vordög- um þegar við Tommi giftum okkur. Því miður var það ekki hægt. Við fór- um í öllum skrúðanum á sjúkrahúsið og það þótti ömmu vænt um. Það er stutt á milli gleði og sorgar því dag- inn eftir brúðkaupið var ljóst í hvað stefndi. „Þetta verður allt í lagi“ sagðir þú þegar við komum að heim- sækja þig. Þú lofaðir að vera alltaf með okkur og klóra okkur í hnakk- ann. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og sakna þín. Elsku Tommi ég veit að þú hefur misst mikið. Guð gefi þér styrk til að takast á við sorgina. Ég bið góðan Guð að styrkja afa og aðra aðstandendur í þessari miklu sorg. Sædís Magnúsdóttir. Kveðja til langömmu. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku amma Hjördís (langamma). Við fengum stuttan tíma saman en þú varst mér alveg sérstaklega góð. Vildir alltaf passa mig og fá að vera með mér. Ég elska þig og á eftir að sakna þín mjög mikið. Tómas Pálmar Tómasson. BJÖRG HJÖRDÍS RAGNARSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.