Morgunblaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÚTVARP/SJÓNVARP FYRIR nokkrum árum reið yfir ný bylgja í sjónvarps- þáttagerð, svokallaðir raun- veruleikasjónvarpsþættir. Þar bauðst áhorfendum að vera fluga á vegg og fylgjast með fólki glíma við ýms- ar aðstæður. Þætt- irnir eru eins ólíkir og þeir eru margir en miða allir að því að fá að gægjast inn í tilbúinn veruleika nokkurra ein- staklinga. Survivor varð trúlega vinsæl- astur þáttanna í upphafi en svo hafa aðrir sótt í sig veðrið jafnhliða vinsæld- um Survivor. Nú er svo komið að mér finnst þetta form sjónvarps- þátta orðið frekar þreytt og þá sérstaklega endurtekn- ingar á sömu hugmyndinni að uppbyggingu þátta. Kannski er maður búinn að fullnægja þörfinni fyrir forvitnina um náungann. Eða kannski er maður búinn að sjá í gegnum óraunveruleika þessara þátta sem gefa sig út fyrir það að sjónvarpa raunveruleikanum. Ég hef fylgst með einni þáttaröð af Survivor, átti mína uppáhaldskeppendur og allt. Þegar næsta þáttaröð hófst ætlaði ég að endurtaka leikinn en komst þá að því að ég var búin að sjá þetta allt áður. Sömu rifrildin, sömu karakterarnir og sömu að- stæður sem komu upp. Það er nefnilega með Survivor eins og svo marga aðra þætti af þessari gerð að hafi maður séð eina þáttaröð, er maður búinn að sjá þær allar. America’s Next Top Model er annað dæmið um skort á fjölbreytileika, svipaðar týp- ur berjast að sama markmiði með tilheyrandi baktali og grátköstum. The Bachelor/ Bachelorette er sama end- urtekningin; hópur íðilfagurra karla eða kvenna keppast um hylli ein- staklings sem þau vilja öll ólm eyða ævinni með. Þetta er alveg merkilega einhæft sjónvarps- efni, piparsveinninn eða daman eru al- veg öldungis óviss um lífsförunautinn fram á síðustu mínútu, en þegar valið hefur farið fram hefði viðkomandi ekki getað hugsað sér neinn annan til að eyða ævinni með. Um daginn hófust sýningar á nýrri raunveruleikaþátta- röð hér á landi sem nefnist The Contender. Þar eiga nokkrir kraftalegir piltar að keppa um hver þeirra er besti hnefaleikakappinn. Sýn- ishorn úr þættinum var byggt upp þannig að menn áttu um- svifalaust að verða spenntir fyrir komandi ósætti og óvin- skap á milli drengjanna. Það er nefnilega helsti drif- kraftur raunveruleikasjón- varpsþátta, mannlegur breyskleiki. Ósætti, grátur, baktal, svik og annað í þeim dúr er nefnilega það sem heldur okkur illkvittnum áhorfendum við skjáinn, ekki satt? Það væri ekkert gaman að horfa á Survivor ef öll dýrin í skóginum væru vinir og hjálpuðust að við að byggja friðsælt samfélag í sátt og samlyndi úti í auðninni. Þreyttur raunveruleiki LJÓSVAKINN Birta Björnsdóttir 06.00 Fréttir. 06.05 Árla dags. Umsjón: Vilhelm G. Krist- insson. 06.50 Bæn. Séra Elínborg Gísladóttir flytur. 07.00 Fréttir. 07.05 Árla dags. Umsjón: Vilhelm G. Krist- insson. 07.30 Morgunvaktin. Fréttir og fróðleikur. 07.30 Fréttayfirlit. 08.00 Fréttir. 08.30 Fréttayfirlit. 08.30 Árla dags. Umsjón: Vilhelm G. Krist- insson. 09.00 Fréttir. 09.05 Laufskálinn. Umsjón: Ásgrímur Ingi Arn- grímsson á Egilsstöðum. 09.40 Úr kvæðum fyrri alda. Umsjón: Gunnar Stefánsson. (Aftur á sunnudag). 09.50 Morgunleikfimi með Halldóru Björns- dóttur. 10.00 Fréttir. 10.03 Veðurfregnir. 10.13 Andblær frá Ipanema. Brasilískt bossa nova. Umsjón: Sigríður Stephensen. (2:3). 11.00 Fréttir. 11.03 Samfélagið í nærmynd. Umsjón: Leifur Hauksson og Sigurlaug Margrét Jónasdóttir. 12.00 Fréttayfirlit. 12.03 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. 12.50 Dánarfregnir og auglýsingar. 13.00 Sakamálaleikrit Útvarpsleikhússins, Lesið í snjóinn eftir Peter Höeg. Þýðing: Eygló Guðmundsdóttir. Útvarpsgerð: Aðalsteinn Ey- þórsson. Meðal leikara: Guðrún S. Gísladótt- ir, Kristbjörg Kjeld og Steinunn Ólafsdóttir. Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson. Hljóðvinnsla: Grétar Ævarsson. (Frumflutt 1996). (3:14) 13.15 Sumarstef. Þáttur í umsjá Hönnu G. Sigurðardóttur. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan: Bara stelpa eftir Lise Nörgaard. Sverrir Hólmarsson þýddi. Ragn- heiður Elfa Arnardóttir les. (3) 14.30 Miðdegistónar. Lög eftir Ludvig Norman og August Söderman. Claes-Håkan Ahnsjö, Pia-Marie Nilsson og Kammerkór Erics Er- icsons syngja, Alfons Kontarsky og Anders Kilström leika á píanó. 15.00 Fréttir. 15.03 Tónaljóð. Umsjón: Una Margrét Jóns- dóttir. 16.00 Fréttir. 16.10 Veðurfregnir. 16.13 Hlaupanótan. Umsjón: Berglind María Tómasdóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Víðsjá. Þáttur um menningu og mannlíf. 18.00 Kvöldfréttir. 18.24 Auglýsingar. 18.25 Spegillinn. Fréttatengt efni. 18.50 Dánarfregnir og auglýsingar. 19.00 Los Machucambos og Trio Marakana leika og syngja. 19.30 Laufskálinn. Umsjón: Ásgrímur Ingi Arn- grímsson á Egilsstöðum. 20.15 Sáðmenn söngvanna. Hörður Torfason stiklar á stóru í tónum og tali um mannlífið hér og þar. 21.15 Myndin af manninum. Umsjón: Pétur Gunnarsson. (1:5). 21.55 Orð kvöldsins. Valgerður Gísladóttir flyt- ur. 22.00 Fréttir. 22.10 Veðurfregnir. 22.15 Tónskáldið Sigvaldi Kaldalóns. Umsjón: Gunnar Stefánsson. (Áður flutt 1999).. 23.00 Fallegast á fóninn. Gestur þáttarins er Helga Ingólfsdóttir semballeikari. Umsjón: Arndís Björk Ásgeirsdóttir. 24.00 Fréttir. 00.10 Útvarpað á samtengdum rásum til morguns. RÍKISÚTVARPIÐ RÁS 1 FM 92,4/93,5 SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 SÝNSKJÁREINNI 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 17.55 Landsleikur í fót- bolta Bein útsending frá leik Íslendinga og Malt- verja í forkeppni heims- meistaramótsins. 19.00 Fréttayfirlit 19.05 Landsleikur í fót- bolta Ísland-Malta, seinni hálfleikur. 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.35 Víkingalottó 20.40 Ed Framhaldsþættir um ungan lögfræðing sem rekur keilusal og sinnir lögmannsstörfum í Ohio. Aðalhlutverk leika Tom Cavanagh, Julie Bowen, Josh Randall, Jana Marie Hupp og Lesley Boone. (71:83) 21.25 Í einum grænum Umsjónarmenn Guðríður Helgadóttir og Kristinn H. Þorsteinsson, Framleiðandi er Sagafilm. Textað á síðu 888 í Texta- varpi. (6:8) 22.00 Tíufréttir 22.20 Formúlukvöld Gunn- laugur Rögnvaldsson hit- ar upp fyrir kappakst- urinn í Kanada um helgina. 22.40 Lífsháski (Lost) Hér verða endursýndir þættir 7-10 úr þessum vinsæla myndaflokki um hóp fólks sem kemst lífs af úr flug- slysi og neyðist til að hefja nýtt líf á afskekktri eyju í Suður-Kyrrahafi þar sem ýmsar ógnir leyn- ast. Meðal leikenda eru Naveen Andrews, Emilie de Ravin, Matthew Fox, Jorge Garcia, Maggie Grace, Dominic Monag- han og Josh Holloway. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. e. (7:23) 01.30 Dagskrárlok 06.58 Ísland í bítið 09.00 Bold and the Beauti- ful 09.20 Í fínu formi 09.35 Oprah Winfrey 10.20 Ísland í bítið 12.20 Neighbours 12.45 Í fínu formi 13.00 Sjálfstætt fólk (Flosi Ólafsson) 13.40 Hver lífsins þraut (Gigt) (5:6) (e) 14.10 Að hætti Sigga Hall (Ítalía: Umbría) (6:12) (e) 14.45 Happy Days (Jamie Oliver)(3:4) 15.15 Summerland (On The Last Night Of Sum- mer) (e) 16.00 Barnatími Stöðvar 2 Mr. Bean, Smá skrítnir foreldrar, Könnuðurinn Dóra, Snjóbörnin, Póst- kort frá Felix 17.53 Neighbours 18.18 Ísland í dag 18.30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 Ísland í dag 19.35 Simpsons 20.00 Strákarnir 20.30 Medium (Miðillinn) Bönnuð börnum. (13:16) 21.15 Kevin Hill (Unex- pected) (10:22) 21.55 Strong Medicine 3 (Samkvæmt læknisráði 3) (6:22) 22.40 Oprah Winfrey 23.25 Heroe’s Mountain (Hetjusaga) Sannsöguleg sjónvarpsmynd um atburð sem vakti heimsathygli. Aðalhlutverk: Craig McLachlan, Tom Long og Anthony Hayes. Leik- stjóri: Peter Andrikidis. 2002. 01.05 Medical Inve- stigations (Læknagengið) (8:20) 01.45 Fréttir og Ísland í dag 03.05 Ísland í bítið 05.05 Tónlistarmyndbönd 07.00 Olíssport 07.30 Olíssport 08.00 Olíssport 08.30 Olíssport 18.45 Olíssport 19.15 David Letterman 20.00 HM 2006 (Finnland - Holland). Bein útsending frá leik Finnlands og Hol- lands í 1. riðli. Hollend- ingar unnu fyrri leik þjóð- anna, 3-1, í Amsterdam og berjast við Tékka um sig- urinn í riðlinum. 22.00 Olíssport 22.30 David Letterman 23.15 Tiger Woods. Hæfi- leikar Tigers komu snemma í ljós en í þáttaröð- inni fá sjónvarpsáhorf- endur að kynnast honum frá ýmsum hliðum. Rætt er við fjölskyldu og vini Tigers sem og þekktar stjörnur úr íþróttunum og skemmt- anaheiminum. (2:3) 00.10 Olíssport 00.35 HM 2006 (Argentína - Brasilía). Bein útsending frá viðureign Argentínu og Brasilíu. Stöð 2  20.00 Strákarnir Sveppi, Auddi og Pétur halda uppteknum hætti í kvöld og bregða á leik eins og þeim einum er lagið. Það er víst að enginn er óhultur þegar kem- ur að strákapörum Strákanna. 06.15 The Master of Dis- guise 08.00 Since You Have Been Gone 10.00 Uncle Buck 12.00 Trail of the Pink Panther 14.00 The Master of Dis- guise 16.00 Since You Have Been Gone 18.00 Uncle Buck 20.00 Trail of the Pink Panther 22.00 Relative Values 24.00 Smoke Signals 02.00 Ocean’s Eleven 04.00 Relative Values RÁS2 FM 90,1/99,9 BYLGJAN FM 98,9 01.00 Fréttir. 01.03 Veðurfregnir. 01.10 Ljúfir næturtónar. 02.00 Fréttir. 02.03 Næturtónar. 04.30 Veðurfregnir. 04.40 Næturtónar. 05.00 Fréttir. 05.05 Næturtónar. 06.00 Fréttir. 06.05 Einn og hálfur með Magnúsi R. Einarssyni. 07.00 Fréttir 07.05Einn og hálfur með Magnúsi R. Einarssyni heldur áfram. 07.30 Morgunvaktin. Fréttir og fróðleikur. 07.30 Fréttayfirlit. 08.00 Fréttir. 08.30 Fréttayfirlit. 08.30 Einn og hálfur með Gesti Einari Jónassyni. 09.00 Fréttir. 10.00 Fréttir. 10.03 Brot úr degi. Umsjón: Hrafnhildur Halldórsdóttir. 12.03 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Poppland. Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson, Guðni Már Henningsson og Freyr Eyjólfsson. 16.00 Fréttir. 16.10 Dæg- urmálaútvarp Rásar 2. Starfsmenn dægurmála- útvarpsins rekja stór og smá mál dagsins. 17.00 Fréttir. 18.00 Kvöldfréttir. 18.05 Fótboltarásin. Bein útsending frá landsleik Íslands og Möltu. 20.00 Handboltarásin ásamt ásamt Ragnari Páli Ólafssyni. Bein útsending frá landsleik Íslands og Svíþjóðar frá Akureyri. 22.00 Fréttir. 22.10 Popp og ról. Tónlist að hætti hússins. 24.00 Fréttir. 05.00-07.00 Reykjavík síðdegis e. 07.00-09.00 Ísland í bítið 09.00-12.00 Ívar Guðmundsson 12.00-12.20 Hádegisfréttir 12.20-13.00 Óskalaga hádegi 13.00-16.00 Bjarni Arason 16.00-18.30 Reykjavík síðdegis 18.30-19.30 Fréttir Stöðvar 2 og Ísland í dag. 19.30 Bragi Guðmundsson Fréttir: Alltaf á heila tímanum kl. 9.00-17.00 Sumarstef á Rás 1 Rás 1  13.15 Undanfarin sumur hefur Hanna G. Sigurðardóttir séð um þáttinn Sumarstef á Rás 1. Í takt við árstímann er þátturinn í léttum sumartakti, jafnt fyrir fólk við sín dag- legu störf og hina sem eru í fríi. Sum- arstef er á dagskrá alla virka daga að loknu hádegisleikriti, með rabbi, frá- sögnum og tónlist, og fugli dagsins. ÚTVARP Í DAG 07.00 Meiri músík 20.00 Game TV 20.30 Sjáðu 21.00 Tvíhöfði (e) 21.30 Real World: San Diego. Raunveru- leikaþáttur sem sýndur er á þriðjudögum á PoppTíví. 7 einstaklingar sem þekkj- ast ekkert: heimski Kan- inn, svarti menntagaurinn, kóreski innflytjandinn, góða saklausa ljóskan, há- fleygi listamaðurinn, pönkrokk-stelpan og stór- brjósta stelpan. 22.00 Meiri músík Popp Tíví 17.55 Cheers - 3. þáttaröð 18.20 Brúðkaupsþátturinn Já (e) 19.15 Þak yfir höfuðið (e) 19.30 Þak yfir höfuðið 19.45 Sjáumst með Silvíu Nótt - (e) 20.10 Jack & Bobby 21.00 Providence 22.00 Law & Order Banda- rískur þáttur um störf rannsóknarlögreglumanna og saksóknara í New York. Rannsókn á dauða skokk- ara sem var drepin af grimmum hundi leiðir lög- regluna á spor fanga í Attica, lögmanna hans og hóps sem efnir til hunda- bardaga. 22.45 Jay Leno 23.30 CSI: Miami (e) 00.15 Cheers - 3. þáttaröð Aðalsöguhetjan er fyrrum hafnaboltastjarnan og bar- eigandinn Sam Malone, snilldarlega leikinn af Ted Danson. Þátturinn gerist á barnum og fylgst er með fastagestum og starfsfólki í gegnum súrt og sætt. Þátturinn var vinsælasti gamanþáttur í BNA 7 ár í röð og fjöldi stórleikara prýddi þættina. Þar má nefna Woody Harrelson, Rhea Perlman, Kirstie All- ey og Kelsey Grammer en persóna hans, Frasier, kom einmitt fyrst fram á Staupasteini. (e) 00.40 Boston Public Bandarísk þáttaröð um líf og störf kennara og nem- enda í miðskólanum Wins- low High í Boston. 01.20 John Doe Er John Doe er að ráða fram úr mjög ofsafengnum glæp frömdun í listasafni kemst hann að því að aðstoð- arkona hans, Karen, er viðriðin málið. 02.05 Óstöðvandi tónlist Landsleikur Íslands og Möltu í Sjónvarpinu í kvöld NÚ er undankeppni fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu hafin og íslenska landsliðið tekur þátt í baráttunni sem endranær. Í dag mæta „strákarnir okkar“ Maltverjum í forkeppni heimsmeistaramótsins á Laugardals- velli. Þetta er slagur neðstu liðanna í riðlinum en þau gerðu markalaust jafntefli á Möltu í fyrra. Það má ætla að íslenska landsliðið ætli sér stærri hluti í þessum leik og eiga þeir eflaust eftir að standa sig vel með dyggum stuðningi íslensku þjóðarinnar. Leikurinn hefst klukkan 18.05. Fréttaágrip er flutt í leikhléi klukkan 19, en fréttir eru svo klukk- an 20 að leik loknum. Morgunblaðið/Golli Það er vonandi að íslenska landsliðið fagni líkt og á þessari mynd sem tek- in var í leik Íslendinga og Ungverja á dögunum. Ísland-Malta er í Sjónvarpinu í kvöld klukkan 17.55. Áfram Ísland FM 95,7  LINDIN FM 102,9  RADÍÓ REYKJAVÍK 104,5  ÚTVARP SAGA FM 99,4  LÉTT FM 96,7  ÚTVARP BOÐUN FM 105,5  KISS FM 89,5  ÚTVARP LATIBÆR FM 102,2  XFM 91,9  TALSTÖÐIN 90.9 STÖÐ 2 BÍÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.