Morgunblaðið - 08.06.2005, Qupperneq 53
ÁLFABAKKI
AKUREYRI KEFLAVÍKKRINGLANSýningatímar ÁLFABAKKI
Sjóðheit og sláandi góð hrollvekja með hinni umdeildu djammstelpu,
Paris Hilton, Elisha Cuthert úr Girl Next Door og 24 þáttunum og Chad Michael Murray úr One Tree
Hill Þáttunum. Stranglega bönnuð innan 16 ára.
A LOT LIKE LOVE kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30
A LOT LIKE LOVE VIP kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30
HOUSE OF WAX kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16
HITCHHIKER´S GUIDE... kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30
Er þetta ást? Er þetta vinátta eða er þetta hvort tveggja. Þetta er mynd sem þú og þín þurfið að sjá.
ashton kutcher RÓMANTÍK GETUR EYÐILAGT GÓÐA VINÁTTU amanda peet
A LOT LIKE LOVE kl. 6 - 8.15 - 10.30
HOUSE OF WAX kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16
WEDDING DATE kl. 8.15 - 10.20
THE WEDDING DATE kl. 4 - 6 - 8.15 - 10.30
CRASH kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16
SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 4
A LOT LIKE LOVE kl. 8 - 10
HOUSE OF WAX kl. 8 - 10
Kingdome Of Heaven kl. 5 - 8 - 10.30
House of Wax kl. 10.30
Star Wars - Episode III kl. 5 - 8
LEYFÐ ÖLLUM ALDURSHÓPUM
BRIAN
VAN HOLT
PARIS
HILTON
JARED
PADALECKI
ELISHA
CUTHBERT
CHAD MICHAEL
MURRAY
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 53
Borgarholtsskóli
Innritun nemenda úr grunnskóla
á haustönn 2005 stendur yfir og lýkur 14. júní
Í boði eru eftirtaldar námsbrautir:
Nánari upplýsingar um einstakar námsbrautir eru á heimasíðu.
Borgarholtsskóli v/Mosaveg, 112 Reykjavík, sími 535 1700, bréfasími 535 1701.
Sjá nánar á heimasíðu: www.bhs.is
Bóknám til stúdentsprófs:
• Félagsfræðabraut
• Málabraut
• Náttúrufræðabraut
Iðnnám:
• Grunndeild bíliðna
• Fyrrihlutanám í málmiðnum
Listnám:
• Margmiðlunarhönnun, grafísk áhersla
• Margmiðlunarhönnun, fjölmiðlatækni
Annað starfsnám:
• Félagsliðabraut, námsbraut fyrir
aðstoðarfólk í leik- og grunnskólum
• Verslunarbraut
Almenn námsbraut er einnig í boði fyrir þá nemendur sem ekki
standast inntökuskilyrði annarra námsbrauta.
Við aðstoðum nemendur og forráðamenn þeirra við rafræna innritun
vikuna 6.-10. júní frá kl. 9-16.
Opið hús verður í skólanum 13. og 14. júní frá kl. 11-18
þar sem kynnt verður það nám sem er í boði.
VÆNAR raðir æstra
aðdáenda Snoop Dogg
mynduðust eldsnemma í
gærmorgun fyrir utan
sölustaði miða á tónleika
rapparans í Egilshöll 17.
júlí nk. Miðasalan hófst kl.
10 um morguninn og fór
hún að sögn skipuleggj-
enda hjá Event ehf. mjög
kröftuglega af stað. Áætl-
ar Ísleifur Þórhallsson að
nú þegar sé búið að selja
yfir þrjú þúsund miða. Því
sé nærri því helmingur
allra miða farinn vegna
þess að í boði verða ein-
ungis sjö þúsund miðar.
Morgunblaðið/Jim Smart
Það var góð stemning í röðinni fyrir utan Skífuna á Laugavegi í gærmorgun.
Beðið
eftir
Snoop
ÓLAF Jóhannesson kvikmynda-
gerðarmann hafði alltaf langað til að
gera mynd um fótbolta. Mynd hans
Africa United fjallar einmitt um sam-
nefnt fótboltalið í þriðju deildinni
hérlendis en liðið samanstendur af
leikmönnum frá meira en tíu löndum.
Eins og greint var frá í blaðinu í gær
hefur honum verið boðið að sýna
þessa heimildamynd í aðalkeppninni
á hinni þekktu kvikmyndahátíð í
Karlovy Vary í Tékklandi.
„Mig langaði alltaf að gera mynd
um fótbolta og í áranna rás hef ég séð
margar lélegar myndir um þennan
fallega leik. Í staðinn fyrir að taka þá
áhættu að auka við eymdina
ákváðum við, ég og félagar mínir,
Ragnar Santos og Benedikt Jóhann-
esson, að finna raunverulegt fót-
boltalið og sjá hlutina gerast í alvöru
á tjaldinu,“ segir Ólafur.
„Fótbolti er birtingarmynd ein-
faldleikans en mennirnir gera hann,
eins og lífið, flókinn og margbrotinn.
Persónurnar í myndinni minni, Afr-
ica United, eru komnar á fremsta
hlunn með að flækja líf sitt um of.
Nálgun þeirra er mjög frábrugðin
hinu staðfasta, evrópska hugarfari.
Leiði þeir leikinn munu þeir sigra,
einu marki undir og þeir eru svo til
dæmdir til að tapa. Þá skortir evr-
ópska þrautseigju en búa aftur á
móti yfir barnslegri einlægni í nálg-
un sinni á fótbolta og lífið,“ segir
hann.
„Meðlimir Africa United eru inn-
flytjendur sem vinna við ýmis lág-
launastörf í Reykjavík eða eru jafn-
vel atvinnulausir. Líf þeirra er mótað
af baráttu innflytjenda á nýjum slóð-
um; tungumálavandræði, viðureignir
við yfirvöld, peningamál, svo ekki sé
minnst á íslenska veðráttu,“ útskýrir
Ólafur og bætir við að þess vegna sé
Africa United miklu meira en fót-
boltalið.
„Leikmennirnir trúa því og vona
að ef þeim gangi vel í fótbolta muni
velgengnin speglast inn í líf þeirra,
færa þeim virðuleik og sjálfstraust
sem hafi aftur í för með sér gott líf,“
segir hann og útskýrir að myndin sé
að grunni til einföld saga um von um
að ná árangri og njóta virðingar.
„Á undanförnum árum hafa marg-
ar myndir verið sýndar sem fjalla um
innflytjendur í Evrópu. Venjulega er
lögð áhersla á hversu erfitt líf þeirra
sé. Mig langaði í þessari mynd að ein-
blína á jákvæðu hliðarnar og þær
eingöngu. Fyrst og fremst á að vera
skemmtilegt og hressandi að horfa á
myndina. Hlýju og innileik er nefni-
lega vel hægt að troða inn um þær
dyr,“ segir leikstjórinn.
Kvikmyndir | Heimildamyndin Africa
United keppir í Karlovy Vary
Lífið er fótbolti
Atriði úr mynd Ólafs: Arnar Björnsson íþróttafréttamaður undirbýr sig
fyrir viðtal við þjálfara knattspyrnuliðsins Africa United, Zico Zakaria.
Auglýsingaspjald myndarinnar
Africa United hefur vakið athygli
enda vel heppnað og grípandi.