Morgunblaðið - 08.06.2005, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 08.06.2005, Qupperneq 52
Alber Elbaz: Alþjóðlegur hönnuður ársins. ÁHRIFAMIKIÐ fólk úr tískuheiminum var saman komið í New York á mánudagskvöldið þegar tískuverðlaun Samtaka fatahönnuða í Bandaríkjunum, CFDA, voru veitt. Vera Wang var valin kvenfatahönnuður ársins en stjörn- urnar hafa oft valið kjóla hennar fyrir rauða dregilinn. „Ég er mjög upp með mér. Jafnvel á mínum aldri geta draumar ræst,“ sagði hún. John Varvatos var valinn herrafatahönnuður ársins. Ofurfyrirsætan Kate Moss fékk sérstök verð- laun fyrir að vera mikill áhrifavaldur í tísku- heiminum og fetar þar með í háhæla fótspor Söruh Jessicu Parker og Nicole Kidman. Enginn annar en David Bowie afhenti Kate verðlaunin. „Hún klæðir sig á þann hátt að það þýðir eitthvað. Það sem Kate klæðist fara aðrir í. Og það er í alvöru Kate sem velur fötin en ekki stílisti,“ sagði Peter Arnold, fram- kvæmdastjóri CFDA. Diane von Furstenberg var heiðruð fyrir þriggja áratuga framlag sitt til tískuheims- ins. „Mér finnst mjög gaman að kollegar mín- ir heiðri mig. Þetta er mikil samkeppni en við erum samt sem áður í sama fagi. Við hjálpum hvert öðru og hvetjum hvert annað áfram,“ sagði hún í samtali við AP. Af öðrum helstu verðlaunum má nefna að Marc Jacobs var valinn fylgihlutahönnuður ársins. „Mér finnst fylgihlutir ekkert annað en tíska, þetta er sami hluturinn,“ sagði hann. Til viðbótar fékk Gilles Bensimon hjá Elle sérstök verðlaun fyrir að hafa skapað tískuna sjónrænt. Alber Elbaz, hönnuður Lanvin, fékk verðlaun sem besti alþjóðlegi hönnuður- inn. Loks fékk Norma Kamali verðlaun frá stjórn CFDA en hún játaði að vera ábyrg fyr- ir axlapúðatískunni undir lok áttunda áratug- arins. Þetta var í 24. skipti sem verðlaunin eru veitt en sigurvegararnir eru valdir af rúm- lega 450 fulltrúum fatahönnuða, blaða, sölu- fólks og stílista. Hjónin Seal og Heidi Klum; hún ólétt, í Donnu Karan. Barry Diller með eiginkonunni Diane von Furstenberg, sem fékk sérstök heiðursverðlaun, hjónin David Bowie og Iman. Kate Moss heiðruð sem áhrifavaldur Tíska | Tískuverðlaun Samtaka fatahönnuða í Bandaríkjunum A P                                                                                                                ! "   #$  % &      & '      %"   '   & (  &  )  52 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Í hraða lífsins kemur að því að við rekumst á hvert annað lí i í i Kvikmynd eftir Óskarsverðlaunahafann, Paul Haggis (“Million Dollar Baby”). Sláandi og ögrandi mynd sem hefur fengið einvala dóma. ROGER EBERT ROLLING STONE S.K. DV.  Capone XFM H.L. MBL. Ó.H DV S.K DV Ó.H.T RÁS 2 A Lot Like Love kl. 6 - 8.15 og 10.30 Voksne Mennesker kl. 5.45 - 8 - 10.15 Crash kl. 5.45 - 8 og 10.15 b.i. 16 The Hitchhiker´s Guide... kl. 5.45 - 8 - 10.15 The Jacket kl. 8 - 10.10 b.i. 16 The Motorcycle Diaries kl. 5.40 aston kutcher amanda peet RÓMANTÍK GETUR EYÐILAGT GÓÐA VINÁTTU Er þetta ást? Er þetta vinátta eða er þetta hvort tveggja. Þetta er mynd sem þú og þín þurfið að sjá. Í hraða lífsins kemur að því að við rekumst á hvert annað Debra Messing Dermot Mulroney i t l Frábær og léttleikandi rómantískgamanmynd með Debra Messing úr „Will &Grace“ þáttunum l l i i í i ill Fyrsta stórmynd sumarsins BRIAN VAN HOLT PARIS HILTON JARED PADALECKI ELISHA CUTHBERT CHAD MICHAEL MURRAY  Capone XFM  S.K. DV. HARÐKJARNA- og rokkhátíðin MOTU-FEST stendur yfir dagana 8.–11. júní og hafa fjórar erlendar hljómsveitir staðfest komu sína á há- tíðina. Þetta er annað árið í röð sem hátíðin er haldin en hún er stærri en í fyrra og dreifist á þrjú kvöld, sem haldin verða í Hellinum, Grandrokki og gamla Sjónvarpshúsinu. Hátíðin hefst í kvöld með tón- leikum bandarísku sveitarinnar Paint It Black og fleiri sveita í Hellinum og er þeim fylgt fast eftir á föstudags- kvöldinu með tónleikum dönsku met- alsveitarinnar Urkraft og fleiri knárra sveita. Lokaspretturinn verð- ur svo á laugardaginn þegar dönsku sveitirnar Lack, Urkraft og frönsku metalrisarnir í Scarve gera allt snælduvitlaust ásamt rjómanum af harðkjarna- og metalböndum Ís- lands. Jóhann Ingi Sigurðsson hlakkar til hátíðarinnar en hann er einn skipu- leggjenda hennar. „Þetta er stærsti viðburður ársins fyrir þennan hóp,“ segir hann. Á laugardeginum verður hægt að kaupa ýmsan varning af hljómsveit- unum, einnig mat og drykk og verða einhver samtök og hópar með kynn- ingar af á starfsemi sinni. „Dýra- verndunarsinnar verða með bás þarna og ég á líka von á því að græn- metisætur verði með kynningu á sinni starfsemi,“ segir hann. Armbönd verða til sölu sem gilda á öll kvöldin, samtals sautján hljóm- sveitir, og kosta þau 3.500 krónur. Forsala er hafin í Smekkleysu Plötu- búð. „Það er nálægt helmingur arm- banda búinn þannig að þetta er fljótt að fara,“ segir Jóhann Ingi. Einnig er selt á einstaka viðburði en armbönd hafa forgang ef stefnir í húsfylli. Hátíðin hefur vakið töluverða at- hygli erlendis fyrir fjölbreytta og ferska dagskrá, segir Jóhann Ingi en hvað er það sem þykir vera öðru vísi? „Yfirleitt er þetta flokkað í metalsen- ur annars vegar og hins vegar í harð- kjarnasenur. Þessum tónlistar- stefnum er hvergi blandað saman í sama mæli og hérna. Ísland er svo lít- ið og þetta er ekki það stór hópur sem hlustar á hvort fyrir sig,“ segir hann og bætir við að það sé kostur. „Þetta kemur í veg fyrir þröngsýni.“ Stærsta hljómsveitin í ár er fyrr- nefnd frönsk metalsveit, Scarve. „Þeir koma beint af tónleikaferðalagi með hljómsveit sem heitir Mes- huggah og er mjög stór innan þess- arar senu. Það er ákveðinn gæða- stimpill,“ segir hann. Jóhann Ingi segir marga erlenda blaðamenn hafa sýnt áhuga á hátíð- inni og á jafnvel von á því að ein- hverjir þeirra komi til landsins. Há- tíðin hefur líka verið á lista vefsíðna sem halda utan um hátíðir af þessu tagi þannig að hún hefur spurst vel út. Skipulagning tónleikanna er í sjálf- boðavinnu. „Þetta er gert á öðrum grundvelli en með stærri tónleika. Allir sem vinna að þessu gera það í sjálfboðavinnu. Ef það verður einhver gróði af hátíðinni í ár fer hann bara í hátíðina á næsta ári. Við viljum fá sér- stök bönd hingað, það er það sem drífur okkur áfram, bönd sem yrðu annars ekki fengin hingað.“ Morgunblaðið/Golli Jóhann Ingi Sigurðsson er einn skipuleggjenda hátíðarinnar en hann segir hana vera stærsta viðburð ársins fyrir metal- og harðkjarnaaðdáendur. Franska metalsveitin Scarve spilar á hátíðinni en hún kemur beint af tónleikaferðalagi með Meshuggah. Kemur í veg fyrir þröngsýni Tónlist | Harðkjarna- og rokkhátíðin MOTU-FEST 8.–11. júní Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Hátíðin hefst í Hellinum, Hólma- slóð 2, kl. 19.30 í kvöld. Ekkert aldurstakmark. Aðgangseyrir 1.000 kr. Fram koma Paint It Black, Myra, Isidor og Mania Locus. www.motu-fest.org Kate Moss tók á móti verðlaun- unum í hátísku- kjól frá Dior. smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.