Morgunblaðið - 08.06.2005, Síða 37

Morgunblaðið - 08.06.2005, Síða 37
við í Vin góðs vinar og getum alveg verið sammála því, svona að mestu leyti, að það hafi verið 99,9% gáfur hjá kokkinum en hins vegar var, í það minnsta og heldur ríflega, sextíu og sjö prósent, sextíu og sjö prósent, sextíu og sjö prósent, karma, karma, karma. Gestir og starfsfólk Vinjar. Elsku Gunni minn. Mig langar með nokkrum línum að kveðja þig. Langt er síðan ég sá þig fyrst í kokkajakkanum og vissi ég þá engin deili á þér.Var þetta á veitingatíma- bili mínu og fannst mér þú athygl- isverður ungur maður. Eftir að hafa spurt um þig var ég viss um að það sem mér sýndist um þig var sannleik- anum samkvæmt. Vinnuveitandi þinn þá talaði um þig sem afbragðs- matreiðslumann, góðan dreng og bar þér vel söguna. Árin liðu og ég kynntist þér ágæt- lega vegna kunningsskapar við bræður þína, sérstaklega Óla. Enn leið tíminn og ég var búinn að frétta af veikindum þínum í ofanálag við það að þurfa að glíma við Bakkus. Og enn leið tíminn. Ég hóf störf fyrir Samhjálp og mér var falið starf á stuðningsheimili þar sem leiðir okkar lágu saman að nýju. Frá þeirri stundu hef ég alltaf litið á þig sem einn af mínum vinum. Sterkur persónuleiki þinn, húmor og virðingin sem þú barst alltaf fyrir samferðamönnum þínum voru þín aðaleinkenni. Hversu vel þú talaðir um alla, aldr- ei með nein fúkyrði eða baktal, held- ur ljúfur og sást betur en margur það góða sem hver og einn hefur til að bera. Þakklæti og kvartanalaust viðhorf þitt til lífsins dag frá degi segir þeim sem vilja vita hversu gott var að um- gangast þig, elsku vinur. Umhyggju- tal þitt og kærleikur sá sem þú barst til systkina þinna var þér mikil prýði og hitaði manni um hjartarætur. Ég hafði gaman af því hversu vel þú fylgdist með veðurfréttum til þess eins að vita alltaf hvernig væri í sjó- inn hjá Óla þegar hann reri til sjós. Varst alltaf viss um að Kalla gengi vel. Talaðir alltaf fallega um hversu góða systur þú ættir og með kímni þegar Tryggvi var í umræðunni. Kærleikurinn var sífellt í orðum þínum. Undir yfirborðinu voru djúp sár vegna fjarlægðar þeirrar sem var á milli þín og barnanna þinna. Andleg umhyggja þín, tal og draumar um þau voru eins og hjá feðrum sem elska börnin sín. Þegar ég skrifa þessi fátæklegu orð, Gunni minn, eru mér minnis- stæðastar þær stundir þegar ég var á næturvakt og við vorum að draga okkur mannakorn og spjalla við Jesú. Vissa þín að ekki væru mörg árin eft- ir komu sterkast fram á 49 ára af- mælinu þínu. Það varð að halda það og var allt tal þitt um hvernig þú vild- ir hafa það eins og hjá þeim sem veit að hann er að fara heim til Drottins. Ég ætla að láta fylgja þessu sálm- inn sem Guð hefur gefið okkur og sem við lásum saman eitt kvöldið. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Ég veit hvar þú ert, sjáumst. Guð veri með systkinum þínum, börnum og aðstandendum, styrki þau og blessi. Þinn vinur, Vilhjálmur Svan. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 37 MINNINGAR Elsku pabbi. Það kemur svo ótal margt upp í hugann þegar ég minnist þín. Þú varst mér alltaf svo góður og gerðir allt til að uppfylla óskir mínar og væntingar. Það er erfitt að lýsa þér í fáeinum orðum en þú varst stoltið mitt, allt- af svo akkúrat. Mikill húmoristi, virðulegur og blíður maður. Ég fann alltaf hvað þér þótti vænt um mig. Mér eru svo minnisstæðar stundirnar í Fljótshlíðinni, þegar við fórum í Deild og Múlakot og gengum upp á Stóra og Litla Dím- on til að tína ber. Vænt þykir mér um stundirnar sem við áttum saman í Sunnuhlíð- inni. Þá gátum við gefið okkur næg- an tíma til að ræða um lífið og til- veruna. Þú varst alltaf svo glaður að sjá mig og ég mun sakna orðanna: ,,Ertu komin, elsku rósin mín?“ Elsku pabbi minn, nú veit ég að þér líður vel og þú ert kominn til dóttur minnar og bróður. Megi góð- ur Guð geyma þig. Þín dóttir, Arnþrúður. Nú er ástkær afi okkar farinn fyrir fullt og allt og hans verður sárt saknað. Það er sárt að hugsa til þess að finna ekki sterka pípu- lyktina þegar við komum inn í Vogatunguna og geta ekki tekið ut- an um afa okkar þar sem hann sat með pípuna sína. Það er sárt að hugsa til þess að geta ekki setið með honum í eldhúsinu, hlusta á sögur úr Fljótshlíðinni eða heyra KRISTJÁN BELLÓ GÍSLASON ✝ Kristján BellóGíslason fæddist í Vestmannaeyjum 1. febrúar 1912. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð 31. maí síðastliðinn og var jarðsunginn frá Kópavogskirkju 7. júní. hans frægu „fimm aura“ brandara sem hann sagði okkur með því að undirstrika end- inn með því að kinka kolli og reka út úr sér tunguna. Nú er enginn lengur til að spyrja okkur hver sé bestur, en þú varst alltaf best- ur, afi, og munt alltaf vera. Við munum alltaf muna eftir afa okkar í stólnum í eldhúsinu, alltaf í stuði og hlýleg- ur og góður við alla sem honum voru nærri. Elsku afi, blessuð sé minning þín. Þín barnabörn, Halldóra Kristín, Eiríkur og Ívar. Elsku afi. Hver er bestur? Þú að sjálfsögðu. Þessi orð hljóma hjá okkur þegar við hugsum til þín. Við hlökkuðum alltaf til að koma í heim- sókn til ykkar á Hátröðina. Þú tókst á móti okkur með þínum skemmtilega hætti og lúmska húm- or, eins og þér einum var lagið. Þú varst virðulegur, hár og myndarleg- ur maður sem við vorum mjög stolt- ar af. Það var ekki langt í brosið þegar við systurnar settumst niður og fórum að minnast þín. Þú varst svo mikill karakter og húmoristi að brandarar þínir og persónutöfrar skinu í gegnum minningarnar um þig. Eftir hvert grín glottir þú út í annað og gafst þar með brandaran- um meira gildi. Þó söknuðurinn verði alltaf til staðar vitum við að þér líður miklu betur núna. Þú ert kominn á þann stað sem bíður okk- ar allra og við vitum að Erna systir hefur tekið vel á móti þér. Elsku amma, mamma, Gulla, Þröstur, Stebbi og aðrir aðstand- endur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð veri með ykkur öllum. Soffía Heiða, Kristín Halla, Haddý Anna og Eva Dögg. Kveðja frá Golf- klúbbi Vest- mannaeyja Við viljum í fáum orðum minnast okkar góða félaga Marteins Guðjónssonar sem lést hinn 30. maí sl. Marteinn gerðist félagi í Golf- klúbbi Vestmannaeyja á sjöunda áratugnum, á þeim tímum er vinna við hirðu og rekstur vall- arins var að mestu unnin í sjálf- boðavinnu af klúbbfélögum. Mar- teinn var klúbbnum mikill happafengur og eru ófáar vinnu- stundirnar sem hann lagði fram í sjálfboðavinnu við að gera golf- völlinn okkar í Herjólfsdal jafn fallegan og raun ber vitni. Véla- kostur var ekki alltaf sá full- komnasti en Marteinn lagði mikla vinnu í að halda vélum við og er ekki á nokkurn hallað er sagt er hann hafi verið manna snjallastur að láta vélar ganga og með dug- legri mönnum í hirðu golfvallar- ins. Marteinn tók virkan þátt í því að hreinsa völlinn eftir gos og var hann forkólfur þess að gera bráðabirgðagolfvöll uppi við Sæ- fell meðan hann og aðrir félagar í Golfklúbbnum unnu það þrekvirki MARTEINN GUÐJÓNSSON ✝ Marteinn Guð-jónsson fæddist í Vestmannaeyjum 7. maí 1924. Hann lést 30. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Landa- kirkju 3. júní. að hreinsa völlinn í Herjólfsdal undan vikri eftir gos á Heimaey árið 1973. Marteinn tók upp- hafshöggið á „Sæ- fellsvellinum“ hinn 11. apríl 1974. Mar- teinn var formaður klúbbsins á árunum 1974 og 1980. Mar- teinn náði fljótt góð- um tökum á golfinu og var ágætur kylf- ingur og náði meðal annars að komast í íslenska öldunga- landsliðið og keppti fyrir Íslands hönd. Marteinn spilaði golf af kappi þar til hann veiktist alvar- lega árið 1999, þá 75 ára að aldri. Ekki er hægt að fjalla um Mar- tein án þess að minnast á hans hægri hönd, konu hans Kristínu Einarsdóttur, Stínu, en hún var honum stoð og stytta alla ævi. Til marks um hug Marteins og Stínu til klúbbsins þá tóku þau aldrei annað í mál eftir veikindi Mar- teins en að greiða félagsgjöld til klúbbsins og hafa gert alveg til dagsins í dag. Um leið og við kveðjum Mar- tein og þökkum góðar samveru- stundir og fórnfúst starf á Golf- vellinum í Herjólfsdal vottum við Kristínu og fjölskyldu okkar dýpstu samúð, minningin um góð- an félaga lifir á golfvellinum í Herjólfsdal. F.h. Golfklúbbs Vestmanna- eyja, Haraldur Óskarsson. Elsku Heiðar. Með þessum orðum langar mig að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, HEIÐAR ALBERTSSON ✝ Heiðar Alberts-son fæddist í Skrúð í Skerjafirði 4. mars 1948. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 4. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Háteigskirkju 12. maí. ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Bið að heilsa Krissa á Englavegi 7. Þín Helga Sif. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR ANDRÉSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður til heimilis á Flókagötu 19 í Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju fimmtu- daginn 9. júní kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins, síma 543 3724. Andrés Svanbjörnsson, Björk Timmermann, Sigríður Halldóra Svanbjörnsdóttir, Ásgeir Thoroddsen, Agnar Fr. Svanbjörnsson, Ásta Sigríður Hrólfsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför el- skulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, JÓHANNESAR PÁLSSONAR, Grundargerði 3c, Akureyri. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki heimahlynningar og lyfjadeildar II á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigfríð Dóra Vigfúsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HANS A. ÞORSTEINSSON Norðurbrún 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. júní kl. 13. Sigurbergur Hansson, Valdís Hansdóttir, Þorsteinn Hansson, Óskar Hansson, Elís Hansson, Lára Hansdóttir, Lúðvík Hansson, Erla Elín Hansdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Fósturfaðir okkar og bróðir, GÍSLI JÓSEFSSON málarameistari, lést á heimili sínu mánudaginn 6. júní. Útförin auglýst síðar. Matthildur Hafsteinsdóttir, Sævar Hafsteinsson, Magnús Jósefsson, Ragnheiður Jósefsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.