Morgunblaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Heimili, fjölskylda, fasteignir og per- sónuleg málefni eiga hug þinn í dag. Samræður við foreldra gegna mikilvægu hlutverki. Dundaðu þér heima fyrir ef þú getur. Naut (20. apríl - 20. maí)  Samtöl við systkini eru þýðingarmikil í dag. Stutt ferðalag gæti orðið þér til ánægju. Notaðu daginn til samninga- viðræðna og viðskiptabrasks. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn þarf hugsanlega að sinna inn- kaupum fyrir einhvern í fjölskyldunni, vinkonu eða fyrir heimilið. Hann spáir nokkuð í peningaflæðið þessa dagana og vill auka öryggi sitt. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Tunglið er í þínu merki í dag og færir þér örlitla heppni fyrir vikið. Kannski er krabbinn enn tilfinningasamari en endranær líka. Þá er nú mikið sagt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Reyndu að komast eitthvað afsíðis og njóta einveru í dag. Þú þarft að draga þig í hlé og koma lífinu í röð og reglu. Þú getur ekki verið allt í öllu fyrir alla, öll- um stundum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan á þýðingarmikið samtal við vin- konu í dag. Kannski að einhver sem hún þekkir þurfi að trúa henni fyrir ein- hverju. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin vekur á sér athygli í dag hvort sem hún ætlar sér það eða ekki. Fyrst að það liggur fyrir væri ekki úr vegi að hún velti ímynd sinni fyrir sér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn finnur hjá sér sterka hvöt til þess að komast eitthvað í burtu eða gera eitthvað óvenjulegt í dag. Kannski fær hann útrás fyrir þessa tilfinningu með því að uppgötva ný sannindi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn finnur sig knúinn til þess að grípa til ráðstafana sem auka öryggis- tilfinningu hans hvað varðar eigur eða verkaskiptingu. Ekki hika við að standa á rétti þínum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Tunglið er beint á móti steingeitinni í dag og ýtir undir mikilvægar viðræður við fjölskyldumeðlimi. Geitin á gott með að sýna öðrum hluttekningu og setja sig í þeirra spor. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn á vont með að gera upp hug sinn um eitthvað sem tengist vinnunni. Ef hann veit ekki hvað skal taka til bragðs er best að gera ekkert. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Dagurinn í dag einkennist af léttleika og daðri. Fiskurinn vill lyfta sér upp. Hann er að sjálfsögðu til í að vinna en vill sjá umbun erfiðis síns þegar í stað. Stjörnuspá Frances Drake Tvíburar Afmælisbarn dagsins: Þú tekur skyldur þínar alvarlega, segir í lýsingu á afmælisbarni dagsins, og átt gott með að tileinka þér ýmiss konar færni. Þú ert mikil einstaklingshyggju- manneskja og þarft að vera í friðsælu og streitulausu umhverfi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Myndlist 101 gallery | Ólafur Elíasson. Bananananas | Sýningin Vigdís – Skapalón á striga, aðferð götunnar í galleríi Café Karólína | Hugleikur Dagsson. Energia | Sigurður Pétur Högnason. Elliheimilið Grund | Jeremy Deller. Gallerí i8 | Ólafur Elíasson. Lawrence Weiner. Gallerí Sævars Karls | Kristín Blöndal sýnir málverk. Gerðuberg | Sýningin Stefnumót við safn- ara II er opin virka daga frá kl. 11–17 og um helgar frá kl. 13–17. Sjá www.gerduberg.is. Grafíksafn Íslands | Forum For Kunst. Gestir: Roswitha J. Pape, Werner Schaub, Lynn Schoene, Manfred Kästner, Luitgard Borlinghaus, Elke Wassmann, Klaus Staeck, Dik Jungling, Werner Richter. Hafnarborg | Wilhelm Sasnal, Bojan Sarcevic, Elke Krystufek, On Kawara. Hafnarbakkinn í Reykjavík | Kristinn Benediktsson, Fiskisagan flýgur, ljós- myndasýning til 31. ágúst. Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina- félags Hallgrímskirkju. Guðbjörg Lind Jóns- dóttir sýnir myndverk í forkirkju og kór Hallgrímskirkju. Sýningin stendur til 14. ágúst. Hallgrímskirkja | Þórólfur Antonsson og Hrönn Vilhelmsóttir sýna ljósmyndir í Hall- grímskirkjuturni. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi | Auð- ur Vésteinsdóttir. Hrafnista Hafnarfirði | Rúna (Sigrún Guð- jónsdóttir) sýnir í Menningarsalnum á fyrstu hæð. Kaupfélag listamanna | KFL – group er með hressandi myndlist í Gamla Kaup- félaginu í Hafnarfirði að Strandgötu 28, 2. hæð. Sýningin stendur til 23. júní og er opið alla daga frá kl. 14–18. Aðgangur er ókeypis. Leonard | Mæja sýnir út júnímánuð. Sjá nánar á www.maeja.is. Listasafn ASÍ | Ólafur Árni Ólafsson, Libia Pérez de Siles de Castro. Listasafn Árnesinga | Jonathan Meese. Listasafnið á Akureyri | Matthew Barney, Gabríela Friðriksdóttir. Listasafn Íslands | Dieter Roth. Listasafn Einars Jónssonar | Opið er alla daga nema mánudaga frá kl. 14–17. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gabríel Kuri, Jennifer Allora og Guilliermo Calza- dilla, Brian Jungen, Hekla Dögg Jóns- dóttir, John Latham, Kristján Guðmunds- son. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Die- ter Roth, Peter Fischli, David Weiss, Har- aldur Jónsson, Urs Fischer. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sum- arsýning – Aðföng, gjafir og lykilverk eftir Sigurjón Ólafsson. Safnið er opið milli klukkan 14 og 17. Norræna húsið | Norski málarinn Örnulf Opdahl. Norska húsið í Stykkishólmi | Ástþór Jó- hannsson. Saltfisksetur Íslands | Kristinn Bene- diktsson ljósmyndari með ljósmyndasýn- ingu. Smekkleysa plötubúð – Humar eða frægð | Ólöf Nordal og Kelly Parr. Sýningin heitir Coming Soon er fyrsta úrvinnsla í samvinnu þeirra. Sýningin stendur til 15. júní. Sólon | Vilhelm Anton Jónsson mál- verkasýning. Skaftfell | Anna Líndal. Vestmannaeyjar | Micol Assael. Við Fjöruborðið | Inga Hlöðvers. Ný og eldri verk. Þjóðminjasafn Íslands | Mynd á þili í Bogasal. Sýningin er afrakstur rannsókna Þóru Kristjánsdóttur á listgripum Þjóð- minjasafnsins en munirnir eru frá 16., 17. og 18. öld. Sýningin er liður í Listahátíð í Reykjavík 2005. Árbæjarsafn | Sýningin Röndótt – Köflótt í Kornhúsinu. Börn Árbæjarsafn | Brúðubíllinn frumsýnir dag- skrá sína kl. 14.00. Allir velkomnir. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Hljóð- leiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning og skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu. Jagúarinn í hlaðinu. Opið alla daga í sum- ar frá kl. 9 – 17. Ráðhús Þorlákshafnar | Á sýningu í Ráð- húsi Ölfuss gefur að líta margar tegundir uppstoppaðra fiska, bæði vel þekktar teg- undir og furðufiska. Þjóðmenningarhúsið | Sýningar í Þjóð- menningarhúsinu eru opnar alla daga frá kl. 11 til 17. Helstu sýningar eru; Handritin, Fyrirheitna landið og Þjóðminjasafnið – svona var það. Á veitingastofunni Matur og menning er gott að slaka á og njóta veitinganna og útsýnisins yfir Arnarhólinn og höfnina. Þjóðminjasafn Íslands | Opið alla daga í sumar kl. 10–17. Fyrsta fimmtudag hvers mánaðar er opið til kl. 21. Ókeypis aðgang- ur á miðvikudögum. Kaffistofa og spenn- andi safnbúð. Fundir Geðhjálp | Félagsfælnihópur Geðhjálpar heldur vikulega fundi í húsi Geðhjálpar alla miðvikudaga milli kl. 20–22 á kvöldin og eru þeir velkomnir sem eiga við félagsleg vandamál að stríða, t.d. kvíða, ótta og óör- yggi innan um hóp fólks, eiga í erfiðleikum í samskiptum við aðra vegna fælni, t.d. í námi eða á vinnustað. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 blotna, 4 litar, 7 gnæfa yfir, 8 staga, 9 hlemmur, 11 tómt, 13 beri sökum, 14 eimyrj- an, 15 kylfu, 17 guð, 20 bókstafur, 22 starfið, 23 skynfærin, 24 bind sam- an, 25 mæla fyrir. Lóðrétt | 1 falla, 2 nægtir, 3 einkenni, 4 skotmál, 5 slá, 6 sefaði, 10 ofstopar, 12 gríp, 13 snjó, 15 skilið eftir, 16 tuskan, 18 dul- arbúningur, 19 rás, 20 múli, 21 skolla. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 haldgóður, 8 engið, 9 yfrin, 10 auk, 11 dunar, 13 terta, 15 skens, 18 skáld, 21 kát, 22 kalda, 23 óglöð, 24 hrikalegt. Lóðrétt | 2 aggan, 3 dúðar, 4 ólykt, 5 urrar, 6 geld, 7 anga, 12 ann, 14 eik, 15 sekk, 16 eflir, 17 skark, 18 stóll, 19 áflog, 20 doði. Brúðkaup | Gefin voru saman í hjóna- band í Bacolod City, Filippseyjum, 31. maí sl. þau Birgir Rúnar Sæmundsson og Cynthia Vasquez Cruz. Prestur var sr. Edwin Cruz. Heimili þeirra verður á Íslandi. Brúðkaup | Hinn 21. maí sl. voru gefin saman í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni þau Lea Kristín Guðmundsdóttir og Karl Magnús Karlsson. Ljósmynd/Jóhannes Long Sjaldgæft afbrigði. Norður ♠Á764 ♥K108 ♦653 ♣KD5 Suður ♠9 ♥ÁDG92 ♦ÁD2 ♣ÁG109 Suður spilar sex hjörtu og fær út spaðadrottningu. Hver er áætlunin? Ellefu toppslagir og tólf með tíg- ulsvíningu eða öfugum blindum. Þetta er kunnuglegt stef, sem hljómar svona: Drepið á spaðaás, spaði stunginn og trompi spilað tvisvar. Ef báðir fylgja lit eru tveir spaðar trompaðir í viðbót og þannig fást sex hjartaslagir og tíg- ulsvíningin verður óþörf. En ef hjartað liggur 4-1 er trompið klárað og svínað í tígli fyrir tólfta slagnum. Ertu sammála? Norður ♠Á764 ♥K108 ♦653 ♣KD5 Vestur Austur ♠DG108 ♠K542 ♥7653 ♥4 ♦K84 ♦G1097 ♣43 ♣8762 Suður ♠9 ♥ÁDG92 ♦ÁD2 ♣ÁG109 Trompið er 4-1 og tígulkóngur ligg- ur vitlaust. En samt er til rökrétt vinn- ingsleið: Sagnhafi kærir sig kollóttan um trompleguna og stingur galvaskur spaða þrisvar heima ásamt því að taka trompin í borði. Spilar svo laufunum. Vestur fær vissulega slag á fjórða trompið, en neyðist til að spila tígli upp í gaffalinn í lokastöðunni. Þetta er sjaldséð afbrigði af öfugum blindum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is  ÞAÐ verður létt sveifla á tón- leikum í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði í kvöld kl. 20:00. Hljómsveitin Chris Morris Praise-and- Worship Band frá Bandaríkj- unum mun flytja létta tónlist en hér eru á ferð- inni ungir tón- listarmenn sem sjá um tónlist- arflutning fyrir Spivey Comm- unity Church í Atlanta í Georgíufylki. Hljómsveitin hefur gefið efni sitt út á geisladiski. Einnig mun prestur safnaðarins, Dan Arsenault, vera með stutt innlegg á tón- leikunum. Þá mun Fríkirkjukórinn í Hafnarfirði flytja dagskrá sem kórinn verður með á alþjóðlegu kóramóti á Írlandi um miðjan júní. Lögin sem kórinn syngur eru að stórum hluta erlend tónlist í léttum dúr, í nýlegum útsetningum við íslenskan texta. Fríkirkjukórinn í Hafnarfirði stendur fyrir tónleikunum og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Létt sveifla í Fríkirkjunni í Hafnarfirði Lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar 1.–16. júní Kl. 19:30 Bókakvöld í Gamla bókasafninu. Rithöfundarnir Andri Snær Magnason og Einar Kárason lesa upp úr verkum sínum. Boðið verður upp á kaffi. Kl . 20:00 Syngjandi sumar í Hafnarfjarðarkirkju. Samúel Sam- úelsson og Antonía Hevesi spinna út frá þekktum lögum á básúnu og orgel. Tónleikarnir eru í boði Hafnarfjarðarkirkju og aðgangur er ókeypis. Sr. Þórhallur Heimisson flytur stutta bæn fyrir tónleikana. Kl. 20-23 ,,Ég er ögn í lífrænni kviksjá“, myndlistargjörningur Örnu Valsdóttur í húsnæði Hafnarfjarðarleikhússins. Bjartir dagar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.