Morgunblaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Lögmál lífsins er dauðinn, en samt kem- ur hann ávallt óvænt og menn setur hljóða, þó hann hafi boðað komu sína. Þótt dauðinn geti verið líkn fyrir suma og léttir aðstandendum þeirra, þá eru áhrif hans „sorg“ og við sem eftir er- um förum að fara yfir þær stundir er við áttum með þeim látnu. Við getum orðið angurvær, reið, þakklát og skilningsvana, en „hann“ er tvímælalaust lögmál lífsins er við öll verðum að lúta. Blómin hvert á fætur öðru, fölna og falla í lífi hörðu, dauðinn spyr ekki um aldur né drauma, drottnar einvaldur. Sjáandi mönnum er lífið unaður, látleysi ríkir, lítill er munaður, á mælikvarða manns í dag, sérhver unir sínum hag. (B. Hrafnar.) Fyrir u.þ.b. 13 árum var ég tíma- bundið búandi og starfandi á gisti- heimilinu Egilsborg í Reykjavík, með syni mína (f.́80 og 8́6). Starf mitt fólst meðal annars í því að taka á móti pöntunum og einn daginn var hringt og karlmaður spurði um langdvalar- herbergi, sem oftast var einn mán- uður. Það var til, en hvernig sem á því stóð, þá gengum við frá leigusamn- ingnum í þessu símtali, þannig; að hann mátti borga seinna. Venjan var að greiða leiguna við af- hendingu lykilsins, en ég tók mér það bessaleyfi að hafa þennan háttinn á og mun ég aldrei sjá eftir því. Hann kom og man ég hvað mér fannst hann flottur og fyrirmannlegur og um leið svo umkomulaus og einmana. Hann var kurteis og með þetta tví- ræða bros sem ég heillaðist af. Öll framkoma hans og fas bar vott um að þarna væri mjög sérstakur maður á ferð. Hann var svo fallegur, góðlegur og glettinn, en yfir honum var dulinn skuggi er gerði mig enn forvitnari um hann. Þetta var Gunnar Gunnarsson. Nokkrum dögum eftir að hann flutti inn var ég í fríi, stödd í Breið- holti hjá móður minni, þegar hringt var frá gistiheimilinu og ég beðin um að koma með hraði. Ég keyrði á „mega“hraða niður eftir og skemmtu synir mínir sér vel og voru stoltir af henni mömmu fyrir þennan líka hraðaksturinn. Er við komum var allt fullt af sjúkraliði og læknir og mikið írafár. Hvað hafði gerst? Ég fékk fljótt að vita það: Uppáhaldsgesturinn minn vildi ekki lifa lengur, en á síðustu stundu áttaði hann sig á því að það er sama hvernig allt veltur og fer, þá er lífið dásamlegt. Er verið var að bera hann niður horfði hann í augu mín og sagði: „Fyrirgefðu.“ (Við höfðum lítið sem ekkert talað saman, en ég skildi hvað hann átti við og magnaði það álit mitt á honum). GUNNAR GUNNARSSON ✝ Gunnar Gunn-arsson fæddist í Reykjavík 18. nóv- ember 1956. Hann lést 28. maí síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Bústaða- kirkju 7. júní. Ég stóð eftir algjör- lega lömuð og skiln- ingsvana, vissi ekkert hvert farið yrði með hann, gat engan spurt því ég þekkti hann ekk- ert. Einhvern veginn fannst mér ég verða að finna hann. Auðvitað var það mitt verk að ganga frá herberginu og pakka dótinu hans, sem ekki var mikið. Eigendur gistiheim- ilisins vildu halda því þar til leigan yrði greidd, ég sagði ekkert við því heldur setti það í geymslu og fór í það að hafa uppi á honum. Ég þurfti að hafa dálítið fyrir því, en það hafðist, hann var á sjúkrahúsi. Ég hringdi og spurði hvort ég mætti koma og var það í lagi. Ég hitti hann, sagði honum frá dótinu og spurði hvort hann vildi ekki fá það til sín og hann svaraði: „Bara þetta persónulega og frakkann.“ Daginn eftir laumaði ég dótinu út, fór með það til hans og upp frá því urðum við vinir og er ég segi „vinir“, þá meina ég „vinir“! Þar bar aldrei skugga á og ég elskaði að hlusta á hann segja sögur úr lífi sínu. Ef ég var ekki í keng af hlátri, var ég gapandi af undrun og ég þreyttist aldrei á að hlusta á hann. Hann var perla! Hann sagði mér frá þegar hann og kartöflubóndi, vin- ur hans úr Þykkvabænum, lögðu vörubíl í Lækjargötunni, hlöðnum kartöflum bóndans og seldu á rétt- látu verði. Bóndinn var að mótmæla álagningu kaupmanna á kartöflum og voru þeir ekki par hrifnir af þess- um sölumönnum og stoppuðu þetta með látum. Hann sagði mér frá því er fjöl- skylda hans flutti til Svíþjóðar (minn- ir mig) og einn daginn var ákveðið að fara á ströndina. Mamman, börn og farangur fóru með strætó, en pabb- inn á skellinöðru sem hann átti og var afar stoltur af. Það var smábrekka frá húsinu þeirra niður á götu og þar var strætó- stoppistöð. Þau voru komin í vagninn og pabbinn á hjólið (og það er eins og mig minni að hann hafi sagt hann hafa haft flugmannaleðurhúfu), lét það renna niður brekkuna og það rann út á götu og svo bara stopp. Fór ekki lengra, fór ekki í gang! Strák- arnir, synir hans, stóðu aftast í vagn- inum og veifuðu voða sætt og sak- laust til pabba sem horfði á eftir vagninum og skildi ekki hvað var að gerast. En það vissu „pottormarnir“ hans. Þeir voru, þótt ungir væru (man ekki hvað hann sagði, kannski um ferm- ingu), komnir á fullt í „business“ og höfðu selt eitthvert mikilvægt stykki úr hjólinu sem gerði það að verkum að það fór ekki í gang. Hann sýndi mér myndir og sagði mér frá dætrum sínum, sem hann var svo stoltur af. En af einhverjum fá- ránlegum ástæðum (að mínu mati) vildu þær lítið sem ekkert samband hafa við hann. Þær bjuggu/búa í Ástralíu að mig minnir og þeirra vegna vona ég að sá tími komi að þær átti sig á „hver og hvað“ faðir þeirra í raun var. Því „Gunni Gunn“ var með eindæmum merkur maður og ég er meira en þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast honum. Synir mínir dáðu hann takmarka- laust og hann kætti dóttur mína. Já, það er óhætt að segja að hann var einstakur í sinni röð og þegar Gayle vinkona mín hringdi til að láta mig vita, var mér brugðið. Ekki fyrir það að ég hafi ekki vitað að hverju dró, heldur því að á sínum tíma gaf ég honum það loforð að vera nálæg er að endalokum kæmi. Og ég er miður mín, kemst ekki einu sinni til að vera við útför hans, vegna þess að ég er búsett í Dan- mörku. Þessi skrif mín eru hinsta kveðja og það er erfitt að skrifa hana, svo sár er dauðinn, sem liggur fyrir okk- ur öllum. Minningar mínar um Gunna Gunn eru margar og allar góðar, en þó er ein sem ber hæst: Jordgobber! Samúðarkveðja til vina og vanda- manna. Góður Guð vaki yfir okkur öllum. Mér finnst hún svo undarleg fegurðin bláa sem leiftrar svo mjúk í mikilli fjarlægð. Mér finnst hún svo þægileg vinaleg aldan sem gutlar í svarta sandinum heima. Mér finnst hún svo falleg veröldin víða og fallegur finnst mér kletturinn „Thule“ (B. Hrafnar.) Bryndís B. Guðbjartsdóttir. Við vorum vön gustinum sem á okkur skall þegar Gunni Gunn, eða Gunni kokkur, kíkti við. Dökkhærð- ur, fremur lágvaxinn og grannur en það var ekkert verið að læðast og pukrast, ekki hans stíll. Glaðlegur og umhyggjusamur drengur sem forðaðist að trítla í ann- arra fótspor, fór heldur ótroðnar slóðir, stundum svolítið ójafnar, hef- ur nú kvatt. Gunni var svo sannarlega einn af máttarstólpum samfélagsins, fór oft mikinn og var atvinnuskapandi. Margir ríkisstarfsmenn, starfsfólk athvarfa og félaga hafa leiðbeint hon- um, og fengið leiðbeiningar, enda stundum ekki vanþörf á. Það er mikill missir þegar fólk sem gefur lífinu lit og lætur í ljós sínar skoðanir kveður, sérstaklega þegar seinni hálfleikur á rétt að vera að hefjast. Þegar Vin, eitt athvarfa Rauða kross Íslands, var nýstofnað fyrir 13 árum, fór Gunni Gunn að venja kom- ur sínar þangað. Gestir Vinjar nutu svo sannarlega kunnáttu Gunna í matargerð, lærður kokkurinn sá um matinn fyrstu jólin. Framborinn sem á fínasta veitinga- húsi og bragðið eftir því. Hinir svo- kölluðu Cabaré-diskar voru eftirsótt- ir í hádeginu. Þó voru á þeim afgangar og bara það sem til var í ís- skápnum en snillingar gera gott úr litlu. Þó að Gunni væri oftast hinn snyrtilegasti og flinkur kokkur, var hann ekki mjög flinkur að halda heimili. Átti það til að bjóða full mörgum í heimsókn, í gleðskap og fögnuð við minni fögnuð nágranna. Missti íbúðina og var húsnæðislaus á tímabili eftir það. Þá var nú ekki reglusamt líferni efst á blaði en hvað gerir maður við svoleiðis aðstæður, blankur og á hvergi heima? Kraftinn vantaði þó ekki og eljuna og lífsins notið í botn. Stofnaði Gunni stjórnmálaflokk, Lýðræðislega jafn- aðarmannaflokkinn. Voru stefnumál hans kynnt þar sem því var viðkomið og blöð gefin út. Fá mál voru flokkn- um og formanni hans óviðkomandi. Hreyfðu þó skrifin við mörgum því margt, ekki síst samfélagsmálin, voru reifuð þannig að flestir voru sammála um að hugmyndir Gunna um betrumbætur væru býsna fram- bærilegar. Allmörg tölublöð komu út af Lýðræðislega jafnaðarmanna- blaðinu en frekar hægt gekk þó að smala í flokkinn. Síðustu árin bjó Gunni Gunn að Miklubraut 20 þar sem Samhjálp hefur haldið úti stoðbýli með miklum myndarskap. Það kom berlega í ljós að þegar menn hafa fast húsnæði, sitt her- bergi og eigin muni, þá kemst jafn- vægi á hugann. En líkaminn var orð- inn lélegur og eldurinn var ekki eins magnaður og áður hjá þessum eld- huga þessa síðustu mánuði. Kokkurinn fór hægar yfir en oftast áður. Heilsan ekki góð en æðrulaus rölti hann um bæinn og heilsaði upp á vini og kunningja. Um leið og við vottum dætrum Gunnars sem búa erlendis og fjöl- skyldu hans okkar samúð, minnumst LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is LEGSTEINAR Helluhrauni 10, 220 Hf. • sími 565 2566 Englasteinar Ástkær sambýliskona mín og móðir okkar, GUÐNÝ SKJÓLDAL KRISTJÁNSDÓTTIR, Lindasíðu 2, Akureyri, lést mánudaginn 6. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ari Steinberg Árnason, Eiríkur Helgason og Garðar Helgason. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JENSÍNA SVEINSDÓTTIR frá Gillastöðum í Reykhólasveit, áður til heimilis að Austurbrún 6, andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, sunnudaginn 5. júní. Hjörtur Hjartarson, Unnur Axelsdóttir, Hermann Hjartarson, Edda Halldórsdóttir, Kolbrún Hjartardóttir, Helga Guðmundsdóttir, Matthías Hjartarson, Elísabet G. Hjartardóttir Rune, Allan Rune, Sveingerður S. Hjartardóttir, Guðmundur Einarsson, ömmubörn og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA EINARSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 5. júní sl. Útförin verður gerð frá Garðakirkju þriðju- daginn 14. júní kl. 13.00. Dagný Guðmundsdóttir, Jón E. Ingólfsson, Helga Bára Bragadóttir, Karl Elí Þorgeirsson, Sigurjón G. Bragason, Sigrún Einarsdóttir, Haukur Bragason, Hanna Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar og tengdamóðir ÁSTA HARALDSDÓTTIR, frá Garðshorni, Vestmannaeyjum, sem lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja fimmtudaginn 2. júní, verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 11. júní 14:00. Magnús Bjarnason, Unnur Gígja Baldvinsdótir, Ágústa Björk Bjarnadóttir, Anton Örn Kærnested, Ásta Birna Bjarnadóttir og fjölskyldur. Maðurinn minn, faðir okkar, fósturfaðir og sonur, ÁSKELL BJARNASON, lést á heimili sínu í Danmörku mánudaginn 6. júní. Katrín Guðmundsdóttir, Halldóra Áskelsdóttir, Aron Þór Sigurðsson, Halldóra Áskelsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.